Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 18.08.1972, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 yakti hann, þegar lestin hægði á sér og stanzaði því næst. Hann hrökk upp og tók eftir, að ferðafélagi lians, sem nú var lcomin aftux*, hafði bei'sýnilega einnig yaknað af blundi. ,sHvað er að? Af hvei'ju stönzum við?“ spurði hún. „Ég hélt ekki að þessi lest ætti að stanza á leðinni?“ „Það átti hún heldur ekki að gei’a,“ sagði hann. „Nú skal ég gá að, hvað um er að yei’a.“ Hann leit út um gluggann og sá, að þau voru stönzuð á lítilli stöð, sem var dauf- lega lýst. Dálítið frá stóðu lestarstjórinn og annar járn- brautarstarfsmaður — senni- lega stöðvarstjórinn — tóm- um brautarpallinum og töl- uðu saman, að því er virtist af mikilli alvöru. Svo sneri lestarstjórinn sér við og veif- aði luktinni. „Það er allt í lagi, lierra,“ sagði hann um leið og hann gekk fram lijá klefagluggan- um. „Það var einungis merki, sém ekki hafði verið sett al- veg rétt. Nú höldum við á- fram.“ Klukkutíma seinna stanzaði lestin, sem hafði unnið upp þessa fáu mínútna töf, ná- kvæmlega á réttum tima á stöðinni í Liverpool. „Barón- inn“ tók upp töskuna sína, og í sömu andrá voru ldefadyrn ar opnaðar, og tvær sterkar hendur gripu um hann og drógu hann i skyndi út á stöðvarþallinn. „Ég er hræddur um, að nú sé komið. að endalokum yðar „barón“,“ sagði annar mað- urinn; og áður en hann gat áttað sig, voru handjárnin komin á liann, og hann var tjóðraður milli tveggja leyni- lögreglumanna. Hann var svo ringlaður af þessari óvæntu og skyndilegu ógæfu, að liann heyrði varla hina fallegu rödd ferðafélaga síns, þegar hún var að út- skýra eitthvað fyrir kumpán- legurn náunga í loðfrakka. — „ ... Ég hafði vitanlega lesið um það í blöðunum, og þegar ég sá öll þessi djásn á hnjánum á þessari mann- skepnu, varð mér auðvitað strax ljóst, hvernig í öllu lá. Ég var sannfærð um, að liann mundi myrða mig, ef hann héldi, að mig grunaði hann, og þess vegna lék ég mitt hlutverk, þar til ég gat sagt lestarstjóranum frá grun mínum. Lestin stanzaði á lít- illi stöð til að senda lögregl- unni símskeyti.“ „Þér eruð — eins og ævin- lega — dásamleg kona!“ sagði félagi hennar og sneri sér allt í einu. að „barónin- um“. „Bíðið, maður miim, og leyfið mér að kynna yður ungfrú Elmu Staines, leik- konuna frægu. Hún liefur leikið áðalhlutverkið, blindu konuna, í síðasta leikriti mínu, „Myrkur“, sem vakti svo mikla lirifningu. Það finnst mér þér verðið að fá að vita!“ MROSSGATAN LÁRÉTT: 42 athugaði 14 óvana 1 fjandi 43 grátur 16 óskemmtileg 5 smáþrep 45 úrgangur 18 skammstöfun 10 rolla 46 ‘viss 19 valt 11 skammstöfun 48 akreiðarnir 21 skordýr 12 sjúkdómar 49 einsamalli 14 misstórir 50 tímarit 22 tveir eins 15 höfuðsök 51 sign. 24 farartæki 17 Ráðstjórnar- 52 staðfast 26 rusta ríkin 53 erta 28 angra 20 klifraði 29 þrír eins 21 manndráp 31 óhræddur 23 blóm 32 sundlaug 25 herdeild LÓÐRÉTT: 34 nagdýranna 26 ofsi 1 undirstaða 35 hrjáður 27 fugl 2 sundraðir 37 flatmagaði 29 rola 3 ginna 38 skíðahlaup 30 unglingur 4 umgangur 39 totu 32 lauga 6 sjógangur 41 tveir óskyldir 33kóng (fornt) 7 rekald 43 blóðþyrst 36 broshýri 8 ólygin 44 bátur 38 marin 9 atburðirnir 46 egna 40 vendir 13 skemmtun 47 eftirstöðvar u Úr annálum lögreglunnar MARY Eaton var áhyggju- full. Maður hennar var alltaf van ur að hringja, ef hann vann fram eftir á kvöldin, og hann var líka búinn að því. Sagðist ætla að loka bensínsölunni klukkan níu, og heim til hans var tuttugu mínútna gangur. Nú var komið miðnætti, og George var ókominn. George Eaton var ekki heill heilsu, svo að kona hans var áhyggjufyllri en margar aðrar konur hefðu verið í hennar sporurn. Þær hefðu álitið, að maður þeirra hefði farið inn á veitingastofu þetta kalda marz- kvöld til að hlýja sér og dvöl- in dregizt þar. En Mary vissi, að berklahæli myndi aldrei gera slíkt. Þau hjónin, ásamt þremur dætrum sínum, höfðu búið í Oregon, en flutt þaðan til Denver, vegna legu og lofts- lags borgarinnar, sem var bet- ur við hæfi Georges. George fékk vinnu við bensínstöð hjá Pat Zansa í úthverfi Denver. Hann átti ekki að vinna þetta þriðjudagskvöld, 24. marz 1959, en hafði skipt við Pat Zansa til að eiga frí á páska- dag. Veðrið var kalt, og vind- urinn næddi um göturnar. Mary var farin að ímynda sér, að George hefði orðið fyrir slysi. Hún hringdi og hringdi í bensínsöluna en enginn var við. Klukkan var tuttugu minút- ur yfir tólf, þegar Mary Eaton hringdi á lögreglustöðina. Lög- regluþjónninn, sem svaraði henni, sagðist ekki vita til að neinn með því nafni hefði lent í. slysi. Hún bað hann þá um að láta athuga, hvort allt væri í lagi á benzínsölunni. Hann játti því, náði sambandi við lögreglubíl og bað hann að fara á staðinn. — ★“ ÞEGAR að lögreglubíllinn kom að benzínsölustöð- inni, voru öll ljós þar slökkt. it af B Lögregluþjónarnir tveir stigu út úr bílunum og gengu að verkstæðisdyrunum. Þær voru læstar. Síðan fóru þeir að skrifstofudyrunum. Annar þeirra sneri snerlinum og dyrn ar lukust upp. Þeir lýstu upp með vasaljósum sínum og sáu á gólfinu stóran skrúflykil og peningaskúffuna, og um leið vispp þeir,að hér hafði rán átt sér stað. Varlega mjökuðu þeir sér inn um dyrnar, því verið gæti, að þeir hefðu komið að þjófnum í miðjum klíðum. Þeir sáu blóðferil á gólfinu, eins og eitthvað hefði verið dregið eft- ir því. Ferillinn lá að baðdyr- unum. Þeir opnuðu þær, og annar þeirra hrópaði: „Guð minn góður!” Á miðju gólfinu lá maður á grúfu, og hnakkinn á honum var sundurmolaður. Jakki hans og sk.yrta voru dregin upp á aðra öxlina, eins og hann hefði verið dreginn þarna inn og fleygt þar. Nokkrum mínútum síðar var staðurinn morandi í lögreglu- mönnum, og yfirmaðurinn yf- ir þeim var Fred Zarnow. Hann lét hringja í Pat Zansa til að biðja hann að koma og líta á líkið. Pat gerði það og sagði, að þar væri Georg Eaton. Að áliti læknis, sem kom á staðinn var fastslegið, að Georg hefði verið myrtur um níu-leytið. Morðvopnið reyndist vera þungur járnsleði, sem settur er undir bíla í smurningsgryf junum svo að þeir renni ekki til. Hræðilegt morðvopn, og morðinginn hlaut að hafa sveiflað honum eins Dg kylfu, þegar hann sló Georg niður. Peningaskúffan var tóm. En hvers vegna hafði Georg Eaton verið drepinn? Hann var hvorki stór né kraftalegur og hefði áreiðanlega afhent peningana gegn skipun um- yrðalaust. Morðinginn hlaut að hafa þekkt hann og drepið hann til þess að hann kæmi ekki upp um sig. Pat Zansa kvaðst ekki vita eorif E; til, að Georg ætti neina óvini, og það sama fullyrti Mary kona Georgs. Kvað hún Georg einmitt hafa verið svo glaðan og reifan þennan dag. Hann hafði verið nýbúinn að kaupa gamlan bíl og hlakkaði til að fara að gera hann upp. Þau hjónin höfðu ákveðið að fara saman út á laugardaginn til að kaupa kjóla á dætur sínar og ætluðu, að halda páskana, hátíðlega í skjóli heimilisins. Zarnow og menn hans fóru yfir peningakassann og kom- ust að raun um, að í honum hefðu átt að vera um 80 doll- arar. Einnig fundu þeir kvitt- un, sem sýndi að Georg hefði selt manni á bíl, sem bar núm- erplötu Cheyenneborgar, ben- zín einhvern tíma kvöldsins og létu boð út ganga til allra ná- lægra lögrglustöðva um að reyna að hafa upp á þeim manni. Zansa var spurður í þaula, hvort hann myndi eftir ein- hverjum vafasömum, einkenni- legum eða á annan hátt at- hyglisverðum manni á eða í kringum benzínstöðina í seinni tíð. Hann sagðist hafa tekið eftir feitum, ungum manni, sem beðið hefði um vinnu og komið þar nokkrum sinnum síðan, og eins sagði hann, að þessi náungi hefði verið þar, þegar hann fór heim um dag- inn. Hann vissi ekki hvað hann hét, en lýsti honum fyrir lög- reglumönnunum eins vel og hann gat. — ★ — MONTOYA leynilögreglufor- ingi var látinn hafa málið til meðferðar, og skömmu eftir að hann var tekinn við, tókst að hafa upp á manninum, sem hafði keypt benzín hjá Georg kvöldið, er hann var drepinn. Það reyndist vera skólastjóri frá Cheyenne á ferðalagi og var kominn 70 mílur suður fyrir Denver, þegar hann fannst. Hann svaraði spurningum ton lögreglunnar greiðlega og kvaðst hafa keypt benzín um níuleytið, og þá hefði af- greiðslumaðurinn fyllt tankinn hjá sér. Hann sagðist hafa tek- ið eftir ungum, feitum manni í skrifstofunni. Hann hefði verið um 18 til 21 árs, fimm fet og átta til níu þumlungar á hæð og 185 til 190 pund á þyngd. Stuttklipptur, kringluleitur og í döjtkum ,,.j akka og. 1 j ósuro, buxum. Þessi lýsing passaði við náungann, sem Zansa sagði, að hefði verið þar, þegar hann fór heim. Útvarpað var um allt fylkið lýsingu af þessum manni, en Montoya vissi vel, að á meðan þeir vissu ekki nafn hans, væri eiginlega ógerningur að hafa upp á honum, og þess vegna datt honum ráð í hug. Hann fór til kunningja síns Joe Barros, sem var ungur og áhugasamur teiknari við dag- blaðið Denver Post og bað hann að koma og teikna fyrir sig mvnd af náunganum með hjálp þeirra, sem höfðu séð hann. Barros byrjaði að teikna og teiknaði hvert andlitið á fætur öðru, þar til þeim kom saman um, að nú hefði honum tekizt að ng andliti piltsins. Montoya var hinn ánægðasti og þóttist kominn skrefi nær ódæðismanninum, en ennþá ánægðari hefði hann orðið, ef hann hefði vitað um þá hjálp, sem borgarbúar áttu eftir að veita honum og Mary Eaton, sem misst hafði fyrirvinnuna frá þremur börnum. Vegna veikinda sinna hafði Georg Eaton ekki getað tryggt sig, og einu peningarnir, sem hann lét eftir sig, voru þeir 40 dollarar, sem hann átti inni hjá fyrirtækinu. Strax á miðvikudagsmorgun- inn birtu blöðin frásagnir af morðinu. Þegar leið á daginn fóru að berast peningagjafir til Mary og barnanna, og á skömmum tíma voru komnir 300 dollarar. Pat Zansa til- kynnti, að hann myndi af- Framh. á bls. 5

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.