Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTlÐINDI 7 Uöi okkur. Segðu mér satt, og ljúgðu engu lengur að mér?“ Hann var ekki vanur því að Gerda setti honum kosti og varð vandræðalegur. Hann vissi líka að hana langaði til að trúa því að þau væru gift. „Elskan, það var ekkert athugavert við giftinguna. Það getur verið að hún hafi verið framkvæmd á dálítið óvenjulegan hátt, en hún var fullkomlega lögleg.“ Handleggir hans voru nú um axlir hennar og andlitið fast upp að and- liti hennar. „Ertu viss um það, Ches?“ hvíslaði hún. „Er ég í alvöru frú Chesney?" Hann kyssti hana. „Auðvitað, elskan. Hafðu engar frekari áhyggjur út af því. Og, ef þú kærir þig um þá skulum við giftast aftur í Þýzkalandi.“ Hættan var liðin hjá, og ótti hennar dvínaði. Nú samhryggðist hún honum yfir missi hins dýrmæta farms, meðan báturinn sigldi rólega áleiðis til Tang- ier. ELLEFTI KAPÍTULI Chesney sigldi litlu snekkjunni sinni inn á sólbaðaða höfn Tangiers og batt hana við bryggju. Á ytra borð- inu virtist hann hafa tekið gleði sína á ný, en gagn- vart Gerda var hann fáorður og snefsinn. Með sjálf- nm sér var hann sannfærður um að einhver í Alsír hefði gefið lögreglunni upplýsingar, sem olli því að hann hafði neyðzt til að henda hinni dýrmætu smygl- vöru sinni í sjóinn. Allur hinn vandlegi undirbúning- ur og sú slægvizka sem hann hafði beitt, var til einsk- is, og nú, enn einu sinni, var hann peningalaus. Að þvi er Gerda snerti var þetta ekki neitt afdrifaríkt í henn- ar augum. Hún leit á það sem áfall, eins og komið hafði fyrir oft áður, en hún hafði vanizt því að líta þannig á lífið, að ef Chesney væri hjá henni, þyrfti 'hún engu að kvíða. Hún gat líka huggað sig við til- hugsunina um það, að ef Chesney var félaus myndi hún fremur hafa hann hjá sér en ella; hann hefði síður tækifæri til að skemmta öðru kvenfólki. Þegar þau höfðu rígbundið bátinn fór Chesney í sín heztu föt og lét Gerda gera slíkt hið sama. Hann leiddi hana upp bryggjuna, upp eftir hlykkjóttum göt- unirni að litlum bar í Pettit Cocco, sem hörundsdökk- ur maður átti. Chesney bað um tvo koníak, en talaði ekki við nokkurn mann. Þarna var hálf tylft manna, sýnilega sjómenn, sem sátu og röbbuðu saman. Þeim varð starsýnt á nýkomnu gestina og héldu áfram við- ræðum sínum. Chesney lauk úr glasinu, en bannaði Gerda að ljúka úr sínu. Þegar þau voru komin út og gengu í burtu, sagði hann: „Nú veit ég hvað við ger- um. Við förum og tölum við Miriam.“ „Hver er Miriarn?" spurði Gerda. Hann hló með sjálfum sér. „Hún er gamalt viðhald mitt. Sæt stelpa, en dálítið villt. Móðir hennar var gift eyðimerkurræningja, þangað til hún féll fyrir ein- Um úr IJtlendingahersveitinni.“ Hann glotti. „Og nú or það Miriam. Síðast þegar ég sá hana gaf ég henni dálítið af peningum, og hún keypti sér bar.“ Þau löbbuðu fram hjá Görðunum upp í Gömluborg, þar sem strætin urðu of þröng fyrir umferðina og þar sem steinveggirnir lokuðu úti mestalla birtu og sköpuðu leyndarmál. Konur með hvita andlitsslæðu, starandi beint fram fyrir sig, gengu framhjá; smá- búðir, sem minntu á þegar börn eru í búðarleik, voru þama með smávarning til sýnis, og búðarmennirnir sátu á gangstéttinni með rauðan fez á höfði og biðu eftir viðskiptavinum. Þau fóru fram hjá mörgum opn- um dyrum, þar sem mótaði fyrir kvenmannslíkama í forstofunni. Víða var blindur betlari, sem teygði upp lófana eftir ölmusu. Chesney virtist kunnugur leiðinni. Hann teymdi Gerda upp þröng og hlykkjótt sund, skuggaleg og daunill. Að lokum ýtti hann upp hurð í einum veggnum, og þau stóðu inni í litlum, skrautlegum bar, lítið lýstum ^neð dökkrauðum húsgögnum og þykku veggfóðri. Áð- ur en þau gátu sezt, gekk þjónn til þeirra og hvisl- aði að Chesney: „Madam bíður eftir monsieur inni í Lárétt : 1. pappír, 5. blóms, 10. öldur, 11. kámar, 13. sk.st., 14. veizlurnar, 16. eiga, 17. tvíhljóði, 19. meiódía, 21. venju, 22. stétt, 23. riddara, 26. tanga, 27. op, 28. hor- aðri, 30. stefna, 31. tíðkar, 82. atvinnuvegur, 33. kall, 34. samst., 36. hæg,^38. öt- ula, 41. stía, 43. sumstaðar, 45. burtkasta, 47. kyrrlátt, 48. gælunafn, 49. skortur, 50. reykja, 51. tala, 53. mat- arQát, 54. fljót, 55. félagi, 57. söngl, 60. eins, 61. borga, 63. ísbarma, 65. koll, 66. tifa. Lóðrétt: 1. leit, 2. veitingastofa, 3. stallur, 4. sagnfræðingur, 6. hljóma, 7. drykkur, 8. renna, 9. guð, 10. káta, 12. glæsi- mennska, 13. torfa, 15. bet- ur, 16. vafasemi, 18. dugleg- ur, 20. glanni, 21. galdur, 23. snjóbleytu, 24. á nótum, 25, gróðaseðill, 28. gjóstur, 29. nær, 35. fjarvera, 36. krafsa, 37. kæti, 38. girðingaefni, 39. þramma, 40. ská, 42. vöru- merki, 44. tala, 46. unna, 51. gelda, 52. innheimta, 55. skal, 56. skemmd, 58. flýt- ir, 59. ábreiða, 62. upphróp- im, 64. guð. LAUSN á sifiustn krossgátu. ■■■'• LÁRÉTT: 1. skort, 5. maufs, 10. braka, 11. Krist, 13. bú, 14. mfa, 16. vart, 17. ei, 19. lin, 21. kið, 22. ánar, 23. óðara, 26. bunu, 27. ann, 28. hrukkur. '30. man, 31. alvej?, 32. aðall, ;33. og, 34. lu, 36. malla, 38. vaðal, 41. æsa, 43. laglaus, 45. ort, 47. læti, 48. nauts, 49. skvr, 50. ata, 51. a, 52. ö, 53. ský, 54. ra, 55. armi, 57. anga, 60. II, 61. raska, 63. orfið, 65. fasta, 66. stall. LÓÐRÉTT: 1. sr„ 2. kar, 3. okur, 4. raf, 5. M, 6. aka, . 7. urra, 8. rit, 9. ss, 10. búinn, 12. teina, 1.3. bláar, 15. auðug, 16. verka, 18. Iðunn, 20. Nana,. 21. kuml, 23. óreglan, 24. ak. 25. auðlaus, 28. hvoll, 29. rauðs,::35. hælar, 36. mata, 37. agaði, 38. vatna, 39. loks, 40. strýi, 42. sætar, 44. lu, 46. rykið, .51. arks, 52. ögra, 55. asa. 56. naht, 58. not, 59. afl, 62. af, 64. il. einkaskrifstofu sinni.“ Hann kinkaði kolli til Gerda og bætti við: „Madam vill einnig gjaman finna yður.“ Hann fylgdi þeim inn í herbergi með Ijósgráum veggjum og fölgrænum húsgögnum. Á miðju gólfi var stórt borð með spegilplötu, og á því var stór skál með dökkrauðum rósum. Miriam stóð við borðið, grannvaxinn, svarthærður kvenmaður með dimm, ibrennandi sígaunaaugu. Ljós- gulur kjóll hennar féll að seiðmögnuðum og fagur- sköpuðum kropp hennar. Ekkert hljóð heyrðist x her- berginu nema svolítið skrjáf í kjólnum og nælonsokk- unum, þegar Miriam gekk eitt skref í áttina til þeirra, en loftið var þungt af ilmvatnsangan. „Eg bjóst við að þú myndir koma,“ sagði hún með svolitlum erlendum hreim í röddinni. Hún lyfti hendi án þess að brosa. „Hvernig líður þér? Ætlarðu ekki að kynna mig?“ Chesney kynnti þær ópersónulega, eins og það væri óljúft skyldustarf, meðan hann hefði annað í huga. „Svo að þú bjóst við mér, mín kæra Miriam,“ sagði hann. Röddin var mjúk, næstum smjaðrandi. „Samt virtistu ekki vera ánægð yfir að sjá mig. Elskarðu mig ekki lengur, ástin?“ Hún baðaði æst út höndum. „Láttu ekki eins og kjáni, Ronny. Nú er hvorki stund né staður fyrir brandara. Þú verður að forða þér. Þetta er hættu- legur staður fyrir þig — fyrir ykkur bæði.“ Chesney varð gripinn æsingi. „Hvers vegna? Hver veit um að ég er hér? Hvernig vissir þú það?“ „Eg vissi það um leið og báturinn þinn kom. Eg veit um ferðir þínar frá því þú steigzt á land hér í Tangier. Er það nægilegt svar?“ Bros hennar sýndi sterklegar, hvítar tennur. „Þú hefur góð sambönd, kæra mín, en þú ert eitt- hvað biluð ef þú heldur að ég ætli að stinga strax af frá Tangier.“ Hann hallaði sér aftur á bak í hæginda- stól. „Mér þykir notalegt hérna, og mér fellur ágæt- lega við loftslagið." (Pramhaild í næsta blaði.)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.