Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Úrræði tii Óþrotleg Meðal aðkallandi úrlausn- arefna í þjóðfélaginu er að tryggja ungmenmim, sern nám stunda á vetrum, arð- bæra sumaratvinnu; og vit- anlega þarf sú vinna að vera þjóðarheildinni sem gagn- legust_ og hagnýtust. Al- mennar raddir eru uppi utn brýna nauðsyn. úrbóla í þessum efnum, en lítið ver- ið bent á leiðir, annað en einhvers konar atvinnubóta- vinnu, og það er að sjálf- sögðu síðasta úrræðið. En atvinnumöguleikar blasa alls staðar við, ef eðli- leg l'orysta og stuðningur fæst. Þegar Jón Árnason, fyrr- verandi Sambandsforstjóri. var bankastjóri í Landsbank anum, lét hann framkvæma ýmsar gagnlegar athuganir, varðandi atvinnuvegi lands- manna og eftirtekjuvon þeirra, og þá ekki sízt varð- andi sjávarútveg. Þéssar nið urstöður leiddu meðal ann- ars í Ijós, að 15 smábátar, trillubátar, öfluðu eins mík- illa útflutningsverðmæta og togari, og fleira þessu líkt. A ýmsum stöðum á land- inu eru ónytjaðir möguleik- ar lil fiskveiða á sumrum á smábátiun, sérstaklega á Vestfjörðum, Norður- -og Norðausturlandi. sumaratvinnu unglinga Kvartað yfir slysavarðstofunni Það er einhver megn óánægja með slysavarð- stofuna í Reykjavík. Maður hittir varla svo mann, að hann spyrji ekki, hvort blaðið hafi ekki fengið kvartanir út af henni. Jú, maður heyrir t. d., að kandídatarnir séu látnir æfa sig þar, læknislausir, á mönnum með bramlaða útlimi og stúlkubörnum eða kven- fólki með skaddað andlit, hvað sem hæft er í þessum sögum. Það má nærri geta hvernig fer, ef þetta er satt — en ef svo er, þyrftu ábyrgir læknar að gera gangskör að því, að eitthvað sé gert til úrbóta. Við fullyrðum ekkert um þetta. Við viljum einungis vekja máls á því, ef þessar sögur hafa við eitthvað að styðjast og væri óskandi, að at- hugun færi fram á þessu, svo að læknastéttin lig'gi ekki undir ávirðingum út af því. En eitt erum við þó viss um, að því er varðar slysavarðstofuna, og það er, að afgreiðslu er þar mjög ábótavant. Fólk þarf iðulega að bíða þar lon og don, oft illa á sig komið, þótt ekki ætlum við að halda því fram, að stórslasað fólk fái þar ekki einhverja hjúkrun eða aðgerðir án tafar. Og stúlkurnar, sem annast móttöku, mættu vera tillitssamari og alúðlegri við sjúklinga! verkefni Það mætti afla allmörgu ungu fólki, undir forystu reyndra manna, atvinnu við slíkar veiðar, t. d. á Flatey á Skjálfanda, sem nú er i eyði, er kjörin aðstaða til slíks og svo mun víðar vera. Þá ern óþrotleg verkefni við undirbúning fyrirhug- aðra vegalagninga, við gróð- urvernd og óteljandi önnur verkefni; slík verkefni á að nota til að sjá skólafólkinu atvinnulega farborða yfir sumarið. Þá er viða í sveitum lands- ins ónytjaðir möguleikar lil heyskapar og heyöflunar. Árlega er liorfellisvofan á næsta leiti og ógnar bústofni landsmanna. Það gæti orð- ið veruleg atvinnuaukning að því að nytja, eftir þvi, sem frekast verður við kom- ið, alla beyiifiunarmögu- leika og að koma með þeim hætti um lieyforðabúrum, sérstaklega í þeim lands- lilutum, sem heyskortur lief- ur reynzt ásæknastur. Nýting fiskveiða með smá bátum, umfram það, sem verið hefur, er aukin gjald- eyrisöflun fvrir þjóðina. Aukin heyöflun gæli dregið úr innflutningi erlends fóð- urs og þannig dregið úr gjaldeyrisnotkun, og sem mest og hagnýtust notkun starfshæfs vinnuafls í lancl- inu er til aukningar þjóðar- tekna og þjóðarauðs. Til þeirra úrræða, sem að framan er vikið að, — og er þó lítill liluti hinna marg- víslegu úrræða, sem til stað- ar eru, — koslar fyrst og fremst forystu og forsjá, auk nokkurs fjármagns, sem á að skila sér margfaldlega aftur. Hálfrar aldar afmæli Á sinum tima var í Vest- mannaeyjum kosin nefnd til undirbúnings og fram- kvæmda fyrirhugaðra há- tiðarhalda vegna 50 ára af- mælis Vestmannaeyjabæjar, sem var 14. febrúar sl., og þá minnzt með hátíðarfundi bæjarstjórnar. En aðalhá- tíðarhöldin eiga að fara nk. Þetta var þriggja manna nefnd undir for\rstu setts skattstjóra í Eyjum, sem var kjörinn formaður nefnd arinnar. Framkvæmd hátíð- arfundarins þótti ekki spá góðu um störf nefndarinnar og' var mikil óánægja um val nefndarmanna og athafna- lej'si. Forseti bæjarstjói'nar Vestmannaeyja hefur að þessu tilefni tekið rögg á sig og gengizt fyrir kosningu nýrrar hátíðarnefndar und- ir forsa'ti Þorsteins Víg- lundssonar, en aðrir í hinni nýju nefnd eru safnvörður Fiskasafnsins i Eyjum o« skólastjórar iðnskólans og barnaskólans, allt hinir á- gætustu menn og liafa þann- ig skapazt skilyrði til þess, geti faiáð fram með fulluin myndarbrag og orðið Vest- mannaeyjabæ til virðingar og sóma. glasbotninum HÖFUÐLEYSI Alþýðublaðið er núnaum- ast orðið annað en geysi- stórar fyrirsagnir og mynd- ir. Virðist þetta gert til að spara blaðamenn og setj- ara, enda fjárhagurinn ekki góður og sparnaður rnikið alriði, ])ótt álitamál sé, livort myndirnar séu ekki dýrari en setning. Ástæðan fyrir því, að við fórum að tala um þetta er sú, að við i’ákum augun í risastói’a fyrii’sögn i þessu blessaða blaði, svohljóð- andi: HÖFUÐ AF MANNl 1 ÓSKILUM. Þetta reyndist þó ekki vera auglýsing eftir neinu vanskilahöfði hjá kröfun- um heldur var það af ein- hvei’jum fáráðhngi, senx danska lögreglan botnar ekkert í. ÓNOTUÐ ELDHÚS Áfengislöggjöfin á Is- landi mun vei’a einhver sú alvitlausasta löggjöf, sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Yfirborðsmennska og hræsni skína alls staðar í gegn. Samt vita allir, yngri sem eldri, að áfengislögin eru brotin daglega, enda ekki hægt að komast hjá því. Eitt af boðorðum þessara laga er, að ekkert veitinga- hús megi veita áfenga drykki nema fullnægja ströngustu kröfum á heims- mælikvarða um eldhús og matargerð, hafa svo og svo marga rétti á boðstólum og eftir því úrval borðvína. Þetta er að sjálfsögðu bæði flott og menningarlegt, en verður heldur hlálegl í landi, þar sem laun manna hrökkva varla fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Það væri gaman að fá skoðanakönnun um það hvað margir eiginmenn hér í borg' hafa raunverulega ráð á því að bjóða eigin- konum sínum út að borða á þessum „fyrsta flokks“ veitingastöðum. Raunin mun vera sú á þessum síðustu og verstu tímum, að þeir, sem ætla út að skemmta sér, drekka duglega heima hjá sér, áð- ur en þeir fara út, borða heima hjá sér og fá sér síð- an nokkra sjússa á veitinga- húsunum til að halda sér áfram kenndum, en flest þessara fyrsta flokks eld- húsa standa ónotuð ár eftir ár. OG SVO ER ÞAÐ ÞESSI Ung stúlka kom alls nak- in á grímuball í listamanna- hverfinu i Greemvich Vill- age í New York. Dyravörð- urinn stoppaði hana og sagði: „Fyrirgefið þér, ungfrú, en þetta er grímuball og ætlast er til, að allir séu í grímubúningi. — Það er sama í hverju þér eruð, bara að það sé eitthvað og eigi að tákna eitthvað.“ Stúlkan fór inn á dömu- klósett, og litlu seinna kom hún fram aftur, en aðeins með svarta hanzka og í svörtum skóm. Dyravörð- urinn stoppaði hana aftur. „Þetta er ekki stórt betra núna,“ sagði hann. „Hvað eigið þér eiginlega að tákna ?“ „Sjáið þér það ekki, mað- ur?“ spurði stúlkan. „Ég er spaðafhnm!“ -x BRANDARI VIKUNNAR Nýgifta frúin teygði úr sér, alls nakin, eins og lat- ur köttur, þar sem hún lá á fannhvítu lakinu. . . „Ástin mín, ég get ekki trúað því, að við séum í raun og sannleika gift. Það er svo stórkostlegt,“ sagði hún. Hún flatmagaði og strauk eftir nöktum kropp sínum og endurtók: „Ég segi við sjálfa mig, að ég SÉ gift, en ég get bara ekki trúað því!“ Þá varð eiginmanninum að orði: „Ef ég gæti bara rennt þessum fjandans rennilás á buxunum mínum niður, þá skyldurðu sko trúa því.“ >f SUMARFRl OG BÚÐARÁP Nú fer í hönd sá tími, sem landinn fer mest í utan- landsferðir, þótt undaríegt megi teljast, að þjóð, sem sjaldan sér til sólar, velji sér hásumarið til ferðalaga til sólarlanda. Eðlilegast væri fyrir Islendinga að taka sumarfrí sitt snemma vors eða síðla hausts, en nota þá fáu sólardaga, sem gefast hér um hásumarið. Nú hafa Islendingar ver- ið orðaðir við innkaupsæði í sambandi við utanlands- ferðir sínar, og ekki að ósekju, enda liafa þeir þekkst úr á flugvöllum er- lendis á pinklum og pökk- um. Nú hefur gjaldeyririnn hækkað svo úr hófi fram, að engan veginn borgar sig að eyða honum í föt, sem er í flestum tilfellum hægt að kaupa hér heima, enda engin ástæða lil þess að eyða livíldartíina sínum og sumarfríi í búðaráp. Sannleikurinn er sá, að fólk, sem ferðast til þess að ferðast, en ekki til að rápa í lniðir, getur alveg eins lát- ið eftir sér utanlandsferð þótt valútan hafi hækkað, ef larið er í hópferðum frá ferðaskrifstofum, svo inað- ur tali nú ekki um livað eig- inmennirnir yrðu fúsari til að lijóða sinni heittelskuðu í siglingu, ei' þeir væru lausir við búðaráp ogpinkla á heimleið.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.