Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 31.05.1968, Blaðsíða 6
N Y VIKUTlÐINDl +*-)M-)*>)4->*-*-*-+*)*-><-*-*)f)4->M->M-)4-) I * ! ¥ ¥ I 1 ROÐULl Hin vinsœla HLJÓMSVEIT Magnúsar Ingimarssonarf ★ ★ ★ ★ ★ ★ Söngvarar: * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ VELHJÁLMUR VHJIJÁLMSSON og ÞDRÉDUB SIGURÐARDÓTTER f i ★ ★ í Matnr franireiddur frát kl- 7 * i 'ÍJ*.*****************-**** Sími 15327 ! ★ ★ t * * i i ★ ★ ★ Dansað öll kvöld ¥ ¥ * •<(< ¥ ¥ ¥ ¥ •* ¥ •f ■V * ¥ •¥■ •¥■ ■¥■ -* -¥ -¥■ J(nema á miðvikudögum).]£ ★ ★ I ★ i i $ Borðapantamr ★ * i í síma 11777. ★ •¥ * •¥■ ■¥ ¥ * -¥■ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I -»■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Kvöldverður framreiddurj ★ frá kl. 19.00. ★ ★ ★ I í ★ ÍK ★ ★ ★ I i i Í Simi 11777 og 19330. % GLAUMBÆR I C*-k-*í Jí * ***-*(-**-*(-*«-»(->{-*-*-*(-*-*(-*(-*■* Spennandi og atburðarík framhaldssaga: eftir LEDRU BAKER jr. Ég varpaði öndinni og leit í spegilinn. Ég sá lögreglu- bílinn koma æðandi með sama vitfirringslega hraðanum og ég hafði haft, en hann kollkeyrði sig. Hann kastað- ist upp í loftið, og þegar hann lenti aftur á veginum, valt hann hliðarveltur að múrnum, og á næsta andar- taki var hann 1 björtu báli. Mér varð ómótt, en ég var neyddur til að herða mig upp. Það voru svo margir, sem áttu mikið undir mér komið nú, að ég mátti ekki láta hugfallast. En ég minnkaði hraðann og ók gætilega, meðan ég var að ná stjóm á titrandi taugum mínum. Ég stanzaði við fyrsta símaturn, sem ég kom auga á, og hringdi til lögreglunnar og gaf þær upplýsingar, að Jack Griffith fæli sig á gestaheimilinu á Bunker Hill. Svo ók ég áfram til Sunset Boulevard. Hið glæsilega hús Moss Morrisons var eyðilegt og dapurlegt með niðurdregnar gardínur, og ég ók bak við það og parkeraði bílnum þar. Mig var farið að verkja í öxlina, og ég tók um skotsárið þar, þegar ég gekk að glerdyrunum, sem voru á vinnustofu Moss. Gluggatjöldin voru dregin fyrir og dyrnar læstar, en ég braut eina rúðuna með marghleypuskeftinu, stakk hendinni inn og opnaði. Ég fór að finna fyrir máttleysi vegna blóðmissis, og þess vegna gekk ég beint að vínskápnum, þar sem ég fann heila rommflösku. Ég dró korktappann úr henni og tók tvo stóra slurka án þess að hirða um að nota glas. Við þetta hresstist ég og hirti síður um hina drunga- legu stemningu í auðnarlegu húsinu. Uppi á annarri hæð fann ég von bráðar svefnherbergi Mardis. Við einn vegginn var dýrmætt sjónvarpstæki, en við annan snyrtiborð með stórum spegli og urmull af flöskum og krukkum. Púðurdósin hennar stóð þar líka, opin, eins og Mardi hefði rétt nýlega verið að púðra á sér nefið áður en hún gengi niður til þess að taka á móti einhverjum, sem væri að samhryggjast henni. Ég bölvaði ergilega með sjálfum mér, þegar ég mundi að ég hafði gleymt að spyrja Mardi um, hvar hún hefði falið skjölin, og mér datt í hug að það væri ekki eins auðvelt að vera leynilögregluþjónn og ég hafði haldið. Það var ekki um annað að ræða en fara í það að rannsaka allt herbergið, og ég rótaði í skúffum og skáp- um án árangurs. Svo réðist ég á dýnuna í stóra rúm- inu, en þar var sömu söguna að segja. Ég settist á rúmstokkinn og kveikti mér í sígarettu meðan ég hugsaði mig um, og þá skyndilega heyrði ég umgang niðri á neðri hæðinni. Þetta hlaut að vera Grebel! Ég leit til dyranna og mundi að ég hafði ekki haft hugsun á að læsa þeim; svo öruggur hafði ég verið um sjálfan mig. Nú var það sjálfsagt of seint. Ég flutti mig yfir á stóra sófann við veginn og sat þar með byssuna í hendinni. Hvað átti ég að gera? Ég var farinn að fá glýjur í augun, og verkirnir í öxl inni voru næstum óþolandi. Ef til vill tækist mér að standa á fótunum þangað til mér bærist hjálp, en það var harla ósennilegt. Ég ályktaði, að ef lögreglumenn hefðu keyrt upp að Bunker Hill, þá myndi Flossie hafa tekist að sannfæra þá um að mikilvægara væri að hjálpa mér en handtaka mig; en hversu lengi þurfti ég að bíða ? Ég stóð upp og gekk að hurðinni til þess að læsa henni, en þá sá ég að húnninn hreyfðist. Skammbyssan sló hönd mína, þegar ég sendi þrjár kúlur í hurðina. Það heyrðust undrunarkennd blótsyrði frammi á ganginum, og ég heyrði að Grebel stökk frá. Ég flýtti mér að læsa dyrunum og hrópaði fram: ,,Þú mátt ekki yera svona óvarkár, Grebel!“ ,,Þú hefur enga undankomumöguleika, Griffith,“ svaraði hann. „Lögreglan er á leiðinni til þess að taka þig.“ „Það er lygi,“ sagði ég öruggur. „Þú áræðir ekki að láta neinn starfsbróður þinn vita hvað þú ert að bar- dúsa. Ég get líka sagt þér ástæðuna. Mardi hefur kopí- ur af mikilvægustu skjölum glæpafélagsins. Hún faldi þær héma, og nú er ég búinn að finna þær. Ég stend með þær hérna í hendinni, og ef þú vilt ná í þær, þá komdu bara inn. Þar getur að líta nöfn þeirra ómenna, sem bendlaðir eru við glæpastarfsemina hér við strönd- ina. Og nafnið þitt kemur þar fyrir iðulega." „Þú lýgur! Þú hefur ekkert á mig!“ „Bíddu bara og sjáðu til. Skjóttu lásinn í sundur og komdu inn, þá færðu kannske tækifæri til að sjá allt með eigin augum. Ég vil bara vekja athygli þína á því, að þú kemst ekki upp með moðreyk svo lengi sem ég er lifandi. Það er úti um þig, Grebel!“ „Þig líka!“ „Ekki er ég nú svo viss um það. Mér verður ekki skotaskuld úr þvi að sanna, að þið Mardi lögðuð snöru fyrír mig.“ Hann skaut í gegnum dyrnar, og ég hörfaði frá. Til öryggis velti ég sófanum á hliðina og skýldi mér bak við hann. Ég var að hlaða skammbyssuna á ný, og þá kom ég skyndilega auga á þykkt og stórt um- slag, sem var fest við sófabotninn með límbandi. Ég losaði það, og þegar ég hafði rifið það upp, gleymdi ég bæði Grebel og öllu öðru. Hér var ég raun- verulega með í höndunum einmitt það, sem ég rétt áður hafði gortað yfir að vera með í höndunum; og saksókn- ari gat varla á betra kosið. Hér voru nöfn á lögmönn- um, kvikmyndastjörnum og stjórnmálamönnum, sem voru viðriðin glæpasamkunduna, og mér velgdi við að sjá, hversu rotnuin hafði náð langt. Grebel skaut aftur, og ég heyrði að hann hafði hitt lásinn. 20. KAPÍTULI Dymar skullu upp, og ég gægðist upp yfir sófann og skaut í gættina. Kúlan hitti dyrakarminn, rétt við and- -*C-*C-*C-*C-*C-*C*-*C-*C-*C-*C-*C-*C-*C-*C-*C-*C-K-*C->C-*C*->C-*C-*C-*C-*C-*C-*C-*C->C->C->C->C*C-K-*Í-*!*-*<•*<■>!-><->(->(->(->(+ SKRYTLUR KVEFMEÐAL Kona nokkur fékk hastar- legt kvef. Hún tók það ráð að hella viský í sykurmola og bryðja hann síðan undir svefnhm. Þegar litla dóttir hemiar bauð henni góða nótt með kossi, varð henni að orði: „Þú hefur þá komizt í vel- lyktandið hans pabba.“ DKAMM Samkomuhús nokkurt hrip lak. Maður að nafni Brynjólf- ur var fenginn til að fara milli manna í byggðarlaginu og leita samskota vegna við- gerðar á húsinu. Skyldi hann standa sóknarpresti skil á samskotafénu. Nokkru seinna mætir prestur Brynj- ólfi þéttfullum. Þá segir Brynki: „Já, nú er ég í óða önn að innheimta samskotaféð, prest ur góður, en karlarnir eru bara svo gestrisnir við niig, að þeir gefa mér allir dramm mn leið og þeir borga.“ „Hamingjan hjálpi mér, eru þá engir bindindismenn í sókninni?“ spyr prestur. „Jú, sei-sei, jú, en ég lét nú bara nægja að skrifa þeim,“ anzaði Brynjólfur.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.