Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Gleðisaga: on Juan endurfæddur NÝ VIKUTÍÐINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og augiýsingai Skipholtj 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094 Prcntun: Prentsm. I'jóðviljuns Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamðt: Nýja prentmyndu gerðin „Hamingjulán sem hlýst af fé“ Nóbelsskádið Halldór Laxness, sem nú sér að baki sjötíu árum, hefur sagt i ræðu, að frægð og „liam- ingjulán, sem hlýst af fé“ sé skáldi næsta lítils virði, ef það gleymi „upphafi sínu í þjóðdjúpinu, þar sem sagan býr, éf hann missir samband sitt og skyldu við það lif, sem er aðþrengt...“ Nú er það svo, að fæstir öðlast hamingjulún af fé og frægð, heldur miklu fleiri það gagnstæða. Mjög marg- ir, sem fá fé og völd á fyr- irhafnarlausan hátt, lcunna ekki fótum sínum forráð. Það er einmitt „upphaf þeirra í þjóðardjúpinu“ og skyldutilfinning, sem getur orðið þeim spori til farsæld ar, en ekki iðjuleysi eða sýndarmennsku. Nýríkt fólk af lágum stig- um gerir sér oft far um að sýnast meira en það er. Venjulega afhjúpar það smekkleysi sitt og menning- arskort og veldur aðhlátri sannmenntað fólks, sem lif- ir e.t.v. á gömlum ættar- merg. Þetta rótlausa pen- ingafólk er andlega hlá- snautt — og í rauninni al- veg utan gátta í öllum lúx- usinum, hvað þá að um „hamingjulán, sem hlýst af fé“ sé að ræða. Það er í sannleika sagt sárt að sjá og heyra til vandaðs fólks, sem komist hefur yfir fé með fljótfeng- um hætti, keppast hvert við annað um innantóman mun að, án þess að bera nokkurt skynbragð á að notfæra sér hann, nema til að sýnast í augum annarra. Slíkri sýnimennsku fylg- ir ekki hamingjulán. Mann- gildið kemur fram með öðr- um hætti en á ytra borð- inu. En menn eins og Laxness, sem standa föstum fótum bæði í þjóðardjúpinu og menningu samtímans og helga alla starfskrafta sína lífsköllun sinni, eru vísir til að fá hlessunarlega um- bun erfiðis sins. Ný Vikutíðindi árna Lax- ness til hamingju með sjö- tugsafmælið og votta hon- um virðingu sína fyrir það, hversu djarflega og mark- visst hann hrfnr <:ntt fram tíl siöui ER ÞAÐ satt að þið hafið ekki heyrt söguna af honurn Johnny? Ógn og ótta Miðjarð- arhafsflotans? Það var skrýtið. En bíðið á meðan ég renni út úr glasinu, þá skal ég segja ykkur hana. Fyrir um það bil ári síðan lágum við í höfn í Norfolk í Virginíu-fylki. Ágætis staður, ef maður lætur það liggja á milli hluta, að helmingur bæj- arbúa (það er að segja karl- mennirnir) hötuðu okkur eins og pestina. Johnny kom um borð ásamt nokkrum fleiri ný- liðum. Eiginlega er honum bezt lýst sem ósköp venjúleg- um náunga, í meðallagi háum, fremur grönnum, þó ekki hor- uðum. Hann reyndist ágætur tundurskeytaliði. Heldur var hann þó þegjandalegur, jafn- vel þótt við færum með hann inn í Bláskeggskrána til þess að fá okkur einn bjór. Kvöld eitt sátum við Rupert radarliði, Nixon sjúkraliði og ég inni á þessari knæpu í heimspekilegum hugleiðingum. Þá barst talið að Johnny og því, hvernig hann hagaði sér. Við komumst að þeirri niður- stöðu, að það væri skylda okk- ar að kynna þessum unga fé- laga okkar, hvernig við blótuð- um Venusi, svo að hann gæti haft meiri ánægju af land- gönguleyfum sínum. Við skröpuðum saman 10 dollara og kölluðum á Ellen, barstúlkuna. Allra lögulegasta hnáta með afturdekk, sem vel þoldi það, að maður legði sig þar til hvíldar. Þegar við út- skýrðum fyrir henni áætlun okkar, var hún strax til í tuskið — þó ekki meira en það, að hún heimtaði 20 doll- ara. Við sömdum að lokum um 12 dollara. Næsta kvöld tókum við Johnny með okkur á Bláskegg, og um hálf-tíuleytið hófumst við handa um að framkvæma áætlunina. „Heyrðu mig, Johnny,“ hóf ég máls. „Hvað hefurðu hugs- að þér að gera við hana Ell- en?“ „Hvaða Ellen?“ „Barstelpuna, fíflið þitt. Sástu ekki, að hún ætlaði að éta þig með augunum, þegar hún setti bjórglösin á borðið?“ „Nei,“ sagði Johnny og gaut augunum til stelpunnar. Ellen tók þessu ósköp rólega og lét eins og hún tæki ekkí eftir honum, en rétt á eftir blikkaði hún hann. „Þarna getur þú séð. Henni lízt á þig. „Já,“ sagði Rupert. „Það lít- ur út fyrir að þér hafi tekiz! að kveikja undir katlinum hia henni, lagsmaður. Svons i- Áfram með þig drenguri' „Ha,“ sagði Johnny og roðn- aði upp í hársrætur. „Uss. hún talar ábyggilega ekki við mir “ „Það er augljóst mál, að hún verir það,“ sagði ég. „Ég skal sér, að núna rótt þegar þú fórst fram, hvíslaði hún að mér, að sig langaði mikið til þess að tala við þig, en hún væri hrædd um, að þér litist ekki á það, ef hún stigi fyrsta sporið.“ „Er það satt?“ sagði Johnny og Ijómaði eins og sól í heiði. „Þú ert ekki að plata mig?“ bætti hann við með svolitlum tortryggnissvip. Ekki veit ég, hvernig þeim Rupert og Nixon tókst að láta vera með að skella upp úr. Johnny var svo álkulegur á svipinn. „Spurðu, hvort þú megir ekki fylgja henni heim.“ Hinir strákarnir ýttu líka á hann, og hann lagði hikandi af stað yfir gólfið. Loks komst hann á leiðarenda og tók að stama einhverju upp úr sér. Ellen leit feimnislega niður fyrir sig og flissaði. Hún lézt vera á báðum áttum, og þar sem þetta var um líkt leyti og knæpurnar loka, þá smeygði hún handleggnum undir hand- legg hans, og stakk af með hann. Ellen átti heima þarna í ná- grenninu. Við hinir höfðum varpað þar oftar akkerum en einu sinni, svo að við þekktum „rítúalið“ svona nokkurn veg- inn. Samt vorum við mjög spenntir að fá að heyra, hvern- ig Johnny hafði gengið. Þegar Johnny kom um borð morgun- inn eftir, var hann hálf syfju- legur að sjá og þreyttur, en ánægju og vellíðan gátu allir lesið úr svip hans. Við spurðum hann spjörun- um úr, en fengum ekki annað svar, en heimskulegt bros og eitthvert taut, sem enginn skildi. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefði þetta átt að vera endirinn á sprelli okkar með Johnny, en það var nú ekki aldeilis því að heilsa. Þetta átti eftir að vera upphafið á nokkru, sem við höfðum alls ekki reiknað með ÞREM dögum seinna — það var viku áður en við áttum að leggja upp í Miðjarðarhafs- ferðina til þess að sameinast þar sjötta flotanum banda- ríska —< borðuðum við kvöld- verð á hinu virðulega Bigsby veitingahúsi. Það voru kerta- ljós á borðum og dauf hljóm- list úr fjarska. Við vorum ó- venju þöglir, og þeir, sem þarna voru staddir, voru í hvítum einkennisbúningum. Skyndilega sagði Johnny: „Nei, ekki núna. Ekki svana i strax aftur.“ Við litum þangað, sem hann var að góna, og sáum þar sitja mjög fagra, rauðhærða, gimsteinum skrýdda og vel iklædda stúlku. „Ásjáleg skúta,“ sagði Nixon i. óvenjulegxú hrifningu. „Það er ekki amalegt á henni topp- stykkið, og þá er hún ekki illa byggð miðskips.“ „Jæia. Það er víst eins gott að hún fái það, sem hún vill,“ sagði Johnny rólega, ýtti stóln- um frá borðinu og stóð upp. „Hvað ertu að hugsa, dreng- ur?“ hrópuðum við skelkaðir. „Ég ætla að fara og spyrja hana, hvoi’t hún vilji hitta mig,“ sagði hann mjög alvar- legur á svip. „Sáuð þið ekki, að hún góndi á mig?“ „Svona, taktu þessu rólega, drengur minn. Hún er svo sem nógu hrífandi; en seztu niður. Annars verður okkur öllum kastað út. Þetta er ekki nein ölknæpa.“ „Já, en gleymið ekki Ellen,“ maldaði hann í móinn. „Það var einmitt svona, sem hún góndi á mig.“ „Guð minn góður! Heyrðu nú, Johnny .. .“ „Já.“ „Gleymdu þessu. Við skul- um koma okkur héðan, áður en þú hagar þér eins og fífl.“ En við áttum ekki annars úrkosta en að sitja kyrrir og horfa á Johnny ganga hánn ró- legasti að borði stúlkunnar. Hann settist andspænis henni, án þess að honum væri boðið sæti. Eftir að hafa ræðzt við i 5 mínútur, yfirgáfu þau veit- ingahúsið saman. Johnny var ekki að hafa fyrir því að líta á okkur, þegar hann gekk framhjá. „Heldurðu að ...” byrjaði Rupert. „Ég held ekki neitt,“ var það eina, sem ég gat stunið upp. „Ég blátt áfram neita að halda nokkurn skapaðan hlut.“ En rétt áður en morgunlúð- urinn gall næsta morgun, birt- ist Johnny, og aftur sáum við sömu hamingjuværðina í aug- um hans og þegar hann kom frá Ellen. Það voru líka dökk- Til fiskiveiða förum..." Hvítasunnuferó m/s Gullfoss til Vestmannaeyja FRÁ REYKJAVÍK 19. MAÍ TIL REYKIAVÍKUR 23. MAÍ VERÐ FRÁ KR« 4.218 - Allar nánari uþplýsingar vcitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460 ÍJÉ! H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.