Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTlÐINDI 3 Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Austurver h.f. Gleðileg jól Prentsmiðjan H 0 L A R Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Kr. Þorvaldsson og Co. Heildv., Grettisgötu 6. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! H. A. Tuliníus, heildverzlim, Austurstræti 14 <S-----------------------:------s> GLAUMBÆR Hljómsveit FINNS EYDALS ásamt HELENU. Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR SÍMI 11777 og 19330 KOMPAN Sóðaskór - Vanþróaðir - Kaup tannlækna - Sjukrasamlag - Milljónum eytt - Betri gæzlu - Hrosshúðir - Blöðum seinkar. HÚSMÆÐUR kvarta sáran yfir hin- um nýju Iðunnar-skóm. Ekki svo mjög vegna þess að þeir standist ekki sam- anburð við innflutta skó, hvað gæði snertir, heldur vegna óþrifnaðar af þeim á gólfum. Tilfellið er víst að sólar og hælar á þessu skótaui sverta gólf, svo að þeir, sem í skónum eru, kváðu vart í húsum hæfir. Ef það er rétt, og að öðru leyti séu þessir nýju skór ágætir, þá ættu fram- leiðendur að kippa þessu í lag hið bráð- asta. * ______ í BANDARlKJUNUM vestur hefur Rauði Krossinn forgöngu meðal skóla- hama um gjafasendingar til VANÞRÓ- AÐRA ÞJÓÐA. Eins og að líkum lætur erum við Is- lendingar ekki látnir sitia á hakanum í þessari söfnun handa hungruðum og klæðlausum skrælingjum. I skólum landsins er fyrir jólin hverju barni afhentur gjafapakki, sem hefur inni að halda sokka, sápu og fleira. Síst er ástæða til að amast við góð- vilja amerískra skólabama, en þetta minnir oss enn einu sinni á þá stað- reynd, að betl og sníkjur og annar aumingjaskapur íslenzkra stjómar- valda hefur fvrir löngu orðið til þess að siðaðar þjóðir telja okkur til van- þróaðra skrælingja. * ______ SAGT ER er erfitt sé að græða pen- inga á fclandi á heiðarlegan hátt. Menn með „aðstöðu“ em að vísu hér á hverju strái, en yfirvöldin álíta víst enn, að iðúa fjársvikara, þjófa og mútuþega brjóti í bága við lands- lög (almenningsálitíð er fyrir löngu orðið annað). Þó er það haft fyrir satt, að ein stétt manna græði stórfé á tiltölulega heiðarlegan hátt, svona miðað við ann- að hér á landi. Vér höfum til gamans reiknað það út að tannlæknir, sem er með þrjá aðra tannlækna í vinnu hefur í nettótekj- ur um 3,5 milliónir á ári. það, að þeir eigi að vera í sjúkrasam- lagi og að fólk eigi að geta farið til tannlæknis án þess að fara hreinlega á hausinn. Flestar Evrópuþjóðir hafa þennan hátt á, og það er ástæðulaust að láta íslenzka tannlækna komast upp með að plokka fólk svona gegndarlaust. *_______ SAGT ER að sala á vefnaðarvöm sé nú mikhim mun minni en nokkru sinni fyrr. Ekki er að efa að orsakanna er að leita til utanferða fólks í verzlun- arskyni. Blaðið hefur fregnað, að Seðlabank- inn innleysi mánaðarlega tugi milljóna af íslenzkum bankaseðlum, en eins og kunnugt er, er nú hægt að skipta ís- lenzkum seðlum í bönkum erlendis. Það er ekki nema eðlilegt að verzl- unarmönnum hér þyki þetta dálítið súrt í brotið, en við hvem er að sakast, nema ef vera skyldu tollyfirvöldin. *_______ BÖRN og unglingar sækja mjög á bað- staði höfuðborgarinnar og er það vel. En eitt er það, sem oss finnst ástæða til að benda á. Er gæzla við laugamar nógu góð? Slysin gera ekki boð á undan sér, og í svartasta skammdeginu er ekld vafi á, að ástæða er til að herða gæzluna til muna. *_______ ÞAD er undarlegt að ekki skuli með nokkru móti vera hægt að fá keyptar hrosshúðir hér á landi. Svo mikið virðist liggja við að flytja vörar óunnar héðan að ekki hvarflar að neinum að það sé ómaksins vert að súta nokkur skinn til sölu hér á heima- markaði. * ______ SVO mikil er traffíkin núna fyrir jól- in með millilandaflugvélum, að venju- legur póstur hefur orðið að sitja á hakanum. Liggur þetta í því að fólk kaupir þau reiðinnar ósköp af vörum beinlín- is til að smygla þeim að allir era með talsverða yfirvigt? ****************************************: Kaupsýslutíðindi Sími 17333. ÞEGAR svona tölur era hafðar í huga verður það skiljanlegt, hvers vegna það er eins og tannlæknar sjá and- skotann uppmáfaðan, ef minnst er á Það er dálítið súrt að fá ekki erlendu blöðin á réttum tíma af því að allar vélar era fullar af smyglvarningi. B Ö R K U R «.***********************************************' U

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.