Ný vikutíðindi - 09.10.1964, Blaðsíða 8
Kötturinn og músin
Harkalegar innheimtuaðfarir!
Viðskipti Utvegsbankans í Eyjum við Eirík frá Hruna
og Asa í Bæ. - Græðir bankinn stórfé á þeim?
Blaöið Tíminn endurprent-
aði nýlega upp úr Vestmanna
eyjablaði hluta frásagnar uin
það, hversu umkomulítill
dugnaðarmaður, Eiríkur frá
Hruna, hefir verið rúinn og
féflettur í viðskiftum við
Fiskveiðasjóð og Útvegsbank
ann.
Vitnaleiðslur gegn Frjálsþíðingum
Vitnaleiðslur eru nú hafnar í máli Lárusar Jóhann-
essonar gegn Einari Braga o. fl. Hafa gamimar nú
verið raktar úr Gils Guðmundssyni alþm., en fimmtu-
daginn 8. þ. m. stóð til að Benedikt „aðstoðarbanka-
st,ióri“ yrði kallaður fyrir og á föstudag Páll Magn-
ússon lögfræðingur.
Fátt nýtt kom fram í vitnaleiðslunni gegn Gils.
Hann lagði fram minnisgrein um viðtal við Láms 10.
sept. 1963 og viðurkenndi að hafa fengið fjögur á-
byrgðarbréf frá Lárusi. Þegar hann var spurður að
því, hvers vegna hann hefði ekki svarað þeim. taldi
hann sér ekki skylt að svara slíkum skrifum. auk
þess sem Láms hefði þar í sumum atriðum gefið
villandi mynd af samtalinu og þar að auki borið á
lw>rð óhróður um einn samstarfsmann sinn við blað-
ið.
Taldi Láms að þessi bréf væm verðmæt handrit,
og mun hann hafa stungið upp á því í gamni, að Menn
ingarsjóður gæfi þau út.
Eu væntanlega verður fróðlegt að fylgjast með yf-
irheyrslunum yfir Páli Magnússyni, því að við höf-
inn heyrt að um það bil 70 nærgöngular spumingar
verði lagðar fyrir hann.
L
En sagan er í stuttu máli
þessu: Maður að nafni Ei-
ríkur Sigurðsson, kenndur
við æskuheimili sitt Hruna í
Vestmannaeyjum, réðist í
það að kaupa 20 tonna fiski-
bát, gamlan, til þess að
freista þess að geta séð fjöl-
skyldu sinni betur farborða
f járhagslega, og um líkt leyti
keypti hann sér lítið íbúðar-
hús, ef hús skyldi kalla —
hreysi næði betur yfir ástand
þess — enda mun kaupverð-
hússins ekki hafa verið nema
um 100 þúsund krónur. En
Eiríkur endurbætti húsið, að-
allega með eigin vinnu, svo
að það varð íbúðarhæft.
Útgerð Eiríks gekk vel,
sjálfur er Eiríkur ósérhlíf-
inn dugnaðarmaður og var
heppinn með ráðningu skip-
stjóra, en vélin í bátnum var
gömul og slitin og reyndist
óhæf, og varð ekki hjá því
komist að kaupa nýja vél í
bátinn.
BEKTHA BIERING hefur nú sungið á kvöldin í
Klúbbnum langa hríð með hljómsveit Magnúsar Pét-
urssonar. Hér er mynd af þessari fallegu stúlku í
Blómasalnum þar.
Meðan tegund vélarinnar
var óráðinn, var Eiríki ó-
spart boðið 1 bílferðir í banka
stjórabíl, en eftir að hann
keypti vél, sem féll utan
hagsmuna innan bankans,
minnkuðu blíðulætin, og bíl
túramir hættu.
Vélin kostaði, komin í bát-
inn, um 600 þús. kr. Hluta
af fénu lánaði Fiskveiðasjóð-
urinn og Útvegsbankinn, og
aðrir aðilar hitt.
Útgerðin gekk áframhald-
andi vel, en Útvegsbankinn
(Framh. á bls. 5)
POTTABLÓM
Ekki myndi iþað nú kosta
eigendur blómabúða mikið
að merkja pottablómin, sem
þeir selja, með hinu ís-
lenzka nafni þeirra. Jafnvel
þótt kaupandanum sé sagt
uafnið í verzluninni, gleym-
ir hann því oft og stendur
á gati, þegar hann er spurð
ur hvað blómið heitir.
Og að sjálfsögðu þarf að
gefa leiðbeiningar um
hvemig annast eigi um
blómið, hvort það á að vera
í mikilli birtu, hversu oft
og mikið á að vökva það
o.fl.frv.
Vel hirt og falleg stofu-
blóm em prýði hvers heim-
iilis.
j _____
SKATTFKJÁLSU bíóin
Okkur fannst það vel til
fundið hjá þeim Bagnari í
Smára og Friðfinni, með sín
skattfrjálsu bíó, að sýna
kvikmyndir af Bítlunum,
górillum og Cliff Richard
um leið og þær koma á
markaðinn, þegar sæmileg-
ar myndir eru 4-5 ár á leið-
inni hingað.
Annars mætti Friðfinnur
endursýna nokkrar ágætar
myndir, sem tap varð á í
sumar, og skal þá fyrst
nefnd „The Loneliness of
the Long Distance Runner“.
t _____
REFADÍRKENDUR
Samkvæmt nýútkomn-
um „Hagmálum" voru lög
Félags viðskiptafræðinema
í Háskólanum samþykkt á
síðasta aðalfundi félagsins.
Lögin birtust í tímaritinu
og hljóðar 21. og 22. grein
þeirra á þessa leið:
„Vemdari og tákn félags-
ins er refur. Ber hann nafn
ið Mágus. Skal Mágus vera
viðstaddur allar meirihátt-
ar samkomur félagsins og
skal honum í hvívetna sýnd
tilhlýðileg lotning.
Óður deildarinnar skal
vera „Vodka ach vodka“.
Ber félagsmönnum að læra
sönginn, enda sjái stjóm fé
lagsins um dreifingu texta
til allra félagsmanna, bæði
á frummálinu og íslenzku."
; ______
RAKARAR, SEM EKKI
RAKA
Rakarar sinna nú fáir
orðið því skyldustarfi sínu
að raka skeggjaða karl-
menn, sem koma til þeirra
í þeim erindum að fá sig
rakaða. Það er jafnvel full-
yrt að formaður rakarafé-
lagsins eigi ekld rakhnif.
Við skulum engan dóm
leggja á þessar ákvarðanir
þeirra rakara, sem heldur
kjósa að klippa og þvo hár
en skera skegg. Hitt vilj-
um við eindregið benda á,
að áberandi tilkynning þarf
að vera á slíkum rakarastof
um, svohljóðandi: HÉR ER
EKKI RAKAÐ, svo að
menn séu ekki að bíða þar
til einskis.
Og svo viljum við minna
hárskerana á, að þeir mega
ekki taka meira fyrir sín
handarverk en taxtinn seg-
ir til um.
FÍFL AÐ ATVTNNIJ
Fjórir þingeyskir hagyrð-
ingar hafa iðulega komið
fram á skemmtunum, kast-
að fram stökum og botnað
fyrrihluta af vísum á staðn-
um.
Svo vildi til eitt sinn, að
Ómar Ragnarsson átti að
koma fram á einni skemmt-
uninni á eftir hagyrðingun-
um. Einn þeirra, Egill Jón-
asson, hafði þá að síðustu
gert vísu, þar sem hann
meðal annars hélt því fram
í glensi, að Þingeyingar
hefðu fíflin í hávegum.
Ómar tók þetta hálfpart-
in til sín og orti um leið og
hann kom fram á sviðið:
Ofsagróða-afkomu
eru settar skorður,
en ég er fífl að atvinnu
og ætti að flytjast norður
; _____,
KVEÐIÐ í KJÖRBUD
Afgreiðslustúlka nokkur,
sem vann í kjörbúð, hafði
lítinn frið fyrir áleitni kaup
mannsins. Meðal annars
orti hann til hennar eftir-
farandi vísu:
Bidda litla lofar fljótt,
líkt og af nægtabrunni,
að elska mig í eina nótt
af innsta hjartans grunni.
Stúlkunni leiddist þetta,
kom á fund Ómars Ragnars
sonar og bað hann að svara
svo rækilega fyrir sína
hönd að kaupmaðurinn léti
af þessari ósvinnu. Ómar
orti þá fyrir hönd stúlkunn-
ar:
Kjöt að snerta
er kannske fró,
og kunnátta þín ærin;
en — á mér er ekki nóg
að elska bara lærin.
Verður ilullaugavirkjun
borgarinnar annað en
bölvað buií ?