Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 5
N Y VIKUTIÐINDI a Sjónvarpsdagskráin Dagskrárliðirnir um Hvíta- sunnuna birtust í síð- asta blaði. Þriðjudagur 4. júní. 8.00 Fréttir. 8.30Erlend málefrii. 8.50 Denni dæmalausi. 9.15 Kísilgúrvinnsla á ís- landi. Baldur Líndal, verkfræðingur, skýrir frá. 9.45 Glímukeppni sjónvarps- ins (2. hluti). Vestfirð- ingaf jórðungur og Aust firðingafjórðungur keppa. 10.15 íþróttir. Miðvikudagur 5. júní 8.00 Fréttir. 8.30 Davíð Copperfield. 8.55 Ungverskir þjóðdansar. 9.20 Á norðurslóðum. Ferða lag til Alaska og eyjar innar Litlu Díómedu í Beringssundi. 9.50 Þjónninn. Brezk kvik- mynd. Dick Bogarde, Sara Miles o.fl. leika. Myndin var áður sýnd 11. maí. Föstudagur 7. júní. 8.00 Fréttir. 8.35 Fjallaslóðir. Skyggnzt um á ýmsum gömlum slóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu í óbyggðum. Myndin er gerð af Ós- valdi Knudsen. 9.05 Kærasta í hverri höfn. Ballett. Nemendur úr Listdansskóla Þjóðleik- hússins dansa. 9.15 Dýrlingurinn. 10.05 Hljómleikar unga fólksins. Laugardagur 8. júm. 8.00 Fréttir. 8.25 Lúðrasveitin Svanur leikur. 8.40 Pabbi. 9.05 Höggmyndir í Flórens. 9.30 Ríkisleyndarmálið. Bandarísk kvikmyynd. Susan Hayworth og Kirk Douglas leika. ■ UtgerSarmenn Framhald af bls. 1 sem áður veðsett bönkunum allt fiskimagnið, eins og það hefði verið fullgreitt. Ef Landssamband útvegs- manna hefði verið sá for- svari útgerðarinnar sem sam tök þessi eiga að vera, þá hefðu samtökin verndað út- gerðina fyrir þeirri fjárhags- ágengni og áhættu, sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Útgerðarmennirnir, nema þá ef til vill allra aflahæstu bátarnir, þurfa á öllu sínu að halda jafnóðum. Þykir gott, þegar það hrekkur til. En þetta bakar þeim fjár- hagsleg óþægingi, því þeir þurfa að standa undir hærri lánum, sem þeir verða að borga vexti af, en munu ekki fá vexti af hinu ógreidda af- urðaandvirði. Svo er loks á- hættan um, að fullar efndir fáist um lokaskil fiskvinnslu- fjnrirtækjanna. Þótt gjaldeyrisbankarnir hafi fastar og strangar regl- ur um gjaldeyrisskil útflytj- enda, þá eru dæmin nærtæk t.d. með Friðrik Jörgensen, hversu allt fór úr böndunum, og endurtók sig með fárra ára millibili, þannig að fisk- eigendur urðu fyrir tugmillj- óna tjóni. I ljós kom, að Frið- rik hafði tekist að flytja út á eigin nafni nokkra f arma er virðast bókstaflega hafa far- ið framhjá gjaldeyrisbönkun um og öryggiskerfi þeirra. Svo þegar upp var staðið, þrátt fyrir allar reglurnar og greiðslukerfin, þá sátu af- urðaeigendurnir uppi með töp in og bankarnir þóttust hvergi vera ífundnir, hvað á- byrgðir snerti. Vitanlega ætti, ef nokkurt vit eða öryggi væri í þessum bankareglum og kerfum, að ganga þannig frá, að þegar fiskafurðir, eins og aðrar eignir skipta um eigendur, þá taki hinir nýju eigendur á sig veðböndin á afurðunum, en þeir, sem selja, verði los- aðir við sínar skuldbinding- ar. Fyrr verður þetta ekki í því lagi sem viðunandi er. - Rangt blóð- sýnisiorn Framhald af bls. 1. Nú virðist það liggja fyrir, að annar maður hafi verið dæmdur samkvæmt áfengis menguðu blóðsýnishorni úr manni þeim, sem hlaut frá- vísun máls síns, svo sem að framan greinir, og þá fengið of vægan dóm, hafi hið áfeng ismengaða blóðsýnishorn, er lá fyrir í málinu, sem Hæsti- réttur vísaði frá dómi, verið úr honum, en mergurinn málsins virðist þá sá, að hin réttarfarslega meðferð mál- anna hafi verið slík, að ekki hafi verið hægt samkvæmt því að kveða upp sektar- dóma. Það er að vísu ekkert eins- dæmi, að Hæstiréttur breyti imdirréttardómum, og til þess er Hæstiréttur að leið- rétta imdirréttardóma og mistök þeirra. En ýmsum verður á að spyrja: eru dóm- arar og þeir, sem um dóms- mál f jalla, algerlega ábyrgð- arlausir gerða sinna, og hvers vegna er ekki komið fram ábyrgð á hendur þeim, eins og öðrum mönnum, sem misstíga sig, viljandi eða ó- viljandi? Og að því er Vest- mannaeyjum viðkemur er hér um sérstakt vandamál að ræða, sem lítillega skal vikið að. Fyrir nokkrum árum voru nokkrir fiskibátar teknir vegna meintra brota á fiski- veiðalöggjöfinni í nánd við Vestmannaeyjar og færðir til hafnar og skipstjórar bát- anna ákærðir. Dómari sá, sem með málið fór í Vest- mannaeyjum, sló því föstu, að skipstjórarnir á hinum teknu bátum væru allir sekir og hagaði sér með þeim ó- venjulega hætti, að hann samdi réttarhöld, þar sem hann bókaði hina ákærðu mætta, án þess þeir væru mættir í réttinum. Sumir þeirra voru á þeim tíma, sem réttarhöldin voru bókuð að hafa farið fram, á síldveiðum úti fyrir Norðurlandi og víðs- fjarri réttarhöldunmn. En dómarinn dæmdi þá alla og fékk venzlafólk sitt og aðra fleiri til að undirrita bækur sínar sem réttarvottar. Hæstiréttur felldi þessa landhelgissektardóma að vísu úr gildi, en ekki mun undir- réttardómarinn hafa hlotið vítur eða önnur viðurlög fyr ir sín verk og athafnir. Og svo er það sagan um timbur- okrarann, sem fyrndi mál sitt dómtekið, og fékk svo um líkt leyti Fálkakrossinn. Nú er það haft að gaman- málum í Vestmannaeyjum, að einn af dómurum staðarins hafi sjálfur verið tekinn ölv- aður við akstur, en hann sé sjálfur búinn að reikna það út, að áfengismagnið í blóði hans hafi verið alltof lítið, þannig að valdstjórnin sé nán ast skaðabótaskyld gagn- vart honum vegna ótíma- bærra afskipta. Dettur mönn- um í hug að lítill reki verði að því máli gerður. En svo eru aðrir, sem spyrja í fullri alvöru, hvort ekki sé tími til þess kominn, að dómsmálastjómin, og þá ekki sízt sjálfur forsætisráð- herrann, dr. jur. Bjarni Benediktsson, geri ráðstafan- ir til þess að aflagt verði að láta dauðadrukkna óreglu- menn, sem ekki eru dómhæf- ir eða ættu ekki að hafa dóm- araréttindi, halda áfram að annast dómarastörf og lög- gæzlu í landinu. — y. - Ferða- tékkar Framhald af bls. 1. Útvegsbankinn selur slíka ferðatékka, frá viðurkennd- ustu erlendum bönkum, brezkum, amerískum og skandinavískum. Allir vita, að óráðlegt er að bera á sér peninga að nokkru ráði til að greiða ferðakostn- að sinn og útgjöld á ferða- lögum. En hér eru því miður rót- gróin vandkvæði á að selja venjulegar tékkaávísanir, þó að menn eigi vel fyrir þeim í banka sínum. Þrátt fyrir margra ára baráttu bank- anna fyrir því að gera al- mennar tékkaávísanir áreið- anlegan gjaldmiðil, hefir það ekki tekist sem skyldi enn. Á ferðalögum úti um land fá menn yfirleitt ekki keyptar almennar tékkaávísanir fyr- ir nauðsynjum sínum. Eiga þeir þá að bera á sér þús- undir króna 1 peningum, ef þeir vilja ferðast um sitt eig- ið land? Það er óráðlegt og jafnvel hættulegt. Útvegsbankinn vill nú gera sitt til þess að leysa þetta vandamál fyrir innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn sem vilja ferðast um ísland. Hann hefir látið gera ís- lenzka ferðatékka. Þeir eru seldir í bankanum gegn staðgreiðslu við mót- töku. Ekki þarf að óttast, að þeir séu innistæðulausir og einskis verðir pappírar. Frágangur þeirra er þann- ig — eftir beztu erlendum fyrirmyndum — að nær því útilokað er að falsa þá. Hver maður skrifar nafn sitt eigin hendi á ferðatékkann, að bankastarfsmanni áhorfandi þegar hann tekur við honum í bankanum — gegn stað- greiðslu, eins og áður segir. Hann skrifar í annað sinn vist viðtakanda, þegar hann framselur hann. Viðtakandi gengur úr skugga um, að bar sé um sömu undirskrift að ræða. Ferðatékkarnir eru síð- an innleystir viðstöðulaust í Útvegsbankanum og útibúum hans um land allt. Ef ferðatékkahefti glatast sannanlega, gilda sérstakar reglur — einnig eftir erlend- um venjum og fyrirmyndum — um það, hvemig sá ó- heppni eða gálausi maður verður gerður skaðlaus í slík- um vandræðum. Ferðatékkar Útvegsbank- ans eru öruggur gjaldmiðill, hvar sem er á landinu. Ferða skrifstofum, flug- og skipa- félögmn, hótelum, veitinga- stöðum, bönkum og sparsjóð- um og hverjum öðrum, á að vera fullkomlega óhætt að veita þeim viðtöku fyrir veitta þjónustu, eða gegn greiðslu í peningum. Þeir geta auðveldað mönn- um að ferðast um sitt eigið land. Ferðatékkar Útvegsbank- ans verða til sölu í Útvegs- banka Islands, aðalbankan- um og öllum útibúum hans. Notið yður þessa nýjung í íslenzkri bankastarfsemi. — r. SjónvaiDsIoftnet Tek að mér uppsetningu, viðgerðir og brejrtingar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. Útvega allt efni, ef óskað er. Sanngjamt verð og fljótt af hendi lejrst- Upplýsingar í síma 1-6-5-4-1 frá M. 9—6 og 1-4-8-9-7 eftir kl. 6. Gí tarkenn sla Kenni á gítar, mandólín, banjó, balalaika og gítarbassa. Gunnar H. Jónsson Framnesvegi 54 — Sími 2 3 8 2 2

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.