Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDi NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. ÞjóOviljans Setning: FélagsprentsmiOjan Nætnrgreiði Gleöisaga eftir Waldo Frauk Gamla fólkið og nýja stjórnin Eitt af fyrstu verkum nýju stjórnarinnar var að hækka ellistyrkinn, enda ekki vanþörf á; hann var grátlega lágur, og er raunar enn. Spáði þetta góðu um velvilja valdliafanna til gamla fólksins og þótti svo drengilega gert, að stjórnin hlaut vinsældir af, enda þótt enginn vissi hvaðan þessi auknu útgjöld úr rík- iskassanum áttu að koma. En Adam var ekki lengi í paradis. Nú hefur það kom- ið í ljós, að stórliækka skal skattana á gamla fólkið svo mjög að manni blöskrar. T.d. hækkar tekjuskattur og útsvar á hjón með ellilaun, ef maðurinn fær 60% eftir- laun, úr kr. 17.500 í kr. 40.- 200.-, eða um 130%. Og ekkja, sem fær 250 þús. kr. i ellilaun og 50% makabæt- ur, þarf nú að horga yfir 40 þús. kr. í tekjuskatt og út- svar, en áður rúmar 27 þús. kr. Það má þvi segja, að það komi úr hörðustu átt, þegar stjórnin, sem sýndi sig í því i byrjun, að rétta vinnu- lúnu og öldruðu fólki, sem búið var að slita sér út og búa í haginn fyrir yngra fólkið, líknandi hjálpar- hönd með hækkandi elli- launum, skuli nú ætla að skattpína það. Þetta eru síður en svo fal- legar aðfarir, enda myndi stjórnin tæplega fá meiri- hluta þingmanna, ef gengið væri til kosninga i dag. Skattalöggjöfin nýja hef- ur frá upphafi verið endem- is handvömm, og er þetta eitt dæmi af mörgum um, hversu meingölluð hún er. Ef allur ferill stjórnarinn- ar ætlar að verða á þann veg, sem hann hefur verið hingað til, bæði i skatta- löggjöfinni og fleiri málum, þá ættu heiðarlegir þing- menn, sem hana hafa stutt, að greiða atkvæði með van- trausti á hana og fá aðra og hæfari menn i ráðlierra- stólana. Það hefur aldrei verið siður góðra drengja að nið- ast á gömlu eða vanheilu fólki, heldur liðsinna þvi eftir megni. En svo virðist ist sem eftir stuttan valda- tíma ætli þetta að verða eitt af aðalsmerkjum núverandi stjórnar, einkum af þvi að i byrjun gaf hún tilefni til að annrs væri af henni að vænta. NÓTTIN var eins og heitt vín. Taskan hans var létt. Þeg- ar hann kom út úr litlu járn brautarstöðinni, forðaðist hann burðarmanninn og stóra bílinn frá eina gistihúsinu þarna í grendinni, sem stóð niðri á stöndinni, fjórar mílur í burtu. Ég ætla að ganga. Hann þráði nóttina. Hann vildi ekki loka sig inni í leiðinlegu hótelher- bergi, þar sem sumarnóttin yrði lokuð úti og ekkert yrði nema svefn. Að sofa þetta yndislega júní- kvöld! Fuglarnir sungu glað- vakandi í trjánum yfir höfði hans. Eldflugurnar líktust glitr andi stjörnum. Og á himninum skinu stjörnurnar eins og eld- flugur. Þegar hann kom loksins auga á gistihúsið milli trjánna, þótti honum leitt, að göngu- ferðin var á enda. Trén seiddu hann til sín. Þau luktu hann örmum og vildu halda honum kyrrum. „Hví ekki að hvíla hjá okkur?“ Hann langaði til þess. Hann gat búið sér svæfil úr mosanum, sem óx við ræt- ur trjánna. Hann gat horft á stjörnurnar og hafið. Með hjart slátt alheimsins fyrir augunum gat hann lokað þeim og látið heim draumsins taka sig. En meðan hann var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti ekki heldur að sofa undir ber- um himni, hafði hann gengið upp þrep gistihússins og opn- að dyrnar. Húsið virtist mann- laust. í þröngu anddyrinu var enginn gestur. Tveir lampar með stórum ljóshlífum vörpuðu skuggum á þilin og daufum bjarma á borð ið, sem þakið var blöðum og tímaritum. Þögn. Nóttin var samþjöppuð í þessu herbergi, og söngvar hennar kæfðir. Nótt in var hér eimd í áfengt vín. Hann sneri sér við til að flýja. Hann þráði svalann ogf sönginn úti. Honum geðjaðist ekki að þessu gistihúsi. Hann ætlaði að fara út í skóginn ... „Eruð þér að leita að ein- hverjum?“ Hann leit í áttina til raddar- innar, nærri því fljótlega. Bak við borð í einu horninu, rétt við annan lampann, stóð stúlka. Hann hikaði — inn um opnar dyrnar barst hvískur trjánna og Kyrrahafsins. Svo heyrði hann það ekki lengur. Hann lokaði dyrunum og gekk til stúlkunnar. „Afsakið,“ sagði hann. „Já, ég er að leita að herbergi.“ „Ó, misstuð þér af bílnum? Það var leiðinlegt! Og genguð þér alla leiðina?“ „Það var ekki leiðinlegt. Það var gaman að ganga.“ Augu hans fóru að venjast umhverfinu, eftir drauma hans í skóginum. Þó sá hann stúlk- una varla — hann sá aðeins, að hún horfði á hann. „Ég vona,“ sagði hann fljót- mæltur, „að það sé ekki of seint að ónáða ykkur — að ég geti fengið herbergi?" Hún þagði. Svo endurtók hún aðeins: „Það var leitt að þér skylduð missa af bílnum.“ Hann gerði ráð fyrir, að hún væri venjuleg sveitastelpa, sem ekki hefði áhuga á öðru en bílum og borgarsiðum. „En hafið þér herbergi?" Hann vildi komast burt. Hvers vegna fer ég ekki? „Því miður,“ sagði hún. „lað er mjög leitt. Við höfum ekk- ert herbergi.“ Þá sá hann hana fyrst. Hárið var eins og dökkjarpt ský yfir augum hennar. Treyjan var þunn og svöl yfir heitum, föst- um brjóstunum. Handleggir hennar voru berir. „Ekkert herbergi?“ „Það komu fjórir gestir með bílnum. Og við höfum einmitt fjögur herbergi. Það er mjög leitt. Ef þér hefðuð komið með bílnum — ef þér hefðuð komið inn á undan einhverjum hinna.“ Nú var hann kominn að af- greiðsluborðinu. Hann lagði hægri höndina á það. „Þetta er vandamál!“ Hann var búinn að gleyma seiðmgni skógarins. Hönd henn ar lá á borðinu rétt hjá hendi hans. Hönd hans fann návist hennar og varð óróleg. Hann fór að berja fingrunum í borð- ið. „Ekkert?“ „Ekkert herra minn. Það er mjög leitt.“ „Er ekkert annað gistihús hér nálægt?“ „Póstafgreiðslukonan á stöð- inni beint á móti stöðinni — myndi kannske hýsa yður.“ Hún leit upp og bætti við: „Ef hún er ekki sofnuð.“ „Ég gæti hringt héðan.“ „Hún er mjög heyrnardauf. Ef hún er sofnuð, vekið þér hana aldrei.“ „Aha!“ Hann tók eftir því, að hann var að trompa fingrun um í borðið. Hún dró hönd sína til sín, og hann sína. „Ég gæti skilið töskuna mína eftir og gengið til baka. Hvað eru það margar mílur?“ „Ef þér hafið komið í gegrr um skóginn,“ sagði hún með einkennilega skýrum rómi, eina og hún væri að tala við treg- gáfað barn — „ef þér hafið komið gegnum skóginn, hafið þér gengið fjórar mílur. En það er stígur meðfram sjónum, sem er sex mílur. Það er feg- urri leið.“ Bæði höfðu þau gleymt hug- mynd hans um að hringja. Og hann hafði gleymt kalli skóg- arins. Það varð nokkur þögn, þægi- leg og sjálfsögð, eins og það væri eðlilegt, að hann þyrfti að hugsa sig vel um, áður en hann tæki svo mikilvæga á- kvörðun. Honum datt skáktafl í hug — ég á að leika. Svo sá hann aftur stúlkuna. sem stóð þar brosandi og hæversk, og beið eflaust eftir að hann færi. Hann hafði steingleymt VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SAMGÖNGUBÓT Suðurland og Austurland eru aðskilin af stórfljótum. Flutnings- og ferðakostnaður stór- lækkar við tilkomu Skeiðarársands- vegar. ÖRYGGI Allt öryggi, bæði á sjó og landi, verð- ur með veginum bætt til muna, t. d. varðandi björgun úr sjávarháska og sjúkraflutninga á landi. FERÐALÖG/NÁTTÚRUFEGURÐ Jafnt innlendum sem erlendum ferða- löngum opnast nýr heimur til ánægju og fróðleiks. Landsvæði mikillar fegurðar og sögu verður nú aðgengilegra. METNAÐARMÁL Árum saman hefur það verið metnað- ur íslendinga, að vegakerfi landsins sé samtengt þannig að menn geti ferðazt hringveg um landið. SÖLUSTAÐIR: BANKAR OG SPARISJÓÐIR «1 KK.10IH) VERm'KYGGr $ & HAPPDRÆTriSLÁN RÍKISS.JÓDS 1972 |2 ff s 'TtJÍÍF' .-..rHrrj'.:.?.,,,.,,.. k ...... % 1 ,0 .... . tZZJJ:- kr. 1000 iKm&SgjSS SkcjS: 5?r§i £?& •< Muiducjuf h«n)H> aAa . ••<»beiu«> I htuifiiii Þ* tniuii. •< DRAGIÐ EKKI AÐ EIGNAST MIÐA. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.