Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Side 3
NY VIKUTlÐINDI
S
Skrýtlur
Einmana piparsveinn kom
inn í litla og snyrtilega gjafa
vörubúð, lagði 1000 krónur
á borðið og sagði við af-
greiðslustúlkuna:
„Eg á afmæli á morgun.
Eg hef yndi af að láta koma
mér á óvart. Finnið þér ein-
hverja gjöf til að senda
mér.“
• •
Tveir menn sátu í veit-
ingastofu og röbbuðu sam-
an.
„Viltu reykja?“ spurði ann
ar þeirra.
„Nei, takk, ég reyki ekki,“
svaraði hinn.
„Nú, hefurðu aldrei
reykt?“
„Jú, ég hef reynt það einu
sinni, en mér þóttí það
vont.“
„En það má þó bjóða þér
vínglas, ha?“
„Nei, ég drekk ekki.“
„Hefurðu kannske
drukldð?“
„Jú, ég hef reynt það einu
sinni, en mér þóttí það
vont.“
„Jæja, jæja, eigum við þá
að taka einn billjard-snóker
í staðinn?“
„Nei, ég spila ekki billj-
ard. En sonur minn vill sjálf
sagt spila við þig. Hann sit-
ur þama við næsta borð.“
„Nú, það er þá áreiðan-
lega eina barnið, sem þú átt.
Þú hefur líklega reynt það
einu sinni — og þótt það
vont.“
* *
„Ef þér borgið ekki reikn-
inginn, verð ég að hringja á
Iögregluna“, sagði þjónn-
inn gramur við peningalausa
gestinn, sem borðað hafði
góða máltíð og drukkið þar
að auki dr júgt með matnnm.
„Hvað á það að þýða?“
spurði gesturinn. „Þér haldið
þó víst ekki að lögreglan
aldrei
borgi?“
^J*-*.*.)*-*.*.)*.***)*.)*.)*.)*.)*-)*.)*.)*.)*.*.*.)*.*.)*-)*-)*-)*-)*-)*.)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-*)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-
Laghentir menn
Nokkrir laghentir menn á aldrinum 18—25 ára
óskast til vinnu nú þegar. Nánari upplýsingar
gefur Ágúst Guðlaugsson yfirdeildarstjóri, sími
11000.
BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR.
Námsstyrkir og námslán
Umsóknir um styrki eða lán af fé þvi, sem Mennta-
málaráð kemur til með að úthluta næsta vetur til ís-
lenzkra námsmanna erlendis, eiga að vera komnar til
skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í
pósthólf 1398, Reykjavík, fyrir 1. desember næst-
komandi.
Til leiðbeiningar umsækjendum vill Menntamálaráð
taka þetta fram:
1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt ís-
lenzkum ríkisborgurum til náms erlendis.
2. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem
auðveldlega má stunda hér á landi.
S. Umsóknir frá þeim, sem lokið hafa kandídatsprófi,
verða ekki teknar til greina.
4. Framhaldsstyrkir eða lán verða ekki veitt, nema
umsókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem
umsækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að
vera frá því í október eða nóvember.
5. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sem
fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráð-
um Islands erlendis. Prófskírteíni og önnur fylgi-
skjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit,
þar eð þau verða geymd í skjalasafni Menntamála-
ráðs, en ekki endursend.
Menntamálaráð íslands.
K0MPAN
Varasöm húsgögn — Pólitíið á tali. — Ovirðu-
leg skólasetning — Handritin heim? — Slæm
hárgreiðsla — Veðurspáin ekki tilbúin — Við-
bjóðslegt heikon.
EINS og niinnst var á í síðasta blaði
stendur nú fyrir dyrum opnun á sölu-
búð með íslenzkan vaming í New York.
Framtakssamir og stórhuga bisness-
menn hafa komið þessari verzlun á
laggimar, og er ekki nema gott eitt
um það að segja.
Það er aðeins eitt, sem margir ótt-
ast, og það er að þær vörutegundir,
sem þar verða á boðstólum, verði ekki
allar jafn frambærilegar.
Vitað er að íslenzkur ullarvamingur
— peysur, teppi og fleira — em fyrsta
flokks vara, en vafasamt er að svo sé
um allt, sem þama verður á boðstól-
um — og er ekki að leyna því, að það
era húsgögnin, sem valda mönnum
mestum áhyggjum.
Það er nefnilega vitað mál, að megn-
ið af hinum nýtízkulegri, íslenzku hús-
gögnum 1 er aðeins léleg stæling af
dönskum eða skandinaviskum húsgögn-
um, og ýmsir óttast að hin nýja verzl-
un getí lent í klandri, ef það sannast
vestur í Ameríku, að húsgögnin séu
aðeins Iéleg eftírlíldng af því, sem aðr-
ir hafa rétt á.
Vonandi er ástæðulaust að hafa á-
hyggjur út af þessu, en vert er að
benda viðkomandi aðilum á þennan
háska.
*_______
UM DAGINN bráðlá oss á að ná sam-
bandi við lögregluvarðstofuna, en þá
brá svo við, að síminn var alltaf á tali.
Hverjum, sem þetta nú kann að vera
að kenna, er augljóst, að þessu verður
að kippa í lag hið bráðasta. *
Og í þessu sambandi er rétt að geta
þess, að oft virðist furðu erfitt að ná
í sjúkrabílinn, þótt lífið liggi við.
* ______
ÞAÐ var hálf hlálegt við setningu
Menntaskólans í Reykjavík, að tals-
verður hlutí nemendanna komst ekld
einu sinni inn í húsið, þegar skólinn
var settur.
Það kann að vera, að rektor skólans
sé bæði vinsæll og vel látínn, en vér
getum ekki neitað því, að oss finnst
að setningarathöfnin hefði mátt vera
ögn hátíðlegri, þ. e. a. s. ef ætlast er
til þess, að nemendur beri einhvem virð
ingarvott fyrir þessari stofnun.
*_______
OG ÞÁ er handritamálið enn á dag-
skrá, og var í því sambandi bæði fróð-
legt og skemmtílegt að lesa viðtal
Morgunblaðsins við Johannes Bröndum
Nielsen, en hann var nú ekki að skafa
utan af hlutunum.
Hann gaf það fyllilega í skyn, að
handritín ættu fremur heima inn um
siðmenntað fólk en á íslandi.
Hvað sem þessu líður er eitt víst,
að Islendihgar hafa sýnt gullaldarbók-
menntum símnn svo grátlega litla
rækt, að það er margra mál að við
höfum engan rétt á liinum gömlu bók-
um Áma Magnússonar.
Halldór Laxness bentí á það í ræðu,
við setningu Listahátíðarinnar, að ekki
er til nein viðhlítandi útgáfa af Sæm-
undar-Eddu á íslandi, heldur verður að
draga fram þýzka eða tékkneska út-
gáfu af þessari ágætu bók, ef menn
ætla að glugga í þessi fræði af ein-
hverju vití.
*_______
OSS er tjáð, að ekld sé nein von til
þess að fá sæmilega hárgreiðslu fyrir
konur hér í bæ.
Það virðist svo sem allar hárgreiðslu
stofur séu með sama markimi brennd-
ar, og að vonlaust sé að fá hár lagt
eftír ósk.
Vér berum nú satt að segja ekki mik-
ið skyn á þessa hlutí, en þó getum vér
ekki varizt þeirri hugsun, að það virð-
ist oftar allt fara í handaskolum, ef
karlmenn hafa ekld hönd í bagga með'
hlutunum!
* ______
HVERNIG í ósköpunum getur staðið
á því, að setning eins og þessi kemur
í útvarpinu: „Veðurspáin er ekki tílbú-
in“?
Alls staðar í veröldinni, nema þá ef
til vill á Islandi, þættí slíkur trassa-
háttur svo fyrir neðan allar hellur, að
veðurstofustjórinn yrði að segja af sér,
þó það kæmi aðeins einu sinni fyrir,
*_______
ÞAÐ era lítíl takmörk fyrir því, hvað
íslenzkir neytendur geta látíð bjóða
sér, en þó höldum vér að öllum hljótí
að blöskra íslenzka beikonið. Ef mað-
ur hefði þennan óþverra ekld fyrir
augunum, þyrfti æðislegt hugmynda-
flug tíl að láta sér detta í hug, að
nokkur verzlun gætí verið þekkt fyrir
að hafa slíkan vaming á boðstólum.
B Ö R K U R