Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Side 2
2
Ní VIKUTÍÐINDI
NY VIKUTIÐINDI
koma út á föstudögum og kosta 8 kr.
Ritfftjóri og útgefandi: Geir Gunnarsson.
Auglýsingasími: 17333.
Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegi 27,
sími 14856 og 17333
Prentsmiöjan Asrún h.r.
Samvinnustefnan er allra
flokka stefna
Mesta glópska, sem Sjálfstæðismenn hefur hent, er
að eftirláta Framsóknarmönnum samvinnustefnuna.
Hún er hugsjón, sem hlýtur að þróast. Framsókn er
hins vegar íslenzkt afbrigði, sem hvergi er til annars
staðar,
Samvinnufélögin henta bændum vel. Og samvinnu-
stefnan gæti verið ríkjandi í sameignarfélögum, verzl-
unarfélögum o. s. frv. En Sjálfstæðisflokkurinn rugl-
ar Framsóknarflokknum og samvinnustefmmni sam-
an. Hann gerir líka þá skyssu að kalla verzlunarfé-
lög þau, sem hægri bændur stofna, kaupfélög!
Það er nauðsyn til að gera greinarmun á Fram-
sóknarflokknum með sín kaupfélög og samvinnustefn-
unni, því hún er hvarvetna í örum vexti, en Fram-
sóknarflokkxu’inn er hins vegar óþarfur. Jafnaðar-
menn hafa t. d. víða framfylgt henni.
Sannleikurinn er sá, að samvinnustefnan er allra
flokka stefna og á ekkert skylt við Framsóknar-
flokldnn, sem er henni raunar til óþurftar.
En kannske óttast Sjálfstæðismenn að samvinnu-
stefnan komizt í útgerðina og að þá yrði flokkur
þeirra aðeins lítil konservatíf klíka, sem aldrei hefði
nógu margar hendur á lofti til að ráða nokkru máli
til lykta.
Eldgos, úthafsbrim og
jökulhlaup
Það er hörmulegt að vita, hvernig komið er fyrir
Alþingi Islendinga. Forystumenn flokkanna og klík-
ur þeirra ráða öllu. Persónuleg skoðun einstakra
þingmanna má sín einskis.
Áður fyrr voru persónuleikar á þingi, sem þorðu
að halda fram sannfæringu sinni. En nú er Alþingi
orðið eins og brúðuleikhús með trúð að baki, sem
tekur í spotta og stjómar þannig brúðunum.
Það er ekki víst að þessi leikur geti haldið áfram
til lengdar. Fólkið kann hornun illa, og samtaka-
máttur þess er meiri en pólitísku forsprakkarnir
skilja og vita.
Hér verða eldgos og jökulhlaup fyrirvaralaust. Is-
lendingar em eins og eldur og ís. Þjóðin er ung og
hún dregur dám af úthafsbrimi, jöklum og eldgosiun
landsins.
Þing og stjóm ættu að átta sig á þvi.
Bókaútsala
ÞINGHOLTSSTRÆTI 23.
Aætlunarferðir m.s. „Gullfoss
Sumaraukaferðir í vetur og sumarferðir 1965
Nýlega komu út áætlanir um
ferðir m.s. „GULLFOSS“ í vet-
ur og á næsta ári.
Samkvæmt áætlunum verða
ferðir skipsins með líkum hætti
í vetur og undanfarna tvo vet-
ur. Fargjöld verða lækkuð veru
'lega mánuðina nóvember til
marz, þ. e. a. s. í 3 ferðum fyr-
ir áramót og 5 ferðum eftir ára
mót. Á þessu tímahili er inni-
falin í fargjaldi gisting um
borð í skipinu og morgun- og
hádegisverður meðan staðið er
við í Kaupmannahöfn fyrir þá
farþega, sem ferðast með skip-
inu fram og til baka. Þá verða
skipulagðar ferðir um Kaup-
mannahöfn og Sjáland, meðan
skipið stendur við í Kaupm.-
höfn, fyrir þá farþega sem þess
óska. Fyrirkomulag þetta hef-
ur verið reynt tvo undanfarna
vetur við vaxandi vinsældir, og
er nú þegar nær útselt í 1. ferð-
ina frá Reykjavík 30/10. I öðr-
um vetrarferðum eru farmiðar
ennþá til.
Til nýbreytni í vetrarferðum
má telja, að í desember verður
farin ein aukaferð til Kaup-
mannahafnar og Leith, jólaferð,
sem ekki hefur verið farin áð-
ur. Verður brottför frá Reykja-
vik í þeirri ferð hinn 11. des-
ember og komið aftur til Rvík-
ur á 2. jóladag. Er allmikið bú-
ið að selja af farrhiðum í þessa
ferð.
Næsta sumar verður ferðum
m.s. „GULLFOSS“ hagað á
)(-)f)f 4-)f)4.)f)<-)*-X-)f)f)f)*-)*-)f)f)(.)f)f)«-
List-
kynning
Mokkafaffé býður nú upp á
sýningu á 24 svartlistarmynd-
um, sem unnar eru úr skinni,
eftir Eggert E. Laxdal, son
Eggerts M. Laxdals, listmálara.
Frá barnæsku hefir Eggert
yngri fengizt við myndlist og
hefir af og til tekið þátt í mál-
verkasýningum. Mest hefir hann
málað vatnslitamyndir og feng-
izt við teikningar. Á síðari ár-
um hefir hann einnig málað
olíumyndir og notað við mynd-
ir sínar alls konar önnur efni,
m. a. klúta og skinn. Þá hefir
hann fengizt við ritstörf og
tónsmíðar.
Hann vinnur nú af kappi að
koma upp sjálfstæðri sýningu
á myndum, sem byggðar eru
upp af alls konar klútum. Það
mun vera nýjung í myndlist
hér á landi.
Svartlistarmyndir þær, sem
nú eru til sýnis í Mokkakaffé,
eru á mjög hóflegu verði.
sama hátt og undanfarin sum-
ur og verða alls 11 ferðir, sem
byrja með brottför frá Kaup-
mannahöfn hinn 8. maí og frá
Reykjavík hinn 15. maí. Verða
ferðirnar hálfsmánaðarlega,
sinn hvorn laugardaginn frá
Reykjavík og Kaupmannahöfn,
með~Viðkomu í Leith á báðum
leiðum. Er byrjað að taka á
móti farpöntunum í þessar ferð
ir.
Vegna mikillar eftirspurnar
eftir farmiðum með „GULL-
FOSS“ yfir sumarmánuðina, hef
ur orðið að synja mörgum um
farmiða með skipinu, eftir að
öllum farþegarúmum hefur ver-
ið lofað löngu fyrirfram. Síðan
hafa hins vegar viljað verða all
mikil brögð að því, að pantaðra
aðgöngumiða hafi ekki verið
vitjað eða farpantanir afturkall-
aðar með það skömmum fyrir-
vara að ekki hefur reynzt unnt
að láta farmiðana eftir öðrum,
sem synjað hefur verið um far-
þegarúm og skráðir eru á bið-
lista. Sá háttur hefur því verið
tekinn upp, að þeir sem óska
eftir að fá farmiða tekna frá
löngu fyrirfram, greiða kr.
500.00 upp í andvirði farmiða
og leysa hann út að fullu eigi
síðar en 30 dögum fyrir brott-
för. Er þess vænzt að þetta fyr-
irkomulag tryggi það, að eng-
um verði synjað um farþega-
rúm, sem síðan yrði svo ónot-
að.
Breytingar hafa ekki orðið á
verði farmiða.
(Frá Eiskipafél. ísl.)
GLAUMBÆR
Hljómsveit FINNS EYDAL ásamt IIELENU.
Borðpantanir í síma 11777.
Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00.
GLAUMBÆR
SIMI 11777
STQRA
TIL NÝRRA VIKUTÍÐINDA,
Laugavegi 27, Reykjavik.
Undirritaður óskar að fá heimsent burðargjalds-
frítt, eitt eintak af Stóru draumaráðningabóldnni
fyrir 100 krónur, sem fylgja þessari pöntun.
Nafn
Heimili