Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 02.06.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 lagt líf sitt í hendur mínar. Ég gróf fingurna í rauðleita jörðina, reis á fætur og gekk til hennar. — Mei, sagði ég lágt. Komdu, við skulum fá okkur smágöngu meðfram ánni í kvöld. — ★ — VIÐ leiddumst niður að bakka Rauðárinnar, sem hljóð- látt leið fram hjá. Næturfugl- arnir voru að hefja kvöld- hljómleika sína, og eldflugurn- ar skrifuðu smástrik í loftið. Við sátum lengi þögul og horfð um á fljótið líða hjá fyrir neð- an fætur okkar. Mei hafði að venju hniprað sig saman í faðmi mínum, rétt eins og hún væri að leita verndar fyrir um heiminum. — Heima í Svíþjóð eru haust rigningarnar að byrja, sagði ég. Ég hefði viljað segja eitt- hvað allt annað, viljað leggjast við fætur Mei, hvísla í eyra hennar kjánalegum ástaryrð- um, eins og ástfanginn maður gerir. Því að nú vissi ég, að ég var það. Hún var í mínum augum dásamlegasta stúlkan á jarðríki! Við þessi seinustu orð mín, losaði hún handlegg minn og leit á mig stórum, brúnum möndluaugunum, sem leiftruðu í myrkrinu. Ég gat ekki stillt mig um að renna gráðugum augunum eftir líkama hennar, það hafði losnað um tölu á blússunni hennar svo að ungt brjóstið sást næstum því. Þessi stúlka var mín, hafði fylgt mér gegnum myrkvið frumskógar- ins verið í námunda við mig þegar okkur lenti saman við uppreisnarmennina, hætt lífinu til að fylgja mér. Ástúðar- kenndin gagntók mig að nýju, en spufning Mei hindraði mig í að hefjast handa. — Getur þá ekki fólkið far- ið og setið við árnar í heima- landi þinu núna? spurði hún. Drukkna margir í rigningun- um miklu þar? Ég skýrði það fyrir henni, að svo miklar væru rigningarn ar nú ekki. En á haustin hætt- ir mörgum til að kvefast. Hún hjálpaði mér til að koma að efninu, sem mig hafði alltaf langað til að gæla við, en aldrei þorað. — Svíþjóð er dásamlegt land. Sérstaklega á vorin, með hvítar og bláar sírenur og allt blómskrúðið. Þessi unaðar- kennd um vaknandi líf, dögg- votir fljótsbakkarnir, litskrúð- ugar stúlkurnar hvarvetna á gangi. Annað eins land er hvergi til. Aldrei hafði heimþráin verið jafn kveljandi sterk. — Mei, vilt þú fylgja mér heim til Svíþjóðar? Hún hjúfraði sig upp að mér, leit rannsakandi inn í augu mín, rétt eins og hún væri að ganga úr skugga um, hvort mér væri alvara. Og í augnkrókum hennar glitruðu tár — tár vonar og gleði. — Er það satt Steven? Vilt þú hafa mig með? Þykir þér í raun og veru svona vænt um mig? Ég vafði hana örmum. — Kjáninn minn litli, auð- vitað vil ég hafa þig með mér heim til Svíþjóðar. Það er að segja, ef þú vilt giftast mér. — Gifta okkur — í alvöru? LÁRÉTT: 1 sár 6 óhreinn 12 næði 13 svif 15 söknuður 17 fljótið (þf.) 18 húsdýr 19 langvarandi 21 farvegur 23 tveir eins 24 samgöngubót 25 ílát 26 rétt 28 hamra 30 vínstofa 31 stúlka 32 falt 34 skorningur 35 fremstir 36 guðar 39 lengja 40 skýzt 42 ómennskar 44 áfengi 46 totur 48 takmark 49 málmur 51 jafnvel 52 vef 53 vina 55 hávaða 56 hátíð 57 stúlkunafn 59 lygna 60 stanz 61 eldiviður 62 lengdarein. 64 gagn 66 ystir 68 samhljóðar 69 frysting 71 duft 73 venur 74 bruna 75 syngur 76 ekki góð LÓÐRÉTT: 1 eykst 2 í kirkju 3 forsetning 4 mýrlendi 5 kjánar 7 hryggur 8 veggur 9 líta 10 báru 11 ganga 13 kona 14 spekt 16 ginning 19 eftirvænting 20 segja 22 menn 24 hrökk 25 taumur 27 elska 29 fornafn 31 fluga 32 eftirlíkja 33 ull 36 stækkun 37 nögl 38 hrakti 40 blær 41 verkur 43 gufu 45 heims um ból 46 drepið 47 veiðir 50 greinir 51 goð 54 blóm 55 veiða 56 hestur 58 drátt 60 iyfta 61 skemmd 63 skáldanafn 65 álít 67 skemmd 68 gerast 70 tónn 72 guð 74 sting Ekki eins og hinir hermenn- irnir? —Nei, ekki við, Mei, við giftum okkur hjá presti, fá- um hans heilaga orð fyrir því, að við tilheyrum hvort öðru, — þú og ég. Hún þakti mig kossum, og það leið ekki á löngu áður en hjá mér hvíldi nakinn líkami hennar, baðaður stjörnubirt- unni einni. Næstum hátíðlega kyssti ég unaðsfagurt, þrýstið brjóstið, meðan hendur mín- ar gældu við líkama hennar. Mjöðm hennar titraði við snert inguna, og grannt lærið hreyfð ist í óróleika .... — Ó, Steven, Steven minn! í fyrsta skipti gáfum við okk ur algerlega á vald hvort öðru, og upplifðum okkar fyrstu raunverulegu ástarnótt. Ekki ejns og hingað til annað hvort til að sigra og njótast, án þess að við tilheyrðum hvort öðru. Og áfram leið áin, hljóðlát og þýð, án þess að skeyta hið minnsta um lítil mannabörn og ofsalegan ástarleik þeirra í grasinu á bakkanum. Rauðáin er gömul og vitur, hún hefur séð það sama svo mörgum sinnum áður. Hljóð og þýð leið hún áfram, jafn skeytinga- laus fyrir ástum og böli og eymd. — ★ — NÝR yfirmaður fékk yfir- stjórn herdeildarinnar. Sá gamli hafði verið harður og ó- mennskur að ýmsu leyti, en hann var sannkallaður engill í samanburði við þann, sem nú kom. Ég veitti því eftirtekt, að hann gaf stúlkunni minni hýrt auga, en ég reyndi eftir mætti að koma í veg fyrir, að hún yrði á vegi hans. Ást okkar var hrein og ómenguð — ekki þessi peningaklingjandi ást, sem var svo alrpenn meðal hermannanna. Við vorum búin að koma okkur saman um að gifta okkur í alvöru. Þessi atriði eru ef til vill enn það óljós, að þau þarfnast nokkurra skýringa. Þannig var mál með vexti, að meðal út- lendingahermannanna eru til margs konar hjónabönd. Fyrir 5—600 piastra kaupir hermað- urinn sér konu, sem er eigin- kona hans meðan hann stend- ur við að borga. Um hjóna- bönd af öðru tagi en einhvers konar samkomulag af þessu tagi, var ekki að ræða. En þannig ætluðum við ekki að hafa það, við Mei Nam Sin. Ég sagði henni hvað eftir ann- að frá Svíþjóð, — fagra land- inu, snævi þöktu á veturna, þar sem friður ríkti. Þangað ætluðum við að fara og setj- ast að, þegar skyldutíminn í hernum væri á enda. Augu hennar leiftruðu af hrifningu, þegar hún heyrði mig segja frá öllum unaðssemdum ætt- jarðar minnar, og rétt eins og barn klappaði hún saman lóf- unum, og dansaði um af kæti, Hridge- Þ Á T T U R Suður gaf. — Báðir á hættu. Spilin liggja þannig: Norður: S: D G 2 H: 7 6 2 T: 7 4 L: K D G 8 7 Vestur: S: 9 8 3 H: G 8 3 T: D 8 5 2 L: Á 4 3 Austur: S: K 10 7 6 H: D 10 9 5 T: G 10 9 L: 9 2 Suður: S: Á 5 4 H: Á K 4 T: Á K 6 3 L: 10 6 5 Sagnir gengu þannig, að Suður sagði 1 grand, Norður 2 grönd og Suður 3 grönd, en annars var sagt pass. Útspil: spaða 9. Suður þóttist himin hönd- KROSSGÁTAN 1 2 3 - 4 5 r 7 8 9 .• 10 11 12 I r 14. 15 16 17 18 J h 20 21 r L 24 pr" 26 2^ 23 * r 30 * 31... • * 32 ‘ 3.4. 35 1 F 3? 3S 39 40 41 42 «<. « 44 45. 46 * ' 47- j L - 49 50 5i - 52 55 * 54 <* * 55 56- > 57 , ^ •• 53 f 5? 60 ■A * .• 63 * 62,. 63 -1 64 ♦ 5 66, 67- 68 • 69 ♦ 7^j 71 •! h 74 75 > y * 76 ’ • • þegar ég lofaði að taka hana með mér þangað. VIKURNAR liðu. Smáskær- ur hér og þar, en yfirleitt ró- legt. Það var í rauninni ekk- ert, sem gerði mig órólegan, nema augu höuðsmannsins. Þau urðu æ gírugri í hvert sinn, sem hann sá Mei Nam. Þrem dögum áður en við skyldum gefin saman hjá ka- þólska prestinum — allir papp- írar voru þegar í lagi — kom höfuðsmaðurinn til mín. — Hversu mikið vill White fá fyrir stelpuna? Þúsund pi- astra? Ég hristi höfuðið. — Hún er ekki til sölu, höf- uðsmaður. Hún er konan mín, um tekið, að geta svínað spaða D á svona þægilegan hátt, en það kostaði hann 730 punkta! Raunar gat hann alltaf fengið tvo slagi í litnum, þótt and- stæðingarnir kæmu aldrei út í honum. í þessu tilfelli gaf Austur lágt í D. Suður fór nú í laufið. Aust- ur kastaði 9 í fyrsta útspil og 2 í það næsta, til að sýna að hann hefði einungis tvö lauf. Af þessari spilamennsku gat Vestur ályktað, að Suður hefði þrjú lauf, og hann gaf fyrstu tvo slagina í litnum. En þótt Suður fríaði tvo laufslagi í borði, gat hann aldrei komið blindi inn til þess að taka á þá. Rétt spilamennska var, eins og allir munu nú hafa séð, að spara háspil blinds í spaða — kasta 2 í fyrsta útspili og drepa með Á heima. Svo átti hann að spila laufi þrisvar og þvinga Á út. Þá var sama hvað andstæð- ingarnir gerðu, því Suður gat spilað undir spaða G blinds og þvingað út K Austurs; þá komst blindur seinna inn á D og gat fengið fríslagina í laufi. Með því móti fékk Suður 10 slagi og 630 punkta geim, í staðinn fyrir 100 punkta tap. við giftum okkur eftir nokkra daga. Við erum þegar búin að fá öll nauðsynleg leyfi. — Ég vil fá hana að láni þangað til, hélt hann áfram, án þess að skeyta hið minnsta um orð mín. — Nei, höfuðsmaður, maður lánar ekki konuna sína. Þetta var meira en þessi voldugi maður þoldi. Hann lyfti handleggnum og sló mig á munninn með handarbakinu, svo að sprakk fyrir. — Bíddu bara! hvæsti h'an'ri, snerist á hæli og gekk á brott. Ég gerði mér ljóst, að hann myndi sannarlega reyna að gera mér helvíti heitt, en mig óraði ekki fyrir því, að mín saklausa litla Mei Nam Sin yrði fyrir hefndaræði hans. Daginn eftir samtal okkar komu tveir hermenn að tjald- inu okkar og drógu stúlkuna á brott með sér. Ég hljóp í veg fyrir þá. — Hvað eruð þið eiginlega að gera? Eruð þið ekki með öllum mjalla? — Skipanir höfuðsmannsins, sagði annar. Stúlkan er grun- uð um að vera í vitorði með kommúnistunum. — Það getur ekki verið! hrópaði ég. Hún hefur aldrei horfið úr augsýn minni síðan hún settist að hjá okkur. Hún hefur alls ekki nokkurn minnsta áhuga á stjórnmálum. Hermennirnir ypptu öxlum: — Við höfum okkar skipan- ir. Og þú átt að koma sjálfur með. Ég fylgdist með upp á skrif- stofu höfuðsmannsins, stóran kofa, sem hann hafði lagt und- ir sig og rekið íbúana út í rigninguna. Skelfingin skein út úr augum Mei Nam Sin á leiðirmi. Það var eins og hún gerði sér fyllilega grein fyrir því, sem í vændum var. — Merin er kommúnisti, fullyrti höfuðsmaðurinn með imdirfurðulegu glotti, um leið og hann leit á mig, rétt eins og hann vildi segja, að nú skyldi ég fá á baukinn. — Það er ósatt, sagði ég. Mei Nam Sin er ekki frekar kommúnisti en ég. (Framh. í næsta blaði).

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.