Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 26.05.1972, Blaðsíða 1
iF^gWDasaji Athygli skal vakin á því, að ritstjórn og afgreiðsla blaðsins er flutt að Hverfisgötu 101A, 2. hæð. Föstudagurinn 26. maí 1972. 21. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur EYÐA ungrar stúlku, sem er á glap- stigum og hringdi til blaðsins Ung stúlka hringdi í blaðið á dögunum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hafði hún ráðið sig sem svo kölluð „Oper"-stúlka til Kaupmannahafnar. Ekki þykja slíkar ráðningar i frásögur færandi, nema eitthvað sérstakt beri til — og það gerðist svo sannar- lega i þessu tilviki. Stúlka þessi hafði varla verið viku i vistinni, þeg- ar bera fór á því, að hús- bóndinn fór að gera sér talsvert titt um gripinn. Ekki hefði þetta þ'ótt neinum tíðindum sæta und- ir venjulegum kringumstæð um, ef ekkert meira hefði a eftir fylgt; en nú fór skör in svo sannarlega að færast uppi bekkinn. Eiginkonan — húsmóðir- in á heimilinu — vildi sem sagt fá að vera með i leikn- RADDIR LESENDA: EIN LÍTIL OROSENniNG Nú: þegar loks hefur tek- izt („eftir japl og jaml og fuður") að fá til Islands, íjeimsmeistaraeinvígi aldar- i:mar i Skák. Leyfi ég mér . ð leggja orð í belg við ís- tenzk fréttablöð á þann veg, að þær fáu vikur, sem ein- vígið varir, hvort ekki sé unnt að leggja til hliðar, að mestu, „pólitiskar" erjur á mini austurs og vesturs hér, a.m.k. varðandi allt það, sem hugsanlega kynni að vera truflandi fyrir hina skapríku snillinga. Því báð- ir ku þeir vera miklir föð- urlands-dýrkendur, og öngv ir fremur en slíkar Iisla- mannssálir eru viðkvæmar fyrir óblíðum getsökum, hvort heldur sem þær hafa við rök að styðjast eða ekki. í þess stað ætti að halda uppi, svo um munar, hvers konar kynningu og fræðslu um þetta dásamlega og seið magnaða undur — Skák — svo sem hún hefur þróast gegnum aldirnar og fram á þennan dag. Af nógu er að taka víðs vegar að úr skák- bókmenntum heimsins, og mikilli fjölbreytni. " ' Fyrir trtan - hina "alþýð- legu og almennustu hlið manntaflsins, sem margir eru fróðir um, er og um að ræða vísindi, list, stærð- fræði, heimspeki, sögur, kvæði gátur, ódauðlegar skákir, minnisstæð einvígi, skrítna karla, skák-konur, skáblindu, átrúnað skák- meistara o. m. fl. Ég vona að þér gerið yð- ar bezta i þessu efni. Virðingarfyllst. Isafirði, 16. maí 1972. Gísli Kristjánsson. um. Kom þá i ljós, eftir því sem stúlkan tjáði blaðinu, að til þess var ætlast að innifalið væri í kaupinu all-mikið af því, sem stund- um hefur ekki verið falt, nema þegar léttúðugt fólk á i hlut. Framh. á bls. 4 STORMEIDDAR ENDUR við Sólarlagsbraut Nýlega kom fram kvörtun í blöðunum frá golfleikurum á Seltjarnarnesi vegna skotæf- inga lögregluþjóna þar úti á tánni. Nú hefur fréttaritari okkar í Vesturbænum þá sögu að' segja, að haglaskotadrunur heyrist við Ægissíðu og endur séu stórmeiddar í varpi upp af Sólarlagsbrautinni. Ekki kveðst hann vita, hvort hægt sé að setjá særðu' endurn- ar og skothríðina í samband hvort við annað, en bendir á, að stutt sé yfir eiðið frá varp- inu að Ægissíðu. Sennilegt telur hann, að hér séu krakkar að verki, því varla leiki ábyrgir menn svo ljótan leik. Hann hefur séð illa út- leikinn fugl og hafi engu lík- ara verið en að hann hafi orð- ið fyrir grjót. eða spýtukasti. Aðrir, sem séð hafa meidda fugla þarna, halda jafnvel að þeir hafi orðið fyrir skotum úr loftriffli. Þetta er ljótt að heyra. Dekkjaþjófnaður Dekkjaþjófnaður af bílum er orðinn svo al- gengur, að til vandræða horfir. Eina ráðið - ef ráð skyldi kalla — til þess að unrit kunni að reynast að hafa aftur uppi á stolnum dekkjum, er að skrifa hjá sér núm- er og heiti þeirra. Islendingar eru farnir að slá 'hinum Norður- landaþjóðunum við i þjófnaðarmálum. Liggur við að maður verði að binda við sig skóna, ef ekki á að glata þeim! SANIVLEIKIJRIIVN m Auglýsingaleikui* lögreglunnar Það er talsvert forvitni- legt, þegar lögreglunni finnst ástæða til að aug- lýsa umsvif sín. Síðasta stórafrekið á þessu sviði var það, þegar kallað var á blaðamenn til að tilkynna, að uppvist hefði orðið um umsvifamik- ið hasssmygl til landsins — og ekki stóð á því að gefa í 'skyn að hér hefði verið um eilurlyfj asöluhring að ræða. Trommað var upp með stórfyrirsagnir i dag- blöðunum. Allar slúðurkerl- ingar i bænum fóru á kreik til að reyna að Ijúga ein- hverju upp á einhvern, jafn vel kunnir heiðursmenn úr tölu heildsalastéttarinnar áttu að hafa verið höfuð- paurarnir i þessu ægilega máli, þótt þeir hefðu ekki annað til saka unnið en að vera umboðsmenn erlendra, (ónafngreindra stórfyrir- tækj a). Sú spurning hlýtur að vakna hjá Iandslýð, hvort ekki sé kominn tími til þess, að lögreglan fari að vinna í kyrrþey að því að koma undir lás og slá mönn um, sem allt sitt lif hafa lif- að á því að ljúga, svíkja og stela, og hálda áfram að telj ast finir ineriri, eftir að þeir hafa orðið uppvísir — ekki aðeins að milljóna- þjófnaði — - heldur ¦ tug- milljóna. , Sú skóðun. hefur rutl sér mjög til rúms á síðari" ár- um, að hass sé tiltölulega meinlaus vímugjafi — og þarf ekki annað en að yitna til skýrzlu þeirrar, sem nefnd skipuð af Nixori gaf um málið, en í henni var þvi. haldið fram — eftir tveggja ára rannsókn — að hass væri mun meinlausara eu brenriiyin — og j af nvel, að líkarnsheill fólks, sem sígarettur reykti, yæri ver borgiðen þeirra, se'm neyttu hass að " staðaldri. Það er lang-réttast að sú staðreynd komi fram, að í uinræddu hass-máli var enginn glæpahringur, eng- inn höfuðpaur, engir eitur- Iyfjaneytendur, engin Maf- ía, ekkert annað en nokkr- ir velunnarar þess, að fá sér „sinók" og láta sér líða Framh. á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.