Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Qupperneq 5

Ný vikutíðindi - 22.12.1964, Qupperneq 5
NÝ VIKUTÍÐINDI Ríkisvaldið er komið í þá að stöðu, vegna eigin að- gerða og í skjóli stjórnar- stefnu þeirrar, sem fram- fylgt er í landinu fyrir at- beina ríkisstjómarinnar, að hinir stórskulduðu umráða- menn framleiðslutækjanna, sem em með óábyrgum að- gerðum búnir að draga til sín verðgildi sparifjár al- mennings í landinu með si- endurteknum gengisfelling- um, hafa komist í nokkurs- konar húsbóndaaðstöðu gagn vart ríkisstjóminni og beita því óspart og með vaxandi þunga. Hinir snoppufríðu og mein Ieysislegu skuldakóngar, sem ríldsstjómin hefir plantað út um landsbyggðina og bank- amir eru látnir lána á hverju sem veltur með rekst ursafkomu, em smám sam- an að slá hring um ríkis- stjórnina og komast í þá að- stöðu að taka fleiri þætti rík isvaldsins í sínar hendur og þá fyrst og fremst yfir bönk unum og útflutningsverzlun- inni. r~ ' " > - x - i HLJÓMSVEIT i I Karls Lillien- dalhs ásamt söngkonunni Bertha Biering leika og skemmta - x - KLÚBBURINN MÆLIR MEÐ SÉR SJÁLFUR LÆKJARTEIG 2, SÍMI 35 3 55. v Á komandi vetrarvertíð hyggjast þessir sjálfkjörnu handhafar fjármálavaldsins, með sjálfa ríkisstjómina í bóndabeygju, að setja alla út gerð og fiskveiðar lands- manna á von um stóran vinning með einhliða veiðum á síld og þorski og ýsu í hringnót og fiskinætur. Gjaldþrot . . (Framhald af bls. 1) sem fær verðlausa peninga i hendur. — Þar að auki eru þeir skattpíndir, því þeir hafa ekki tök á að fela litlu krónumar. Eignamennimir telja fram eftir fasteigna- mati, sem er aðeins 1/10 af verðmæti eignanna. Þetta er lítil mynd af því ræningjabæli, sem íslenzkt þjóðfélag er í dag, í höndtun þeirra undirmálsmanna, sem sitja í gráa steinhúsinu við Austurvöll og gamla tukthús inu við Lækjartorg. AÐGANGUR — (Framhald af bls. 1) hleypa mn imglingum innan sextán ára aldurs. Það ekki ætlan okkar að i taka hér upp hanzkann fyr- ir vandræðaböm og skríl, j en eins og við höfum áður bent á, er það talsvert súrt fyrir böm og unglinga, sem kunna mannasiði og hafa ekkert til saka irnnið, að þurfa að gjalda skrílsins og vera bókstaflega svift aug- ljósum mannréttindum vegna örfárra vandræðaung- linga. Slík umgengi við æsku- fólk bæjarins er ekki til bóta heldur þvert á móti fremur til þess fallin að ala á kergju í unglingum. Annars teljum við, að veit ingahúsaeigendum væri hollt að líta aðeins yfir reglugerð rnn gisti- og veitingastaði og mun þá fljótt koma í ljós að á mörgum þeirra er varla nokkurri kröfu hins opin- bera fullnægt. Nægir hér að geta: borð- búnaðar, salema, loftræst- ingar, snyrtingar og hrein- lætis að ekki sé nú talað um tvær greinar, sem fjalla um háttvísi og framkomu þjón- ustuliðs í umgengni við ■ gesti. Þau veitingahús sem full- nægja kröfum hins opinbera í fæstu, nema þá ef vera skyldi í prísunum, ættu ekki að gera of strangar kröfur til gestanna. NORÐRI: Ríkisstjórnin „gefnr“ jólagjafir - Verða ráð- herrarnir bekktustu jólasveinarnir í framtíð- • •*) IÞ* • • íí > mmí - „Viðreisnm 1 VITLAUSA LÖGGJÖFIN Fáum kom á óvart hin síðasta á- kvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka söluskattinn um 2,5% í 8%. Hennar ær og kýr hafa verið sífelldar álögur síðan hún lækkaði gengið í upphafi stjómartíðar sinnar. Þessi síðasta jólagjöf hennar er í fullu samræmi við hina á dögunum, er hún sigaði skattalöggjöfinni á ýmis fyr irtæki, sem auðvitað svíkja undan skatti eins og öll önnur, því hvemig ættu þau að komast af án svikanna, búandi við snarvitlausa skattalöggjöf ? Annars er það mátulegt á stjórn- endur fyrirtækjanna, að fá á sig skattalögregluna, því fram að þessu hafa þeir sjálfir engan vilja sýnt til að fá löggjöfinni breytt og þótt þægilegt að stinga undan þessari billjón króna, sem hverfur árlega. Þeir ganga þá lík- lega í það á næstunni, að fá henni breytt í skaplegt form, sem opnar þeim þann möguleika að þurfa ekki að svíkja undan skatti. Þess væri óskandi að skattalögregl- an yrði til þess að hræða menn til að breyta þessari heimskulegu löggjöf, sem engir aðrir fara eftir en fastlauna menn og þó stinga þeir einning undan talsverðri aukavinnu. tyrjöld við sjálfa sig! að enginn mundi verða hissa á þvi þótt hann yrði einhvemtímann ráðherra! Ekki hefur stjómin mikið álit hjá þessrun manni og svo er áreiðanlega um marga fleiri, og reiðastir út í hana eru hennar eigin stuðningsmenn, þ. e. a. s. þeir, sem vom það. Það fer að verða vafasamt hvort hún hefur fylgi að baki sér í hlutfalli við þingmeirihlutann, því varla heyrist nokkur maður mæla henni bót, nema að hann hafi einhvem bitling á veg- um hennar. SKRlPALEIKUR Hvernig á líka annað að vera, þegar aðgerðir hennar em með þeim hætti, að hún veit ekki einu sinni sjálf sitt rjúkandi ráð og er í eilífu stríði við sjálfa sig. Flestum er minnistætt þegar ríkis- stjórnin kom fram með sitt fræga ,,viðreisnarfrumvarp“ og lýsti þá yfir fjálglega, að nú væri söluskattinum sleppt, sem væri í senn ranglátur og óvinsæll. En það leið ekki langur tími þar til hún bar fram breytingartillög- ur við þetta frumvarp sitt um 3% söluskatt, sem stafaði af reiknings- skekkju, og síðar hækkaði hún þennan skatt í 5,5% og nú í 8%. FYLGIÐ HRYNUR AF STJÓRNINNI Almennigur er annars reiður þessa dagana, sem vonlegt er. Fálm rákis- stjómarinnar kemur harðast niður á honum þótt hann geti varla varizt hlátri, þegar hún ber fram breyting- artillögur við sín eigin frumvörp. Það er sjálfsagt heimsmet í vitleysu, kák þessarar „viðreisnarstjómar“. Menn hafa það líka í flutningum sín á milli að ráðherramir verði þekktustu ,,jólasveinarnir“ í framtíðinni. Sjaldan eða aldrei hefur setið jafn vitlaus rík- isstjórn. Hún hefur ekki einu sinni vit á því að segja af sér. Ljótustu skammaryrði, lét maður nokkur sér um munn fara á dögunum, er hann reifst við andstæðing sinn, og sagði að hann væri svo mikill ,,idiot“ Ekki virðist stjóminni samt sjálf- rátt, því síðan hefur hún borið fram breytingartillögu um að lækka hækk- unina um x/2 % og býður nú almenn- ingur spenntur, yfir því, hvort hún muni hálda áfram að berjast við sjálfa sig og annaðhvort hækki eða lækki skattinn á næstunni. Þessi skrípaleikur er vafalaust eins- dæmi í heiminum og getur varla átt sér stað nema hjá „viðreisnarstjóm- inni“. Öll hennar ráð hafa verið ráðleysi og allar tilraunir hennar til úrbóta verið flausturslega unnar og aldrei borið árangur til bóta, nema síður sé. Það verður fróðlegt að heyra ára- mótaræðu forsætisráðherrans og hverju hann ætlar að kenna um. Vafa- laust hvítþvær hann ríkisstjómina og þá hlæja líka allir. Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.