Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Qupperneq 7
Ní VIKUTÍÐINDI
T
ákvörðun manns, sem vissi að hann treysti sér ekki
til að mæta fyrir dómstólunum, og sem þráði hug-
hreystingu hjá konu, eins og þegar barn leitar hugg-
unar hjá móður sinni.
Þegar bíllinn kom í úthverfið, þar sem Sonja bjó,
laut Chesney fram og sagði við Hemd: „Stoppaðu
hérna megin við matvörubúðina þarna.“
Hann bað hann um að bíða eftir sér. Svo gekk
hann upp tröppurnar og barði að dyrrnn. Gamall mað-
ur kom til dyra, og Chesney spurði eftir Sonju. Hon-
um var sagt, að hún hefði farið að heiman og yrði
ekki heima í nokkra daga.
Hann gekk aftur út í bílinn, bálreiður, og bölvaði
bæði á ensku og þýzku. Inni í bílmnn hripaði hann á
blað eftirfarandi orðsendingu til Sonju: „Ég má til
með að sjá þig. Ches.“
Bílstjórinn fór með miðann inn í húsið, en kom aft-
ur með hann í hendinni eftir stutta stund. „Þau vildu
ekki taka við honum,“ sagði hann.
„Við skulum koma aftur seinna,“ sagði Chesney, „og
við skulum fá okkur kaffibolla meðan við bíðum.“
Þeir sátu svo í tvo tíma yfir kaffi og svolitlu þýzku
koníaki á veitingastofu í nágrenninu.
Chesney var taugaæstur og trommaði með fingrun-
um á borðplötuna. Hann vissi að lögreglan var á hnot-
skóg eftir honum, og einhver kynni að hafa sagt til
hans. Hann gróf andlitið niður í frakkakragann, þótt
heitt væri inni, og hafði varla augun af dyrunum.
Skömmu fyrir miðnætti óku þeir aftur að litlu íbúð-
inni, og Chesney gekk að svefnherbergisglugga Sonju
og bankaði varlega á rúðuna. Hann fekk ekkert svar,
og hann kallaði nafn hennar, með andlitið svo nálægt
rúðunni að móða kom á hana af andardrætti hans. En
honum var ekki svarað — hann fekk ekkert merki um
að neinn yrði hans var — og gekk hægt í burtu með
stórar axlimar slútandi vonleysislega.
Við bílstjórann sagði hann: „Nú ökum við inn í
borgina."
„Hvað um Holland?" spurði bílstjórinn.
„Ekkert þref,“ hreytti Chesney út úr sér. „Eg hef
breytt um áætlun. Eg þarf að gera svolítið í Köln.“
Hann kveikti á ljóstýrunni aftur í, tók upp skrif-
blokkina og skrifaði:
„Ástin, ástin mín.
Hérna em allir þeir peningar, sem ég á eftir.
Þvi miður hef ég ejrtt talsverðu af þeim, eins og
þú sérð. En þótt þú hafir margsagt mér að þú
elskaðir mig, vildirðu hvorki tala við mig í síma
né koma og ræða við mig, þegar ég sendi bíl-
stjórann eftir þér.
Mig langaði til að horfa enn einu sinni í augu
þér og þrýsta þér að mér. Þú veizt að ég er ekki
sekur og hversu erfitt það var fyrir okkur bæði,
þegar ég las þetta í blöðunum. Þegar á það er lit-
ið, sem fortíð mín ber í skauti sér, og einnig
það, að ég skyldi ekki hitta þig í kvöld, ætla ég að
binda endi á allt. Eg hef talað við lögfræðing
minn og þú munt fá peningana, um það bil 20.000
mörk.
Gleymdu mér og finndu þér einhvern annan.
Þú verður að vera hamingjusöm. I kvöld um hálf-
tólf-leytið, bankaði ég á gluggann þinn, en ég
býst við að faðir þinn hafi lokað þig inni. Ein-
mitt þegar mig langaði til að sjá þig einu sinni
ennþá, leyfði hann það ekki.
Þegar þú færð þetta bréf, verð ég ekki á lífi.
Eg dey með andlit þitt fyrir augum mér.
Ó, Sonja, ástin mín, án þín get ég ekki lifað.
Eg þykist vita að þú munir ekki koma aftur til
mín. Áhrif föður þíns mega sín of mikils.
Ég bið þig enn einu sinni um að fyrirgefa mér
þann sársauka, sem ég hef valdið þér. Þann tíma,
sem ég hef þekkt þig, hef ég elskað þig eina.
I dauðanum elska ég þig meira en nokkru sinni.
Adieu, ástin mín, adieu. — Ches.“
Fráhvarf Sonju olli því að hann tók endanlega á-
kvörðun. Ef til vill hafði hann ætlað að taka hana með
sér — hafa einhvem hjá sér síðustu stundirnar og
LÁKÉTT:
1. skelfing, 5. kaupsamn-
ingnr, 10. kuldalegar, 11.
landstærðin, 13. þegar, 14.
geð, 16. bindi, 17. forsetn-
ing, 19. ástfólgin, 21. raka-
laus, 22. keppqr, 23. sam-
skeytis, 24. maðka, 27. hátt-
ur, 28. koddann, 30. fiska-
fæðu, 31. smá, 32. grasgeiri,
33. á nótum, 34. skáld, 36.
hala, 38. rista, 41. stía, 43.
einföld, 45. mýrarflói, 47.
imi, 48. treg, 49. drykkjar-
Oát, 50. straumkast, 52. tala,
53. trjáteg. (þf.), 54. frum-
efni, 55. óhreinkað, 57. fita,
60. tala, 61. kyrrlát, 63.
glöð, 65. menntað, 66.
svolgraði.
LÓÐRÉTT:
1. belti, 2. andi, 3. sár, 4.
fugl, 5. fyrstur, 6. byrjar,
7. lundarfar, 8. ánöfnun
(þf.), 9. tónn, 10. þíða, 12.
tæpt, 13. bílstjóri, 15. rusl,
16. innihaldslaus, 18. kvoða,
20. þvaður, 21. stífni, 23.
daufgerð, 24. ríki, 25. snur-
fusuð, 26. tala, 28. staut, 29.
útskagi, 35. geislaði, 36. lifa,
37. dreift, 38. húsdýrs, 39.
fengs, 40. hætta, 42. nötrar,
44. tónn, 46. veikt, 51. þrá-
kelkin, 52. mjúka, 55. æði-
bunugangur, 56. leiðinda, 58.
krass, 59. óvana, 62. mynni,
64. eink.bókst., 66. tala.
LAUSN
á síðustu krossgátu
LÁRÉTT: 1. skjár, 5. tos-
ar, 10. færar, 11. tínan, 13.
sr„ 14. áfir, 16. mata, 17.
ak, 19. kók, 21. asa, 22. rall,
23. ausur, 26. lull, 27. óra,
28. austræn, 30. lak, 31.
korða, 32. skapa, 33. IV, 34.
tu, 36. afnem, 38. matta, 41.
mór, 43. slagaði, 45. USA,
47. Ásta, 48. driti, 49. ertu,
50. aka, 51. b, 52. ó, 53. auð,
54. ra, 55. bura, 57. raða,
60. na, 61. reisa, 63. sauma,
65. skiki, 66. virka.
LÓÐRÉTT: 1. sæ, 2. krá,
3. jafn, 4. ári, 6. ota, 7. sítt,
8. ana, 9. ra, 10. fróar, 12.
nasla, 13. skróp, 15. rausa,
16. maurs, 18. kalka, 20.
klak, 21. aula, 23. auðveld,
24. st, 25. ræktaði, 26. L,
28. arins, 29. nauti, 35. smá-
ar, 36. arta, 37. marka, 38.
matur, 39. aura, 40. sauða,
42. óskar, 44. gi, 46. stuna,
51. busi, 52. óðar, 55. bik,
56. rak, 58. asi, 59. auk, 62.
es, 64. MA, 66. V.
kannske vonast til að fá einhverja ábendingu um út-
gönguleið úr þeim vonlausu ógöngum, sem hann hafði
ratað í.
En hann hafði ekki lokið bréfaskriftum sínum. Þeg-
ar þeir komu inn í Köln, bað hann leigubílstjórann um
að aka á stöðina, og þar gerði hann upp við hann. Svo
settist hann þar á bekk og skrifaði lögfræðingi sín-
nm enn einu sinni. Hann notaði bréfsefnið með firma-
hausnum og skrifaði með bleki, en lét blokkina liggja
á skjalatöskunni. Hann hefði getað sagt sannleikann,
svona sem undantekningu, en þess í stað skrifaði
hann:
16. febrúar, 1954.
„Kæri Clarke.
Frá því ég skrifaði yður og sendi umboð til yð-
ar í gær, hef ég hugleitt framtíð mina vandlega
og komizt að þeirri niðurstöðu, að enda þótt ég
sé saklaus hafi ég enga möguleika til þess að
bera hönd fyrir höfuð mér og hreinsa mig af
þeim áburði, sem sífellt magnazt og eykzt eins
og veltandi snjóköggull.
Eg hef haft það mikil kynni af fangelsum að
ég hef enga löngun til að lenda í þeim aftur,
jafnvel þótt ekki væri nema einn dag, og útlitið
fyrir það að verða hengdur heillar mig ennþá
síður.
Eg fullvissa yður um, að þótt sú leið, sem ég
hef valið út úr ógöngunum, kunni að lýsa rag-
mennsku, þarfnast hún samt nokkurs hugrekkis.
Ég veit líka, að hún mun að líkindum verða talin
sönnun um sekt mína. Það er samt ekki tilfellið.
Eg get aðeins vonað að lögreglunni takizt að
finna þann, sem drýgði ódæðið.
Eg á þá einu ósk, að ungfrú Sonja fái allt, sem
fellur í minn arfahlut, þ. á. m. nálega 10.000
pund, gólfábreiður, silfurborðbúnað og húsgögn
í Montpelier Road, Ealing.
(Framh. ! næsta blaði)