Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 — Sam Barton. Harriet klæddi sig og hélt í áttina til dyra. Hún leit um öxl sér á manninn í rúminu, og var skyndilega gripin ofboðs- legri löngun til að meiða hann á sama hátt og hann hafði meitt hana. Hún skimaði um herberg- ið, án þess að gera sér fylli- lega ljóst, að hverju hún var að leita. Þá kom hún auga á buxurnar, sem hún hafði hent á gólfið andartaki áður, eina sýnilega tákn karlmennsku hans. Hún hló með sjálfri sér. Buxurnar voru einmitt vopnið, sem hún skyldi beita gegn hon- um. Vendilega batt hún þrælsleg- an hnút á báðar skálmarnar, áður en hún henti þeim á gólf- ið og hélt til dyra. Hún var búin að opna hurð- ina og stóð í dyragættinni og virti fyrir sér nakinn manninn í rúminu, þegar hún kom auga á vatnskönnuna á náttborðinu. Án þess að hugsa sig um, þreif hún könnuna og kostaði henni, með ísmolum, vatni og öllu, í manninn í rúminu. Harriet var komin fram á gang, þegar mannræfillinn staulaðist fram úr rúminu hóst- andi og stynjandi á hjálp. Hún var komin niður á næstu hæð, þegar hún leit um öxl. Og fyrir ofan hana, rétt utan við dyrnar, var mannfárið, allsnakið, hopp- andi um á öðrum fæti, en gat ekki með nokkru móti komið hinum fætinum í buxnaskálm- ina, formælandi og frussandi. Hann var hætt kominn efst á stigabrúninni, með báða fæt- uma hálfa leið niðri í skálm- unum, en tókst að ná jafnvæg- inu á síðustu stundu. Þá var það, sem hann kom auga á Harriet á næstu hæð fyrir neð- an, hlæjandi, svo að hún náði naumast upp í nefið á sér. Hann öskraði upp yfir sig af heift og hugðist æða niður stigann á eftir henni, án tillits til þess, hvað buxurnar náðu honum hátt. Hann komst niður í efsta þrepið. Það var það næsta, sem felldi hann. Og þvílíkt fall. Hann faug fyrsta spölinn, bað- aði út öllum öngum, áður en hann skall aftur niður og valt eins og hrúgald niður stigana, hvern af öðrum. Starfsfólk gistihússins segist enn í dag geta heyrt hlátur Hattie klingja í eyrum sér. Aldrei hafði hún upplifað aðra eins kátínu. HATTIE kom aldeilis undir sig fótunum, eftir að hún kom út á strætið. Hún tók aðrar stúlkur í þjónustu sína og eign- aðist brátt vændishús, þar sem hún var maddama. En húsið hennar var talsvert frábrugðið öðrum. Hún lét karlmenn þjást fyrir skemmtun sína. Hún var að hefna meðferðar föður síns, bræðra, Fred Duquesen og fyrsta mannsins, sem hafði tek ið hana og leitt hana svo grimmilega í allan sannleika um kynlífið. Hún var ugluspeg ill endurborinn, snillingur í að draga aðra sundur og saman í háði og spotti. En karlmönnunum, sem skiptu við hana, stóð alveg á sama — þeir komu alltaf aftur eftir meiru, því að þeir vissu, að það var líf í tuskunum hjá Hattie og stelpunum hennar. Og þeir höfðu gaman af brellunum, þegar þeir urðu ekki sjálfir fyr- ir þeim. LÁRÉTT: 1 dýr 6 svikins 12 kveðið 13 ökutæki 15 áfloga 17 ‘jáð 18 staur 19 band 21 renna 23 ryk 24 aumur 25 gösl 26 tvíhljóði 28 eldfæri 30 hól 31 eftirsótt 32 bræði 34 drekk 35 sjálfur 36 búr 39 hál 40 amboð 42 ólund 44 mjúk 46 suða 48 ógnar 49 hérað 51 angi 52 þrír eir. 53 padda 55 pilt 56 ónotuð 57 elska 59 anonymus 60 hryggur 61 ný 62 viðurnefni 64 skaðar 66 tuska 68 einkennisst. 69 beita 71 skemmd 73 fjallgarður 74 lagin 75 sprakk 76 árás LÓÐRÉTT: 1 leið 2 sjoppa 3 borða 4 óhróður 5 fæðast 7 tónn 8 snæða 9 félag 10 spil 11 bregð 13 knæpa 14 þrír eins 16 sjá 19 þukl 20 lek 22 slæm 24 veiðiá 25 heilu 27 svei 29 engin 31 ekki 32 vælir 33 vond 36 nábúi 37 teymdi 38 óhreinindi 40 hlýja 41 flaustur 43 þaut 45 heppilega 46 reiðmenn 47 kona 50 skammst. 51 tölu 54 ben 55 nagla 56 flana 58 snös 60 teninf 61 þel 63 hvíldi 65 blása 67 híldist 68 huglaus 70 frá 72 hreyfing 74 hvað KROSSGÁTAN I 2 3 4 5 6 7 8 9 • 10 11 12 h. 14* 15 1 f. 17 18 19 i. 20 21 22 23 ¥ é 24 25 26 27 23 • 29. 30 J F 32*. > '• 33, lu 35 36 - 37 33 39 *, *- « 40 41 # V «3_. 44 «5 ”7’ j L # - «9' 50 51 - 52. | l=5" -* * 55 « * 56 > 57 . * ' 53. *« 5.9 6a * 63, 62, 651 F ♦ M 1 66. 67. « ea ■ 69 ♦ 7° | L 72 *. 73 1 7a * 5* 75 ’ * , * m * 76 - 1 • „ ■ • iii Hattie lét trésmið nokkurn útbúa rúm eftir fyrirsögn hennar, sem hvolfdist við, ef þrýst var á hnapp, svo að við- skiptavinurinn hentist fram á gólf, umvafinn sængurfötunum — auðvitað á örlagastundu kvöldsins — Hattie og viðkom- andi stelpu til konunglegrar skemmtunar. Það er ekki nokkur vafi á því, að eitt frægasta fórnardýr, sem Hattie fékk nokkurn tíma, var frægur siðbótapostuli, sem afl- að hafði sér talsverðrar almenn ingshylli á síðari hluta þriðja áratugsins. Hann var milljóna- erfingi og hafði tekið upp bar- áttu gegn nektardanshúsum og sýningunum þar. Mynd hans birtist iðulega í hinu löngu dauða Graphic og öðrum blöð- um þeirra tíma, og var hann hvað iðulegast ljósmyndaður úti fyrir einhverjum nætur- klúbbnum, þar sem hann stóð sperrtur og fylgdist með því, þegar verið var að skipa létt- klæddum dansmeyjunum upp í lögregluvagnana. En um hitt fékk almenningur náttúrlega ekki að vita, að enda þótt siðabótamaðurinn áliti hann þrönga dyggðumprýdda veg heppilegastan fyrir aðra, var hann engan veginn á því að þræða hann sjálfur. Hann var fastur viðskiptavinur í vændishúsi Hattie. Loks kom að því, að Hattie ákvað, að hann skyldi fá á bauk inn. Og á sinn hátt var hann dæmi þeirrar manngerðar, sem hún hataði hvað mest — hræsn arans. Eitt kvöldið kom hann til Hattie: — Ég má alls ekki láta sjá mig, hvíslaði hann að Hattie. Látið mig ekki bíða hérna niðri, þar sem einhver gæti þekkt mig! Hattie lét það heldur ekki dragast að lauma honum upp á loftið eftir bakgangi. — Ég hef dálítið sérstakt Sagnir gengu þannig: V N A S handa yður í kvöld sagði hún með slíkri undirfurðu, að sið- bótapostulinn hefði átt að láta sér segjast. Stúlkan, sem Hattie kynnti fyrir honum, hafði verið vand- lega valin fyrirfram. Fliss- gjörn, ljóshærð budda, sem var ekki lengi að gera vininn trítil- óðann. Og á því andartaki smaug hún úr greipum hans, svo að hann varð að elta hana um allt herbergið. Þetta endur- tók sig, og þegar hún smaug í þriðja sinn úr greipum hans, var hrnn að missa alla stjórn á sér. Loks heppnaðist; hpnum að klófesta hana á þann hátt, að hann henti sér á hana og greip handleggjunum um fætur hennar, svo að náttborðið fór um koll, lampinn brotnaði, og þau flæktust saman þarna á gólfteppinu. Hattie hafði auðvitað staðið allan tímann rétt utan við dyrnar. Þegar hún heyrði skell- inn, ákvað hún að láta til skar- ar skríða. Hún setti öxlina í hurðina, svo að hún hentist upp, og æddi inn í herbergi með öndina í hálsinum: — Lögreglan er komin í hús- rannsókn! æpti hún. — Löggan er komin um allt húsið! Siðabótamaðurinn varð ná- fölur í framan. Hann hafði þó hirðu á því að seilast í bux- urnar sínar, sem höfðu hafnað úti í horni, og hraða sér til dyra. Þar rakst hann á tvo leikara í lögreglubúningum, sem Hattie hafði leigt fyrir þetta tilefni, vopnaða kylfum og vasaljósum, en hann hrinti þeim heldur hastarlega úr vegi og komst niður stigann á hend- ingskasti. Hann var svo sem ekkert að staldra við í húsaportinu, held- ur æddi út á götu og tók til fót- anna. Á hæla hans komu þær Hattie og nokkrar stelpurnar. Þær náðu honum við fyrsta Ijósastaurinn, þar sem stelpurn ar slógu hring um hann, grenj- andi af hlátri, meðan hann hneppti að sér fatnaði sínum og reyndi að taka upp fyrri virðu- leik. — Þetta var bara grín, full- vissaði Hattie hann og þurrkaði tárin úr augunum. Komdu með okkur. Þú færð allt frítt í kvöld. Treglega lét hann leiðast aft ur inn í vændishús Hattie. Þar fögnuðu honum þó nokkrir við- skiptavinir, sem fylgzt höfðu með málum allt frá upphafi og voru að springa úr hlátri. Upp frá því hafði siðabótapostulinn hægt um sig, og baráttu hans á sviði siðabóta linnti til muna. OG BRELLURNAR voru margar og miklu fleiri. Einu sinni setti Hattie ljósmynda- perur í öll ljósastæði eins svefn herbergisins ví\ staðinxu, fyrir venjulegar perur, svo að aum- ingja viðskiptavininum brá heldur en ekki í brún, þegar hann fór að þreifa eftir sígar- ettunum sínum í myrkrinu. Auðvitað hélt hann, að lög- reglan væri komin á vettvang og verið væri að ljósmynda hann. Það varð að beita hreinu handafli til þess að ná sæng- inni, sem nötrandi mannræfill- inn hafði leitað skjóls undir. Hattie greip til allra bragða, sem hún og stelpur hennar gátu hugsað upp, til þess að auðmýkja eða refsa karlgreyj- unum, og alltaf komu þeir aft- ur eftir meiru. Hún greip meira að segja til þess að láta trylltan eigin- mann, móður eða bróður stúlk- unnar í rúminu, brjótast inn á óheppilegasta andartaki. Þetta veitt atvinnulausum leik- urum talsverða peninga. Ef til vill var það furðu- legast af öllu, þegar hún fékk slöngutamningastúlkuna til að vinna hjá sér. Einn viðskipta- vinnanna fékk samt hjartaslag og geispaði golunni, þegar slöngurnar skriðu upp í til hans, og Hattie og stelpurnar urðu að lauma líkinu út um nóttina og koma því fyrir á garðbekk, þar sem lögregian fann það daginn eftir. Brellur hennar enduðu samt engan veginn allar með ósköp- um. Að minnsta kosti einu sinni björguðu þær stúlku, sem lent hafði í klípu. Þegar þessi stúlka kom til Hattie, til þess að biðja hana Framh. á bls. 4. EBridge- Þ Á T 1 (! K Vestur gaf. — Báðir eru í hættu. Spilin liggja þannig: Norður: S: G 10 4 H: Á 10 7 T: Á 8 6 2 L: Á 9 5 Vestur: S: Á K D 8 6 3 H: K 9 8 T: 10 L: D G 6 Austur: S: 7 2 H: 6 T: D G 9 5 4 L: 10 7 4 3 2 Suður: S: 9 5 H: D G 5 4 3 2 T: K 7 3 L: K 8 1S P P 2 H P 3H P 4H P P P Útspil: spaða K. Venjulegast myndi Vestur spila þremur hæstu spaðaspil- unum, Suður trompa þriðja út- spil og spila hjarta D með svíningu í huga. Sagnhafi myndi svo halda áfram með tromp, þar til því væri lek- ið hjá andstæðingum hans. Þetta væri farsæl le’ð til vinnings. En gáfulegra hefði verið af V hálfu að láta út lágan spaða, þegar hann var búinn að fá á hjónin. Þá hefði Austur neyðst til að trompa með 6, og ef Suð- ur drepur það með tromp G, fær Vestur slag á tromp og Austur annan á tígul, svo að sögnin tapast. En nú ber að athuga það, að ef Suður kastar lágum tígli í tromp 6 Austurs, heldur hann styrkleika sínum í trompi, svo að hann getur náð K af Vestri og tapar jafnframt engum slag í tígli, en vinnur þannig sögn- ina.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.