Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI MADE IN U.S.A. „Camel stund er ánægju stund!u Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN. strax í dag! Aðalskrifstofur Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku hafa nú ver- ið fluttar úr Sambandshúsinu við Sölfhólsgötu í nýtt hús við Ármúla 3. Ennfrem- ur hefur skrifstofa Sjódeildar verið flutt úr Bankastræti 7 á sama stað. Sam- vinnutryggingar hafa nú í 18 ár leitazt við að veita fullkomna tryggingaþjónustu, bæði með ýmsum nýjungum á sviði trygginga og með nútíma skrifstofutækni. Með bættum húsakynnum eiga Samvinnutryggingar hægar meö en áður að veita nýjum og gömlum viðskiptavinum betri þjónustu og bjóða þá velkomna í Ármúla 3. SAMVIIVNUTRYGGINGAR .Ajsrro-safcjKA. Skuldakóngar — (Framh. af bls. 8) ar útgerðarmönnuin saman í deildir, sem þegar allt kem- ur til alls eru svo undir yfir- stjóm aðila fiskkaupenda, með andstæða hagsmuni við útgerðina. Það er kátbros- legt að koma á svona fundi. Eftir að fyrirfram er búið að tryggja endurkjör stjórn ar og trúnaðarmanna, með nauðsynlegum breytingum til þess að viðhalda pólitískri valdaaðstöðu, þá stendur ein hver fundarmanna upp og ber fram þá frómu ósli, að Jón Ámason aljtni. frá Akra nesi eða Davíð Ólafsson fiskimálastjóri vilji sýna þá einstöku vinsemd við sam- töldn að stýra fundinum og svo hefst leiksýningin, sem endar ávallt á einn veg, með þeim einstæðu frávikum, að ef einhver er sérstaklega ó- þægur og erfitt að útiloka hann, þá er hann kosinn í einhverja trúnaðarstöðu hjá samtökunum, þar sem hann fær svo engu ráðið og gefst upp á að sprikla. Gott dæmi um svona að- ferð er þegar Tómas í Grindavák var í forystu and- stöðu vegna of lágs fisk- verðs. Hann var kosinn í stjórn S. 1. F. og sendur út í lönd með sendimönnum í fisksöluerindum, honum haldnar dýrðlegar veizlur, hvar sem hann kom, ásamt hinum sendimönnunum, og svo látinn hafa framsögu um frásögn af ferðalaginu á næsta aðalfundi þeirra sam- taka. En fiskverðið var ekki leiðrétt eða hækkað. Munið jólasöfnun MÆÐRASTYRKSNEFNDAR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.