Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 2
i NY VIKUTlÐINDI NÝ VIKUTlÐNIDI koma út á föstudögrmi og kosta kr. 13.00 Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar Kleppsvegi 26 II. Sími 81833 og 81455 Prentsmiðjan ÁSRÚN Hverfisgötu 48 - S. 12354 Fiskistofninn Fiskiveiðar eru ein þýðingar- mesta fæðuöflun heimsbyggð arinnar og er líf og afkoma mannkynsins að verulegu leyti undir því komin að nytja gæði hafa og vatna og verður æ þýðingarmeira eftir því sem tímar líða og mann- kyninu f jölgar. Heildarskipulagning fiski- veiðanna um nánast öll heims ins höf er ekki til, en veiði úr ákveðnum hafsvæðum er talsvert skipulögð, einkum við strendur þeirra landa, er liggja að sjó og þá sérstak- lega innan þeirra hafsvæða, sem kölluð eru landhelgi við- komandi landa. Hefur dóm- stóllinn í Haag gert merki- lega skilgreiningu á rétti strandþjóða til fiskiveiða í nágrenni sínu. Vaxandi veiðisókn og auk- in veiðitækni felur í sér hætt ur um að til almennrar of- veiði komi á helstu veiðisvæð um, sem þekkt eru, og að bók staflega geti að því komið, að þýðingarmiklir stofnar helstu nytjafiska eyðist og verði útrýmt. Hafa menn, sem um þessi mál sýsla, vax- ‘andi áhyggjur af þessum sökmn. Þegar svo var komið, að sýnilegt var að hvalastofninn var að ganga saman og líkur til þess að hvölunum yrði út- rýmt með sívaxandi veiði, þá sáu helstu hvalveiðiþjóðirnar að við svo búið mátti ekki standa. Komu þær sér saman um heildarhvalveiði frá ári til árs og það, bversu veiðin skyldi skiptast á milli þjóð- anna. Var þetta tvímælalaust spor í rétta átt. En allt bendir til þess að sama hættan vofi yfir fiski- stofnunum eins og hvala- stofnunum, verði ekkert að gert. Virðist orðið tímabært að fara að ræða mn að gera hliðstæðar ráðstafanir til tryggingar fiskistofnunum eins og þegar hafa verið gerð ar til að koma í veg fyrir eyð ingu hvalastofn'sins. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, og færi enda vel á því, að íslendingar hefðu forgöngu í þessu máli, og að sem fyrsti áfangi yrði sá, að boða til ráðstefnu þjóða þeirra, sem eiga lönd að norðanverðu Atlantshafi, Nýjung í íslenzkri bankastarfsemi Ferðatékkar Útvegsbankans eru öruggur gjaldmiðill, hvar sem er á landinu. Ferða- skrifstofum, flug- og skipafélögum, hótelum, veitingastöðum, benzín- og olíuaf- greiðslustöðum, bönkmn og sparisjóðum og hverjum öðrum, á að vera fullkomlega óhætt að veita þeim viðtöku fyrir veitta þjónustu, eða gegn greiðslu í peningum. Þeir auðvelda mönnum að ferðast um sitt eigið land. Ferðatékkar Útvegsbankans eru til sölu í Útvegsbanka Islands, aðalbankanum og ölliun útibúum hans. Þannig lítur ferðatékki Útvegsbankans út, þegar handhafi hefir greitt hann og tekið við honum í bankanum. (Takið eftir rithandarsýnishomi útgefanda efst til hægri. Það er ritað að starfsmanni bankans áhorfandi). Þannig lítur sami ferðatékki út, þegar handhafi hans hefur framselt hann. (Takið 1 eftir síðari eiginhandaráritun útgefanda neðst til hægri. Hún er skrifuð að viðtak- anda áhorfandi. Hann ber hana saman við rithandarsýnishomið og gengur sjálfur úr skugga um að ekki sé um fölsun að ræða). þar sem mál þessi yrðu rædd. Ef þá fyndist hljómgrunnur fyrir athugimum um aðgerð- ir í þessum efnum, ætti að skipa nefnd, sem tryggð væri aðstoð og upplýsinga- gjöf fiskifræðinga og ann- ara sérfræðinga um fiskiveið ar og veiðitækni, til þess að framkvæma fyrstu undirbún- ingsathuganir og rannsóknir um fiskiveiðar, sem síðar, ef samkomulag yrði um fram- hald athugana og aðgerða í þessum efnrnn, yrði notað sem grundvöllur fyrir tillög- inn framtíðarskipulag fiski veiða og skiptingu heildar- veiða á milli hinna einstöku fiskiveiðaþjóða, sem mestra hagsmuna hafa að gæta á þessum hafsvæðum. Virðist einsætt, að Atlants hafsbandalagið gæti orðið kjörinn aðili til fyrirgreiðslu um framgang þessara mála, eftir að athuganir og rann- sóknir hefðu leitt í ljós að þær ættu rétt á sér. — y. +***** >f *»** *><■+><->«-***** >f * *+* )f)f)f )f)f)f)f >f )f )f)f)f )f)f)f)f)f )f )f)f) ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ♦ * * ¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ! I ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ k t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ SKATTSKRÁ REYKJAVIKUR 19 6 8 Skattskrá Reykjavíkur árið 1968 liggur frammi í Skattstofu Reykjavíkur frá 24. maí til 6. júní n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 9,00 til 16,00. Einnig verður skráin til sýnis í Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu, frá mánudegi 27. maí til 6. júní. 1 skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Námsbókagjald. 4. Sóknargjald. 5. Kirkjugarðsgjald. 6. Almannatryggingagjald. 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda. 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda. 9. Gjald til atvinnuleysisstyrktarsjóðs. 10. Tekjuútsvar. 11. Eignarútsvar. 12. Aðstöðugjald. 13. Iðnlánasjóðsgjald. 14. Iðnaðargjald. 15. Launaskattur. 16. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða liggja frammi sama tíma þessar skrár: í Skattstofunni yfir Skrá um skatta útlendinga, eru í Reykjavík. sem heimilisfastir Aðalskrá 1967. um söluskatt í Reykjavík, fyrir árið Skrá um landsútsvör árið 1968. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1 % álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur og eignarútsvar er miðað við gildandi fasteignamat nífaldað. Sérreglur gilda þó um bújarðir. Þeir sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt of- angreindri skattaskrá og skattaskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skattstofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24.00 hinn 6. júní 1968. Reykjavík, 22. maí 1968. SKATTSTJÓRINN I REYKJAVÍK. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVlK I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.