Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 16.06.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐIKDl — Hvað hélztu? spurði Liak- an, eins og henni kæmi þetta ekki við. Heldurðu að það sé líklegt, að Kínverjarnir segi konum, sem ekki gera annað en bera þeim te, leyndarmál sín? Og hér myndu þeir síðast leita að þér, jafnvel þó að þeir vissu, að þú værir í Tíbet. Það grunar enginn karlmaður okk- ur, og læstar dyr okkar eru ekki brotnar upp. Karlmenn eru kannske forvitnir að vita, hvað sé að gerast innan dyra, en þá grunar ekki neitt. — Ég hélt að þú værir stúlka Shi-Nak? — Já, ég er það, þegar ég er með honum, kurraði í henni, og það brá fyrir brosi í and- liti hennar. — Þú ert mjög skítugur,'og það er bezt að ég þrífi þig. Ég hafði það að atvinnu fyrr í Lhasa. Shi-Nak vissi, að Kín- verjarnir stunduðu mikið böð- in og þar var gott að komast að þeim, svo að hann sendi mig þangað. Hann hefur sent mig til margra staða, sem mig hefur ekki langað til að fara til.... Hún sat á rúmstokknum, og ber mjöðm hennar snerti hann; langt og dökkt hárið féll ofan á brjóst hans og kitlaði hann. Hún beygði sig niður að hon- um og kyssti hann laust, og sagði: — Þú gerir ekkert núna, en seinna þegar þú hressist. Ekki núna. Með það fór hún. Það varð að vera eins og hún vildi, en það kom fljót- lega að því, að hún taldi hon- um óhætt að reyna meira á sig, og aldrei í lífi sínu hafði Ball kynnzt nokkurri konu í ástarleik sem henni. Hann •eveif-í einum-draumaheimi all- an tímann, sem þessi undar- lega kona hreyfðist yfir hon- um .... Liakan kom oft til herbergis hans næstu daga, og hver nýr ástarleikur var honum nýtt æv- intýri. Hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að annað eins væri til, og þekkti hann þó konur bæði í vestri og austri, — ★ — HANN sá aldrei neinn ann- an en þá gömlu, og svo Liak- an. Hún sagði honum, að allar stúlkurnar í vændishúsinu væru fylgjandi Shi-Nak, og það væri engin hætta á að hann yrði svikinn í hendur Kínverjum. f lok fyrstu viku sinnar var hann fær um að hoppa á hækj um út að glugganum. í gegn- um grindurnar, sem voru fyr- ir glugganum, gat hann horft yfir borgina. Vændishúsið var með hæstu húsunum, og hann sá vel yfir. Honum gekk illa að sætta sig við að vera allt í einu á miðju umráðasvæði Kínverja. Húsin stóðu í hlíð, og höfðu verið hlaðnir í hana sléttir hjallar. Þau voru flest lág og úr steini. Aldrei hafði Ball séð svo friðsælt umhverfi; en hann var óþægilega minntur á, að annað byggi undir þessum mikla friði. Á torginu, sem vændishúsið stóð við, var reistur gálgi og þar var einnig höggstokkur. Meira en 20.000 þús. Tíbetbúar höfðu verið teknir af lífi eft- ir uppreisnina miklu -1959. Ball varð að húka þarna í herberginu í meira en tvo mánuði. Það var byrjað að snjóa fyrst í október, þegar sá atburður skeði, sem átti eftir að breyta öllu fyrir honum í þessu landi. Hann hafði sofið lítið eitt lengur en venjulega þennan morgun, en vaknaði við það að hann var hristur til. Liak- an stóð yfir honum og var ná- föl; — Þeir hafa náð Shi-Nak, sagði hún grátandi. Hann settist upp í einu vet- vangi og sagði: — Hvernig veiztu það? — Líttu út um gluggann. Hann hoppaði út að gluggan- um og bölvaði hækjunum. Þeg ar hann leit út, sá hann strax hinn þreklega Shi-Nak stand- andi bundinn á meðal kín- verskra hermanna á miðju torg inu. Bíll með hátalara ók um og kallaði fólk saman til torgs- ins. — Þeir ætla að drepa hann, og við getum ekkert gert, grét Liakan. — ★ — BALL komst síðar að bví, að Shi-Nak hafði verið grip- inn við svipaða fyrirsát og þá, sem hann hafði tekið þátt í. Khambamönnunum hafði tek- izt að eyðileggja bílana,. en á leiðinni til baka frá árásinni hafði ríðandi herflokkur Kín- verjanna náð þeim. Það kom til bardaga og allir Khamba- mennirnir voru stráfelldir, nema Shi-Nak. Hann var mik- ilsverðari lifandi en dauður. — Hvað er um neðanjarð- arhreyfinguna hérna á staðn- um? Getur hún ekkert? — Nei, við höfum ekki næga menn og heldur ekki næg vopn, svaraði Liakan. Það var nú það. Ball varð að láta sér lynda að horfa að- gerðarlaus á, að aðalmaður andspyrnuhreyfingarinnar væri tekinn af lífi fyrir aug- um hans. Allan morguninn voru Kín- verjarnir að reka fólk til torgs ins, og endirinn varð ekki fyrr en um hádegisbilið. Þá kom hávaxinn Kínverji akandi. Hann var klæddur bún ingi herforingja og hafði á sér yfirbragð Norður-Kínverja. Ball sá sigursvipinn á andliti þessa blakka manns. — Þetta er Ts’iang hershöfð- ingi liðsins hér í þessu héraði, sagði Liakan, og nú var hin mjúka rödd hennar full af hatri. — Hann ætlar að gera þetta með eigin hendi. Hann gerir það ævinlega, þegar hann telur fangana mikilsverða. Líflát Shi-Nak bar brag þess, að Kínverjarnir reyndu að gera veg hans sem minnstan og ræna hann öllum virðuleik. Hershöfðinginn gaf hörkulegar skipanir, og tveir kínversku hermannanna neyddu Shi-Nak til að krjúpa á kné. Síðan gekk Kínverjinn aftan að hon- um, þar sem hann kraup, dró upp skammbyssu sína og skaut hann í hnakkann, einu skoti. Shi-Nak féll áfram í snjóinn, sem litaðist blóði hans. Þar næst gaf hershöfðinginn enn skipun, og þá tóku hermenn- irnir lík Shi-Nak, drógu það til gálgans og hengdu það upp á fótunum. — ★“ BALL var óglatt, og hann haltraði aftur að rúminu. — Ég drep hann, sagði Liak- an tilfinningalausri rödd. — Ha, hvað áttu við? — Ég drep hann, endurtók hún. Ég þekki þennan mann of vel. Eftir sigur þennan, þá gerir hann sér dagamun — hann og liðsforingjar hans. Þeir munu koma hingað og drekka hrísgrjónavín og grobba af verki sínu. Síðan fara þeir upp með stúlkurnar. Ts’iang kýs mig. Hann gerir það alltaf. Og þegar við erum orðin ein, þá drep ég hann. Ég hefi hníf, en þú verður að fara. Það getur ekki haft neina þýð- ingu, að þú deyir með okk- ur. .. Ball var þungt hugsandi yfir aftöku Shi-Nak. Hún gat haft þær afleiðingar, að öll mót- spyrna Khambamanna væri brotin á bak aftur þar með. Hann virtist vera eini höfðing- inn, sem nokkru sinni hafði tekizt að fá þennan ósamþykka ættbálk, Khambamenn, til að vinna þannig saman. Ball hafði þegar gert sér ljóst, að það var nauðsynlegt, að þessi andstaða væri virk á- fram, því að hún batt fyrir Kínverjum hvorki meira né minna, en 200.000 fjallaher- menn á þessu svæði. Það var ekkert að vita, hvað kynni að gerast, ef Kínverjar gætu al- gerlega friðað Tíbet. Myndu þeir ekki nota þennan herafla til að þjarma að Indverjum, eða senda hann til Viet-Nam? Ef hægt væri að koma fram verðugri hefnd fyrir aftöku Shi-Nak, þá myndi það hleypa nýju fjöri í andspyrnuhreyf- inguna, sem hlaut að hafa misst kjarkinn við þetta regin- áfall. En hann gat ekki með nokkru móti látið litla konu um framkvæmd hefndarinnar; það var alltof mikil áhætta. Því að verkið mátti ekki mis- takast. — Þú drepur hann ekki; ég geri það, sagði Ball. Sæktu þennan munk þinn, og ég læt hann hirða þessar gipsumbúöir sínar. Þær verða að fara. Reyndu einnig að finna harð- asta og ófyrirleitnasta skæru- hermann, sem þú þekkir. — ★ — ÞEGAR rökkvaði um kvöld- ið, var öllum undirbúningi lok- ið. Læknirinn hafði komið og brotið upp umbúðirnar, enda þótt hann segði, að Ball þyrfti þeirra með að minnsta kosti í tvær vikur í viðbót. Liakan hafði einnig fundið aðstoðarmann handa Ball, og var það unglingspiltur af Khambaættbálki, Hann var harðlegur og virtist ekki lík- legur til að láta sér allt fyrir brjósti brenna. Liakan taldi öruggt að leit- að yrði í húsinu, áður en Ts’iang kæmi, svo að þeir urðu að finna sér felustað, Ball og aðstoðarmaður hans. Eini stað- urinn, sem Ball fannst koma til greina, var ruslagryfja í miðju eldhúsinu. Hún var djúp og full af vatni. Liakan fékk súrefnisflösku eins og fjall- göngumenn nota lánaða hjá vinveittum fjallgöngumanni í borginni, og með hana skriðu þeir niður í gryfjuna, Ball og maður hans. Þeir þurftu að bíða klukku- stundum saman. Stuttu eftir kl. 6, heyrðu þeir mikið þramm á gólfinu yfir höfði þeirra, og voru það vafalaust hermenn á ferð. Þeim leizt ekki á blik- una, þegar þeir fundu að byssu sting var stungið niður í gryfj- una og litlu munaði að hann næði að stinga Ball í andlitið; en loks þóttust hermennirnir hafa leitað nægju sína og héldu brott. Þeir biðu enn lengi að þeim fannst, en svo fóru þeir að heyra söng og hljóðfæra- slátt. Og enn biðu þeir lengi, þar til þeir töldu að Kínverj- arnir hlytu að fara að verða drukknir; þá skriðu þeir upp úr gryfjunni, fjarlægðu súr- efnisgrímur sínar, losuðu riffla sína úr vatnsþéttum umbúðun- um og héldu af stað. — Ég vona bara að þeir finni ekki af okkur lyktina, hugsaði Ball, þar sem þéir læddust í átt til veitingastof- unnar. Hann opnaði hurðina varlega. Hann hafði látið hengja silkitjald fyrir innan dyrnar, svo að ekki sást til"þeifrá. Nú reif Ball tjöldin til hliðar og öskraði á kínverslqj; ___0.., — Sá, sem hreyfir sig, verð- ur drepinn. Liðsforingjarnir voru fjórir saman, og var Ts’iang einn þeirra, og sat Liakan í fangi hans. Allir sátu hinir einnig með naktar stúlkur á hnjám sér. Enda þótt stúlkurnar vissu allar, hvað í vændum var, þögnuðu þær, en Liakan hélt áfram að hlæja sem hæst og gerði hinum Ijóst, að þær ættu að gera það líka. Það voru tveir varðmenn fyrir utan dyrnar, og Liakan óttaðist að þeir yrðu einhvers varir; þess vegna lagði hún að stúlkum sínum að hlæja sem hæst. Allt í einu gaf einn af liðs- foringjunum frá sér óp, til að aðvara verðina. Ópið heyrðist óglöggt yfir hlátur stúlknanna, og eldsnöggt þreif Liakan eggjabikar, sem stóð á borðinu, og stakk honum leiftursnöggt upp í manninn. Maðurinn gapti, en hann gerði það ekki lengi, því að hnífur Khamba- mannsins stóð í honum. — Hver ert þú? spurði Ts’- iang hershöfðingi, og það var ekki hægt að merkja ótta í rödd hans. — Hugsaðu ekki um það, allt sem þú þarft að gera er að hlýða skipunum. ~★ — ANDARTAKI síðar höfðu þeir lokið við að binda og kefla liðsforingjana tvo; og ekki höfðu þeir fyrr lokið því, en Khambapilturinn dró hníf- inn yfir barka þeirra og lauk HVERJIR ERU KOSTIR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ? Spariskirteini ríkissjóðs eru nú til sölu hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. ASalkostir eru: að þau eru eina verðtryggða sparnaðarformið, sem á boð- stólum er, að höfuðstóll tvöfaldast með vöxtum á 14 árum en skírteinin eru innleysanleg hvenær sem er eftir fimm ár, að góður almennur markaður hefur skapazt fyrir skírteinin, að höfuðstóll, vextir og vaxtavextir eru verðtryggðir, að þau jafngilda fjárfestingu í fasteign, en eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, að þau eru nafnskráð, en eftir sem áður skatt- og framtalsfrjáls. Athygli er vakin á því, að kjör skírteinanna eru óbreytt í þremur síðustu útgáfum frá ársbyrjun 1971. SEÐLABANKI ÍSLANDS á

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.