Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 28.04.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 „Trúi henni?“ þrumaSi Nort- oon. „Hvað áttu eiginlega við?“ „Heldurðu að hann segi satt um atburðina, sem gerðust í forstofunni þetta kvöld?“ „Vissulega. Hver heldur öðru fram?“ „Ég,“ svaraði Charlie. Norton sat kyrr og einblíndi á blaðamanninn. „Málið er að fullu afgreitt og úr sög- unni,“ sagði hann. Charlie fór að skýra fyrir Norton, hvers vegna hann héldi, að eitthvað loðið væri við málið, — svipnum á andliti Óþekkta ræfilsins, dýru skot- vopni í fórum róna, blístri Wanderers yfir buxunum 12 klukkutímum eftir morðið, og að lokum því mikilvægasta, ótta öfuguggans við barneign- ir. „Kjaftæði og snakk,“ urraði Norton að máli Charlie loknu, „og ekkert annað!“ Charlie leit á Norton og beit sig í neðri vörina. „Jæja þá,“ sagði hann loks. „Viltu gera eitt fyrir mig? Viltu gefa mér númerið á skammbyssunni, sem Óþekkti ræfillinn skaut frú Wanderer með?“ Norton glotti meinfýsilega, þegar hann teygði sig inn i skjalaskápinn og gaf Charlie númerið Colt-2282. MacArthur skrifaði Colt- verksmiðjunum þegar og spurð ist fyrir um, hvert þetta núm- er hefði verið sent. Meðan hann beið eftir svari, datt honum í hug nokkuð, sem hann áleit eitt sitt sniðugasta bragð. Hann fékk nokkra blaða menn -aðra í lið með sér, og héldu þeir til líkhússins, þar sem Óþekkti ræfillinn lá smurð ur og beið þess, að einhver bæri kennsl á hann. Þeir mút- uðu fordrukknum verði til þess að líta í aðra átt, rændu líkinu, settu það upp á vagn og óku því að aðaldyrum uppáhalds- knæpu Charlie. „Ég hef stórkostlega hug- mynd til að margfalda viðskipt in hjá þér,“ sagði Charlie við knæpueigandann. „Hvernig?“ Charlie sagði honum frá skrokknum úti á vagninum. „Við ættum að leggja hann á litla borðið við endann á skenkiborðinu, þar sem þú geymir ókeypis matinn, og bjóða tuttugu-og-fimm dollara verðlaun hverjum þeim, sem þekkir hann.“ „Það eyðileggur viðskiptin, en eykur þau ekki.“ „Þú veizt ekki, hvað hægt er að græða á mannlegri for- vitni.“ Charlie hafði rétt fyrir sér. Óþekkti ræfillinn, liggjandi allsnakinn á borði fyrir enda skenkiborðsins, dró ótrúlega marga viðskiptavini að. Við- skiptin tvöfölduðust fyrsta daginn og þrefölduðust þann næsta. Þá fengu yfirvöldin veð ur af því, hvað væri á seyði, og hrifsuðu þann látna til sín, áður en nokkur gæti þekkt hann. — ★ — VIKURNAR liðu, og atburð- irnir í anddyrinu hurfu af síð- um blaðanna. Carl Wanderer, harmþrunginn sem fyrr, sneri aftur til kjötbúðarinnar og nöldursins í viðskiptavinunum. Loks barst svarið frá Colt- LABETT: 48 grandi 1 bæjarnafn 49 rótartaug 7 engi 50 dugir 12 hestar 52 óhljóð 13 leika 54 suð 15 nes 55 fréttastofa 16 ósennilegar 56 mótfallinn 18 skammst. 59 tónn 19 flani 60 p.t. 20 vínstofa 63 óvalin 22 beita 65 snautir 24 spýja 66 japlaði 25 26 28 29 þefa árstími vanþóknun titill LÓÐRÉTT: 30 skammst. 1 hersefa 31 hvata 2 eignast 33 vafaorð 3 þokumökkur 34 óskyldir 4 bíta 35 vísindastörf 5 þegar 36 sign. 6 auðlindunum 38 spil 7 bardagi 39 roti 8 þil 40 verkfæri 9 tortryggja 42 járnsteinn 10 líkamshluti 44 húsdýrinu 11 veiddar 45 yrkir 12 aular 14 sakaruppgjöf 16 smekkvísa 17 glæpamaðurinn 20 líkamshluti 21 guð 22 tónn 23 skipstjóra 26 æki 27 gagnar 31 fugl 32 æðibunu- gangur 35 gleðiláta 37 snuðrara 38 fljótið 41 líffæri 42 hlutdeild 43 lagði 46 fornafn 47 öf. tvíhlj. 51 geyspaði 53 fugli 57 brún 58 fljót 61 nes 62 titill 63 ógna 64 frumefni KROSSGÁTAN verksmiðjunum. Númer 2282 hafði níu árum áður verið af- greitt til einnar helztu sport- verzlunar í Chicago, Van Len- gerke & Antoine. Þrem dögum síðar eyddi Charlie í verzluninni og pírði yfir öxl verzlunarmannsins á eldgamlar skýrslur yfir afhénd ingu skotvopna. Og leitin bar árangur: Númer 2282 hafði ver ið seld manni nokkrum í Chicago, Hoffman að nafni sem Charlie sá fljótt, að bjó skammt frá Wanderer. Þegar Hoffman, vingjarnleg- ur skrifstofumaður, kom heim úr vinunni um kvöldið, beið Charlie MacArthur eftir hon- um á tröppunum. Hann sneri sér strax að erindinu: „Hvar er Colt-2282?“ Hoffman leit sem snöggvast á Charlie og yppti öxlum. „Það hef ég ekki hugmynd um. Ég seldi byssuna fyrir nokkrum árum.“ „Hverjum?“ „Kunningja mínum.“ „Hvað heitir hann?“ „Fred Wanderer.“ Charlie fann blóðið stíga sér til höfuðs. Hann komst fljótt að því, að Fred var náfrændi Carls. Fred viðurkenddi fús- lega að hafa lánað Carl byss- una. Nú komst Norton ekki hjá því að hlusta á Charlie. Hann sendi eftir Wanderer, og í viðurvist Charlie MacArthur ljóstraði hann upp hinni óhugn anlegu vitneskju um skamm- byssuna. — Wanderer strauk hendinni yfir egglaga höfuðið, deplaði augunum, vætti varirn- ar og starði á gólfið. Þá óð Charlie fram með sam antekna grunsemd sína, og kastaði henni beint í andlit lögregluf oring j anum hérna, hvernig þú skauzt eig- inkonu þína og Óþekkta ræfil- inn!“ Wanderer, sem gerði sér ljóst, að hann hélt á lélegri spilum, leit fyrst á Charlie; svo á Norton. Síðan hóf hann frásögn sína. Frásögn hans er ein sú furðulegasta í annálum Chicago-lögreglunnar. Hann byrjaði með því að segja frá því, hversu dásam- lega daga hann hefði átt með- al pilta og stúlkna í París. Þeg- ar hann kom heim aftur, innti faðir hans hann eftir því, hve- Ayánderer „Segðu nær þau Ruth ætluðu að gift- ast. Carl yppti öxlum og sagði, að ekkert lægi á, en gamli maðurinn svaraði: „Auðvitað liggur á. Móðir Ruth og móðir þín hafa beðið með eftirvæntingu þess að sjá ykkur í hjónabandi.“ — Svo að Carl glápti bara út í blá- inn og kinkaði kolli. — ★ — ÞVÍ VAR það, að morgun nokkurn í marz, árið 1922, stóð hann við altarið við hlið- ina á Ruth Warren, með for- eldrana og móður hennar skæl- andi á fremsta bekk, meðan brostin tenorrödd beljaði „Hve gott og fagurt“ ofan af svölun- um. Eftir hveitibrauðsdagana i Wisconsin, sagði hann Norton og Charlie, að honum hefði fundizt hann grimmdarlega leiddur í gildru. Kvöld eitt í maí-lok, tveim mánuðum eftir brúðkaupið, komst Carl að því, að konan hans var með barni. „Ég vildi ekki segja þér neitt, fyrr en ég væri alveg viss,“ sagði hún, „en ég fór til læknis í dag, og hann sagði, að ég væri ófrísk!“ Wanderer glápti út í bláinn. Bridge- Þ A T T U R Suður gefur. — Báðir á hættu. Norður: S: G 9 6 5 3 H: G 10 5 T: 6 2 L: K G 6 Vestur: Austur: S: K D S: 7 H:ÁK93H:D8642 T: 7 3 T: K 9 8 L: Á D 9 8 4 L: 10 7 3 2 Suður: S: Á 10 8 4 2 H: 7 T: Á D G 10 5 4 L: 5 Sagnir gengu þannig: S V N A 1 T dobl P 1 H 2 S 3 H 3 S 4 H 4 S P P P Útspil: hjarta K. RUTH virti eiginmanninn fyrir sér. „Segðu eitthvað, Carl,“ sagði hún, „ertu ekki glaður?“ „Ha? Jú, auðvitað er ég glað- ur. Ég gæti ekki verið ánægð- ari.“ Ruth Wanderer beið ekki boðanna, heldur æddi um allt nágrennið til að- segja hverj- um, sem heyra vildi, að hún væri í þann veginn að verða m-ó-ð-i-r! Viðskiptavinirnir í búðinni óskuðu Carl til ham- ingju, en hann lét sér fátt um finnast og muldraði einhverj- ar þakkir. Wanderer átti erfitt með svefn um nætur og rökræna hugsun á daginn af óttanum við það, sem í vændum var. Dag nokkurn í júní, er hann var á heimleið, datt honum snjallræðið í hug. Hann ætlaði að myrða hana . . . Allan daginn, við afgreiðslu- borðið, og allt kvöldið, meðan hann horfði á Ruth prjónandi barnaflíkur með geislabaug um höfuðið, næstum því, snerust hugsanir hans ekki um neitt annað en hvernig hann gæti losnað við ektamaka sinn og ófætt barn. Og eitt kvöldið, er hann sat andspænis henni, Vestur fær slaginn og spilar svo hjarta Á. Suður trompar, tekur á spaða Á og gefur svo Vestri á spaða K. Vestur sér ekki aðra leið en spila enn hjarta, sem Suður drepur, spilar út einspili sínu í laufi, sem Vestur verður að drepa með Á. En hvað á Vest- ur nú að gera? Spili hann laufi eða hjarta, kemst blindur inn og getur svínað tíglinum,- Suður kemur blindi aftur inn á tromp G, svínar tíglinum aftur og á það, sem eftir er. Það er samt lítill vandi að hnekkja þessari sögn. Þegar Vestur fær á tromp K, má hann ekki spila þriðja hjartanu. Þess í stað tekur hann einfaldlega á lauf Á. Svo spilar hann þriðja hjartanu. Suður trompar, þótt tromp- inu hans fækki mjög, og verð- ur að fá alla slagina, sem eft- ir eru. Hann kemst ekki inn í blind nema einu sinni og þar af leiðandi getur hann einung- is svínað tíglinum einu sinni. Þannig verður hann einn nið- ur. skaut hugmyndinni upp í huga hans. Meðan hann velti smá- atriðunum fyrir sér, sat hann með galopinn munninn og starði á Ruth. Hún leit upp frá prjónum sínum og spurði: „Á hvað ertu að stara, Carl?“ „Ó, ekkert,“ svaraði hann, „alls ekkert.“ Carl Wanderer átti skamm- byssu, — Colt-skammbyssu, sem hann hafði haft með sér úr herþjónustunni. En hann þurfti tvær byssur til að geta framkvæmt áform sitt. Hann vissi, að frændi hans, Fred Wanderer, átti þunga, dýr'a Colt-skammbyssu. Svo að hann leit inn til Fred. „Hvernig gengur?" spurði Fred. „Alveg prýðilega,“ svaraði Carl, hræsnarinn, „ég get naumast beðið eftir að barnið fæðist.“ Svo lézt Carl verða áhyggju- fullur. „Ég hef týnt skamm- byssunni minni,“ sagði hann, „þú skyldir þó ekki geta lánað mér þína?“ „Jú, auðvitað, en til hvers vantar þig byssu?“ „Það er alltaf verið að ræna þarna í nágrenninu," svaraði Carl, eins og raunar satt var, „maður veit aldrei, hvenær maður þarf að verja hendur sínar.“ Svo að Carl gekk frá Fred með skammbyssuna í vasanum. — ★ — NOKKRUM dögum seinna, að morgni hins 21. júní, sagði Carl föður sínum að hann þyrfti að skreppa inn í borg- ina. Hann hélt beina leið í hafnarstræti, þar sem rónarnir lágu í niðurníddum kumböld- um og sváfu timburmennina úr sér. Wanderer ráfaði milli húsanna í leit að rétta mann- inum. Loksins fann hann þann rétta — náunga um þrítugt, lágvaxinn, skítugan, úttaugað- an af drykkjuskap og heldur ógáfulegan. Hann lá timbrað- ur á fletisræfli. „Áttu nokkra fjölskyldu?“ spurði Carl. „Nei,“ svaraði hinn, „hvers vegna spyrðu?“ „Hvernig litist þér á að vinna þér inn 25 dollara?“ „Hvernig?" Framhald á bls. 5.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.