Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 07.01.1972, Blaðsíða 1
ro i? wn ds nj Frjálst blað gefið út án opinberra styrkja Föstudagurinn 7. janúar 1972. — 1. tbl., 15. árg. — Verð 25 krónur Landhelgin miðist við 400 metra dýptarlínu Hvað segja happasælir fiskveiði- skipstjórar um landhelgismálið? „Vm landhelgina er það að segja, að auðvitað er lífs- spursmál að fá hana stækk- aða. En það er min skoðun, að við höfum engin tæki til að ákvarða landhelgislin- una," segir Þorsteinn Gísla- son, skipstjóri á aflaskipinu Jóni Kjartanssyni i bókinni „Mennirnir í . brúnni", III. bindi, sem nýlega er komið út. „Það er einnig persónuleg skoðun mín," heldur Þor- steinn áfram, „að við getum ekki fært landhelgina út í 50 mílur án þess að hafa staðsetningarkerfið (þ.e. decca-tæki), hæði fyrirvarð- skip og fiskiskip, þvi að án kerfisins er ekki hægt að staðsetja sig alfarið svo langt frá landi með nokkurri nákvæmni; og kanmske er þvi ekki um annað að ræða fyrir okkur en að miða út- færsluna við 400 metra dýpt- arlínu. Skylt er þó að geta.þess, að nú er að koma i notkun nýtt kerfi, sem er Omega og ekki vonlaust að það géti leyst þetta vandamál. Það er skoðun min, að við höfum ekki efni á að bíða lengur með að hefja róttæk- ar byrjunaraðgerðir í land- helgismálinu, ef aðallifæð Framhald á bls. 5. Stórglæpamenn gariga lausir Ófremdarástandið á Letigarðinum Það er engin ný bóla að afbrotamenn, sem gerst hafa sekir um alls kyns óhæfu, gangi lausir mánuðum sam- an, og það jafnvel þótt þeir haldi uppteknum hætti og séu allt að því stórhættuleg- ir umhverfi sinu. Algengast er að slíkir menn séu teknir, dæmdir og síðan sleppt lausum, svona eins og til þess að þeir geti farið i gang aftur, gert hús- brot, ruplað og rænt, ráðist á saklausa vegl'arendur og misþyrmt þeim eða jafnvel drepið þá, rænt farlama gamalmenni og svona mætti lengi telja. Fjárglæframenn, sem upp vísir hafa orðið að milljóna- þjófnaði og alls kyns mis- ferli, ganga lausir árum sam an, ef tir að búið er að dæma þá og halda áfram að reka fyi-irtæki sin, og þá væntan- lega á sama hátt og áður, og öll er meðf erð dómsvaldsins á afbrotamönnum til stór- vanza. Þetta ástand má fyrst og fremst rekja til hins algera öngþveitis, sem ríkjandi er í fangelsismálum lands- manna. En það er ekki nóg.með að afbrotamenn séu dæmdir til fangelsisvistar og síðan ekkí hægt að stinga þeim inn fyrir en eftir dúk og disk. Það sem meira er — ástand- Frainhald á bls. 5 Fatafeila vihunnar Vlannréttindaiaus stétt íjeiguhíisijórar fengu ehhi aö haupa vín fyrir áramótin I tfr heintspressunni Einhver vinsælasti og hæst-! alveg konu sína, sem hann hef- launaði „skemmtikraftur heims ur verið kvæntur í 20 ár. ins", kvikmyndaleikarinn Dean Lengi vel vissu menn ekki Martin, hefur slegið sér mikið gjörla hvert stefndi hjá honum, út að undanförnu og afrækt svo margar voru dömurnar, sem hann lék sér með. En nú hafa málin skýrst. llann er loks skilinn við konuna, og talið er víst að hann muni kvænast ungri stúlku, Kaihryu Ilawn, sem hann hefur sézt mikið með í seinni tíð og sem hann gaf 175 þúsund dollara hring fyrir skömmu. Sjást hau hérna á myndinui. Allir vita að leynileg ma- sala hefitr veríð rekin hér- lendis frá því hið opinbera gerði sprúttsölu að einkafyr- irtæki sínu með stofnun A- fengisverzlunar ríkisins. Vár það snemma að leigubílstjór ar tóku þessa þörfu þjón- ustu í síhar héndur, ehda.er Áfengisverzlwnin: varla .til', fyrirmyndar hvað varðar þjónustu við almenning. Það virðist vera nóg fyrir ríkissjóð að hirðatvær millj ónir á dag af landsmönnum fyrir brennivín allt árið um kring, en þess er svo sannár- ; lega gætt að sýna þessum mjólkurkúm ríkissjóðs ekki of mikla virðingu. Það er sjá'lfsagt gert til þess að leyfa hótelum að okira á brennivini að loka brennivínssjoppum Ríkisins klukkan sex á kvöldin, en þá gefur augaleið að þyrstir borgarar verða að leita á öld urhús borgarinnar til að fá Framh. á bls. 5

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.