Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 3
 NÝ VIKUTlÐINDI 3 Auglýsing •K-K-Kfc-íc-K-K-K-K-K-K-K-KK-K-K-KK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K I I ! ★ ★ ★ I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ rr ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ ★ i i ★ ★ ★ 'k •k k ir i /2r * UM UMFERÐ 1 REYKJAVIK Að fengnum tillögum borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið ákveðið að setja eftirfarandi reglur um umferð samkvæmt heimild í 65. gr. umferð- arlaga nr. 26 frá 2. maí 1958: 1. Einstefnuakstur: 1. Á Hverfisgötu til austurs frá Lækjargötu að Ingólfsstræti. Á Brávallagötu frá austri til vesturs. Á húsagötum við Miklubraut til austurs. Á húsagötu við Laugarnesv. til n.-austurs. Á húsagötu við Kleppsveg til austurs. Einstefnuakstur á Hverfisgötu austan Hverf- isgötu er felldur niður og upp tekinn tví- stefnuakstur. Umferðarljós verða tekin í notkun á eftirtöld- um gatnamótum. 2. 3. 4. 5. 3. 1. 2. 3. 4. 5. 4. 5. 7. Miklubraut — Kringlumýrarbraut. Miklubraut — Háaleitisbraut. Miklubraut — Grensásvegur. Suðurlandsbraut — Álfheimar. Suðurlandsbraut — Grensásvegur. 6. Suðurlandsbraut — Kringlumýrarbraut. Vinstri beygja verður bönnuð á eftirtöldum um stöðum: 1. Af Lækjargötu úr suðri inn í Austurstræti 2. Af Laugarnesvegi til austur inn á Lauga- veg. Af Vallarstræti til norðurs inn í Pósthús- stræti. Af Hringbraut úr vestri inn á Sóleyrjar- götu. Af Laugavegi úr vestri inn á Höfðatún. Af Snorrabraut úr norðri inn á Hverfisg. Af Laugarnesvegi úr suðri til vesturs inn á Borgartún. Af Laugarnesvegi úr norðri til austurs inn á Borgartún. Úr Skólabrú til norðurs inn á Lækjargötu. Bann við hægri beygju verður afnumið á eft- irtöldum stöðum: 1. Af Lækjargötu úr norðri inn í Austurstr. Af Lækjargötu úr norðri inn í Skólabrú. Af Laugarnesvegi til vesturs inn á Laugaveg. Af Laufásvegi til vesturs inn á Hringbraut Stöðumælar verða settir upp á eftirtöldum stöðrnn: 1. Amtmannsstíg að sunnanverðu á milli Skólastr. og Lækjargötu. Gjald sé 1 kr. Tyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur. 2. Frakkastíg að austanverðu á milli Grettis- götu og Laugavegar. Gjald sé 1. kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. 3. Frakkastíg að austanverðu á milli Lauga- vegar og Hverfisgötu. Gjald sé 1 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur. Laugavegi verður lokað austan Rauðarár- stígs. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 2. 3. 4. Auglýsing þessi öðlast gildi 26. maí 1968 kl. 0600 Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. maí 1968. Sigurjón Sigurðsson. * * * * ■k Í ★ & ★ i ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i i ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ NORÐRI SRIFAR: Brýn nanðsyn á að vinna úr fiskaílanum í stað þess að selja hann sem hráefni ÚTGERÐIN DYRA Aldrei heldur stjómmálamaður svo ræðu í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi, að hann ræði ekki um þá staðreynd, að sjávarútvegur og allt sem honiun til- heyrir, sé undirstaða þjóðarbúsins og að honum verði að hlynna. Ekki verður hægt að segja að það sé ekki gert. Öflugir sjóðir lána út á skipasmíði, rekstrarlán eru veitt, bygg- ingarlán fást til frystihúsa og verkunar- stöðva, rekstrarlán eru enn veitt, og svo mætti lengi telja. Alltaf finna samt þeir, sem við útveg- inn fást, einhverja leið til að berja lóm- inn, jafnvel í góðu árferði. Það má ef til vill. með sanni segja, að það sé ekki gert að óþörfu, því útgerðarkostnaður er orðinn mjög dýr, þegar tekið er til- lit til hinna margþættu og dýru veiðar- færa, sem notuð eru nú almennt á flest- um skipum. Þó eru til hagsýnir menn, sem brosa að milljóna-nótunum og netunum og stunda troll, línuveiðar og jafnvel skak. Þessir menn gera það gott, sem kallað er og útgerð þeirra blómgast, útgerðar- kostnaður þeirra er miklu minni en hinna og þeir koma jafnan með betra hráefni að landi en aðrir. INNFLUTNINGUR A FISKI Og er það ekki einmitt hráefnið og vinnslan úr því, sm skiptir höfuðmáli? Hvemig skyldi standa á því, að Is- lendingar, sem geta í dag státað af ein- um fullkomnasta fiskveiðiflota heims, hafa ekki látið sig miklu skipta fram- farir og sölmnöguleika á fullunnum fiski, sem kallað er? Hvernig skyldi eig- inlega standa á því, að megnið af fiski okkar skuli enn selt útlendingum sem hráefni? Á sama tíma flytjum við inn f jölmarg ar tegundir niðursoðins fisks frá Noregi, Danmörku, Hollandi, Bretlandi, Portú- gal, Júgóslavíu og jafnvel Japan. Ekki eru hér við hendina tölur um hvað þessi innflutningur kostar, en góð er þessi vara og gómsæt og til sóma þeim þjóðum, sem hana framleiðir. Á sama tíma eru aðeins tvær eða*j þrjár smáar verksmiðjur hér á landi, { sem eitthvað kveður að í niðursuðu. Þær, framleiða að vísu ágæta vöru, en ekkr er úrvalinu fyrir að fara. Framleiðsla \ þeirra er að sjálfsögðu öpuð eftir er-^ lendum fyrirmyndum, sem vonlegt er,, en það skiptir þó kannske ekki höfuð-j máli, ef hægt er að selja hana. Aftur á móti vaknar sú spuming, hvort ekki sé hægt að koma fram meðj einhverjar nýjungar, sem slá í gegn. NÝJUNGAR vantar Hér er ekki til nein stofnun, sem ger , ir tilraunir með að framleiða nýjungar úr fiski, niðursoðnar eða frystar. Það/ er harla ótrúlegt að búið sé að finna upp allar aðferðir til að vinna matvöru úr fiski, sem er gómsætari en hráefnið sjálft. Islendingar hljóta að hafa mikla möguleika á þessu sviði og það verður að fara að sinna þessu verkefni. Hér veiðast margar fisktegundir, sem hugs- anlega geta orðið heimsfrægar fæðu- tegundir ef þær eru framreiddar til nið- ursuðu og niðurlagningar í olíu og kryddi og alls konar sósum á nýjan máta. Það er ekki víst að almenningur viti það í dag, að yfirleitt er kolanum nú hent, því frystihúsin vilja hann ekki. [/§] Sama er að segja um karfann. Ufsinn er eingöngu saltaður og svona mætti lengi telja. Þó eru þetta fisktegundir, sem vafalaust er hægt að gera að miklu verðmæti, og ekki vantar magnið. Það er einhver brýnasta nauðsynin í dag, að hér sé komið á fót tilraunaverk- smiðju, sem framleiðir og finnur upp nýjungar í fiskréttum. Þessi verksmiðja kostar auðvitað talsvert átak, en hugs- anlegt er, að hún geti gjörbylt fram- leiðsluháttum okkar á fiski og skapað nýja og öfluga markaði. Afleiðing kost- ar að vísu nýjar og meiriháttar fjárfest- ingar, en allt verður að vinna til þess að breyta til. Stöðnunin er ellimerki. Norðri.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.