Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTlÐINDI „Sjjélfsbjörg" í sókn Nýlega var 6. þing Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, háð í Samkomuhúsinu á húsavík dagana 29.—31. maí s. 1. Formaður lands- sambandsins Theodór A. Jónsson setti þingið með ræðu. Mættir voru til þings 34 fulltrúar frá 8 félögum. Innan landssambandsins eru 10 félög með á áttunda hundrað virkra félaga og á- líka marga styrktarfélaga. Skrifstofa landdssambands ins er að Bræðraiborgarstíg 9. Til hennar leituðu á síð- asta starfsári á áttunda hundrað manns, þar af voru beinar fyrirgreiðslur 247. 1 ágúst s.l. var haldinn í Reykjavík stjórnarfundur V. N.I. (Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum). Sóttu fund- inn fulltrúar frá öllum Norð- urlöndunum, og voru þar rædd ýmis hagsmunamál fatlaðra. Stærsta verkefni er lands- sambandið vinnur að, er und irbúningur að bygginngu vinnu- og dvalarheimilis fyr- ir fatlaða í Reykjavík. Hefur Gísli Halldórsson, arkitekt, tekið að sér að teikna húsið. Á árinu var gefið út og dreift um landið, kjmningar- rit, um tilgang og markmið samtakanna. Skuldlaus eign landssam- bandsins var í árslok kr. 814.610.00. Starfsemi einstakra félags deilda var mjög góð. Á þeirra vegum eru nú reknar 2 vinnustofur, á Isafirði og Siglufirði. Þá munu taka til starfa á þessu ári vinnustof- ur í Reykjavík og á Akur- eyri. Félagslíf var mjög mik ið hjá deildunum. Þingið gerði m. a. eftir- farandi samlþykktir: Að löggjöf verði sett um endurhæfingu öryrkja á grundvelli þess lagafrum- varp, sem milliþinganefnd hefur lagt fram. (Á vegum Sjálfsbjargar starfaði nefnd, er lagði fyrir þingið drög að lögum um endurhæfingu ör- yrkja, eftir danskri fyrir- mynd). Að lögin um ríkisfram- færslu sjúkra manna og ör- kumla verði endurskoðuð. Að endurskoðuð verði reglugerð um úthlutun ör- orkustyrkja frá 27. nóv. 1961. Sérstaklega verði fellt hið óréttláta ákvæði um út- hlutun örorkubóta til fatl- aðra húsmæðra, en þeim tryggður sami bótaréttur og öðrum þjóðfélagsþegnum. Að aðstandendum bama með skerta orku, verði tryggð greiðsla á öhum kostnaði, sem af fötlun þeirra leiðir“. Að landssambandsstjórn ráði sjúkraþjálfa, sem geti ferðast milli þeirra félags- deilda, sem slíkrar þjónustu kynnu að óska. Að kjörin verði milliþinga nefnd, er kynni sér á hvern hátt húsnæðismál fatlaðra verði bezt leyst og gjöri um það raunhæfar tillögur. Að þingið ítreki áskorun til Alþingis áð breyta lögun- um um Erfðafjársjóð. Vegfarendur... (Framh. af bls. 1) lagt upp úr lágmarksöku- hraða, en hámarks, enda hljóta þeir menn, sem um þessi mál fjalla, að vita, að ef allir ökumenn, t. d. í R- vik, ækju með lögboðnum hraða, hlytist af óleysanleg- ur umferðarhnútur. Þessi orð má ekki taka svo, að verið sé að bera í bætifláka fyrir gálauslegan akstur, síður en svo. Lög- reglan ætti að beita sér enn meira gegn þeim ökuníðing- um, sem stunda kappakstur í miðbænum og finnnst mest ur vegsauki að því, ef hægt er að láta ískra og væla *í dekkjunum. Nei, verðir lag- anna ættu fremur að hafa auga með slíkum ökuþórum, en að vera sífellt að bjástra við að stöðumælasekta menn, sem fá ekki afgreiðslu á sjálfri skrifstofu lögreglunn- ar fyrr en eftir dúk og disk og þurfa þar af leiðandi að láta stöðumælinn falla á sig. En þrátt fyrir allt, er ekki vdst að þetta séu einmitt hættulegustu mennirnir í um ferðinni, og þá komum við að kjarna málsins. Heimssýningin I New York er opin frá apríl til október 1964 og 1965. Lagt hefur verið gífurlegt fé í sýninguna, enda er reiknað með því að 100 millj. manna konú þangað. Héma er mynd af gosbrunnatjöm þar, sem lýst er með marglitum Ijós- um og flugeldamergð á kvöldin. Hættulegasta ökufólkið er einfaldlega það fólk, sem hef ur fengið bílpróf, þrátt fyrir þá staðreynd að það kann ekki að aka bíl. Flest umferðarslysanna stafa beinlínis af vankunn- áttu þeirra, sem ökutækjun- um stjóma. Og hvemig má það nú vera, að fólk, sem hvorki kann á bíl né ber skynbragð á umferðarreglur, skuli hafa bílpróf? Svarið er einfaldlega það, að kröfurnar, sem gerðar em til bifreiðastjóra, em ekki nærri nógu strangar. Þegar óvanur maður eða kona ætlar sér að læra á bíl, er þeim hinum sama fengn- ar í hendur svonefndar um- ferðarreglur og em þær — svo maður taki nú ekki of djúpt í árinni — einhver fá- bjánalegasti samsetningur, sem um getur síðan íslend- ingar lærðu að draga til stafs. Þetta málþóf og kjaftæði er svo viðkomandi nemanda gert að læra utanbókar og þylur hann (eða hún) síðan langloku, sem ómögulegt er að botna upp né niður í, og ef fræðin em nægilega hratt með farin, án vitundar og skilnings, fær nemandinn um svifalaust „pre“ í munnlegu bílprófi. Prófið í aksturshæfni er aftur á móti fólgið 1 því, að nemandinn er látinn aka um bæinn, og ef hann ekki ekur á hús eða drepur mann, þá reynist hann hæfur til að aka bíl. Svo þarf hann ekki annað en að labba sér niður á lög- reglustöð og endumýja skír- teinið á fimm ára fresti og getur haft sama gamla skír- teinið til æviloka. Samkvæmt þvi reynist hann jafnhæfur til að aka bíl, sextíu árum eftir að prófið var tekið, þótt aldrei hafi hann í milli- tíðinni snert slíkan farkost. eftir fávita kenna á bíl °S síðast en ekki sízt — og þa^ er sjálfsagt veigamesta atriðið — skylda þá, sem endurnýja skírteini sín, til að taka hæfnispróf í hvert skipti, sem endurnýjun á sér stað. Ef farið væri eftir þessum ráðleggingum, þó ekki væri nema að litlu leyti, þa mundu menn fljótlega verða vitni að stórbatnandi ástandi í þessum málum. Lögregluríki... ? (Framh. af bls. 1) Það er ekki nóg með það að stúlkunni sé hent í gólf' ið og hún handjárnuð þar liggjandi, heldur stórsér a henni. — Em það nú aðfar- ir við kvenmann, og það hja Það sem gera þarf til að einkennisbúnu yfirvaldi, seh1 reyna að draga úr umferð- arslysumnn er tvímælalaust það, að þyngja prófið, hætta að láta fávita með námsbók Lárus Jóh. (Framh. af bls. 3) son minn, og hef ég að fram an gert grein fyrir því, að ég tel hjálpsemi föður við son, sem hann álítur sig geta gert sér að kostnaðar og meinfangalausu, ekki aðeins eðlilega heldur sjálfsagða. Ég krefst þess, að innskot þetta verði ómerkt og aðal- stefndur dæmdur í refsingu fyrir það, því það er af ill- vilja gert, eftir 236., en til vara 234. eða 235. gr. alm. hgl. 2. Undir millifyrirsögninni „EKKI ENN FARINN AÐ RÆÐA LÁNSKJÖRIN“ á bls. 8 er eftirfarandi innskot. „Hér virðist liggja fyrir svo einstakt og fagurt dæmi um hjálpfýsi samfara mikilli fjárhagslegri ábyrgð, að full víst má telja, að engir lög- fræðingar nema þeir feðgar Jóhannes og Lárus hefðu gert þetta fyrir aðeins 3000. 00 krónur.“ (Undirstrikun mín, L. Jóh.) Um hina miklu fjárhags- legu ábyrgð vísast til þess, sem sagt er hér að framan undir 1. lið. Um síðara atriðið er það að segja, að hér var farið eftir lágmarksgjaldskrá Lög- mannafélags Islands svo að allir félagar þess, sem höfðu aðstöðu til lánútvegunarinn- ar, hefðu gert það fyrir sam gjald. 1 þessu sambandi má geta þess, að Páll Magn- ússon, kæruskrifari, mun hafa skotið sér undan að greiða gjöld til Lögmannafé- lags Islands, þó að hann stundi lögfræðistörf og sé því lögskyldur félagsmaður. Er nú verið að athuga það mál. (Meira) á að þjóna réttlæti og landS' lögum — og með aðstoð an° ars lögreglumanns! Var nr. 19. ekki kvensterkur? Síðan var stúlkunni ekið a lögregluvarðstofuna (í hand járnum) og litlu seinna hei® til sín. KÆRU EKKI SINNT Stúlkan kærði málið til saksóknara, óskaði þess að lögreglumaðurinn yrði látinn sæta ábyrgð og henni bætt Tímaritið eva nýkomið út.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.