Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI VIÐBIJ BENGT KORCH: R IU 0 ÞETTA byrjaði allt saman í smáþorpi skammt frá Thon Trahn í Norður-Indó-Kína. Á þessum slóðum hafði verið all- róstusamt, og herfylki okkar var nú önnum kafið við að hreinsa til, síleitandi að dreifð- um flokkum uppreisnarmanna. Allt frá sólarupprás höfðum við göslað eftir vatnsósa hrís- ekrunum og nálægum stígum í frumskóginum. Við höfðum orðið fyrir talsverðu mannfalli af völdum leyniskyttanna, svelt og þyrst, svitnað og bölvað. Skapið var því eins slæmt og hugsazt gat, þegar við þrömm- uðum inn í þorpið, og batnaði ekki við skipunina um að íeita skyldi í hverjum einasta kofa, það var aukastarf, sem á okk- ur var skellt áður en við fengj- um okkar langþráðu hvíld. — Leit í hverjum kofaræfli! Ef þið rekizt á einhvern, sem þið grunið um aðstoð við upp- reisnarmenn, þá verið fyrri til að skjóta. Ég valdi úr nokkra kofa í útjaðri þorpsins. Þá gat ég þó haft útaf fyrir mig, hugs- aði ég. Ég var örmagna og garnirnar gauluðu af hungri. — ★ — f FYRSTA kofanum var ekk ert nema gamalt, og lasburða hundkvikindi, sem lá fyrir framan sótuga Búddamynd. Ég Ijélt áfram inn í næsta kofa. Úti í einu horni hans hnipr- uðu tvö gamalmenni sig sam- an, og störðu skelfingaraugum á mig, rétt eins og þau héldu, að seinasta stund þeirra væri upp runnin. Til þess að róa þau, bauð ég þeim sígarettur og vínlögg, sem ég átti. Ég gat ekki fengið af mér að reka þessa meinleysingja út úr þeirra eigin heimili. Það var ekki fyrr en ég var á leiðinni út úr kofanum að ég kom auga á stúlkuna, sem hafði skriðið út í eitt hornið, þar sem hún hímdi, nötrandi af ótta. Hún hafði áreiðanlega heyrt talað um meðferð útlend- ingasveitarhermannanna á ung um og fallegum stúlkum, svo að henni var naumast láandi hræðslan. — Lain dai! skipaði ég. Komdu hingað! Hún reis hlýðin á fætur og gekk niðurlút til mín. Þetta var fallegasta innfædda stúlk- an, sem ég hafði séð. Hún var næstum hálfum metri lægri en ég, en líkami hennar var un- aðslegur og hreyfingar hennar mjúkar. Blásvart hárið mynd- aði umgjörð um gullið andlit- ið, og þegar hún skömmu seinna hló, sýndi hún perlu- röð mjallhvítra tanna. Möndlu- laga augun voru dökkbrún. — Hvað heitir þú? spurði ég og gleypti fegurð hennar í mig með augunum. — Mei Nam Sin, svaraði hún lágri, þýðri rödd. Þú get- ur talað við mig ensku, ef þú vilt það heldur, eða frönsku. Ég var allt frá upphafi hreint kolvitlaus í þessari un- aðslegu veru. Hún var sextán ára, en á þeim aldri hafa flest- ar innfæddar stúlkur gift sig. Hún var því fyllilega þroskuð líkamlega, og það var mér hreinasta ráðgáta, hvernig hún hafði komizt hjá því að sleppa við hjónabandið. — Þú ert falleg, sagði ég, ekki laus við feimni, en mér fannst ég verða að segja eitt- hvað. — ★ — HÚN rétti úr sér, gaut aug- unum tortryggnislega til mín, og þrjózkudrættir fóru um munninn. Ég gerði mér ljóst, hvað hún var að hugsa. — Þú þarft ekkert að óttast. Ég skal ekki gera þér neitt mein, sagði ég, og þegar í stað sléttuðust hrukkurnar á and- liti hennar. — Hvernig stend- ur á því, að þú getúr tálað önnur tungumál en þitt eigið? — Ég gekk í skóla og vann ( nriH I I nr '>• ,i f/V’ í Hanoi, en nu þarfnast for- eldrar mínir mín hérna heima, útskýrði hún, og það vottaði fyrir brosi á vörum hennar. En hvers vegna ert þú svona almennilegur við okkur? Og þú heimtar ekkert heldur? Raddblær hennar lýsti ó- svikinni undrun. Ja, hverju gat maður svar- að þessu? Maður komst næst- um við af þakklætinu, sem mætti manni fyrir það, að mað ur skyldi ekki snerta neitt eða skemma. Ég bjó mig undir að ganga út, en Mei Nam Sin, stöðvaði mig. — Skyrtan þín er óhrein, sagði hún. Á ég ekki að þvo hana? Ég sneri mér við furðu lost- inn í dyragættinni og hvessti augun á hana. Nei, það vottaði ekki fyrir hæðni í svip henn- ar. Ég hafði næstum búizt við hæðnisglotti — við í útlend- ingahersveitinni vorum ekki beinlínis skemmdir á eftirlæti og hjálpsemi, og einna allra sízt á hreinskilni af hendi manna eða kvenna. — ★ — FRAMMI fyrir mér stóð for- kunnarfögur stúlka og bauðst sjálfviljug til þess að þvo ó- hreinu skyrtuna mína. Ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á því, hvaðan á mig stóð veðrið. í augum þess, sem upp- lifað hefur styrjöld með allri hennar litilsvirðingu fyrir mannslífunum, er smáatvik eins og þetta líkast vermandi neista, sem lætur mann finn- ast maður vera orðinn mann- eskja um sinn. Steinþegjandi reif ég mig úr skyrtunni, kastaði henni til stúlkunnar og hraðaði mér út. Undir kvöldið, þegar allt var orðið nokkurn veginn kyrrt í bænum, hélt ég aftur til kofans. Mei Nam Sin beið eft- ir mér með þvegna skyrtuna í höndunum. — Það þarf líka að rympa hana, sagði hún næstum ávít- andi og sýndi mér rifu á erm- inni. Meðan hún saumaði saman rifuna og þvoði sokkana mína úti fyrir kofanum, sátum við karlinn inni og gæddum okkur á víninu í pelanum mínum. Við sögðum ekki margt hvor við annan, en kurteisi hans, að austurlenzkum sið, var ein- stök. Kerlingin mallaði prýðis kvöldmat handa okkur, og eft- ir máltíðina teygði ég úr mér á strámottu — ég er ekki frá því áð það hafi verið spari- mottan, sem hún dró upp úr pússi sínu, en hún var að minnsta kosti skrautlegri en hinar, sem inni voru. Ég naut þessa til hins ýtr- asta og óskaði þess, að þetta tæki aldrei enda. Fegursta stúlka Indókína stjanaði við mig, og ef þetta var ekki sjö- undi himinninn, þá vissi ég ekki hvað hann var. Mei Nam Sin settist niður við hlið mína og strauk mér mjúklega um hárið. Svöl hönd hennar var yndisleg á enni mínu. Maður var heldur ekki vanur þessu, að fá að finna fyrir ósviknum tilfinningum, hvað þá þakklæti. Allt fannst mér svo eðlilegt og sjálfsagt, að það var engu líkara en ég hefði þekkt þessa stúlku alla ævi. Það var rétt eins og hún hefði á hverju kvöldi setið svona við höfðlagið mitt. Mér fannst þetta jafnframt allt svo óraunverulegt, að kannski væri það eina raunverulega dapur- legir söngvarnir frá varðeld- um hermannanna. -★- ÉG SÁ þá fyrir mér. Flestir lágu endilangir á bakinu og létu sig dreyma hugljúfar minningar. Kannski heittelsk- aða stúlku þúsundir mílna í burtu. Aðrir styttu sér stundir við að spila, og þriðji hópur- inn söng gamla söngva frá heimalöndum sínum. En öllum var það sameiginlegt, að vilja komast sem allra lengst burtu frá þessu helvíti, þótt ekki væri nema bara í huganum. Hvort maður þekkti þetta. Um ræðuefnið snerist alltaf um flótta frá líðandi stund, til framtíðarinnar, þar sem mað- ur gat hrist af sér áhyggjurn- ar og fundizt maður vera manneskja, að minnsta kosti á meðan blekkingin varði. Fá- tæklegasta gleði var ekki ömurlegri en þetta líf. Ég vaknaði af mókinu og fann, að Mei Nam Sin sat enn- þá við hlið mér. Hún starði án afláts og ég lyfti augnabrúnun- um í þögulli spurn. — Þið hermennirnir eruð alltaf vanir að taka það, sem þið girnist, sagði hún loks. Gull, peninga, kvenfólk. En ekki þú. Hvers vegna? — Er ekki neitt fyrir það, svaraði ég og strauk mjúklega yfir hár hennar og dró hana niður að mér. Sjálfviljug lagðist hún niður við hlið mína, og við lágum lengi og hlustuðum hljóð á sönginn úti í næturmyrkrinu, þangað til ég sofnaði loks með höfuð Mei Nam upp við bringu mína. — ★ — ÞAÐ VAR með eftirsjá, að ég bjó mig undir að yfirgefa kofann morguninn eftir og þessa ástúðlegu fjölskyldu. Ég geri naumast ráð fyrir öðru en ég hafi gefið mér góðan tíma til að svelgja í mig útlín- ur Mei Nam með augunum, áður en ég herti upp hugann, þakkaði fyrir gestrisnina og lagði af stað. Ég var ekki kominn mörg skref frá kofanum. þegar ein- hver tók í ermi mína. Þetta var Mei Nam Sin, sem hafði komið á eftir mér. í dyrum kofans stóðu foreldrar henn- ar, ástúðleg á svipinn. — Ég fylgi þér, sagði hún, rétt eins eðlilega og maður segir við góðan kunningja, sem maður ætlar að fylgja út að strætisvagni. Ég hristi höfuðið. — Þetta er erfitt líf, — þú færð aldrei afborið það, svar- aði ég, enda þótt ég hafnaði henni með nokkrum trega. í eigingirni minni varð mér hugsað til allra unaðsstund- anna, sem við gætum átt sam- an. — Ef þú vilt, að ég komi með þér, þá kem ég með þér. Ég gat ekki varizt að spyrja, hvers vegna. — Vegna þess, að mér þyk- ir vænt um þig. Má ég koma með þér? Svarið var hreinskilnislegt og án nokkurra vafninga. Ég leit sem snöggvast á foreldra hennar í dyragættinni, og af góðlátlegum andlitssvip þeirra mátti ráða, að stúlkan hefði borið ákvörðun sína undir þau cg fengið blessun þeirra. — En ef ég nú neyddist til að skilja þig eftir í einhverj- um bænum? spurði ég. Mei yppti öxlum, og augna- ráð fullvissaði mig um, að svo langt fram í tímann ætti mað- ur ekki að hugsa. Og ef til vill hafði hún rétt fyrir sér. Sem virkur þátttakandi í hernaði hefur maður ekki efni á að hugsa of mikið um fram- tíðina. — ★ — FÉLAGARNIR ráku upp stór augu, þegar þeir sáu fall- egu stúlkuna. Athugasemdum þeirra, klúrum og vingjarnleg- um rigndi beinlínis yfir okkur, sem gerðum ekki annað en yppta öxlum og hlæja. Mín vegna hafði Mei yfirgefið for- eldra sína, mín vegna hafði hún ráðizt í óvissuna án þess að depla augunum. Og aðeins vegna nokkurra fátæklegra, vingjarnlegra orða. Hún fékk að sjálfsögðu ekki að ganga við hlið mína, eins og hún kann að hafa haldið, heldur var sett meðal burðar- karlanna og stríðsfanganna. Á ferðum okkar var alltaf fjöl- mennur hópur þeirra aftast í fylkingu okkar. En jafnskjótt og við stönzuðum eða bjugg- um okkur búðir fyrir nóttina, kom hún til mín og fram- kvæmdi hvað, sem ég sagði henni að gera. Og það var ekki lítið, sem hún afkastaði. Á þessum leiðöngrum okkar vorum við jafnan sex saman í tjaldi. Allir félagar mínir höfðu yndi af Mei Nam Sin. Hún eldaði matinn fyrir okk- ur, sá til þess, að við fengjum beztu bitana í þorpunum, sem við komum í, þvoði fötin okk- ar og stjanaði við okkur í einu og öllu, svo að við vorum að verða skemmdir af dálæti. Það leið ekki á löngu áður en hún varð eftirlæti allrar herdeild- arinnar. Frjálst og fjörugt skap hennar var okkur öllum eins og hressandi inngjöf, og ég geri ráð fyrir, að það hafi verið ástæðan til þess, að ekki var amazt við dvöl hennar hjá okkur. Á gönguferðunum skip- aði hún sér fúslega í raðir burðarkarlanna, og möglunar- laust leysti hún hverja skipun okkar af hendi. -★- EITT kvöldið, nokkrum vik- um seinna, sat ég úti fyrir tjaldinu og reykti sígarettu. Strákarnir voru allir sofnaðir inni undir flugnanetunum, og Mei Nam Sin var að Ijúka við að þvo upp eftir kvöldmatinn. Ég hafði ekki augun af handa- tiltektum hennar. Við og við leit hún á mig og sendi mér leiftrandi bros. Hún var ekk- ert að dylja ást sína á mér, sem var djúp og einlæg — hún vildi ekki veita mér að- eins líkama sinn, heldur alla sál sína, sjálfa sig. Og það var eitthvað að skjóta rótum í brjósti mínu, ég fann það greinilegar þá en nokkru sinni fyrr. Eitthvað, sem þand- ist út, sterk og heit kennd til þessarar undirgefnu veru, sem af svo mikilli einlægni hafði SÖNN FRÁSAGA ÚT- LENDINGASVEITAR- HERMANNSINS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.