Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Blaðsíða 4
4
NÝ VIKUTlÐINDI
Ibúð á nauðung-
aruppboði
(Frana!hald af bls. 1)
Nú var tryggingaibréfinu
þinglýst og farið á fund fjár-
málamanns nokkurs hér í
borginni og honum selt það.
Keypti hann bréfið, án þess
að hafa tal af íbúðareigenda,
og mun hafa borgað það með
50 þús. kr.,. samkv. fram-
burði seljandans, Áma. Síð-
an var svallinu haldið áfram
og var Ámi gjaldkerinn, en
eitthvað mun samt Gunnar
hafa fengið í sinn hlut.
Ekki var farið á fund móð
ur Gunnars og henni sögð
tíðindin, því Gunnar taldi
hana ekki vænlega til að
samþykkja viðskiptin, með-
an þeir væm undir áhrifum
áfengis. Það er þó honum til
málsbóta, að eignin var arf-
ur eftir föður hans látinn
og átti hann að fá sinn hlut
í henni, þótt ekki væri form-
lega frá skiptum gengið.
Nú líður og bíður og
skuldabréfið fellur í gjald-
daga. Kannast þá móðir
Gunnars að sjálfsögðu ekki
neitt við neitt og kærir til
sakadómara yfir því, að fals-
að hefði verið skuldabréf
með veði í íbúð hennar. Kem-
ur þá hið sanna fram í mál-
inu og er það síðan rekið
sem skuldamál fyrir bæjar-
þingi Reykjavíkur. Þar var
Árna, Gunnari og Sigríði
gert að greiða næstum alla
skuldina in solidum 7.500
krónur í málskostnað og 6%
í vexti frá 4. ágúst 1959 til
greiðsludags.
Ótalinn er þá kostnaður að-
ilja við málsvöm og fógeta-
gerðir.
Nú mun eigandi skulda-
bréfsins hafa komist að raun
um að þeir Ámi og Gunnar
vom ekki borgunarmenn fyr-
ir bréfinu, og þar sem ekki
var hægt að ganga að hinni
veðsettu eign, því sannað var
að undirskriftin var fölsuð,
gekk hann að Sigríði.
Og nú er svo komið að
Sigríður er orðin gift kona,
og hafa þau hjónin nýlega
eignast kjallaraíbúð að nafn-
inu til. Það er íbúðin, sem
uppboð er nú auglýst á, til
lúkningar tilgreindrí skuld.
Þetta er sorgarsaga og
leiðindamál. Ekki er útlit fyr
ir annað en óvarkára stúlk-
an, sem vissi ekki annað en
hún væri að gera vini sínum
greiða á sínum tíma, verði
nú ásamt eiginmanni sínum
að selja litlu íbúðina, sem
þau með súrum svita em að
reyna að eignast.
En piltamir em sjálfsagt
þær mannleysur, að þeir láta
þetta viðgangast án þess að
sýna lit á að hlaupa undir
bagga með ungu hjónunum.
Um kaupanda skuldabréfs
ins skulum við hafa sem fæst
orð.
'■*>¥+++++++++* ++X-++++++++
Harkalegar inn-
heimtuaðferðir
(Framh. af bls. 8)
gekk svo nærri útgerðinni
með skuldainnheimtu að
Eiríkur og fjölskylda hans
höfðu bókstaflega ekkert til
þess að lifa á. En í stað
þess að kjökra yfir erfiðleik-
um, eins og háttur er lin-
gerðra manna, þá brúkaði
Eiríkur munn við bankastjór
ann ríka og skellti hurðum
í bankanum.
Á s.l. vetri var svo bátur
Eiríks seldur nauðungarsölu.
Talið var að heildarskuldir
Eiríks næmu þá ca 350 þús-
unum. Fiskveiðasjóður og
bankinn keyptu bátinn fyrii'
120 þúsundir. Var svo bátur-
inn látinn liggja í takmark-
aðri hirðu, þar til hann
var fluttur í sumar til
Reykjavíkur og seldur þar,
að því að talið er fyrir 640
þús. kr. Ekki var það þó tal-
ið nægjanlegt heldur lét
lögfræðingur ríka bankastjór
ans nýlega selja húsið ofan
af Eiríki, og mun það hafa
selst á rúmar 80 þúsundir,
og er Eiríkur þarmeð á göt-
unni með 5 böm, ung.
Eftir þessar fjármálaað-
gerðir Fiskveiðasjóðs og
bankans, hafa þessir aðilar
fengið, að því er talið er, á
áttunda hundrað þúsund fyr-
ir eignir Eiríks, bát og hús,
vegna skulda, sem taldar
vom nema ca. 350 þúsund-
um, en Eiríkur stendur eftir
húslaus og bátlaus og skuld-
ar ennþá bókhaldslega helm-
ing af upphaflegu skuldun-
um.
Þó er þetta ekki einsdæmi.
Fyrir rúmu ári var bátur
Ása í Bæ, fatlaðs manns
með mikla ómegð seldur með
hliðstæðum hætti fyrir 500
þúsundir og síðan endurseld-
ur af bankanum fyrir 1260
þúsundir.
Þeir lögfræðingar munu
vera til, en fáir þó, sem
mæla svona aðförum bót og
telja þetta rúmast innan
ramma landslaga, en allur al-
menningur í landinu fordæm-
ir svona aðferðir í nafni
stofnana eins og Fiskveiða-
sjóðs og banka, sem eru rík-
iseignir og þar með stofnan-
ir alþjóðar.
Fyrir bankastjóm IJtvegs-
bankans þýðir ekki að skjóta
sér á bak við Elías Halldórs-
son, forstjóra Fiskveiðasjóðs
ins, einfaldlega vegna þess
að það er bankastjórn Út-
vegsbankans, sem stjómar
Fiskveiðas j óðnum.
Almenningur í landinu ætl
ast til þess, að Fiskveiða-
sjóður og Útvegsbankinn sjái
sóma sinn í því að bæta fyr-
ir misgerðir og afglöp í við-
skiftunum við Eirík frá
Hruna og Ása í Bæ og aðra
þá, sem líkt er á komið í
viðskiptum við þessar stofn-
anir.
x + y
ofjfjfjf*-****-***-*-****-**-*-**-)*-
— Sprengihætta
(Framh. af bis. 1)
væri fyllilega ljóst, hve afl-
mikil sú sprenging yrði, sem
þarna væri hugsanleg, enda
væri það ekki í verkahring
almannavama að skipta sér
af einstökum fyrirtækjum.
Við spurðum hvort al-
mannavömum væri kunnugt
^.f*-*-*-*-**++++++jfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjff*** jfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjf*-*-*-*-***-*-***-*- ****J
* 4
* *
* *
*
*
4
+
4
4
4
■¥
-¥
*
*
■¥
■¥
■¥
*
-*
■¥
•¥
-¥
-¥
■¥
*
-¥
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Hinir margviSurkenndu
BRIDGESTONE
isnjóhjólbarðar
komnir í öllum stærðum.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst, vegna
gífurlegrar eftirspurnar.
Gúmbardinn h.f.
Brautarholti 8 — Sími 17984
Einliaumboð á íslandi:
R0LF J0HANSEN & Co. - Sími 36840
Jf*-*.*.**************-******************************************************************************************************