Ný vikutíðindi - 01.12.1967, Qupperneq 3
NY VIKUTIÐINDI
land allt og andi hins gamía,
nú að mestu horfna, sve'.ta -
lífs leikur lun blaðsíður bók-
arinnar og rifjar upp rninr. ■
ingar þeirra, sem þá voru
að vaxa úr grasi og hefja
lífsbaráttuna.
Að öliu samanlögðu: ágæt
bók og eftirminnileg.
— H. H. J.
Flugfar sfrax -
Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínum þriggja
til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helmingi þeirra gjalda,
sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins.
Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurnar og um-
boðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsing-
ar um þessi kostakjör.
Sívaxandi fjöldi farþega staðfestir, að það sé engu síður
vegna frábærrar fyrirgreiðslu en hagstæðra fargjalda, aö
þeir ferðist með Loftleiðum.
koFMIDIR
KOMPAN
Orsök tapsins- KanasjónvarpiS - Guðberg-
ur - Hamstursæðið - Söhiharka
ÞAÐ VEKUR að jafnaði mikla kátúiu,
þegar Islendingar fara til keppni til
framandi landa og tapa.
Ekki er þessi almenna gleði af ill-
gimi einni saman sprottín, og síður en
svo vegna þess, að landsmenn óski
ekki hinum ungu íslenzku görpum mik
illa sigra. Nei, það er vegjxa þess að
í kjölfar hvers ósigurs fylgja jafnan
svo dásamlegar yfirlýsingar um orsak-
ir tapsins.
Á dögunum keppti Fram við júgó-
slavneska liðið Partisian og töpuðu
landamir með 24:9.
Ekki stóð á því að landsmenn fengju
skýringu á þessu afhroði. Jú, gólfið í
hinni nýju íþróttahöll, sem keppt var
í, var svo sleipt að illgerlegt var að fóta
sig þar, að sögn kappanna.
Já, það er munur að hafa eitthvað
til að brosa að í svartasta skammdeg-
inu.
— ☆ —
ÞAÐ HEFUR vakið athygli, að Kefla-
víkursjónvarpið sést enn tiltölulega
grcinilega víða í bænum.
Eins og kunnugt er tilkynnti her-
stjómin á Keflavíkurflugveili lands-
mönnum eigi alls fyrir löngu, að sjón-
varpssendingar Kefla\íkursjónvarpsins
yrðu takmarkaðar við völlinn einan
vegna þess kostnaðar, sem af því hlyt-
ist að leyfa íslendingum að njóta
Keflavíkursjónvarpsins.
Það var meira að segja sérstaklega
tekið fram af yfirmanni vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, að ekki yrði með
neinum ráðum hugsanlegt fyrir Reyk-
víkinga að ná stöðinni eftír að takmörk
unin hefði komið tíl framkvæmda.
Nú er þessum málum hins vegar svo
komið, að í stórum hluta bæjarins er
hægt að liorfa á Keflavíkursjónvarpið,
við illan leik þó. Er jafnvel haft að
gamanmálum, að mildll hlutí bæjarbúa
sé að missa sjónina af því að rýna í
kanasjónvarpið.
☆
SÁ RITHÖFUNDUR imgur, sem hvað
mesta athygli hefur vakið hér á landi
að undanfömu, er tvímælalaust Guð-
bergur Bergsson.
Margir telja jafnvel að þessi rithöf-
undur sé líklegur til að marka tíma-
mót í íslenzkri bókmenntasögu, þótt^
mjög séu skiptar skoðanir um verk^
hans.
Fyrsta stóra skáldsaga þessa höfund''
ar, Tómas Jónsson, Metsölubók, kom(
út fyrir ári, og nú er nýkomin út önn-
ur bók hans „Ástír samlyndra hjóna/‘'
Tómas Jónsson er með öllu uppseldJ
og ef að líkuin lætur mun hin nýút-I
komna bók hans verða með beztu sölu-4
bókum ársins.
— ☆ —
HAMSTURSÆÐH), sem greip um sig/
þegar fréttíst um gengisfellinguna, erl
í marga staði furðulegt. Gfsaleg kell-
inga panikk grasseraði í bænum og voru/
allar verzlanir yfirfullar af innkaupa-]
óðum komun með fullar hendur fjár.
Verzlanir vora yfirfullar og varí
greitt inn á ótrúlegustu hlutí, en jafn-i
framt mun megnið af öllu sparifé landsj
manna hafa verið rifið út úr bönkum'
og sparisjóðum.
Þó er talið að keyrt hafi um þver-/
bak í Hafnarfírði, en þar skeði það, að!
þrisvar sama daginn varð að sendav
eftir meiri mjólk í einni af mjólkurbúð-*
um staðarins til að svara eftirspuru]
hamstrandi kerlinga.
— ☆ —
HÚN ER EKKI lítíl harkan, sem sýnd]
hefur verið að undanförnu í sölu hinnal
svokölluðu alfræðiorðabóka.
Talið er að landsmenn hafi keyptj
þessar bókmenntir fyrir milljónir]
króna, en afborgunarskilmálar eraj
„hagstæðir“ eins og það er kallað.
Einna mesta söluharkan mun hafaj
verið í hinni svonefndu Encylopædial
Americana, en þeir sölumenn, semí
höndluðu með það snilldarverk, tókui
niður nafn og heimilisfang skólabama,]
gengu svo á röðina og mun hafa orðið)
talsvert ágengt.
Hins vegar mun ástandið hjá mörg-J
rnn Gagnfræðaskóla- og Menntaskóla-]
krökluim vera þannig þessa dagana, ’
að ekki er heiglum hent að standa við|
gefnar skuldbindingar við harðsvíraðaj
sölumenn.
Fróðlegt væri að vita, hvort svona^
sölumáti er löglegur.
BÖRKUR