Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Mafían Framh. af bls. 1 að langt sé frá aö allt hafi komið fram í máli þessu. Haft er fyrir satt, aS félag- arnir tveir hafi veriö í klefa með unnusta stúlkunnar, sem fyrir árásinni varö aö Litla Hrauni, og er jafnvel gizkaö á aö einhvern tím- ann kunni að hafa sletzt upp á vinskapinn í sambýl- inu og hafi ekki þótt á- stæöa til annars, en að ná fram hefndum eftir ein- hverjum leiöum. Ekki hefur blaðinu tekist aö fá þenan söguburð staö- festan, en aö sjálfsögöu munum viö birta þær upp- lýsingar, sem okkur berast um málið og reyna að slá upp því, sem sannara reyn- ist. Fyrir utan þaö að vera það, sem kallað er „góö- kunningjar lögreglunnar“ munu umræddir félagar sannarlega ekki teljast nein ir erkienglar; og hvort þeir nú eru sekir eöa saklausir aö því sem hér hefur verið á þá borið, eru þeir meira en lítið grunsamlegir, sér- staklega ef það reynist satt að þeir hafi deilt klefa meö lagsmanni stúlkunnar. Þá vekur það athygli, aö leigubilstjórinn skuli ekkx hafa gefiö sig fram; og hlýt ur sú spurning að vakna, hvort honum hafi ekkí ver- ið ógnað og honum gefiö í skyn, að betra væri að halda sig á mottunni. Ennþá hafa íslendingar verið blessunarlega lausir við terror í Mafíustíl, og ætti 'ögreglan að reyna aö sjá til þess, að svo veröi ekki í náinni framtíö. * Gengisfelifng Framh. af bls, 1 veröur komist hjá því aö fella gengiö fyrir áramót; og hefur því veriö fleygt aö til gengisfellingar komi sennllega í nóvember. Hefur þetta að sjálfsögðu oröið til þess, að fólk hefur rétt einu sinni rifiö sparifé sitt út úr bönkum og hin gífurlega eftirspurn eftir fasteignum hefur stórauk- ist. Mikil hreyfing er á alls kyns veröbréfum, og eru þau seld með gífurlegum aí- föllum Veröur sjálfsagt nú sem endranær hið sama uppi A teningnum og svo oft áður, aö heildsalar, sem verzla meö heimilistæki, bifreiðar og annaö það, sem hægt er aö festa fé í, maka krókinn hressilega; og hef- ur þá vinstri stjórnin væiu- anlega haft ermdi sem erf- iöi. Þaö virðist sem sagt ætla aö sannast hér, aö það er sama hver er viö stjómvöl- inn! Oskabörn þjóöaiinnar veröa eftir sem áður heild- salar og braskarar; og þeir munu víst halda áfram aö mata krókinn, þó aö þeir hafi ekki bolmagn til að borga skatta eins og nyt- samir sakleysingjar 1 þjóö- félaginu. IHBIIBDIIIBBEBBIBDIQIOIIIBDIIBIID * Baróninn ■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■^■■■■■■■■■l Framh. af bls. 7. son mj’ndi ganga af honum dauðum, og ég held ekki að á því sé nokkur vafi, ef Dolph Davenport hefði ekki gengið á milli.“ — ~k — EF ANDERSON er undan- skilinn, var Dolph Davenport líklega eitthvert mesta hörku- tólið, ?em þangað hefur komið. En þar skildi þó á milli. Dolph hefði ekki drepið mann, nema hann væri neyddur til þess. Anderson þurfti ekki einu sinni ástæðu. Þegar því Dolph hélt til skips um kvöldið, þá tók hann Shores með sér. Sennilega hefur hann fleygt honum í land í Seattle, eða einhverjum öðrum stað niður með ströndinni. Síðan hef ég aldrei heyrt meira frá honum. — Rafcei Haris? Já, hún var hérna. Kom með þeim í fyrstu ferðinni. Hún var hálf-aum- ingjaleg á meðan þeir voru að slást, ef ég man rétt. Hún var ódrukkin, sjáðu til, og þegar hún var ódrukkin, var hún alls ekki sem verst. Það var aðeins, þegar hún var drukkin, sem hún hagaði sér eins og skepna. Það versta var, að er fram liðu stundir var hún oft- ast drukkin. Rakel Harris hlaut að vita, að með nærveru sinni var hún að gera gullgrafarana vitlausa. Ódrukkin og án aðstoðar And- ersons til þess að halda þeim í skefjum, hefði hún kannske hegðað sér skikkanlegar, en þar sem hún var oftast drukk- in og vissi hve gullgrafararnir voru hræddir við hann, þá hleypti hún algjörlega fram af sér beizlinu. í útliti, framkomu og hinum klúru söngvum sín- um var hún fyrirheitið sjálft — en fyrirheit, sem aldrei var uppfylit. Menn voru næstum lokaðir hér inni með henni, þegar hríðarveðrin geisuðú og þeir gátu ekki leitað gulls. Þá reyndu menn að drekka frá sér ráð og rænu. Hræðslan hélt þeim frá henni. Hræðslan við Anderson og kannski enn frek- ar hræðslan við, að hann myndi henda þeim út og neita þeim um viskí.“ í þessu drungalega og niður- drepandi andrúmslofti leituðu menn að gulli og komu svo aft- ur til þess að drekka sig fulla og láta þessa konu kvelja sig Heyrzt hafa sögur um að menn hafi boðið henni peninga fyrir að fá að éta kexköku úr hendi hennar. Og auðvitað urðu nokkrir til þess að gera tilraun til að komast yfir hana. Að minnsta kosti tveim þeirra hélt Anderson á meðan hún húð- strýkti þá með hundasvipu. Sagnfræðingar vita ekki með vissu, hve lengi þetta á- stand varði. Þrjú ár? Fjögur? Þeir vita þó með vissu, að at- burðurinn út af Carmicael átti sér stað í ágúst 1896, því að þann 17. ágúst lauk þessu öllu. — ★ — ÞEGAR þeim hafði verið hent út úr búlu Andersons, héldu þeir Carmichael niður að Yukon, þangað sem ætt- flokkur konu Carmichaels hélt til. Hún var kölluð þögla Suzie, og þó að hún væri ekki nema 20 ára, bar hún þegar hin sér- kennilegu einkenni Siwashi- Indíánanna: algjört kæruleysi. Andlit hennar bar þess ekki merki, að hún hefði nokkurn tíma brosað eða myndi nokk- urn tíma gera það. Þar sást heldur aldrei undrun né for- vitni. Ekki minnsti áhugi á nokkru. Hún hjúkraði mönnun um aftir beztu getu, en þeir voru mjög illa leiknir eftir við- ureignina við Anderson. Aldrei spurði hún þó, hvernig þetta hefði skeð, né hvers vegna Charlie Two Claws var ekki með þeim. Eftir nokkra daga hvíld hélt flokkurinn af stað meðfram Yukon og leitaði að veiðiscóðvum, sem þeir höfðu ekki áður verið á. Þótt Car- michael hefði í upphafi komið til Yukon sem gullgrafari, þá hafði hann hætt allri gullleit og snúið sér að laxveiðum, þeg- ar hann giftist inn í ættflokk- inn. Að morgni hins 17. ágúst riðu mennirnir eftir bakka lít- illar pverár, sem enginn þeirra hafði áður kannað. Þeir höfðu aðeins þrjá hesta, svo að Suzie ÞAÐ ER HAGKVÆMT AÐ FIJÚC3A Á HAUSTiN Haustfárgjökflin eru þríöjungi flaegrfl Flugféiagiö býöur fljótustu og ódýrustu ferðirnar til Evrópulanda með fullkomnasta farkosti nútímans. Hinn 15. september taka haust- fargjöld Flugfélagsins gildi. Um 30% afsláttur er veittur af venjulegum fargjöldum til allra helztu borga Evrópu. í 50 manna hópferð til Skandinavíu fljúgið þér næsturn fyrir hálfvirði. FLVCFELACISLANDS

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.