Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Barnagæzla Framliald af bls. 1. öllum þeim skilyrðum, sem sett eru um barnaheimili, enda fylgist hið opinbera með þvi að svo sé. Gjaldið, sem greitt er, mun yfirleitt vera um 3000 kr. fyrir barnið á mánuði og er það hið sama og greitt er fyrir barnið á opinberu barnaheimilunum. Hins veg ar er það svo, að hið opin- bera styrkir ekki einka- heimilin, en styrkur með hverju barni er 3000 krónur á opinberu barnaheimilin- um. Þannig er i raun og veru 6000 krónur greiddar þar með hverju barni. Nú fyrir nokkru skeði svo, að skattalögreglan tók sig til og gerði harkalega athugun á reikningshaldi nokkurra barnaheimilanna — og munaði víst litlu að þau yrðu að leggja niður reksturinn. Nokkrir harðir aðilar gengu i málið, og var hægt að afstýra þvi að barna- heimilunum yrði lokað. Samt munu barnaheimil- in vera rekin fyrir lág- marksgjald og hæta úr því sleifarlagi, sem ríkjandi er í þessum málum af liálfu hins opinbera. Þá gremst fólki, sem er við iðnnám það, að vera ekki kallað námsfólk, þegar sótt er um vist fyfif hörn, en námsmenn virðast þeir einir kallaðir, sem stunda nám í Háskólanum! Hvað sem öðru líður er það víst, að eitthvað verð- ur að gera i þessum málum hið bráðasta. * Baðgestir Framh. af bls. 1 góðviðrisdagur vorsins — og raunar einn fegursti fyrsti sumardagur í manna minnum. Mikill fjöldi fóks hugð- ist notfæra sér veðurblíð- una þann dag í sólbaði á baðstöðum borgarinnar. Þá bar svo við, að öllum sund- laugunum var hreinlega lokað klukkan tólf á liá- degi, og vakti þetta að von- um gífurlega gremju. Það er ekki nema von að fólk spyrji, hvort laug- arnar séu ekki ætlaðar vinnandi fólki. Það vakti til dæmis ekki litla gremju, að laugarnar skyldu vera lokaðar alla páskana, en fjölmargir munu hafa ætlað sér að sleikja sólskinið og njóta liollustu sunds og sólar þá daga. Á sunnudögum er opið til ldukkan tvö, og mun sú ráðstöfun hafa fengist í gegn fyrir skelegga bar- áttu Úlfars Þórðarsonar læknis. Það er krafa borgarbúa, að laugarnar séu fyrst og fremst opnar um helgar og að þær séu reknar í þágu almennings. Af Þessu yrði enginn kostnaðarauki, þar sem vitað er að aðsókn yrði miklum mun meiri þessa daga. Og jafnvel þótt einhver aukakostnaður lilytist af slikri ráðstöfun, þá gerir það ekkert til. Því af starfsliðinu, sem óánægt yrði með að vinna á vökt- um um helgar, mætti ein- faldlega segja upp. (Er raunar kominn tími til að íkanna geðheilsu sumra 'kellinganna, sem í laugun- um vinna og viðskipti þeirra við krakkana, sem laugarnar sækja). Blaðið skorar hér með á þá Albert Guðmundsson og Úlfar Þórðarson að beita sér fyrir því í borgarstjórn, að laugarnar verði opnar alla fridaga yfir sumartím- ann. * Don Juan Framh. af bls 3. okkur í samband við Kötlu, cg henni fannst bara gaman að þessu. Samþykkti hún því að taka þátt. í gamninu. Við völdum næsta föstudag, en þá yrði maður hennar á vakt. Um það bil klukkan fimm á laugardagsmorguninn vaknaði ég af værum blundi við að tekið var óþyrmilega í öxlina á mér. „Upp á dekk með þig,“ öskr- aði Rupert. „Benedikt er orð- inn óður. Strákarnir verða að halda honum.“ „Hva ... hvað?“ stamaði ég. „Hvað áttu við?“ „Helvítið hann Josua hafði vaktaskipti, og laumaðist heim. Hvers vegna veit ég ekki og þú getur víst gert þér í hug- arlund, hvað hann hugsaði, þeg ar hann kom heim.“ „Og hvað skeði?‘ spurði ég, en svo sá ég svipinn á Rupert í birtunni frá vasaljósinu, sem hann hélt á, og skildi hvernig í öllu lá. „Nei,“ hugsaði ég. „Nei, það getur ekki verið satt!“ Rupert las hugsanir mínar. „Það var einmitt það,“ sagði hann. „Hann Johnny okkar og hin skírlífa Kata höfðu ruglað saman reitum sínum. Þau lágu í rúmi Benedikts, og þú getur bölvað þér upp á, að þau voru ekki sofandi, gamli minn. Mig langar helzt til að hrækja á sjálfan mig, þegar mér verður hugsað til þess, að ég stakk upp á þessu.“ — © — ÞAÐ er eiginlega komið að sögulokum. Ég flýtti mér upp á dekk. Þar lá Benedikt endi- langur og einir fimm strákar sátu ofan á honum. Á sama augnabliki kom Nix- on þjótandi með læknissprautu í hendinni. Fjandinn má vita, hvað í henni var. Sennilega eitthvað róandi. Nixon spraut- aði öllu gumsinu í lærið á Benedikt, og á eftir bárum við hann niður í koju. Þessi hluti sögunnar er nú búinn og gleymdur. Auðvitað er Benedikt ennþá bálvondur út í okkur. Það er svo sem eðli legt, að karlmaður geti ekki þolað svona uppáfinningu, jafn vel þó hún væri gerð í beztu meiningu. Hann kennir okk- ur um þetta, en ekki konu sinni, og það er kannski eðli- legt. En í sannleika sagt, þá hefði ég ekkert á móti því, að hann gæfi mér einn á hann, ef hann vildi bara segja mér það sem hann veit. Katla hlýt- ur að hafa sagt honum það, og þá gæti hann sagt mér það. Þá fengi ég loksins að vita, hver leyndardómur Johnnys er. .. * Draugagangur Framhald af bls. f en svo rammt kvað að reimleikanum, þegar verst lét, að eftir að dimmt var orðið voru liúsmunir á fleygiferð, leirtau brolið og eins og allt væri i hers liöndum. Miðill einn hér i bænum var til kvaddur, en hann virtist engu fá áorkað, og það síðasta, sem hlaðið hefur fregnað, er það, að nú hafi sem sagt liúsráð- endur flúið liúsið og leitað á náðir prests — og liefur jafnvel lcomið til tals að fá sjálfan biskupinn til að gripa til sinna ráða. * Lögreglan Framhald af bls. 1 Hliðunum, svo þeir löbbuðu heim í næturbliðunni. En þegar þeir voru komnir miðja vegu milli Rauðarár- stígs og Lönguhlíðar, eftir Miklubrautinni, sáu þeir að lögreglubílst j órar höfðu stoppað einlivern bil og eitt livað sögulegt var að ske. Eins og gerist og gengur fóru þeir að forvitnast um, hvað væri á seyði — þetta gera allir — og stönzuðu við. En einhverra hluta vegna brugðust verðir laganna liin ir verstu við — skildu ekki lilgang hinna forvitnu veg- farenda — réttara sagt mis skildu þessa góðsemi hjálp- fúsra borgara. Nema hvað — lögreglu- þjónn númer 110 lióf upp vasaljósker sitt, sem er tvi- bent og notaði það á bálsi liins unga manns! Við, sem lieima sitjum og höfum engin afskipti af svona látum á götum úti (livað þá lögreglustjóri, sof andi svefni hinna réttlátu) gerum okkur ekki grein fyr ir hvað þarna er að gerast. Unaur námsmaður stanz- ar hjá lögregluaðgerðum — hann gæti viljað hjálpa, ef því væri að skipla — en fær „kylíu“ í hausinn! Þessi brolna „kylfa” er til sýnis heima bjá ritstjór- anum, ef einhver vill sann- reyna þessi orð. En getur noklcur furðað sig á undrun og gremju piltsins, sem varð fyrir þess ari óvæntu árás frá ein- kennisbúnum manni, sem hann liélt að væri verndari sinn og jafnvel aðstoðar þurfi? Allir vita að lögreglu- menn geta skipt skapi eins og aðrir dauðlegir rnenn. : En er þetta ekki noklcuð mikið af þvi góða? HIKIMIIIi Framh, af bls. 7 „Leika uppgerðar-rán!“ „Lendi ég ekki í lögregl- unni?“ „Ekki minnsta hætta,“ svar- aði Carl og skýrði manninum frá áformi sínu. Hann sagði honum, að konan sín væri aura ‘sál, sem bæri alltaf nokkur hundruð dollara í veski sínu. „Ég ætla með hana í bíó í kvöld,“ sagði hann við rónann, „og ég vil fá þig til þess að elta okkur heim og inn í for- stofuna. Þú þarft bara að segja: Upp með hendurnar! og ég segi konunni minni að fá þér veskið. Síðan hitti ég þig hérna á morgun. Ég læt þig fá 25 dollara og fæ sjálfur af- ganginn. Róninn strauk skeggjaða hökuna og hugsaði málið. Hug- myndin var fyrirtak, og hann sagðist skyldi vera með. Hverju var svo sem að tapa? Máske datt honum líka í hug, að hann myndi geta leikið á Wanderer og stungið af með alla peningana sjálfur. Róninn átti samt eina spurn- ingu eftir: „Hvaða byssu ætti 'hann að nota í þessu uppgerð- ar-ráni?“ „Þú þarft enga byssu,“ svar- aði Wanderer. „Það er niða- myrkur í forstofunni, og kon- una mína grunar ekkert. Síðan sagði Wanderer rónan- um, hvar hann ætti að hefja eftirförina. — ★“ EFTIR kvöldmat stakk Carl upp á því við konuna sína, að þau færu í bíó. Svo að þau fóru í næsta kvikmyndahús. Um níu-leytið komu þau út, og hann bauð henni á veitinga- stofu, þar sem þau fengu sér gosdrykk. Síðan héldu þau heimleiðis. Kvöldið var dimmt og mollulegt, og nágrannarnir sátu úti á svalagöngunum. Hálfri annarri húslengd að heiman frá þeim, kom Carl auga á rónann, þar sem hann húkti í skugganum, eins og um var talað. Carl gaf honum merki með hendinni fyrir aft- an bak, um leið og þau gengu fram hjá honum. Svo að hann reikaði á eftir þeim. Nágrann- arnir tóku ekki eftir merki Carl, en þeir sáu rónann koma út úr skugganum og elta hjón- in. Ruth, sem vegna heilsufars- ins var ofurspennt á taugum, varð mannsins vör. „Carl, hvísl aði hún, „ég held, að einhver elti okkur.“ „Vertu óhrædd,“ svaraði Carl, „ég er með byssuna.“ Þegar hjónin komu inn í anddyrið, kom róninn upp tröppurnar og skildi dyrnar eftir opnar, þegar hann gekk inn. „Hvað vilt þú?“ kallaði Carl nógu hátt til þess, að tengda- móðir hans uppi á loft og ná- grannarnir heyrðu til hans. Síðan kippti hann upp skammbyssu sinni og kallaði til rónans: „Slepptu byssunni!“ Svo skaut hann öllum skotun- um á rónann, sem hneig hel- særður niður. Carl var snilld- arskytta, og þetta tók engan tíma. Næst kallaði stríðshetjan full um rómi:: „Ekki skjóta hana!“ Og meðan hann kallaði, skaut hann öllum skotunum úr skammbyssunni, sem hann hafði fengið lánaða, á konu sína. Hann heyrði fótatak tengda- móður sinnar í stiganum og óp nágrannanna, svo að hann flýtti sér að þurrka fingraför- in af lánsvopninu og stakk því í hönd rónans. Þegar nágrannarnir, tengda- móðirin og lögreglan komu á vettvang, virtist liggja í aug- um uppi, hvað gerzt hafði: Ræningi birtist úr skuggunum og elti Carl og Ruth heim og myrti Ruth, er hann reyndi að ræna þau. Carl hafði þá tæmt skammbyssu sína á manninn. — ★ — EN EKKI voru enn öll vand- ræðin úr sögunni, þrátt fyrir játningu Carls Wanderer, því að hann fékk sér snjalla lög- fræðinga, og át allt ofan í sig aftur. Þegar hann var ákærður fyrir morð á konu sinni, lét Carl í veðri vaka, að játning hans hefði verið knúin af vör- um hans með gúmmíkylfu. Hann hélt því sömuleiðis fram, að hann hefði verið gripinn stundargeggjun. Kviðdómurinn var ósköp samúðarfullur yfir þessum vesældarlega manni, þar sem hann stóð og horfði tómlega út í bláinn og strauk egglag höfuðið. Og saga hans hafði þau áhrif á þá, að þeir ákváðu að dæma hann mildi- lega. Að vísu var hann fund- inn sekur, en ef hann hagaði sér vel í fangelsinu, skyldi hann sleppa með 13 ára dvöl þar. 13-ára dómurinn vakti slíka ofsareiði hjá Charlie MacArth- ur, að daginn eftir fékk hann ritstjóra Examiner til að birta mynd af kviðdóminum með þessari fyrirsögn: TÓLF LINSOÐIN EGG! Yfirvöldin tóku talsvert til- lit til blaðanna, og þegar Char- lie hélt áfram að skammast yfir því, að Wanderer hefði hefði ekki fengið næga hegn- ingu, fengu piltarnir á skrif- stofu saksóknarans loks nóg; og ákváðu þeir að draga stríðs- hetjuna að nýju fyrir rétt, í þetta skipið ákærða fyrir morð ið á Óþekkta ræflinum. Nú, þegar andúð almennings var vakin, tók það kviðdóm- inn aðeins 25 mínútur að úr- skurða hann sekan, án tillögu um að auðsýna mildi. Þetta merkti gálgann fyrir Carl Wanderer. Af einhverri furðulegri ástæðu hafði Carl fengið mæt- ur á Charlie, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann hefði átt upptökin að því að koma hon- um í gálgann. Charlie kynnti Ben Hecht fyrir Carl, og brátt voru þeir einu blaðamennirnir, sem hann leyfði að tala við sig. Er vináttan milli morðangj- ans og blaðamannanna tveggja

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.