Ný vikutíðindi - 17.01.1964, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI
7
»Eg átti erindi við Don,“ sagði Fabian. „Er hann
hér?“
„Nei,“ svaraði ég. „Eg er að bíða eftir honum.“
„Slrrambi var það,“ sagði Fabian. „En ég sé hann
sjálfsagt seinna."
.,Áreiðanlega,“ sagði ég brosandi. „Það þarf að
ganga frá ýmsu varðandi eignimar um miðnættið, er
það ekld?“
Eabian brosti sínu venjulega refsbrosi. „Ójá,“ svar-
aði hann. „Satt er það.“
_ ”Og það var fleira ógert — klukkustund fyrir þann
tíma,“ sagði ég, og svo sagði ég honum söguna um
grafhýsið og afhjúpun morðingjans.
Hann fléttaði fingur framan á maganum og ein-
blíndi á mig. „Geturðu sagt mér nokkuð frekar um
þetta?“ spurði hann.
”Því miður ekki,“ sagði ég. „En þetta verður að
vera okkar á milli, Fabian, þangað til ég hef náð
Biorðingjanum. “
i.Allt í lagi,“ sagði hann. „Eg vona að þér takist
Þ^ta, kæra mín. Þú ert sannarlega hugrökk stúlka!“
„Eg þakka,“ svaraði ég. Eg vildi að hann hefði ver-
Sð að tala um hugrekki mitt.
Hann stóð á fætur. ,.Eg sé þig seinna í kvöld, vafa-
laust.. Segðu Don að ég hafi verið að leita að hon-
um.“
..Já, já,“ sagði ég.
Hann gekk að stól mínum og sagði: „Það hefur ver-
ið mér kærkomin ánægja að fá að kynnast þér, kæra
rr™,“ sagði hann. Hann rétti fram höndina til þess
uð snerta handlegginn á mér.
Eg kólnaði upp, og mig langaði til að reka upp ösk-
Ur- Eg minntist kvöldsins áður, þegar þessir köldu
fingur teygðu sig eftir mér og tryllingsleg augun
störðu á mig bak við afkáralega grímuna. Svo gripu
fingur Fabians um framhandlegginn á mér andar-
tak, og ég greip andann á lofti af undrun. Fingurnir
voru alls ekki kaldir, heldur heitir og svolítið rakir.
..Kærkomið og ánægjulegt tækifæri," endurtók Fa-
bian rólega, ,,að hafa kynnzt stúlku, sem heitir Mav-
is Seidlitz."
„Húh?“ sagði ég veikri röddu.
Hann kippti hendinni til sín og brosti aftur. „Þú
hefur víst ekki haldið í alvöru, að ég léti blekkjast
til lengdar?" sa.gði hann. ,,Eg er þó starfandi lög-
fræðingur. Og mér er fátt hulið í sambandi við Klöru
Ebhart, kæra mín.“
Eg einblíndi á hann, orðlaus svona til tilbreytingar,
nieðan hann gekk að dyrunum og opnaði þær. Hann
sneri sér við og leit aftur til mín. „Eg samhryggist
Hon,“ sagði hann. „Segðu honum að þetta hafi verið
góð tilraun og að ég voni að hann sakni ekki pen-
inganna alltof mikið.“ Svo lokaðist hurðin á eftir hon-
uni, og mér datt í hug að hrun heimsins hlyti að skapa
nieiri hávaða en einn hurðarskell.
Það var ekki á mínu valdi að kippa þessu í lag,
hugsði ég mæðulega. Eg sat þama í öngum mínum og
kenndi sjálfri mér um allt saman, af því ég hafði
nokkrum sinnum gleymt að ég átti að vera í hlut-
verki Klöru Ebharts og hafði sagt mitt raunverulega
nafn.
Líklega kortéri eða hálftíma seinna — ég hafði
nússt allt tímaskyn — kom Don inn í íbúðina. Eg
spratt upp úr stólnum og flýtti mér til hans. „Don,“
sagði ég vesældarlega, „það hefur dálítið hræðilegt
komið fyrir!“
„Eg veit það,“ sagði hann brosandi og breiddi út
faðminn. „Eg hef ekki séð þig síðan í gærkvöld!“
Eg hallaði höfðinu upp að barmi hans, þegar hann
tók mig i faðminn, og ég sagði honum hvað Fabian
hefði rétt áðan verið að segja mér. Eg áræddi ekki
að horfa framan í hann til þess að sjá hvemig hon-
um yrði við. svo að ég hélt bara áfram að grúfa
hðfuðið upp að barmi hans.
Hann þagði sífellt, og ég fór að hafa áhyggjur af því,
að hann hefði ef til vill fengið taugaáfall af því að
uússa nú það sem eftir var af arfi hans — eða hvort
hann einbeindi svo huganum að mér að hann tæki
©kki eftir því sem ég var að segja honum.
(Framh. i næsta blaði)
LÁRÉTT:
1. posar, 5. útsæðið, 10.
staðfesta, 12. flý, 14. kremja,
15. verzlun, 17. starfið, 19.
þramm, 20. heiðinn, 23.
mann, 24. beins, 26. áratala.
27. bindi, 28. titt, 30. viðbót,
31. vaida, 32. hundurinn, 34.
dilkur, 35. útbygginguna, 36.
öldungar, 38. eyðimörk, 39
tala, 40. dauðsjúk, 42. sleppi,
4, fornafn, 46. hinn, 48. flík-
arhluta, 49. ólyf jan, 51.
narta, 52. hljómi, 53. gimi-
leg, 55. tryllingurinn -f- æ,
56. æsir, 58. flana, 59. grað-
hestur (skáldamál), 61.
flokka, 63. hægfara, 64. blóð-
ugt, 65. vatna (boðh.).
LÓÐRÉTT:
1. verkalýðsforingjar, 2. j
hagnað, 3. sýking, 4. félag,
6. samst., 7. fæðu, 8. end.,
9. hátíðahöldin, 10. slóða, 11.
svalur, 13. brauðið, 14.
merkja, 15. stoð, 16. lyktaði,
18. áhald, 21. guð, 22. end.,
25. bjarmann, 27. skattinn,
29. deli, 31. ríki í Asíu, 33.
eins, 34. sjór, 37. flösku, 39.
ræna, 41. flýtir, 43. snákur,
44. egna, 45. Ijósa, 47. upp-
eldið, 49. neitun, 50. eink.
bókst., 53. fugli, 54. ræskni,
57. lireýfing, 60. stök, 61.
átök, 62. titill.
LAUSN
á síðustu krossgátu
L á r é 11 :
1. harka, 5. skrof, 10. urr-
ar, 12. særok, 14. smokk, 15.
aka, 17. strók, 19. öls, 20.
; illinda, 23. spá, 24. lyst, 26.
ólmar, 27. stam, 28. skars,
30. tað, 31. skora, 32. leki,
34. skaf, 35. ræfrin, 36.
görpum, 37. ó, 38. kjái, 40.
köld, 42. Iúnar, 44. SAS, 46.
keyri, 48. eftir, 49. nauta,
51. græn, 52. inn, 53. bann-
aða, 55. ati, 56. kagar, 58.
dag, 59. salur, 61. rakur, 63.
skrár, 64. rasar, 65. spaks.
Lóðrétt:
1. hrossalælmingar, 2. ark,
3. raki, 4. KR, 6. KS, 7.
ræsa, 8. ort, 9. forstofudyra-
lás, 10. umlyk, 11. skimar,
13. kópar, 14. sölsa, 15. allt,
16. anað, 18. kámað, 25.
trefjar, 27. skapleg, 29.
skrár, 31. skrök, 33. III, 34.
sök, 37. óleik, 39. raunar, 41.
einir, 43. úfnar, 44. sand,
45. slag, 47. rætur, 49. MA,
50. að, 53. bras, 54. aska, 57.
aka, 60. ark, 62. ra, 63. SP.
SMÆ
i HELDUR FAXGELSI
EN KONUNA
Eiginmaður nokkur í Tor-
onto þoldi ekki Iengur við
heima hjá konunni sinui, svo
að hann varð að komast
burt frá henni ineð einhverj
um ráðxun. En hann hafði
enga peninga tí! að ferðast
fyrir hvorki eitt né annað,
og í örvæntingu sinni ákvað
hann að flýja bak við rimla
fangelsisins. Þar af leiðandi!
braut hann rúðu í skart-
gripaverzlun. og hann stóð
svo og beið rólegur þangað
til lögreglan kom og hand-
tók hann.
„Þaklia yltkur kærlega fyr
ir að þið viljið taka migj því
skal ég aldrei gleyma ykk-
ur,“ sagði hann.
LKI
KOLVITLAUS
RÁÐSTÖFUN
Jón var mjög drykkfelld-
ur og eitt sinn er hanu kom
heim í braggann, sá hann
að konan hafði keypt nýjan
kúst. Hann varð yfir sig
æstur og hrópaði:
— Ertu orðin alveg kol-
vitlaus, keríing?! Dettur þér
í hug að kaupa ný húsgögn,
þegar ekki er til dropi af
brennivíni í húsinu,
BRÁÐABIRGÐA-
RÁÐSTÖFUN
Daman, sem sækir um
ráðskonustöðu hjá ókvænt-
um manni:
— En íbúðin er aðeins ein
stofa og eldhús! Hvar ætlið
þér að sofa á nóttunni?
— Ja, til að byrja með
get ég legið á eldhúsgólf-
inu, svaraði hann.
SVANGUR HESTIJR
— Þegar ég var uppi í
sveit í sumar, glefsaði hest-
ur í mig.
— Hann hefur kannske
haldið að það væri fóður í
jakkanum.
KURTEISLEG
ÁMINNING
Rússneski píanósnillingur-
inn og tónskáldið Anton Rub
instein var eitt sinn að sþila
fyrir Rússakeisara og hirð
hans, þegar sarinn fór allt í
einu að rabba við sessunaut
sinn án þess að skeyta
nokkuð um músíkina.
Rubenstein hætti þá allt
í einu að leika, og eftir dá-
litla, vandræðalega þögn,
stóð hann upp, hneigði sig
fyrir keisaranum og sagði:
„Þegar minn herra talar
hlýt ég að þegja!“