Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 „Nokkuð að frétta?“ spurði hún dauflega. Það skinu tár í augum litla þjónsins. þegar hann svaraði: „Nei, engar fréttir. En ég held að húsbóndinn komi aldrei aft- ur .. Hún gekk inn í setustofuna, og þar tók hún blæjuna frá andlitinu. Klukkan á arinhill- unnj sló þrjú högg. Nú var það g-engið yfir. Nú var bara að biða .. .. Hún stjáklaði fram og aftur um gólfið í yfirgengilegri ör- væntingu. í hvert skipti, sem hún gekk fram hjá glugganum, ýtti hún gluggatjaldinu dálítið frá og gægðist út, þrátt fyrir það að trén byrgðu fyrir útsýn- ið til götunnar. Klukkan sló hálf fjögur .... Gegnum táramóðuna leit hún í kringum sig í herberginu, sem mundi hafa orðið hennar eftir þrjá stutta daga. Samningurinn hennar við leikhúsið rann út á laugardaginn, og á sunnudags- morguninn höfðu þau Dujarier ákveðið að gifta sig. Hún gekk um og snerti hvern hlut af til- finningu. Svo sá hún mynd sína í löngum speglinum og virti hana fyrir sér. Hver var þessi kona, sem kallaði sig Lolu Mont ez? Ur hvers konar jarðvegi var hún sprottin? Því var hvíslað, að hún væri laundóttir hins fræga skálds, Byrons lávarðar. Stundum hélt hún því fram, að henni hefði verið stolið úr vögg unni af sígaunum og að hún hefði lært að syngja og dansa í tjaldbúðum þeirra. En í ann- an tíma gaf hún í skyn, að hún væri dóttir Montalvoshjónanna, sem eru aðalsfólk á Spáni. Hún hvíslaði að speglinum: „Fegurð þín er þér til bölvunar, Lola Montez." í sama bili greip hún lítinn vasa og einhennti honum í spegilinn, sem brotnaði í þús- und mola. Klukkan var búin að slá í'imm þegar hún heyrði hófa- dyn á hellulögðu strætinu fyrir utan. Þrýstinn barmur hennar skalf við svart satínið. Vagn- inn heyrðist nema staðar fyrir utan húsið. Sem elding þaut Lola út úr stofunni og niður stigann; snökkt hennar minnti á ótta- siegið dýr. Hún reif upp úti- dyrnar. Annar mannanna, sem verið höfðu einvígisvottar, var að opna vagndyrnar. „Er hann særður?“ æpti hún, er þeir báru Dujarier út úr vagninum. ,,Ó, segið að hann sé bara særður!" En hún vissi að hann var dáinn. Þegar mennirnir voru hálfn- aðir að húsinu, stöðvaði hún þá og bað þá að leggja byrði sína á vott grasið. í æðislegri sorg faðmaði Lola herðar hins dána unnusta síns og kyssti kaldar varir hans. Rósin sem var frá höfuðslæðunni hennar, hafði nákvæmlega sama lit og blóðið á enni hans ... ÁRI síðar voru réttarhöldin í málinu í þorpinu Rouen. Jean de Beauvallon var ákærður fyr- ir að hafa myrt Alexandre Duj- arier. Lola hafði staðið við það, sem hún hét Dumasi: hún hafði aflaði sér nægra vitna og ráðið til sín einn bezta lögfræðing Frakklands til að sanna, að de Beauvallon hafði ekki haft rétt til að skora á andstæðing sinn í einvígi. de Beauvallon var fundinn sekur og fangelsaður. [> En þessi úrslit veittu Lolu S ekki mikla fullnægingu. Það 5 var sem einhver eðlisþáttur J hennar hefði verið særður ó- |> lífissári. Og hún ákvað með [í sjálfri sér að skapa ekkert til- i efni til ástarsorgar framar. Ji Einn af áheyrendunum við V réttarhöldin lét svo ummælt: [I „Hún leit út eins og varlkyrja [! í skáldsögu — var öðru vísi |I en allar aðrar konur í raun- í veruleikanum.“ «J Þetta var skáldið Flaubert. >J Ef til vill var það vegna áhrifa Ij frá Lolu, að hann skrifaði snilld ^ arverkið „Frú Bovary“, fræg- íj ustu skáldsögu sina frásöguna Ij af konunni, hverrar líf varð Ij harmleikur vegna ástar hennar. !> 1 f LOK leikæfingarinnar sagði itjórnandi Konunglega leikhúss ins: „Mér þykir það leitt, ung- frú Montez. En við getum ekki notazt við leik yðar í þetta ikipti.“ „Getið þér ekki notað mig!“ ávein í Lolu. „Hvað meinið þér, neimskinginn yðar!“ Við þetta svar kom upp hroki i leikstjóranum. ,,Ef til vill er- uð þér versti dansarinn, sem nokkru sinni hefur stigið á þess ar fjalir!“ „Hvernig dirfist þér!“ Lola sló á sköllótt höfuð mannsins með blævængnum sínum. „Hvernig dirfist þér að tala þannig við Lolu Montez!“ „Og ég skal segja yður það til viðbótar,“ þrumaði stjórn- andinn reiðilega, ,,að það eina, =em gæti fengið mig til að ráða yður, væri að Lúðvík konungur sjálfur skipaði mér að gera það!“ „Jæja þú! Hann SKAL fyrir- skipa það!“ Lola rigsaði að út- göngudyrunum. „Hafið búnings berbergið mitt tilbúið.“ Hún fór rakleiðis til konungs ballarinnar og bað um áheyrn konungs. Hún beið þolinmóð í meira en klukkustund, en þá var henni nóg boðið, og hún á- kvað að fara óboðin til her- bergis konungsins. Hún hafði lagt hönd á gull- húninn, þegar varðmennirnir tveir tóku eftir ætlan hennar. Annar þeirra greip í treyjuna hennar, en Lola streittist á móti og sleit sig lausa, og treyj- an heyrðist rifna. Hún komst inn í herbergið og skellti hurð- inni á eftir sér. Lola féll í stafi yfir dýrðinni, sem blasti við þarna inni. En þá mundi hún eftir þeirri vitn- eskju, sem henni hafði áskotn- azt í sambandi við kónginn í Bavaria. Lúðvík I. hafði helgað líf sitt fegurðinni. Hvarvetna í Munchen voru glögg dæmi þess, að honum var metnaðarmál að gera borgina sem auðugasta af fegurð. Hann hafði mikla á- nægju af því að ferðast um ríki sitt í leit að fyrirmyndum „Fegurðarsafnsins". Ef á vegi hans varð fegurð í gervi fiski- mannsdóttur, skækju eða leik- konu, hikaði hann ekki við að láta listmálara sinn festa feg- urð þessa á léreft í fullri lík- amsstærð, og málverkið fékk stað í listasafninu við hlið mái- verka af tignarkonum. Og svo niðursokkinn gat Lúðvík verið í þessari leit sinni, að hirðsið- irnir og virðuleiki hans sem Framhald á bls. h. KOMPAN Stútur fær að aka. - Spilavíti? Smáauglýsingar. - Leikhús. Efni í dagblöðin. Hins og kunnugt er hefur lögreglan í borginni og visl á landinu öllu skor- ið upp herör gcgn ölvun við akstur. Hefur verið hafin hin harðasta herferð gegn fiessu vafasama athæfi — að vera fullur undir stijri — og hefði mátt ætlað að þessi umsvif bæru nokkrurn árangur. En viti menn: þegar til á að taka þá stóraukast afbrot af þessu tagi — og það svo, að verðir laganna standa gersamlega ráðþrota. Þessi staðreynd vekur menn áneit- anlega lil umhugsunar um það, að þetta er ekki i fyrsta skipti, sem „her- ferðir“ lögreglunnar lmfa reynst í nei- kvæðara lagi. Allir muna eflir áróð- ursherferðinni fyrir rétti gangandi fólks á gangbraútum yfir götur. Það var ckki fyrr en slatti af borgurum höfðu unnað hvort stórlimlestst, eða bókstaflegq týnt lífi, að lögreglan fór að endurskoða afstöðu sína í þessu máli. Vm síðustu helgi voru 30 mánns teknir ölvaðir við akstur, en það er nýtt íslandsmet, svo ekki er út í hölt að álíta aðgerðir lögreglunnar í nei- kvæðara lagi. þvi að aldrei aughýsir slíkt fólk eftir herbergi né íbáð — þar sem aftur á móti rólegt fólk og reglusamt er sí- fellt á götunni. Ef auglýst er eftir bílstjóra til sendi- ferða, er krafist „fullra upplýsinga um aldur, menntun og fyrri störf og með- mæla“, að ekki sé nú talað um „algera reglusemi". Hins vegar er auglýst eftir læknum, forstjórum, hjúkrunarskóla- kennurum, skólastjórum og prófessor- um, og þái þarf hvorki að gcra grein fyrir aldri, menntun né fyrri störfnm, hvað þá að krafist sé „algerrar reglu- semi“ eða meðmæla. Já, auglýsingarnar í Vísi eru sann- kallað gamanefni. Þeir sem lagt hafa leið sina um Að- (dslræti að undanförnu hafa veitt þvi athygli, að þar er búið að opna ein- hvers kojuir spilavíti (afsakið orð- bragðið) fyrir börn og unglinga. Þarna gefst æskufólki borgarinnar kostur á því að skjóta niður skip og flugvélar fyrir tíkall lotuna, og gerir staðurinn svo mikla lukku að alltaf er troðið útúr dyrum. Það er nú ef til vill einum of mikil þröngsýni að vera að amast við svona tómstundagríni fyrir unglingana i borginni, en sá grunur hlýtur að læð- ast að mönnum að þarna hafi drjúgur skildingur eigendaskipti á degi hverj- um. Þá er leiklistarlífið i höfuðstaðnum komið í fullan gang. Léikfélag Reykja- víkur hefur fyrir nokkru hafið starf- semi sína og virðist vera mikill vöxt- ur í starfseminni þar. Sagt er að hús- byggingasjóður Leikfélagsins hafi lmgnast drjúgum á Spanskflugunni og er haft á orði að hagnaðurinn nenv milljónum. Þá sýnir Leikfélagið nú Plóg og stjörnur, Hitabylgju og Máf- inn. Þjóðleikhúsið frumsýndi á dögun- um Höfuðsmanninn frá Köperniek, eilt af öndvegisbókmennlum þýzkra leikbókmennta. Scm sagt úr nógu er að moða í leikliúslífi borgarinnar. Smáauglýsingarnar í dagblaðinu Visi eiga gífurlegum vinsældum að fagna og ekki að ástæðulausu. Það sem vek- ur hvað mesta athygli er það, að varla skuli nokkur maður eða kona vera húsnæðislaus, nema að þar sé um að ræða algert reglufólk. Það er eiigu lik- ara en fylliraftar, óeirðaseggir og kvennabósqr geti valið úr húsnæði — Fróðlegt væri að gera á því könnun, hvaða efni í dagblöðunum nýtur mestrar hylli lesenda. Morgunblaðið er víðlesnasta blaðið og er jafnvel talið að Velvakandi eigi talsvert stóran lesendahóp (þótt und- arlegt megi virðast). í Vísi eru frétt- irnar hins vegar skrifaðar i hasar- blaðastíl og þess vegna sjálfsagt það efni, sem mest cr lesið. Alþýðublaðið er hælt að fást á útsölustöðum (í sjopp- um o. s. frv.). Tímanum er sjálfsagt flett, sérslaklega í dreifbýlinu, en Þjóð viljinn hefur eilt framyfir öll hin (lag- blöðin: framhaldssögurnar klikka aldrei. Nýlega hljóp af stokknnum ný framhaldssaga í því blaði „Bærinn sef- ur“ eftir Maríu Lang. Allar kellingar virðast á einu máli að saga þessi sé slórgóð. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.