Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 17.03.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 skóginum. Það var ekkert til fyrir utan þessa veggi. Stofan var hlý og lifandi í kringum þau. „Er ekker skot handa mér neins staðar?“ sagði hann. „Hvergi,“ svaraði hún hægt. „Og allir gestir yðar eru háttaðir?" „Við förum snemma að sofa hér. Koma kvöldlestarinnar er síðasti atburður dagsins. Póstur inn er ekki borinn út fyrr en morguninn eftir.“ Hann hélt á hattinum sínum í vinstri hendi. Svo lagði hann hattinn á borðið. Hann lagði vinstri höndina hjá honum og fór aftur að berja fingrunum í borðið. Höggin voru dálítið ó- jöfn og slitrótt — ekki ósvipuð loftskeytasendingu. Svo leit hann upp og sá, hvar hönd hennar lá stillilega á borð- röndinni. Hann horfði á hana, og hann fann sætbeiskan straum, sem lagði milli handa þeirra og brátt varð svo sterk- ur, að hann stóðst hann ekki. „Ef þú værir góð stúlka,“ heyrði hann sjálfan sig segja með óstyrkri rödd, ,,ef þú vær- ir góð stúlka myndirðu ekki senda mig svona seint á sex mílna göngu — til heyrnar- lausrar konu!“ Munur hans var þurr af geðshræringu, og þó virtist það, sem hann sagði, ekki snerta hann sjálfan nema að litlu leyti. Það voru aðeins inn antóm orð — en niðurstaðan virtist fyrirfram ákveðin. „Þú myndir hýsa mig. Þú myndir gefa mér svefnstað, sem hvergi á höfði sínu að halla.“ Stofan virtist anda kringum þau. Honum fannst h^nn (ekkj þekkja sinn eigin málróm. „Þú hefur herbergi!" Andartak svifu orð hans milli augna þeirra. Svo voru þau horfin, eins og augu henn- ar hefðu drukkið þau í sig. Hún leit um öxl á mjóan stiga fyrir aftan sig. „Farðu þarna upp, og bíddu.“ Andlit hennar var aðeins varða til að vísa honum veg- inn. Það var enginn svipur á því, engin tilfinning. Hann tók hattinn sinn, en skildi tösk una eftir á borðinu. Það var ekki gestastiginn. Þetta var mjór bakstigi með bugðu á miðri leið, svo að gangurinn uppi var dimmur. Aðeins mjó ljósrönd á hand- riðinu niðri. Hann stóð hreyf- ingarlaus í myrkrinu og beið. Hann hugsaði ekkert. Hann beið ekki kyrr, vegna þess að hann óttaðist að vekja ein- hvern, ef hann hreyfði sig. Hann beið hreyfingarlaus, til- finningalaus, af því að sál hans var í fullkomnu jafnvægi. Hann beið lengi. Svo heyrðist fótatak niðri. Litla Ijósrákin hvarf af hand- riðinu — hljóðlaust eins og merki úr mikilli fjarlægð. Hann fann. að hún nálgaðist. Öxl hennar straukst laust við öxl hans. Svo fylgdi hann henni í myrkrinu með fullkom- inni. hugsunarlausri vissu. Hann fylgdi henni eins og skuggi hennar — eins og ó- hjákvæmileg afleiðing orsakar- innar. Dyr lokuðust að baki þeim báðum. Hann heyrði hurð ina smella í lás. Svefninn lyfti honum hægt upp í dagsbirtuna. Hann sneri höfðinu, opnaði augun og leit á stúlkuna. Hún svaf. Hár hennar lá í bylgjum á svæflin- um. Hvarmar hennar titruðu örlítið; hönd hennar lá opin á ábreiðunni. Hann steig fram úr rúminu, klæddi sig hljóð- lega og fór. Þegar hann kom niður að sjónum, afklæddi hann sig aft- ur og lagði til sunds. Vatnið virtist heilsa líkama hans. Sjór- inn virtist taka honum sem jafningja sínum, þótt smár væri. Klukkan níu var sólin komin upp fyrir trén á ströndinni. Nú taldi hann óhætt að fara aftur til gistihússins. Hann hafði hugsað herbragð sitt vandlega. Hann hafði neytt sjálfan sig til að hugsa, og með tilhugsuninni kom örlít- ill vottur sjálfsánægju. Hann hrósaði sjálfum sér fyrir kænsku sína. Hann gekk inn í anddyri gistihússins, léttur á fæti og hress eftir sundið. Anddyrið var gerbreytt frá kvöldinu áður. Það var hversdagslegt og Ijótt; þar voru menn og konur, sem litu út eins og skrípamyndir einhv »rs kald- hæðins skapara, sem hæðist að sínpm eigin sköpunarmætti. Bak við afgreiðsluborðið sat kona, feit og rjóð í kinnum. Það var eigandi gistihússins. „Góðan dag,“ sagði hann og brosti. Hún starði á þennan mann, éin og nærvera hans væri ó- skiljanleg, sem hún og var, þar sem hún stóð ekki í neinu sam- bandi við lestir eða áætlunar- bíla. Barmur hennar, sem var eins og hilla undir kjólnum, hreyfðist ekki, er hún kinkaði kolli. Hann benti á töskuna sína, sem enn stóð þar, sem hann hafði skilið hana eftir. „Ég kom seint í gærkvöldi. Það var ekkert herbergi til handa mér, svo að ég skildi töskuna mína eftir og fór. Það var unaðsleg nótt. Getið þér hýst mig í dag? Ég vonast til að geta verið hér nokkurn tíma.“ Veitingakonan hnyklaði brýrnar með undrunarsvip. „Komuð þér í gærkvöldi?“ Hann kinkaði kolli. „Og þér fenguð ekkert her- bergi segið þér?“ „Ég missti af áætlunarbíln- um. Unga stúlkan var mjög vingjarnleg. En þið höfðuð ekk ert herbergi.“ „Sagði hún, að við hefðum ekkert herbergi? Það var skrýtið! Og þér þurftuð að ganga alla leið til þorpsins? Hvaða vandræði! Stúlkan hlýt- ur að hafa verið eitthvað úti á þekju. Auðvitað höfum við herbergi!" AUGLÝSINC Tek að mér vandasöm verk, þó ekki þjóðhátíðarmerkið. Teiknistofa Lárusar Kópavogi KOMPAN Glíman - Vottar Jehóva - FM-bylgjan Menntun - Matareitrun Mörgum er nú farið að stórblöskra, hvernig hin svokallaða þjóðaríþrótt landsmanna — glíman — er orðin. Margir eru að vísu þeir, sem aldrei hafa verið þeirrar skoðunar að þessi fangbrögð hefðu yfir sér sérstakan þokka, en á síðari árum hefur glím- an iekið þá stefnu að verða að af- spyrnukauðskum bolabrögðum ak- feitra hjassa. Sá háttur hefur verið á að undan- förnu, að sjónvarpa þessum ósköpum — og það er út af fyrir sig nokkuð gott aðhlátursefni. Víst er, að þegar útlendingum eru sýnd þessi fang- brögð, þá setur að þeim mikinn hlát- ur eins og vænta má. Það, sem gerir glímuna ekki hvað sízt spaugilega, er býsna skoplegur búningur, svona eins og síðar nærbux- ur, en nlan yfir er verið i svörtum nærbiixum, stidtiim, iir flaueli. Þar iitan yfir er síðan svokallað glimu- belti; en öll er þcssi múndering slór- hlægileg. Það má til með að biðja hina svo- nefndu votta Jehóva að vera ekki að ónáiða blásaklaust fólk með þrasi sínu um eilífðarmál og annað slíkt. Það er engin ástæða til að vera að amast við því, þó að þelta fólk hafi einhverjar sérstakar skoðanir á lífinu eftir dauðann, en sannleikurinn er sá, að ef þessu fólki 'er einu sinni hleypt inn fyrir dyr, þá getur það orðið hreinasta phíga á heimilunum. Vottar Jehóva munu hafa um 30 launaða trúboða hérlendis og gefa úl málgagn, sem kallað er Varðturninn. Vtvarpið hefur all-mjög gumað af hinni svonefndu FM-bylgju, og er það ekki lwað sízt láitið i veðri vaka, að sérstaklega hentugt sé að nota þessa bylgju í neyðartilfellum — að ekki sé mi talað um hve miklu betra á að vera að hlusta á tónlist á nefndri bylgju. En hvað skeður svo, ef rafmagnið fer af bænum? Ósköp einfaldlega það, að ekki er hægt að útvarpa. Það er til stórskammar að útvarpið skuli ekki hafa vararafstöð, ef eitt- hvað kemur fyrir. Talið er að slík stöð myndi ef til vill kosta nokkur hundruð þúsuiulir, og finnst mörgum það harla lítið, miðað við kostnaðinn af kaffi- og matsal starfsmanna sjónvarpsins, sem kostaði fleiri milljónir. Islendingar hafa löngum gumað af menntun og gáfum, og vist er að margur er þeirrar skoðunar, að allt- of miklum fjármunum sé „sóað‘ i skóta og menntastofnanir. Það mun því hafa komið talsvert flatt upp í'l inargan, þegar skýrzlur Efnahags- og framfarastofnunarinnar birtust eigi alls fyrir löngu, en þar kemur í tjós að ekki nema átta pró- sent af tslendingum á aldrinum 20- 2J áira eru við hið svokallaða æðra nám. Island er þriðja lægst í röðinni i þessum efnum, en fyrir neðan eru Tyrkir, Portúgalir og Lúxembúrgarar. Til samanburðar má gela þess, að á hinum Norðurlöndunum er prósent- talan frá 11 og upp i 15 prósent. Ekki er það mi gott, maður. Matareitrun er full-tiður kvilli með- al þeirra, sem tit Spánar fara eða suð- ur í Iiin svokölluð sólarlönd. Það mun vera algengt að fólki sé gefinn slíkur matur á hinum suðrænu hótelum, að jafnvel mætti biíast við því að fólk hreinlega drepist í massa- vís. Auðvitað er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, og verður að krefjast þess af ferðaskrifstofum að þær verzli ekki við hótcl, sem láta slíkt henda sig. Eitthvað það ægilegasta, sem komið getur fyrir, er ef matareitrun gýs upp í flugvélum,. en slíkt mun hafa komið fijrir. Það þarf víst ekki að orðlengja, hví- líkt ástand skapast í stórri fullsetinni flugvél, þegar allir farþegarnir þurfa að gcra þarfir sínar á .sama andartak- inu. ASSA.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.