Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Side 6
6
Ní VIKUTÍÐINDI
r
HLJÓMSVEIT
Magnúsar
Péturssonar
ásamt aöngkonumii
Bertha Biering
leika og skemmta
- x -
Skemmtiatriði kvöldsins:
Negrasöngvarinn
HER3BE STUBBS
- X -
KLÚBBURINN MÆLIR
MEÐ SÉR SJÁLFUR
LÆKJARTEIG 2,
SlMI 35 3 55.
;
>1
ROÐULL
Eyþórs Combo
spilar og
Didda Sveins
syngur.
*
Matur framreiddur
frá kl. 7.
Borðpantanir
í síma 15327.
ROÐULL
SAUTJÁNDI KAPÍTULI
Myndin var fullgerð. I annað skipti á ævinni hafði
hann ákveðið að vera ekki til viðtals um morð. í fyrra
skiptið hafði það verið samkvæmt ráðleggingu lög-
fræðings hans í Edinborg. Þá hafði hann verið ungur
og hagnazt á efasemdum kviðdómsins. I þetta skipti
hafði hann kosið auðveldustu undankomuleiðina, þegar
frægðarljómi fyrri afreka var horfinn, svo og heims-
mannsbragur sá, sem hann hafði tamið sér á ævintýra-
legum æviferli sínum. Síðustu klukkustundirnar hafði
hann hrapað niður í það að vera kaldrifjaður morð-
ingi á flótta, vinalaus og yfirgefinn. Hin fullkomna
morðáætlun hans hefði að líkindum heppnazt, ef
tengdamóðir hans hefði ekki eyðilagt allt fyrir hon-
um, konan, sem hafði miskunnað sig yfir hann eftir
réttarhöldin í Edinborg og sem hann hafði alltaf hat-
að. Morðið á konu hans hafði farið eftir áætlun. Hann
hafði myrt hana án þess að nokkur yrði þess var og
án þess að skilja eftir nokkur vegsummerki. Áfeng-
isneyzla hennar var alkunn, og sjálfsagt hefði lög-
reglan gert sig ánægða með þá skýringu, að hún hefði
dáið af slysförum, dauðadrukkin. Að rekast á ,,Lady“
Menzies var óvænt, og hann hafði ekki tekið það með
í reikninginn, en séð óðara að ekki yrði komizt hjá
því að þagga niðri í henni. En það varð honum að
falli.
Þrátt fyrir það hlýtur hann að hafa haft von um
að sleppa við afleiðingar ódæðisins, þegar hann fór
frá London. Það var bjartsýni, sem örvæntingin skap-
aði af sér, en þegar hann las fréttir dagblaðanna, varð
hann hræddur, því að hann gat lesið sannleikann milli
línanna. Hann vissi fullvel, að grunurinn beindist að
honum, og hann vissi einnig að ekki myndi líða á
löngu þar til lögreglan myndi hafa uppi á honum.
Þegar til Þýzkalands kom reyndi hann að bera sig
borginmannlega, en hver klukkustund var honum kvöl.
Hvert átti hann að flýja? Ameríka, og þá helzt Mexí-
kó, var hugsanlegur felustaður, en hann átti ekki pen-
inga til slíkrar langferðar. Hann var of þekktur í öll-
um löndum Evrópu til þess að geta falizt þar til lengd-
ar, og of margir lögreglumenn þekktu hann. Eini vin-
urinn, sem hann taldi sig eiga, var nú Sonja, sem
hafði enga hugmynd um vandræði hans. Chesney
þekkti vel starfsaðferðir lögreglunnar. Hann vissi að
orðsendingar yrðu sendar frá London, um allt, og fyrr
eða síðar myndi lögreglan finna hann, hvar svo sem
hann reyndi að felast í Evrópu.
Mánudaginn 13. febrúar ákvað hann að fara með
járnbrautarlest til Kölnar, hinnar fomu dómkirkju-
borgar, þar sem honum hafði tekizt svo vel upp, bæði
sem smyglara og elskhuga. I vasa hans var hlaðna
skammbyssan, sú sama og hafði fylgt honum árum
saman í öllum svaðilförum hans.
Hann fór inn á kyrrlátan hótelbar skammt frá dóm-
kirkjunni, kastaði þykka, brúna frakkanum frá sér
og bað um bjór. Áður en hann var hálfnaður úr glas-
inu, hljóp hann úr sæti sínu og inn í símaklefann.
Hann langaði til að tala við Sonju, en hún var ekki
við. Hann gerði sér það svar ekki að góðu. „Hún hlýt-
ur að vera þarna,“ sagði hann. ,,Eg skildi við hana
heima í morgun. Kallaðu hana í símann; það er áríð-
andi.“ En þegar hún kom ekki gafst hann upp og sleit
sambandið.
Eftir litla stund símaði hann til Englands, til Clark-
es lögfræðings síns. Þarna var maður í sjálfheldu,
örvæntingarfullur, sem vissi ekki hvert hann átti að
snúa sér, allur í uppnámi, vonlaus og vegvilltur. Þeg-
ar hann fekk símasamband, sagði hann á ensku:
„Clarke? Þetta er Milner og talar frá Köln. Eg var
rétt áðan að lesa í blöðunum um morðið á konunni
minni. Þetta er hræðilegt. Hvað haldið þér að við ætt-
um að gera?“
Clarke brá við þessa upphringingu og ákafann í
rödd Chesneys.
„Hvað ætlið þér að gera?“ spurði Clarke. „Ætlið
þér að koma hingað yfir til Englands?"
„Já, ég get komið svolítið seinna í vikunni. Ég skil
þetta ekki. Eg vissi ekkert um það fyrr en ég las
blöðin.“
„Nú, jæja? Blöðin eru með ýmsar getgátur ... “
Chesney greip fram í fyrir honum, gramur: „Ágisk-
anir blaðanna eru heilaspuni. Eg hef ekki farið til
Englands."
„Jæja, ég ráðlegg yður að koma hingað tafarlaust
og tala við mig. Ef þér þurfið að gefa lögreglunni
einhverja skýrslu, getið þér gert það í návist minni.“
„Já, allt í lagi. En þangað til, Clarke, vildi ég biðja
yður um að taka út fé það, sem ég á sínum tíma
ánafnaði konunni minni og varð mín eign með dauða
hennar.“
„Eg get gert það, ef þér viljið senda mér skriflegt
og vottfest umboð.“
„Allt í lagi, það er fínt,“ sagði Chesney. „Eg kem
þá á miðvikudag eða fimmtudag í þessari viku. Viljið
þér láta alla vita það. Eg hringi og segi yður nánar,
hvenær ég kem. Sælir.“
Chesney gekk út úr símaklefanum og settist aftur
við borðið, með hattinn slútandi fram á ennið. Hann
dró skrifblokk með áprentaða bréfhausnum: „The
Anglo-Germanic Export Company," og skrifaði um-
boð til Clarke, sem veitti honum heimild til þess að
taka út fjárhæðina fyrir hans hönd.
En nú höfðu tilmæli Scotlands Yards um handtöku
Chesneys borizt þýzku lögreglunni, og hún var þegar
farin að leita hans. Hann gat verið tekinn fastur á
hverri stundu. Þegar hann gekk út á götu, var komið
myrkur. Hann leit vandlega í kringum sig, bretti upp
kragann og gekk út á leigubílastæði. Hann talaði við
Hans Hemd, næsta bílstjóra, og bað hann um að aka
sér til Hook í Hollandi. Hemd sagði honum, að það
yrði hár benzínreikningur þangað, svo að Chesney tók
upp seðlabúnt, rétti honum nokkra seðla, og bílstjór-
inn féllst á að fara.
Þeir höfðu samt ekki farið langt, þegar Chesney
kallaði til hans úr aftursætinu: „Eg hef breytt um
áætlun. Eg verð að fara aftur til Kölnar, áður en ég
fer til KcHands."
Bílstjórinn sneri við til Kölnar, og Chesney sat hljóð-
ur með skjalatöskuna á hnjánum. Þetta var skyndi-