Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 8
Viðskipti Lárusar Jóh
viðBúnaðarbankann
Ágrip af greinargerð L. Jóh. í seinna
málinu gegn Einari Braga o. fl. —
Á meðan ég var iþingmað-
ur Seyðfirðinga (1942—
1956), annaðist ég um fjár-
mál þeirra utanbæjar, auð-
vitað án nokkurrar þóknun-
ar, og var það talsvert auka-
starf. Þegar harðna tók í ári
hjá bönkunum, ég held það
hafi verið árið 1953 eða
1954, bannaði stjórn Útvegs-
banlkans í Reykjavík útibús-
stjóranum á Seyðisfirði að
lána bænum fé til kolakaupa,
en þá var nýbúið að panta
allstóran kolafarm og þurfti
að greiða bæði fram og farm
gjald.
Eg fór til bankastjóra Út-
vegsbankans hér og sýndi
þeim fram á, að það væri
þeirra fyrrverandi útibús-
stjóri, sem hafði komið á
þessu sölufyrirkomulagi, er
afmáði þá kolakaupmenn,
sem fyrir voru og sem hefði
lánað bænum fé til kolakaup
anna í 10—15 ár og væri því
a. m. k. mórölsk skylda
bankans að stöðva ekki
þessa lánastarfsemi fyrir-
varalaust. En það var eins
og að berja hausnum við
stein og fékk ég þau svör,
að engir peningar væru fyr-
ir hendi.
Eg fór í Landsbanka ís-
lands og bað hann ásjár. Eft
ir nokkurt þref fékk ég það
svar, að auðvitað væri þetta
mál Útvegsbankans, en til
þess að sýna góðan vilja
skyldu þeir lána fyrir farm-
gjaldinu, ef Útvegsbankinn
lánaði fyrir andvirði kol-
anna. Eg fór með þessi mála
lok til Útvegsbankans, en
fékk sömu svör og áður, að
ekkert fé væri fyrir hendi.
Þá datt mér það snjallræði
í hug að fara til samþings-
manns míns Haraldar Guð-
mundssonar, sem þá var orð
inn framkvæmdastjóri Trygg
ingastofnunar ríkisins og
hafði mikla sjóði undir hönd
um, og segja við hann: Það
er raunverulega þitt verk, að
I Seyðisf jarðarkaupstaður er
glasbotninum
kominn í það öngþveiti, sem
hann nú er í, og það er ekki
nema sanngjarnt að þú
hjálpir mér til að leysa það.
Taktu kr. 250.000.00 (ég
held ég fari með rétta upp-
hæð, en man það ekki ná-
kvæmlega) út úr reikningi
Tryggingastofnunarinnar í
Útvegsbankanum og leggðu
peningana inn á reiikning
stofnunarinnar í Landsbank-
anum, og skal ég svo sjá um
annað. Haraldur gerði þetta
og fékk Seyðisfjarðarkaup-
staður það fé, sem hann
þurfti til greiðslu á farm-
gjaldinu og kolum í Lands-
bankanum og hefur auðvitað
greitt það fyrir löngu, en
með okkur Helga Guðmunds-
syni, sem erum ágætir vin-
ir, urðu fáleikar um stund.
Það kann að vera, að Frj.
þjóð nefni svona aðferðir
svindl og fjárglæfra, en ég
kalla þetta glöggskyggni í
fjármálum og sé ekkert ó-
heiðarlegt við það.
Eg læt þetta, þótt útúr-
dúr sé, nægja um þetta tölu-
blað Frjálsrar þjóðar, en end
urtek stefnukröfur mínar
(Framh. á bls. 2)
þeir hafa gert fyrir ,,Fálk-
ann“ nýlega.
ÁSBJÖRN Ólafsson heild-
sali hristir höfuðið hlæj-
andi, þegar hann er spurð-
ur hvort nokkuð sé hæft í
þeirri sögu, sem komizt hef
ur á kreik, að hann ætli að
fara að gefa út menningar-
tímarit og sé búinn að ráða
tvo menn frá Ragnari í
Smára til þess að annast
ritstjórnina.
Annars væri margt ótrú-
legra, því Ásbjörn hefur
alltaf haft mikinn áhuga á
listum og listamönnum —
og ekki skortir hann pen-
ingana.
allri umgengni. Hann vill
samt ekkert láta hafa eft-
ir sér á prenti um hvað
hann hyggst fyrir í sumar,
að svo stöddu, en hann hef
ur áreiðanlega úr nægum
tilboðum að velja.
HAUKUR Morthens er nú
farinn að spóka sig um
götur borgarinnar, eftir
langa útiVist. Hann var
Icngi í Kaupmannahöfn og
var þar engu síður vinsæll
*neð hljómsveit en hann
hefur verið hér heima.
Haukur er mikiU sjentil-
maður og heimsborgari, og
hvers manns hugljúfi í
LJÓSMYNDAALDA hefur
gripið um sig síðustu árin
hér á landi, eins og víða
annars staðar. Hafa marg-
ir fúskarar skotið upp koll-
inum í þeirri grein, eins og
við er að búast, þegar litl-
ir karlar vilja verða stórir.
Það er því sérstök á-
stæða til að benda fólki á
menn, sem geta tekið góð-
ar myndir og eru ekki að
rembast við að vera stærri
en þeir eru, og þarna eig-
um við við fyrirtæki, sem
heitir Myndiðn h.f.
Það ætti að vera óhætt
að benda fólki á að tala við
þessa menn og spyrja um,
hvort þeir gætu ekki t. d.
tekið eins góðar myndir og
HUJÓMSVEIT Finns Ey-
dals hefur nú verið ráðin í
Glaumbæ og eru með hon-
um þau Jón Páll (gítar og
bassi), Carl Möller (píanó),
Pétur Östlund (trommur)
og Helena Eyjólfsdóttir,
sem syngur með hljómsveit
inni. Sjálfur leikur Finnur
á barytonsaxófón og klari-
net.
Við erum illa s\ ikin ef
þetta verður ekki vinsæl
hljómsveit.
Væntanlegur var nýr
skemmtikraftur í Glaumbæ
fyrir helgina, nektardans-
mær, sem heitir Lilya Max-
well.
(JR HEIMSPRESSUNNI:
Dómur drottningarmannsins
um Bítlana
Brezka stórblaðið „Daily Mirror“ er hlynnt Verka-
mannaflokknum og hnýtir oft í konungsfjölskylduna
— m. a. fekk Philip drottningarmaður eitt sinn orð
í eyra hjá því, fyrir hvað hann væri lítið heima held-
ur á sífelldum ferðalögum um allan heim.
Nýlega hældi blaðið þó einmitt Philip fyrir heil-
brigða skynsemi. Hann hafði verð spurður um álit
sitt á Bítlimum, og hann svaraði:
„Mér er alveg sama hversu mikinn hávaða fólk
gerir, þegar það syngur og dansar. Mér er hins vegar
illa við þegar fólk tekur upp á því að slást eða stela.
Það lítur út fyrir að þessum piltum sé lagið að
skemmta fólki — og það er margfalt betra en ung-
lingaglæpir!“
Gleðihús barónsfrúarinnar
Aðalfyrirsagnir Lundúnablaðanna voru fyrir
nokkru um barónsekkjuna af Newborough, fyrir það
að hún hefur leyft að nota hina glæsilegu íbúð sína
í Mayfair sem gleðihús.
Lögreglan hafði fengið grim um þetta og lét því
halda vörð um húsið, svo lítið bar á. Ung stúlka sást
hleypa mörgum karlmönnum inn í húsið.
Það þykir hið mesta hneyksli í London, að kona
af aðlinum skuli hafa lagzt svo lágt að láta nota hús
sitt sem hórukassa, en lögreglan telur sig hafa full-
nægjandi sannanir fyrir því. Raimar á lafðin einnig
fomgripasölu, en lögreglan álítur hana græða óveru-
lega á henni. Ungar stúlkur em miklu betri söluvara
en gömul húsgögn.
Sjöunda hjónaband
auðkonunnar
Sjö er oft talin vera happatala, og nú ætlar hin
stórauðuga Barbara Hutton að ganga úr skugga um
hversu sjöimda hjónabandið muni blessast sér, eftir
að hafa sannreynt að sex þau fyrri vora henni ekki
að skapi.
Hún hefur verið gift Mdivani fursta, Reventlow
greifa, Cary Grant kvikmyndaleikara, Trubetzkoj
fursta, Rubirosa diplómat og Gramm tennisleikara.
— Nú er hún orðin 51 árs gömul og hefur í hyggju
að giftast prins nokkrum frá Laos, sem er franskur
í aðra ættina og heitir Vinh, en kallar sig Raymond,
þegar hann ferðast um VeSturlönd.
Prinsinn er 48 ára gamall og er fráskilinn. Þau
hafa þekkzt frá því árið 1962, er þau hittust í Mar-
okko. I blaðaviðtali í Tokyo lét hann þau orð falla
nýlega, „að Barbara Hutton væri dásamleg kona sem
hefði mikla fegurð til að bera og mikið hjarta!“
Barbara er talin eiga yfir 2000 milljónir króna.
Ekki hefur nú Þjóðvilj-
inn gortað mikið af þessu
í sambandi við skrifin um
Kef lavíkurgönguna.
milch á Borginni heldur en
standa í dyragættinni á
Lögreglustöðinni og drekka
þar brennivín af stút.
VIÐ höfum ekki tekið eftir
bví fyrr en núna eftir 17.
júní, að uppi á einu stór-
hýsi öreiganna, sem eiga
allt sitt undir Rússum. trón
ar nú sjónvarpsstöng ein
mikil við hlið fánastanga
rauðu fánanna. — Þetta er
á höllinni miklu á homi
Laugavegs og Veghúsa-
stígs, sem í daglegu tali er
kölluð Rúblan.
ÞAÐ VAKTI furðu og
gremju manna á 20 ára af-
mæli lýðveldisins að veit-
ingahús borgarinnar skyldu
loka fyrir flestar veiting-
ar þann dag, nema smurt
brauð og pilsner.
Það mætti kannske
spyrja hina virðulegu þjóð-
hátíðamefnd að því, hvort
það sé meiri synd að
drekka eina Liebfrauen-
ÞAÐ ER áberandi hvað
bændurnir hafa haft efni a
að byggja glæsilega yfir sig
og gripi sína í sveitinni,
þrátt fyrir sífelldan bar-
lóm og barning.
Kannske er það gamla
sagan með þá, sem talin
var gullvæg forðum, °S
þeir láta sannast á sig, að
sá sé ekki búmaður, sem
ekki kann að barma sér.