Ný vikutíðindi - 06.02.1970, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 06.02.1970, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTIÐINDI saga Framh. af bls. 7. tuttugu mínútur yfir sjö. — Tíu mínútum síðar fór mað- urinn úr bílnum. „Geturðu ekið mér á stað inn?“ spurði Fredericks. „Auðvitað get ég það“. Þriðja gala var í Dayton, sem er úthverfi Newports. Leynilögreglumaðurinn fór þangað með Terrcnce. Hann hringdi dyrabjöllunni, og ungur maður, rúmlega þrít- ugur, kom til dyra. „Við ætl um að hitta unga konu, sem kölluð er Jerrý. Getið þér hjálpað okkur?“ „Jerrý? Þér eigið við Ger- aldine. Við vorum einmití farin að liafa áhyggjur af .Terry, konan mín og ég. Hún hefur ekki komið heim síð- an á laugardag. Komið inn — gerið svo vel og komið inn“, sagði hann. Ungi maðurinn kvaðst vera mágur Geraldine Young. Eftir að hún skildi við manninn sinn, hafði hún búið hjá honum og konu 'hans, sem var systir hennar. „Hvað hefur komið fyrir? Slys?“ spurði hann. Freder- icks sýndi manninum mynd ina af líkinu, og hann þekkti hana þegar. Hann hlustaði hrærður á frásögn Ieynilög- reglumánnsins af atburðin- umf yrir utan krána. „Konan mín er ekki heima“, sagði hann, „þétta hefur áreiðanlega mikil á- hrif hana“. Hann fylgdi Fredericks og bilstjóranum upp i her- hergi mágkonu sinnar. Þar fundu þeir meðal annars myndir af allmörgum ung- um mönnum. „Skoðaðu það nákvæmlega, Paul“, bað leynilögreglumaðurinn „og athugaðu hvort þú þekkir ekki aftur farþega þinn frá j árnbrautarstöðinni“. Terrence gerði eins og fyr ir hann var lagt. Honum var sérstaklega starsýnt á eina myndina. „Þetta er sá hinn sami“, sagði hann, „ég þori að veðja bílnum mínum um það“. „Ágætt“, sagði Fredericks ákafur. Hann sýndi mágin- um myndina. „Þekkið þér hann?“ spurði hann. „Það er mjög þýðingarmikið at- riði. Hugsið yður nú vel um“. Maðurinn horfði á mynd- ina. „Ég þarf ekki langan umhugsunarfrest", sagði hann fljótmæltur. „Þetta er Cecil Cotton. Hann hefur boðið mágkonu minni nokkr um sinnum út. Það er ekk- ert um það að villast.“ Hann sagði að Cecil Cott- on ætti heima i Princeton í Kentucky um 300 mílur frá Covington. Þetta sama kvöld héldu þeir Gugel og leynilögreglu- mennirnir Fredericks, Reed og Collins til Princeton. 1- búð Cottons var auð. Hann hafði flutt burtu fyrir tólf klukkustundum. Húsráðandinn hafði enga hugmynd um, hvert Cott- on hefði haldið, en lögreglu- mennirnir komust að þvi, að eini ættinginn, scm hann ætti, væri frændi i Indiana- polis. Gugel hringdi til lögregl- unnar í Indianapolis, og á- kveðið var að leynilögreglu mennirnir Daniel Veza og Herchil Plummer, skyldu Iieimsækja frændann. Þeim var sagt, að Cotton hefði horfið og enginn vissi hvar liann héldi sig. Veza og Plummer hétu því samt, að hafa auga með íbúð frændans, en dagarnir liðu án þess að nokkuð gerð ist. Loks 26. marz tilkynnti lögreglan í Indianapolis Gu- gel lögregluforingja, að nú væri Cotton hjá frænda sín- um. Gugel brá skjótt við og fór ásamt Fredericks, Reed og Colins til borgarinnar. Þeir fóru síðan ásamt Plummer og Veza til íbúðar frændans. Plunnner hringdi dyra- bjöllunni. „Ég er vinur Cottons yngra, sagði hann við þjón- ustustúlkuna. „Ég hef heyrt að hann sé í heimsókn hérna. Hann verður áreiðan lega glaður, þegar hann sér mig.“ ’ ....... „Já, hann er hérna núna“, sagði stúlkan. „Viljið þér ekki gjörá svo vel að koma inn ?“ Þeir létu ekki bjóða sér jiað tvisvar, en þeir voru ekki fyrr komnir inn í gang- inn, en þeir urðu varir við mann, sem reyndi að kom- ast að bakdyrunum. Það mistókst þó. „Ég veit hvað þið viljið,“ sagði flóttamaðurinn. „Ég drap Jerrý. Ég elskaði hana af öllu hjarta. Hún var mér allt. Hún lofaði að giftast mér, en það var þegar ég var búinn að sclja jörð mina fyrir ellefu þúsund dollara og ég hafði nóga pcninga til þcss að eyða í hana. Hún vildi skennnta sér. Ég var fífl, og pening- arnir eyddust. Ilver einasti eyrir fór i það að gera liana ánægða. Þegar þeir voru búnir, neitaði hún jafnvel að lala við mig. Hún sagðist ekkert vilja með mig liafa lengur — hún ætti sæg af öðrum vinum. — Hún fór oft út að skemmta sér, en aldrei með mér. Ég varð vit stola. Ég ákvað að myrða hana. Ég hefði skolið hana þegar í bílnum, ef hún befði komið út og sagt upp i opið geðið á mér, að al'lt væri búið milli okkar. Ég reyndi fjórum sinnum að bafa samband við hana. Enginn getur j)olað slikar kvalir. Ég fylgdi henni eftir, þegar hún fór að heiman seinna um kvöldið. Ég lædd ist á eftir henni og þessum vini hennar. Ég hefði getað drepið hana Iiundrað sinn- um, en ég beið þar lil rétti líminn var kominn, og það var þegar þau ætluðu inn i leigubílinn. Það var myrk- ur úti og ógerningur fyrir þau að þekkja mig. Þið skilj ið, ég hélt ég myndi sleppa, þangað til núna að ég sá ykk ur hér við dyrnar.“ Byssan, sem Geraldina Young var myrt með, fannst í farangri Cottons. Mál hans var tekið fyrir rétt í maí 1949. Hann var fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði og dæmdur i ævilangt fangelsi. ☆ -Hvor...? Framhald af bls. 4 greiðslumanni, póstkröfu- upphæðina, en Sigurður, póstafgreiðslumaður, telur Árna eiga cftir að greiða scr póstkröfuf járhæðina. Þannig kváðu málin standa, samkvæmt upplýs- ingum hæstaréttarlög- manns, sem er jjessum mál um kunnugur, samkvæmt upplýsingum fulltrúa bæjar- fógetans á staðnum. En báð ir viðkomandi menn, Árni, kaupmaður og fyrrverandi alþingismaður, og Sigurður, póstafgreiðslumaður og fyrr verandi nazistaforingi, eru svo velmelnir flokksmenn stjórnarflokkanna að ekkert má við málinu hrófla. Er eitthvað hæft í þessari sögu? Spyr sá sem ekki veit. ☆ -Kvikmynd Framhald af bls. 4 „Víðfræg, afar djörf ný bandarísk litmynd,.... — Myndin hefur verið sýnd við metaðsókn í Bandaríkj- unum síðustu mánuði og hef ur enn gífurlega aðsókn á Bradway í New York. — Bönnuð börnum innan 16 ára“. Já, j)að má með sanni segja að myndin er afar djörf. Það er ekki nóg með að um fjöhnargar samfarir sé fjallað, beldur er þarna ennfremur um blóðskönnn að ræða og ástamök tveggja kvcnna. Fyrir fáeinum árum var sýnd dönsk mynd í Laugar- ásbíó, þar sem ein eða tvær samfarir voru sýndar ó- beint, og þá ætlaði alll vit- laust að verða í blaðaskrif- um og hneykslun. Nú virð- ist hafa gengið svo fram af siðapostulunum að þeir segja ekki múkk, hvorki við sýningu sænsku myndanna — eins og t. d. „Ég er for- vitin gul“ — né þessari. Salt að segja finnst oss þessi mynd einum of sóða- leg, þótt ýmsir hafi gaman — og jafnvel gagn — af að sjá jafn hömlulausar ástrið ur brjótast úl eins og í sum- um senum þessarar myndar. Annars er efniságri}) myndarinnar á þessa leið: „Myndin er tekin i hinum fögru fjallaliéruðum Brit- ish Columbia í Kanada, og hér býr Vixen. Hún er fög- ur og íturvaxin kona með gífurlega kynorku. Maður hennar rekur þarna lítið veiðimannahótel, en er auk j>ess flugmaður, og flýgur leiguflug ef á þarf að halda. En eiginmaðurinn nægir Vixen hvergi, þó Iiann síður en svo afx-æki hana. Ilún er i nánum kynnum við lög- reglumann þarna í grennd- inni „rauðstakk“, einnig negra, einn vin bróður henn ar, og svo auðvilað gerir hún allt fyi’ir gesli þá, sem j)arna koma. Vixen er dæmi um óeðli kynlífsins, per- sóna, sem finnst liún aldrei fá nóg, gclur ekki fidlkom- lega nægt bvölum sínum og er all'taf að lcita á ný mið, en finnur ekki j)að sem vantai'. — Þó verst liún af krafti, þegar negrinn ætlar að taka hana með valdi, eft ir að liún hefur ekki viljað j)ýðast bann á ný, og það er rnaður liennar, sem bjax'gar lienni úr klipunni. írlendingur einn, sem j)arna kemur, í-æður eigin- mann Vixen til að fljúga með sig til San Francisco, og Vixen ætl'ar að konxa með. En Irlendingurinn ætl- ar sér ekki lil San Francisco, heldur ætlar liann að ná vél inni á sitt vald og fljúga til Kúbu. Hann fær talið negr- ann unga til að lijálpa sér, og þegar vélin er komin á loft, á að fi'amkvæma ránið. En þegar til kenxur liikar negi'inn, og þrátt fyrir ósam lyndi þeirra, tekst Vixen að koma honxmx i skilning um, að hvernig svo senx högum hans sé nú háttað, biði hans vart betra á Kúbu. Vélin snýr því aftur til síns heima, og Vixén heldur áfram sinni fyrri iðju.“ v- -Vatn Framhald af bls. 1. gildur sannleikur, þótt var- ast beri það víða enda lítt lystilegt til drykkjar á móts við létt vín, sódavatn eða aðra gosdrykki á flöskunx, að ekki sé talað unx almenni legan bjór. Nú er svo konxið hér á Suðurlandi, að verið er að nytja berglindir ýmsar fyr- ir þéttbýlin. Kostnaðarsam- ar leiðslur hafa verið lagð- ar frá tærum keldum hjá Seljalandsfossi til Vest- mannaeyja, og Þykkvbæing ar fá valn langa leið úr berg vatnslind, sem runnið hef- ur undan sandsteinsbrekku hjá Selalæk. En nú liei-ixxa blaðafregn- ir að vatnsbóli Reykvikinga sé ógnað, sjálfum Gvendar- brunnum. Ef satt reynist er l)ér voði á fei'ðum fyrir alla höfuðslaðarbúa, nema Bull augavalnið reynist að sinni nægilegt og ómengað, eða aðrar ráðstafanir verði gei'ðar. Við liöfum hingað til státað af hreinu og tæru vatni og lofti — og er spurn ing livort við höfum efni á j)ví að spilla þessum eftii'- lætiskoslunx, sem við höfum fraxn yfir ýmsar þéttbýlar þjóðir, ])ar senx vatn er ó- di'ekkandi og jafnvel trén deyja af ólofti. Þegar noi'ska skáldið Nordal Grieg dvaldi suður í soraliila Asíuborgar, dreymdi hann um svalar bergvatnslindir norrænna sveita. Þá orti hann hið fi'æga kvæði sitt „Vand“. — En þarna i Asiukránni gat hann ekki sagt annað en — eins og viðlag kvæðisins er: — Tjenei’, en visky og soda! Þrátt fyrir alla iðn- og raf væðingu skulum við varast að skenxma vatnið, sem við di-ekkum: Verið getur að unnt sé dð tappa það á flöskur uppi á óbyggðum og ' flytja jxað í bæinn, því um ófyrii'sjáanlega framtíð eig- uhi við Islendingar nóg af " góðu vatni fyrir okkur, en á meðan það er ekki notað í áfengt öl, þá skulum við vona að það sé ómengað i eldhúskrananum. * -Samdráttur Framh. af 1. síðu. samanburður á launum ann arrar starfsstéttar, prest- anna, og varð niðurstaðan sú, að prestar, þar sem jxeir eru tveir í prestakalli, skili að hámarki tveimur mess- unx á ári fyrir prestlaunin, en fyrir önnur störf, — skirnir, fermingar, gifting- ar og jarðarfarir — fá prest arnir greitt aukalega; og nxai’gir þeirra eru svo fast bundnir við aukastörf, kennslu á vetrum en ferða- lög á sumrum, að ekki er hægt að fá jarðarfarir frarn- kvæmdar nema á laugardög um — og j)á eftir kennslu- tima í skólum. Loks var það ekki talið meira verk að und irbúa flug yfir heimshöfin, en ef embættislaunum prest anna er deilt i t. d. þrjátíu messur, þá fá þeir sem svar ar tuttugu og fimm til þrjá- tiu þúsund fyrir hvei'ja nxessu. Kaup hjá mörgum í senn. Ekki skal gert litið úr störfum flugmanna, presta

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.