Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI GLEOISA GA : Lexía handa EFTIR CHEVAL NOIR NÝ VIKUTÍÐINDl Útgeíandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simar 26833 og 11640 (prentsmiðjan) Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóðviljans Setnine: Pélagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin LYKT Einu sinni var Reykjavík undirlögð af svokallaðri peningalykt — það er reyk- háfakafi frá einhverju arð- bæru brasi af fiskakyni. Þessu höfðu ýmsir merk- ir broddborgarar vanist á Siglufirði, þegar þeir voru þar á síld, að sumarlagi á menntunarárum — og þótti bragð að. En með lempni og blaða- skrifum tókst að fá fulltrúa ungra kjósenda til að stemma stigu við þessari lykt, sem var að flestra dómi undarlega líkari ann- ari verri lykt en er af pen- ingaseðlum og fæstir nefna, nema þá þeir hugsi upp- hátt í litlu herbergi, sem dónalegt er að nefna á nafn hjá ókunnugum. Eitthvað eimir eftir af þessari lykt — á hreinni og klárri íslenzku heitir það raunar fýla — hjá sum- um stjórnmálaspekulöntum ríkiskassans. Það ber aðal- blað ríkisstjórnarinnar „Nýtt land” vitni um! 1 það er ausið leiðinda- þrugli, sem enginn les, og opinberum auglýsingum, sem aðeins þingflokkablöð birta og búnar eru að koma í dagblöðunum. Dauninn leggur af þessu, svo að það liggur við að menn afbiðji þennan sendi- boða ríkisstjórnarinnar. Megum við þá heldur biðja um hressilega „pen- ingalykt”. Hún er þó til einhvers. Við héldum að ríkis- stjórnin hefði eitt auglýs- ingablað, sem nefnist Lög- birtingablað, og það nægði — enda lyktarlausf. En i guðs bænum — þeg- ar sólin og svalinn leikur um kinn — látum þá leið- indi og ljóta lykt ekki ráða — hvorki i blöðum né hugs- un. Við skulum setja stóra skorsteina gegn þvi. Það eru takmörk fyrir þvi, hvað hægt er að mis- nota ríkissjóðinn í flokks- þágu. KAUPSÝSLV- TÍDIMOI Sími 26833 Pétur Malker var veikur fyr ir skapríkum konum. En Ullu var of hætt við að láta sitt heita skap hlaupa með sig í gönur. Eiginmenn kjósa sem sé flestir, að konur þeirra sýri skap sitt á einhvern þægilegri hátt heldur en með stappi í gólfið, táraflóði og ópum. En hjá Ullu fengu einmiií skapsmunir ávallt útrás á þennan hátt, þegar hún fékk ekki vija sínum framgengt. Nú vildi hún óð og uppvæg aka til Rivierastrandarinnar, en Pétur hélt því fram, að þau hefðu ekki efni á slíku ferða- lagi, þar sem þau hefðu keypt sér dýran, nýjan bíl fyrir skömmu. Skoðun Ullu var hins vegar sú, að þar sem þau hefðu haft ráð á að kaupa sér nýjan bíl, þá hlytu þau einnig að geta staðizt við að búa svo sem einn mánuð á óbrotnu strandhóteli, sem kostaði þó aldrei nema tvö til þrjú þús- und krónur á dag! Ulla var fullkomlega kvenleg í hugsun og rökfærzlu. — Þú hugsar aldrei hið minnsta um mig, kjökraði hún. Þú tekur aldrei tillit til óska minna í neinu. Þú ert fyrir- litlega nízkur — og hugsar eingöngu um sjálfan þig. Hún æsti sjálfa sig upp meir og meir. Ég hata þig! — heyrirðu það? hreytti hún út úr sér að lokum. — Já, já, ég held ég heyri svo sem, sagði Pétur með frið- semd. En þú verður gð,... — Þegiðu bjáninn þinn! æpti Ulla. Þú eyðir auðvitað öllum þínum peningum í ástmeyjar. Pétur stundi við. Nú var hún komin á ástmeyjarstigið. Þá var víst ekki langt þess að bíða, að hún kæmist á það hættulega stig að fara að kasta um sig blómavösum og öðru lauslegu. Hann kaus því að hverfa hljóðlega af sjónarsvið- inu, tók hatt sinn og frakka og gekk út. Hann var orðinn hálf-þreytt- ur á stöðugu nöldri Ullu um ferðalög og alls kyns lúxus. Þetta endurtók sig á hverju ári. Hann langaði til að fá að vera í ró og næði um tíma. Helzt hefði hann kosið að komast eitthvert burt af heim- ilinu. En hvert? Leigja sér hótelherbergi máske? Hann gekk hægt eftir göt- unni. Þetta var annars ekki svo galin hugmynd að búa á hóteli nokkra daga. Hann þurfti einhvern veginn að láta Ullu fá duglega lexíu til þess að læra af. Henni féll mjög illa að vera ein síns liðs, en hún hefði áreiðanlega gott af að reyna það einu sinni. Ef til vill yrði hún eilítið viðráðan- legri á eftir. Og svo mátti hún líka gjarnan fá ástæðu til þess að trúa því í alvöru, að hann ætti í raun og veru ástmey. — Marg-blessaður, Pétur! Hann var svo djúpt sokkinn niður í hinar ánægjulegu hugs- anir um væntanlega ástmey sína, að hann hrökk ónotalega við, er hann fann klappað hressilega á herðar sér. Hann snéri sér við og sá þá framan í skeggprútt andlitið á Friðriki Ranger. Friðrik var kvenna- maður á heimsmælikvarða, og Pétri datt í hug, að hann kynni að geta mælt með ein- hverri þægilegri hnátu, sem væri fáanleg til þess að hjálpa dauðþreyttum eiginmanni til þess að gleyma búksorgum sínum nokkra stund. Hann ætl aði rétt að fara að færa þetta í tal, þegar Friðrik hóf máls: — Eg er annars að flýta mér, lagsmaður. Ég þarf að skreppa til Englands í dag í áríðandi erindum. En við get- um hitzt aftur seinna og skemmt okkur eina nótt sam- an. Ég kem aftur heim annað kvöld. — Þá stendur sem sé íbúðin þín tóm í nótt, sagði Pétur með áhuga. Mætti ég ekki fá hana lánaða yfir nóttina? Þú skilur... — Já, ég skil, sagði Friðrik og hló hrossahlátri. Gamli kvennabósinn þinn! Auðvitað geturðu fengið hana lánaða. Hér hefurðu lyklana. Og gangi þér vel! Léttur í spori og lund hélt Pétur áfram. Vandamál hans var þegar leyst á heppilngan hátt. Hann þurfti ekki að íara heim til Ullu í kvöld, og ekki var ómögulegt, að honum tæk- ist að komast í samfélag við einhverja stúlkukind til þess að eyða kvöldinu — og kann- ske nóttinni — með. Það yrði RÚSSKINSSKÓ, sem farnir eru að láta á sjá, má nudda með fíngerðri stál- ull. Séu þeir svo settir yfir gufu, verða þeir aftur eins og nýir. Ef tærnar á rússkinns- skóm eru orðnar glansandi og ekki hægt að laga það með rússkinnsbursta, er ágætt að fara yfir blettina með sand- pappír. ★ LYKKJUFALL Á SOKK má stöðva með því að bera ör- lítið pappírslím á þráðinn. Auð velt er að þvo það úr á eftir, ★ LAKKSKÓR SPRINGA EKKI ef þeir eru troðnir út með silkipappír og vaselín borið á þá. ★ POTTABLÓM sem þrífast illa, braggast oft ef þau eru vökvuð með 50—60 gráðu heitu vatni. ★ GLJÁA Á DÖKKUM FÖTUM má minnka með því að bursta þau upp úr heitu vatni, sem ammoníak hefur verið sett út í (1 teskeið á móti % lítra af vatni). — Til bráðabirgða má nytsöm lexía fyrir Ullu. Pétur vissi að Ulla mundi nú vera á hárgreiðslustofu, svo hann flýtti sér heim til þess að sækja náttfötin sín. Hann skrifaði á miða, að hann yrði ekki heima næstu nótt, en hann skýrði ekki frá ástæðum og heldur ekki, hvar hann mundi halda til. Hann glotti ánægður við tilhugsunina um undrun hennar og óróleika, er hún læsi þetta. Er hann hafði komið sér þægilega fyrir í hinni glæsi- legu íbúð Friðriks, tók hann að brjóta heilann um, hvar og hvernig hann ætti að komast í samband við fallegan, kven- legan mótpart til þess að skreyta stundir kvöldsins með. Hann hafði ekki viðhaldið kunningsskap sínum við sínar gömlu vinkonur, en einhverja ætti þó að vera hægt að ná í. Hann tók að grafa í huga sín- um, en eftir að hann hafði reynt að ná í þrjár án árang- urs, gafst hann alveg upp. Það var sýnilegt, að hann yrði að eyða kvöldinu í einveru. O- jæja, hugsaði hann með sér, það gerði nú reyndar ekki svo mikið til. Aðalatriðið var, að hann gat verið laus við Ullu um stund, og hún fékk um leið ástæðu til þess að hugsa málin í ró og næði. Klukkan rúmlega ellefu dró hann á sig náttfötin og skreidd ist upp í rúmið. Það var dá- samlegt rúm, sem Friðrik átti, breitt og mjúkt. Rétt eins og nudda þau yfir með ullarklút, vættum í kaffi. ★ LJÓS HÁLSBINDI er hægt að hreinsa með því að nudda þau upp úr bensíni, með hvítum klút, þangað til efnið er orðið vott, og svo upp úr kartöflumjöli. ★ FLUGUM MÁ VERJAST innan húss með því að láta bolla af ediki standa á heit- um miðstöðvarofnum, þar sem það getur gufað upp. Einnig er gott að hafa tómatplöntur í gluggum. ★ LEÐURBAND BÓKA, sem eru að snjást, má endur- bæta með því að nudda leðrið upp úr vel þeyttri eggjahvítu. — Hreinsa má skinnband bóka með því að nudda það upp úr blöndu af bensíni og magnesíu. ★ TIL ÚTRÝMINGAR MÖL er ágætt að sprauta yfir teppi gluggatjöld, fatnað 0. s. frv. svofelldum legi með möl- eða flugnasprautu: V2 1. brennslu- spritt, 20 gr. kamfóruduft, 5 það væri gert fyrir tvo, hugs- aði hann og andvarpaði. Svo slökkti hann á náttlampanum og dró sængina upp undir höku. Hann var rétt að svífa á brott á rósrauðum skýjum draumanna í samfélagi við fatafellu vikunnar, er hann þóttist heyra eitthvert hljóð. Hann hlustaði. Dyrnar opnuð- ust. Síðan heyrði hann, að þeim var lokað varlega og ein- hver læddist inn eftir gólfinu. Hann kvaddi draumadísina, settist upp í rúminu og beið. Hinn óþekkti gestur nálgaðist hann varlega. Pétur var ekki smeykur, en hjartað barðist samt í brjósti hans af eftirvæntingu. Hann heyrði nefnilega á göngulag- inu, að það var ekki karlmað- ur, sem komið hafði. Það var kona, sem læddist þama í myrkrinu. Hönd hans stanzaði, er hún var hálfa leið til rofans á lampanum, og hann ákvað að bíða átekta í myrkrinu. Hver var hún? Sennilega ein- hver af vinkonum Friðriks, sem hafði lykil að íbúðinni hans, og hafði ekki fengið að vita um brottför hans. Nú var hún komin fast að rúminu. Hann greindi óljóst út línur líkama hennar í daufum bjarmanum, sem barst inn um Sluggann frá götúljðsunum. Hann fann heitan andardrátt, sem blandaðist veikri ilmvatns- angan. Eins og af eðlisávísun gr. lavendelolía og V4 1. stein- olía. Kamfóruduftið er leyst upp í sprittinu, og svo er ol- íunum hellt saman við. Gæta verður þess að lögur- inn komi hvergi á gljáfægð (póleruð) húsgögn. ★ í KÆLISKÁPINN má ekki setja alla hluti. — Ef laukur er hafður í skápn- um, kemur laukbragð að mat, sem er þar geymdur. — Látið aldrei heitan mat í ísskápinn, því við það myndast gufa, sem skemmt getur annan mat. — Athugið, að majonasi og salöt yzta, ef þau verða fyrir hita- breytingum. ★ ÞEGAR SKERA Á LAUK er bezt að gera það ofan í vatni eða undir opnum vatns- krana, svo að mann svíði ekki í augun. ★ GAMLAR KARTÖFLUR J verða hvítari og bragðbetri en ella, ef dálitlu ediki er dreypt út í suðuvatnið. ★ DÖKK HÁLSBINDI má hreinsa með því að nudda þau upp úr salmíaki. Hollráð fyrir h ú s m © ö u r i n a

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.