Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Banabiti Framh. af bls. 3. þjóðhöfðingja beið við það hnekki. NÚ SAT Lúðvík við skrifborð sitt og var að kynna sér teikn- ingar af nýju óperuhúsi. Þegar hann sá Lolu, opnaði hann bet- ur augun. Hann hafði sex tugi ára að baki, en á yngri árum sinum hafði hann verið róm- aður vegna karlmannslegs og myndarlegs útlits. En veður- barðir andlitsdrættir hans minntu fremur á bónda en þjóð höfðingja. Lolu varð litið þangað, sem hann horði. Treyjan hennar hafði rifnað í átökunum við vörðinn, og annað brjóstið var næstum nakið. Lola var ráðagóð eins og venjulega og notfærði sér þetta tækifæri — hún greip skæri, sem voru meðal áhalda á stóru skrifborðinu, og klippti rifrildið af treyjunni burt... Kóngurinn féll aftur á bak í stólnum af undrun. Það þarf ekki að taka það fram, að Lolu var veitt einka- samtal við kónginn. Kvöldið eftir hóf hún að starfa hjá Kon- unglega leikhúsinu samkvæmt samningi, en hlutverk hennar var að dansa milli þátta í leikn um „Bergnumdi prinsinn“. Undir eíns og eitthvert verk- efni hafði fangað hug Lolu, hvárf henni allt hik. Þar sem hjarta hennar var orðið kalt gagnvart ástinni vegna dauða Dujarier, stefndi hún að öðru markmiði: fé og frægð. Og hún einsetti sér að ná tangarhaldi á kónginum. Samtal þeirra hafði sannfært Lúðvík um, að Lola var engu síður gáfum gædd en líkam- legri fegurð. Það vakti honum undrunar, þegar hún skýrði honum allrækilega frá þeirri spillingu, sem myndazt hafði innan ríkisstjórnarinnar vegna klerkavaldsins. Hún kvaðst hafa komizt að mörgu, í sam- bandi við stjórnmál, gegnum kunningsskap sinn við Georg Sand í París; en lýðveldissinn- ar söfnuðust oft saman á kvöld- in í viðhafnarsal hans. Kóngurinn hlustaði á Lolu sem bergnuminn. Af vörum þessarar konu sannfærðist hann um sviksemi ráðherra sinna, og sérstaklega Karls Abels baróns, forsætisráðherra. Hugmyndin um lýðveldi eggjaði hug hans. Og samkvæmt ráðleggingum Lolu, tók hann að koma sum- um kenningum í framkvæmd, klerkunum til ótta og gremju. Eitt kvöldið fékk Lola heim- sókn í litla húsið sitt í There- siengötu, en hús þetta var gjöf frá hinum þakkláta konungi og átti að duga þangað til búið væri að reisa henni höll í ítölsk um stíl. Þessi gestur var Abel barón í eigin persónu; hann var þung- búinn og framkoman frekjuleg. Lola spurði af öllum þeim þokka, sem henni var áskapað- ur og áunninn: „Hverju á ég að þakka það, að þér sýnið mér þann heiður að heimsækja mig?“ Abel barón svaraði: „Ég er hingað kominn til að bjóða yð- ur fjórar milljónir franka.“ „En hvað það er fallega hugs- að!“ Hún brosti sætt og beið þess að hann útskýrði þetta nánar. „Ég hef einnig talað við Maat- ernich prins í Austurríki um yður...“ „Ég hef heyrt minnst á prins- inn,“ svaraði Lola. „Hann er vel þekktur fyrir, hversu snjall hann er í að bæla niður ýmsar frelsishugmyndir.“ Forsætisráðherrann hélt á- fram: „Prinsinn hefur allra náð- arsamlegast samþykkt að sæma yður titlinum „prinsessa.“ „Nei, — en hvað það er fall- ega gert af honum!“ sagði Lola frá sér numin. „En það eru viss skilyrði . ..“ „Og hver eru þau?“ Baróninn pírði augun, og slægðarsvipur kom á andlit hans. „Það hefur verið tekið eftir því, að þér hafið mikil áhrif á konunginn.“ „Það gleður mig, að þér skul- uð hafa tekið eftir því. Hann er indæll, finnst yður ekki?“ „Allt það, sem við æskjum af yður til endurgjalds fyrir þessar fjórar milljónir og prin- sessutitilinn, er samvinna yðar. Við ætlumst til, að þér fáið kónginn til að gera aðeins það, sem ráðherrarnir leggja til, og gefa upp á bátinn allar þessar kjánalegu hugmyndir um lýð- ræði.“ Eftir andartaks umhugsun svaraði Lola: „Boð yðar er mjög höfðinglegt, Abel barón. En ég vil ráðgast við kónginn áður en ég tek lokaákvöi-ðun.“ Það hljóp reiðiroði í andlit gestsins. „Eigið þér við. að. þér szilif} að segja Hans Hátign frá þess- ari litlu heimsókn minni?“ Lola kinkaði kolli. „Einmitt.“ — □ — HANN endurheimti aftur stillingu sína, yppti öxlum og mælti: „Þá tek ég til minna í'áða og segi honum, að þér ljúgið. Þér hafið engar sann- anir. Þá standa mín orð gegn yðar.“ „Við sjáum nú til,“ anzaði Lola, og reis djarflega upp af stólnum. Síðan klauf hún hengi, sem var í dyragættinni, og kall- aði inn í hitt herbergið: „Hvort okkar takið þér trúanlegt, kæri Lúðvík?“ Dyrahengið sviptist betur til, og baróninum til mikillar hrell- ingar stóð sjálfur kóngurinn að baki þeirra. Nú skildi Abel, að Lola hafði með spurningum sin- um fengið sig til að opna hug sinn. Lúðvík kóngur gekk nú fram og mælti: „Barón. Svar yðar kennir mér að snúa aldrei baki við nýju kenningunum mínum. Lola hefur sagt mér sannleik- ann um ykkur alla. Ég tek mest mark á ráðleggingum hennar.“ Baróninn kallaði nú upp yf- ir sig í óstjórnlegri reiði: „Þá er HÚN kóngurinn!" Eftir þetta atvik var barón Abel þegar í stað vísað úr em- bætti, og þar með missti klerka- dómurinn vald sitt yfir mennta- málunum. Eftirmaður hans var lýðræðissinni eins og flestir hinna ráðherranna. Fylgjendur klerkavaldsins fylltust ofsareiði og tóku að rægja Lolu sem mest þeir máttu, komu af stað alls konar slúðursögum, sem áttu að sverta hana í augum alls heimsins. En aðrir hópar dáðu hana sem frelsishetju Bav- aria og fyrirsvarsmann alþýð- unnar. En til allrar óhamingju voru sjötíu hundraðshlutar í- búanna í Bavaria fylgjandi klerkavaldinu. Það var mikil ólga undir niðri, og hún jókst eftir þvi sem þegnunum þótti gamli kóng urinn gera meiri og meiri „vit- leysur“ vegna konunnar, sem þeir gáfu viðui'nefnið „hóra kóngsins“. — □ — ALLT sitt líf lagði Lola sig fram um að veita hinum hrjáð- ari í þjóðfélaginu liðsinni sitt. Ef til viil átti þetta rætur sínar að rekja til hinna dapurlegu bernsku- og æskuára hennar, sem hún vildi ekki láta neinn vita um, og skrökvaði því jafn- an til um uppruna sinn. En i kappi sínu við að hjáipa al- múganum í Bavaría, gleymdust henni hin viturlegu orð sem skáldið Balzac hafði einu sinni skotið að henni: „Varið yður á almúgamanninum, Lola. Hann getur átt það til að snú- ast gegn og leggja að velli þann, sem vill leiðbeina honum.“ Einn góðan veðurdag, þegar hún gekk frá húsinu sínu og hugðist fara í skemmtigöngu með litla hundinn sinn, komst hún að sannleika þessara orða skáldsins. Þótt hundurinn væri meinlaus, gerði hann mikið af því að gelta og urra. Þegar þau gengu fram hjá vörukerru einni, gerðist rakkinn forvitinn um þá hluti, sem ökumaðurinn var að bera af kerrunni, og hljóp þangað. Maðurinn var ekki laus viö að vera hræddur og hörfaði lit- ið eitt undan, og hundurinn tók undir eins eftir því og sleppti út úr sér lágu urri. Lola flýtti sér að segja manninum, að hundurinn væri alveg meiniaus, en maðurinn greip svipu úr vagninum og sló til hundsins, sem vældi amátlega og hljóp að fótum Lolu. Lola reiddist og greip svip- una úr hendi mannsins og slo hann högg. Á örstuttri stundu hafði hópur fólks safnazt sam- an utan uin þau, og einhver æpti: „Niður með hóruna!“ Skæðadrífa af smásteinum rigndi yfir Lolu. En hún var hin rólegasta, opnaði veski sitt og tók upp úr því skammbyssu. L'að féll þögn yfir hópinn um- hverfis hana. „Sá, sem kastar næstur steini í mig,“ sagði hún stillilega, „er dauðans matur. Hver vill verða til þess?“ Hún gekk fram. Hópurinn tvístraðist eins og Rauðahafiö yfir Móses, og Lola og rakkinn hennar héldu leiðar sinnar ó- áreitt. Lola gleymdi þessu atviki fljótlega, en Lúðvík konungur taldi þetta dýi'mæti sitt vera í hættu og hafði af því áhyggj- ui'. Þess vegna stofnsetti hann sérstaka vai'ðsveit handa Lolu. Voru það tuttugu háskólastúd- entar. Fólkið í Bavai'ian kallaði flokk þennan „karlbúr hórunn- ar“. Ýmsar ófagrar sögur bárust um Munchen — sögur um hið ótrúlegasta svalllíf Lolu og varðmanna sem átti að fara fram í veiðikofa kóngsins og í Bruckenau-höllinni. En þessar sögur voru uppspuni. Lola dansaði einungis stöku sinnum fyrir piltana, hún var reyndar svo léttklædd að lítið reyndi á ímyndunarafl þeirra. En kóng- urinn var alltaf nærstaddur, enda var þetta í hans þágu gert. Fólkið fylgdist vel með bygg'- ingu hallarinnar hennar Lolu. Herbergin voru fjörutíu og mik- ið um alls konar íburð. Þegar Lola bað kónginn um einhvern titil, skipaði hann ráðherrum sínum að gera hana að „barón- essu Rosenthal“, og umráða- svæði hennar var hérað með tvö þúsund íbúum. Eftir þetta mátti segja að Lola dansaði á Óskum í að ráða múrar* i trésmiði og verkamenn M BREIÐHOLT hf. LÁGMÚLA 9 - SÍMI81550 gígbarmi — eins og ástatt var í heiminum. — □ — ÞAÐ var gott og hlýtt veður, vordaginn, þegar byrjaði að krauma alvai’lega i gígnum. Lola sat í garðinum sínum, og var að lesa síðustu skáld- söguna hans Dumasar, þegar þjónn kom hlaupandi til henn- ar og sagði henni þær fréttir, að vagn kóngsins væri á leið- inni. Undir eins og Lola sá þann gamla, vissi hún að eitthvað var að. Hann var hattlaus og snöggklæddur. „Lúðvík, hvað er að?“ kall- aði hún upp og hljóp á móti honum. „Þú verður að fara,“ mælti hann þaninni röddu. „Þú verð- ur undir eins að flýja að landa- mærunum." „Fara? Af hverju þá?“ spurði hún. „Það má engan tíma missa. Þeir eru á leiðinni hingað . . .“ „Þeir hverjir?“ „Stúdentarnir frá háskólan- um,“ útskýrði hann. „Þeir æddu um í morgun, vopnaðir byssum.“ „Ég skil þetta ekki. ..“ „Það er talað um, að bylting sé í undirbúningi. Ég hef getað rakið það til stúdentanna, og ég fyrirskipaði að láta loka há- skólanum til að kæfa þetta í fæðingunni. En nú er ég búinn að sjá, að ég ræð ekki við þá. Tveir af lögreglumönnum mín- um hafa verið drepnir. Þú verð- ur að hafa hraðann á. Vagninn minn bíður eftir þér til að flytja þig burt af hættusvæð- „ mil2 sovrrr^T xnu. „Er ég þá í hættu?“ Hann laut höfði til samþykk- is. „Þú ert það sem þeir sækj- ast eftir. Það var auðheyrt að þeir voru blóðþyrstir, þegar. þeir æptu: „Niður með hóruna!“ Ég get ekki hugsað til, hvað myndi ske, ef þeir næðu í þig, kæra Lola.“ „Ég er óhrædd,“ svaraði hún. „En ég er hræddur um þig. Mér hefur verið ráðlagt að láta þig fara úr konungsríkinu. Þín vegna, okkar beggja vegna, fannst mér að ég yrði að undir- rita þá tilskipun.“ í þessu kom Berk, foringi varðmanna Lúðvíks, og sagði lafmóður: „Frú, það er fjöldi fólks á leiðinni hingað frá Bak- er-stræti!“ „Fljótur nú!“ æpti Lúðvík. „Segið ökumanninum mínum að fara með vagninn í skjól i garðinn. Barónessan verður að flýja yfir bakgirðinguna!“ — □ — EFTIR að varðsveitarforing- inn var farinn, tók kóngurinn um báðar hendur Lolu. Hann varð snortinn; hann sá tár i augum hennar og sagði blíð- lega: „Ég á eftir að sakna þín.“ „Ég á eftir að koma aftur,“ snökkti hún. Nei. . riei, þú mátt aldrei koma aftur til Munchen. Ég leyfi þér ekki að hætta þannig lífi þínu. Ég er búinn að opna reikning með þínu nafni í Roths child-bankanum, og þú færð þinn lífeyri. í hjarta mínu hef- ur mér alltaf fundizt þú vera fremur dóttir mín en ástmær. En þegar þú hugsar til mín, gerðu það þá með hugarfari hinnar síðarnefndu.“ Lola brosti.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.