Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Síða 6

Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Síða 6
6 Nt VIKUTlÐINDI KLUBBURINN HLJÓMSVEIT Karls Lillien- dalhs söngkona: HJÓRDfS GEIRSD. leika og skemmta ftalski salurinn: TRfÓ GRETTIS BJÖRNSSONAR AAGE LORANGE leikur í hléum. LÆKJARTEIG 2, SlMI 35 3 55. * ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ROÐULL Híjómsveit IELVARS BERG! söngvarar Áooa Vilhjálms | Og Þór Nielsen Nýir skemmtikraftar: | Abul & Bob | | Lafleur | i Borðpantanir í síma 15327* * í * Matur framreiddur frá * í Idukkan 7. * i ? * ¥ Karlmenn eru hetjur FYRST OG FREMST þetta, kæri vinur: hlæðu ekki allt of hátt að því hlægilega í þessari sögu. Þú heldur að sagan fjalli ekki um þig. Þú hlærð, þegar þú hefur lokið lestrinum, og svo hneyiksl- astu á þeim, sem sagan er um. En það ert einmitt þú sjálfur, sem ert aðalhetjan í frásögn minni. Og þá hefst sagan: Dag nokkurn varð Ása húsmóðir veik. Hún var með beinverki um allan líkamann. Henni fannst mjóhryggurinn vera að klofna. Hún gat vera að brotna. Hún gat með mestu herkjubrögðum dragnast frá einum stól til annars. Hún tók inn átta magnyltöflur, en þegar það dugði ekki, stakk hún mæl- inum í handarkrikann, og þá kom í Ijós, að hún var með 39 stiga hita. En Ásu var ekki fisjað saman. Ég á alls ekki við, að hún hafi verið frábrugð- in öðrum húsmæðrum. Nei, hún fór bara að eins og þær, beit á jaxlinn og vann á- fram. Hún eldaði matinn, þvoði af barninu og strauj- aði. Hún burstaði skó eigin- mannsins og stoppaði í sokka fyrir afa gamla. Klukk an sex næsta morgun fór hún á fætur, hitaði vatn í kaffi, lagði í miðstöðina, þvoði barninu, sótti mjólk- ina og morgunblaðið fyrir manninn sinn. 1 stuttu máli sagt: hún gerði allt þetta sjálfsagða, sem hún gerir á hverjum morgni, til þess að eiginmað- urinn geti haft það notalegt, og til þess að hún geti kall- azt góð móðir. Því næst vakti hún mann- inn sinn, sem eftir venju sneri sér á hitt eyrað og svaf áfram. Hún færði hon- um hreina sokka og nýburst- aða skóna. En jafnskjótt og Ásbjörn var kominn fram úr rúminu, þrumaði hann: „Hvar í fjandanum er nú skóhornið? Það er sama sagan á hverj- um einasta morgni, þegar maður setur fæturna fram úr rúminu. Þetta kvenfólk hefur heldur ekki hugsun á nokkrum sköpuðum hlut“. En Ásu versnaði stöðugt. Hún hafði þreytuverk í hnakkanum og varð verri í hálsinum með hverri mín- útu sem leið. Hún var svo hás að hún gat varla talað- En hún vildi ekki gefast upp. Af öllum kröftum barðist hún við sjúkdóminn, en samt átti hún sífellt erfiðara með að rækja verk sín. Ásbjörn lét hana hella í fjórða kaffi- bollann fyrir sig. Þá sagði / hann: „Eina brauðsneið i viðbót, Ása, en hafðu hraðann á. Þú veizt að ég þarf að flýta mér“. „Vertu nú rólegur, Ás- björn. Héma kemur brauð- sneiðin“. Og svo andvarpaði hún alveg óvart. „Hvers vegna ertu að and varpa? Ösköp er að sjá hvernig þú lítur út í dag. Hvað er eiginlega að þér?“ „Að mér? — Ekki neitt“. „Ekki það? Reyndu þá að minnsta kosti að vera svo- lítið vingjarnleg á svipinn, svo að maður missi ekki mat arlystina fyrir daginn“. Þetta sagði Ásbjörn án þess að hugsa nokkuð út í, hvað hann var að segja. Eig- inmenn segja nú svo oft margt, sem þeir meina ekk- ert með. Ása svaraði ekki. Ætti hún að segja manninum sín- um, að hún væri veik og á þann hátt að gera honum lífið ennþá erfiðara? Nei, hann Ásbjörn hafði víst nóg ar áhyggjur fyrir því. Þessi inflúenza batnaði vonandi bráðlega. Þess vegna svaraði hún ekki. Ásbjöm bjóst held ur ekki við svari. Hann var farin að hugsa um allt ann- að. „Heyrðu, Ása, á meðan ég man. Hann Matthías, hús bóndi minn, kemur í kaffi í dag. Þú verður að sjá um að allt sé í lagi, þegar við kom um“. í Aðalskattskrá Reykjavikur arið 1965 Aðalskattskrá Reykjavíkur árið 19 65 íiggur frammi í Iðnaðarmanna- húsinu við Vonarstræti og í Skattstofu Reykja\íkur frá 30. júlí til 12. ágúst n. k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga, nema lailgardaga, frá kl. 9.00—16.00. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Námsbókagjald 4- Kirkjugjaíd 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargjald 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda 9. Gjald til a.tvinnuleysistryggingarsjóðs 10. Tekjuútsvar 11. Eignarútsvar 12. Aðstöðugjald 13. Iðnlánasjóðsgjald 14. Launaskattur 15. Sjúkrasamlagsgjald Jafnhliða aðalskattskrá liggja frammi yfir sarna tíma þessar skrár: Skrá xun skatta útlendinga, sem heimilisfastir em í Reykjavík. Aðalskrá um söhiskatt í Reykj a\ák fyrir árið 1964. Skrá um tekjuútsvör fyrir árið 1965. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs rfliisins. Eignarskattur og eignarútsvar er miðað við gildandi fasteigna- mat þrefaldað. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ofangreindri aðalskatt- skrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegmn kærum í vörzlu skattstofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi klukkan 24.00 hinn 12. ágúst 1965. Reykjavík, 29. júh' 1965. Borgarstjórinn í Rcykjavík. Skattstjórinn í Reykiavflx.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.