Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 1
TfWDKOJl
Föstudagur 26. júní 1964 —24. tbl. 4. árg. — Verð kr. 6.oo.
BANNAÐ
er að lána
blaðið til af-
lestrar í búð-
nm.
Er ísland að verða Iðgregluríki?
Kvartað yfir saksóknara. — Lögreglumenn beita óþarfa harðneskju.
Sögur almennra borgara um þessi mál hrannast upp.
Nýjum Vikutíðindum hafa borizt fjöldamargar kvart
anir á hendur saksóknara ríkisins og út af liarkalegum
pðföruni lögreglumanna í starfi. Skal hér drepið á
n°kkur þessi mál, ef vera kynni að úr mætti bæta eða
aðhalö skapaðist.
betta kunna að vera ó-
skyld mál og ýmsum kann
Þykja óeðlilegt að blanda
^nran kvöttunum á saksókn
ara og lögregluþjóna, en ef
IP'einin er lesin ber hún vott
að erfitt er að sundur-
skilja þessi mál svo vel fari.
SAGA þjónustu-
SXtÍLKUNNAR
Síðla kvölds í vetur var
kótelþerna á Keflavíkurflug-
velli að aka út af vellinum.
Ökumaður var vamarliðs-
maður og var hann stöðvað-
ur við hliðið, kallaður inn í
varðskýlið, og þar sem hann
var grunaður um að hafa
neytt áfengis, fekk hann
ekki að fara lengra, heldur
var hringt á leigubíl handa
stúlkunni, sem bjó niðri í
Njarðvíkum.
Áður en leigubíllinn ók af
stað, fór stúlkan aftur inn
í skýlið til þess að spyrjast
fyrir um vamarliðsmanninn,
en þá skipti engum togum
um það, að hún var tekin
fantabrögðum og sett í hand
járn! Var það ríkislögreglu-
þjónn nr. 19. á vellinum og
aðstoðaði a. m. k. annar am-
erísku lögreglumannanna,
sem þarna var, hann við
handtökuna.
Stúlkan kveður meðferð
lögregluþjónanna hafa verið
svo hrottalega að hún hafi
hlotið marga áverka, þ. á. m.
glóðarauga og marbletti, allt
að lófastóra, samkv. læknis-
vottorði, sem raunar sáust 8
dögum síðar. Auk þess rifn-
uðu föt hennar og óhreink-
uðust.
HARÐNESKJA UM-
FRAM TIUEFNI
Nú getur vel verið að
stúlkan hafi hreytt einhverju
í lögreglumanninn eða jafn-
vel danglað til hans, en
þama voru þrír fílefldir lög-
gæzlumenn, vanir handtök-
um, og áttu að eiga auðvelt
með að hafa í fullu tré við
eina konu án þess að beita
harðneskju umfram þá, sem
tilefni var til, og sem ský-
Iaus lagaákvæði eru fyrir að
Iögreglumenn mega ekki
beita,
(Framh. á bls. 4)
Ofær skeyíaþjónusta
1 New York heyrðum við
þá sögu, sem hægt er að
staðfesta, að dæmi eru til
þess að skeyti, sem send
Geðsjúklingar á vonarvðl
Ægilegt ástand í sjúkrahúsmálum.
í síðasta blaði var nokkuð
fjallað um það ófremdará-
stand, sem ríldr í sjúkrahús-
hiálum hérlendis.
A handlækningadeildinni
einni saman eru um 400
I’aanu'S á biðlista og ástand-
ið sjálfsagt verra á lyflækn-
ingadeild.
Yfirvöldin sýna þessum
málum bæði skilnings- og
sinnuleysi, svo við liggur, að
algert neyðarástand sé ríkj-
andi í þessum málum.
Stjórnmálarefjar
Það er eiginlega hálfergilegt þetta með hann Sig-
Urð Magnússon kaupmann í Melabúðinni, sem miklar
vonir voru bundnar við. Og þeir, sem þrýstu honum
1Uu í borgarstjóm á sínum tíma, hafa einmitt orðið
fyrir mestu vonbrigðummi með hann.
Sannleikurinn er sá, að borgarstjóri vildi aldrei fá
hann í öraggt sæti við síðustu kosningar. Nú virð-
ist hann hafa bruggað Sigurði þau banaráð að Iáta
hann bera óbeinlínis ábyrgð á „lansninni“ á lokun
sölubúða.
Kvöldsölumálin eru orðin sú sprengja, sem sprung-
^ð hefur í höndunum á borgarstjórn sjálfri og getur
°rðið þeim hættuleg við næstu kosningar, en það á
að gera Sig. Magnússon ábyrgan fyrir henni.
Sigurði er vorkunn, en hefði hann verið æfður
stjórnmálamaður, myndi hann e. t. v. hafa séð við
refunum og skorast undan því að taka að sér ábyrg
uefndarstörf í jiessum málum.
1 fróðlegu útvarpserindi,
eigi alls fyrir löngu, lýsti
dr. Tómas Helgason lítillega
hvernig ástandið væri í
sjúkrahúsmálum, hvað geð-
sjúklinga varðar.
Kom 1 ljós í viðtalinu við
doktorinn, að aðbúnaður geð
veikisjúklinga er sýnu ömur-
legri en þeirra, sem þjást af
öðrum kvillum.
Það er óneitanlega ægileg
staðreynd, að ekki nema %
hluti þeirra, sem þjást af
meiri háttar geðveiki, njóta
sjúkrahúsvistar. Og þó eru
þeir, sem þjást af meiri hátt-
ar geðveiki, aðeins hluti af
þeim, sem þyrftu á sjúkra-
húsaðbúnaði að halda.
Manni verður á að spyrja:
Hvers konar skrælingjaþjóð-
félag er þetta, sem við lif-
tim í?
eru til Reykjavíkur, eru orð
in þriggja og hálfs dags
gömul, þegar þau berast við
takanda 1 hendur. — Sendi-
bréf eru oft fljótari!
Vitað er að erfitt er að fá
nóg af sendlum í ferðir með
símskeyti, en við því er ein-
falt ráð, sem notað er a. m.
k. í New York. Um leið og
skeytið berst, er símað til
viðtakanda og honum lesið
upp efni þess. Síðan er það
póstlagt og það sent þann-
ig í hendur honum.
Væri ekki hægt að hafa
þessa aðferð heima? Það er
skömm að því, að sendandi
skeytis, um hvenær hann
muni koma heim, skuli venju
lega sjálfur þurfa að taka
við skeytinu, eftir að heim
er komið.
Vegfarendur í hóska
Vankunnátta ökumanna hneykslan-
leg. — Hæfnispróf við endurnýjun.
Á degi hverjum verða hér
einhver bifreiðaslys, sum
minni háttar, önnur alvar-
legri, og svo þau sem hafa
hinar alvarlegustu afleiðing-
ar, slys á fólki, Iimlestingar
og dauða.
Eitthvað hefur að sjálf-
sögðu verið gert hérlendis,
sem annars staðar til að
reyna að sporna við þessum
vágesti, sem getur borið að
garði þegar minnst varir. En
ekki sakar að spyrja: Hefur
nóg verið að gert? Daglega
berast okkur fregnir af bíl-
slysum og flest eiga þau það
sammerkt, að ekki var nægi-
legrar varúðar gætt (orða-
lag lögreglunnar). Og svo
er brýnt fyrir ökumönnum
og konum að gæta nú fyllstu
varúðar við akstur. Við er-
um ekki fyllilega sammála
spekingunum með varlega
aksturinn. Hámarks öku-
hraði i þéttbýli er t. d. hlægi
lega lágur og það svo mjög,
að fáum eða engum öku-
mönnum dettur í hug að
fara eftir þeirri firru.
Víðast hvar eriendis, þar
sem hætta er á umferðar-
truflunum, er ekki minna
(Framhald á bls. 4)