Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 31.03.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI ☆ Samfarasýning Fraxnh. af bis. 8. karlmenn, klappa ákaflega. Só- dóma og Gómorra rísa á fæt- ur, hneygja sig hæversklega i þakklætisskyni fyrir klappið og leiðast út. „Nú kemur það svæsnasta,“ segir Jens Olsen allt í einu og stillir ljóskastaranum þann- ig, að geislinn verður rauður. Fjórar allsberar stúlkur koma inn og ganga ófeimnar um meðal áhorfendanna. Þær faðma suma karlmennina að sér og þukla blyðgunarlaust við buxnaklaufir þeirra. Ein þeirra sezt klofvega á hné full orðins karlmanns. Hún stýrir höndum hans milli læra sinna og þrýstir höfði hans milli brjósta sér. Óskamfeilnin ríð- ur ekki við einteyming! Jens Olsen gefur mér oln- bogaskot. „Horfið heldur á hana Ilsu þarna lengra í burtu. Hún hef- ur fundið sér aldeilis afbragðs fórnarlamb fyrir kvöldið; og nú verður skemmtilegt!“ Ilsa krýpur frammi fyrir kubbslegum en myndarlegum ítala. Hún grípur um hendur hans og þrýstir þeim að brjóst um sínum, en fljótlega tekur hún að fara höndum um við- kvæman líkamshluta hans — ég verð að orða það svona — og kallar upp yfir sig: „Guð, hvað hann er fínn!“ Og hún endurtekur þessa upphrópun sína á ensku, þýzku og frönsku, svo að staðhæfing hennar fari ekki fram hjá neihum. En maðurinn er óframfær- inn og hlédrægur og vill aug- ljóslega vera laus við ágengni Ilsu. "ann heldur hægri hand- legg yfir axlir fertugrar eigin- konu sinnar. Hún er bálreið og segir eitthvað, sem erfitt er að skilja, en Ilsa tekur ekk- ert tillit til hennar. Skyndi- lega slær konan til þessarar blyðgunarlausa kvendis, sem ber ekki annan árangur en þann, að Ilsa stingur hendinni undir kjólinn á henni. Áhorf- endur klappa ofsalega, og „bar daginn“ heldur áfram. Nú er ljóskastaranum beint að þessum þrem, og spennan eykst, því margir vita, að Ilsa nauðgar einungis kvæntum karlmönnum sem hafa tekið eiginkonuna með sér. Þetta segir Jens Olsen mér; og hann leikur lágvært lag á plötuspil- ara. Ilsa teymir nú ítalann upp á sviðið, mótþróafullan; en þeg- ar hún tekur nokkur dansspor við hann, þrýstir hann henni skyndilega ástleitinn að sér. Hann hefur ekkert á móti því að dansa! Meðan þessu fer fram hafa hinar þrjár stúlk- urnar valið sér herra meðal gestanna, og nú eru fern pör uppi á sviðinu í skini sterkra Ijóskastara. Þessir fjórir karl- menn eru algerlega bjargar- lausir, því nú færa stúlkurnar þá úr buxunum! ftalinn lítur til konunnar sinnar hræðsluaugum og hróp- ar óttasleginn: „Nei, nei!“ En Ilsa lætur sem hún heyri ekki til hans. Hún fingrar ákaft við nakinn og viðkvæman stað á honum. „Finnst yður ekki gaman að þessu?“ spyr eigandi klúbbsins, Jens Olsen, og bros- ir hreykinn. „Konan hans er búin að vera, og ég skal á- byrgjast að fólk man eftir þessu alla ævi.“ Hann er auðsjáanlega upp með sér, og hann hefur á viss- an hátt ástæðu til þess, því jafnvel þótt svona sex-klúbb- ar séu margir í Kaupmanna- höfn, þá nær blyðgunarleysið naumast slíkum hátindi sem hér, annars staðar. „Love-Cent- er“ hans er toppurinn — eða botninn, eftir því hvernig mað ur lítur á það. Aðgöngumiðinn kostar 120 krónur, danskar, og þeir sem eru komnir inn, geta átt á öllu von, einnig því að vera nauðgað af fögrum konum uppi á sviðinu, ekki sízt ef þeir hafa tekið eiginkonuna með. „En flestir taka ekki konuna með á slíkan stað sem þenn- an,“ segir Olsen afsakandi. „Heiðvirð kona þolir ekki ann- að eins og þetta. Henni líður aldrei úr minni slíkt svínarí!“ Svo að eigandinn sjálfur fann heppilegasta orðið yfir framferðið á staðnum, sem hann rekur, og það er þó allt- af eitthvað! Hann kveikir sér í sígarettu og heldur áfram: „Það er skrýtið, að oftast eru það suðurlandabúar, sem koma hingað með konurnar sínar. Þeir halda víst, að sýn- ingaratriðin séu bara saklaus nektardans. Fyrir mánuði fékk spænsk frú hjartaslag hérna og varð að fara á spít- ala.“ Nú höfðu pörin fjögur uppi á sviðinu náð svo langt, að ekki varð aftúr snúið. Þau elskuðust þarna í einum hóp, og annað eins hafði enginn, sem þarna var inni séð áður. ítalinn hafði gleymt konunni sinni, og þegar hún sá, hvað var að gerast, rigsaði hún út. Jens Olsen brosti bara þunn um vörum og sagði: „Maðurinn konunnar, sem fékk hjartaslag, ætlaði í mál við mig. Bréflega tilkynnti hann mér, að síðan honum hefði verið nauðgað hérna í klúbbnum, hefði konan hans neitað að hafa líkamleg mök við hann, því hún hefði misst alla virðingu fyrir honum. Og það er af því að hún getur ekki fyrirgefið honum, að hann skyldi ekki hafa getað varið sig uppi á sviðinu en látið nauðga sér — af hjartans lyst! Jens Olsen og kollegar hans í Kaupmannahöfn lenda aldrei í klandri við yfirvöldin. Ástæð- an er sú, að við innganginn skrifar fólk nafnið sitt undir prentað plagg, sem staðfest- ingu á því að það sé orðið meðlimur í viðkomandi klúbb. um að ræða fólk, sem vitað Svo einfalt er þetta í Kaup- mannahöfn. Sýningarnar halda áfram. Strákur kemur fram, dulbú- inn sem stúlka. Brátt sýnir hann kyn sitt með því að full- nægja sér sjálfur! Ofur ein- falt! Eftir lokaatriðið fylgir Ol- sen mér til dyra, þar sem hóp- ur manna bíður eftir að kom- ast á næstu sýningu. Roskinn maður spyr, hvers sé að vænta þarna inni, og Olsen svarar: „Fyrir utan tveggja klukku- stunda sýningar, getið þér fengið hvað sem þér viljið — sérstakt nudd og úrvals hvílu- brögð á spænsku, rússnesku, frönsku, þýzku og dönsku.“ Ég spurði Olsen yfir glasi í næstu bjórkrá, hvað hann ætti við með hvílubrögðum á dönsku, og hann svaraði: „Á „frönsku“ vita allir að átt er við munninn. Á „spænsku“ þýðir að það fer fram milli saman pressaðra brjóstanna. Á „rússnesku“ milli hnésbótanna og á „dönsku“ alveg á eðlilegan hátt.“ Svo kveikti hairn enn einu sinni í sígarettu og sagði loks: „Á „þýzku“ er þetta alveg á sérstakan hátt, og það tíðk- um við ekki hjá mér. Það er hýðing og pyndingar — stutt og laggott „massochismi“.“ Jæja, þetta getur svo sem allt verið gott og blessað, en samt verð ég að segja, að þeir einir ættu að heimsækja „Love-Center“. sem vilja að gengið sé algerlega fram af þeim! Kófdrukkinn Framh. af bls. 1 götum eins og þeir gerðu í nágrenni Reykjavíkur fyrir mörgum áratugum, meira að segja langt upp fyrir Lög berg, þótt þá væri bilaum fcrð lítil sem engin og akveg- ir ckki eins harðir og nú. Það ætti ekki að bíða eftir einhverju slysinu með að koma þcssu i framkvæmd. Þar að auki mætti lögregl- an engu síður hafa eftirlit með drukknum reiðmönnum en ölvuðum bílstjorum. ☆ Stdrþjófnaður Framhald af bls. 1 til vill hvað mesta furðu, að undantekningarlítið er hér er að er í aUgóðum efnmn, og undir mörgum kringumstæð- um fólk, sem af sumum hef- ur vciið kallað „betri borg- arar“. Allar rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið í Svíþjóð i þess- um efnum, benda til þess, að ekkert samband sé á milli efnahags hinna seku og þess verknaðar að ganga í kjör- búðir og steia. Hérlendis eru „forhollin“ það litil, að auðveldara er að vara sig á þeim, sem haldnir eru þess3ri áráttu. Þannig er nokkur hópur fólks á svört- um lista í öllum verzlunum borgarinnar Talsvert mun un» það, að fólk sleppi áriun saman, en undantekningarlítið mun komast upp um þá, sem þessa iðju stunda, því fólk færist yfirleitt í aukana eftir því sem á líður. Það er staðreynd, að lög- reglan er tiltölulega sjaldan til kvödd, þegar upp kemst um búðarþjófnaði, og er það oft vegna brjóstgæða viðkom andi verzlunarmanna. Verzl- unarmenn virðast þó eiga að taka höndum saman og vara að minnsta kosti kollega sína við þeim, sem eru fingra- lengri en góðu hófi gegnir. ☆ Trébrýr Framhald af bls. 1 gerð þar sem ódýrasta. Það fagna allir því, að væntanlega verður von bráð- ar lokið við hringveginn um landið. En benda má á það, að áhættuminna, ódýrara og fljótlegra er að byggja tré- brýr en steinbrýr yfir fljót og farvegi í Skaftárþingi, þar sem kunnugir menn telja, að engar brýr standist jökul- blaup. ☆ Kemal Framh. af bls. 7 — Hvernig í fjandanum stendur á því að Ijósið kviknar jafnskjótt og ég slekk það? í GRÍSKUM stjórnmálum ríkti öngþveiti vegna ósigr- anna. Grikkir sneru sér til Englendinga og Frakka, þjóð- anna, sem höfðu sent þá út í tyrkneska ævintýrið. Frakkar góndu tómlega út í loftið og nefndu ekki orði friðarsamn- ingana, sem þeir höfðu gert ;bak við tjöldin. Enski utanrík- isráðherrann, Curzon lávarður, ! greip til loforða, sem vart komu hinum deyjandi, grísku ; hermönnum að miklu haldi. Kemal fékk sér vænan teig. Allt gekk ágætlega. Tyrkneskt herlið hópaðist saman framan við víglínur Grikkja, Banda- menn körpuðu innbyrðis, 'og nú var tími kominn til að hreyfa sig aftur. í ágúst 1922 þeysti hann til vígstöðvanna. Að þessu sinni höfðu askarar hans nóg af öllu: liðsafla, matvælum, birgð um, skotfærum. Kemal skrifaði eina skipun: „Tyrkir — við höldum til Miðjarðarhafs.“ Tyrkir gerðu árás, öskrandi heróp, höggvandi og leggjandi. Þeir ruddust gegmun herlínur hinna niðurbrotnu Grikkja, slátruðu þeim þar sem þeir stóðu, drápu þá á flótta. Þeir voru óstöðvandi að þessu sinni, og sóttu fram 150 mílur í einu. Þeir sáu hinar frjósömu lendur Anatólíu, sem Grikkir höfðu brælt og brennt, og flýttu sér ennþá meira. Þegar ár var liðið frá sigrin- um við Sakaria, ruddust askar- arnir inn í Smyrna. Þeir höfðu hrakið gríska herinn á haf út. Miðjarðarhafið var framund- an. „Nú, England,“ sagði Kemal, og skók hnefann í noðurátt, áttina að Dardanellasundi, „þú ert næst.“ Hann sneri sér að Ismet. „Við ríðum norður!“ ÞAÐ VARÐ hvorki komizt að Dardanellasundi né Kon- stantínópel fyrir brezkum gaddavír. Tyrkneskt riddara- lið reið að gaddavírnum, svo og fótgöngulið með vopn um öxl. Þar námu hermennirnir staðar og biðu. Það var greini- legt hvað Kemal ætlaðist fyrir. „Ég vil fá land mitt aftur. Ef þið óskið eftir styrjöld út af því, þá er hún hér.“ Símskeyti flugu til nr. 10 við Downingsstræti. „Hvað skal taka til bragðs? Tyrkneskir hermenn hafa um- kringt okkur. Þeir standa þög- ulir allt í kring, hlið við hlið. Standa. Dag eftir dag.“ Svarið kom: „Fáið fulltrúa tyrknesku stjórnarinnar til þess»að koma til fundar við Curzon lávarð í Lausanne í Sviss.“ Kemal sendi hinn hálf-heyrn arlausa Ismet. Á ráðstefnuninni setti Cur- zon fram kröfur. Englendingar kröfðust „réttinda" í Dardan- ellasundi, „réttinda“ í Kon- stantínópel. Ismet heyrði hroðalega illa. Hann hallaði höfði og setti hönd balc við eyra, en hann virtist ekki heyra orð af því, sem hinn tigni utanríkisráðherra sagði. Ráðstefnan drógst á langinn. Jafnframt því, sem Curzon lávarður lét af kröfum sínum, skánaði heym Ismets. Um það bil sem ráðstefnuninni lauk, heyrði hann prýðilega. Eng- land féllst á að taka saman föggur sínar og fara heim. Ein- hver komst svo að orði í kald- hæðni, að Englendingar væru heppnir að skip þeirra skyldu sleppa um Dardanellasund. Eitt sinn áður hafði þeeim ekki tekizt það. — • — MUSTAFA Kemal saup hressilega á raki, til þess að fagna sigrinum, og kastaði sér síðan út í störfin. Hann reif fez-ana af karl- mönnunum og slæðurnar af konunum. Það voru hlekkir, sem fjötruðu fólkið í þrælkun hins liðna. Hann lagði niður kalifatið, hina trúarlegu stjórn Mú- hameðstrúarmanna. „Trú er einkamál. Við vilj- um ekki hafa neina trúarlega einræðisherra.“ Hann játaði, að hann vissi

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.