Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 22.09.1972, Blaðsíða 7
NÝ vikutíðindi 7 högg aendu Carmichael í gólí'ið, og brátt lá Old Man Salmin of- an á honum. Baróninn snéri sér við, til þess að gera Bear Meat sömu skil, en hljóp þá beint í velútilátið högg þess síðarnefnda og hrökklaðist aft- ur á oak ofan á þá Salmon og Carmíchael. Þeir gripu þegar um hendur hans og héldu hon- um á meðan Bear Meat kom sér fyrir ofan á brjósti hans og barði andlit hans báðum hönd- um. Höfuð ljóshærða mannsins valt sitt á hvað og hann spark- aði með fótunum af öllum kröftum. „Hvernig líkar þér þetta, Barón?“ spurði Carmichael, en rétt á eftir hrópaði hann: „Nei! Nei! Haldið þið helvítinu. Hann er sleipur eins og áll.“ Fjórmenningarnir á gólfinu runnu saman í eina ógreimlega hrúgu. Skyndilega var Barón- inn kominn efst í hrúguna og sleit nú af sér hina. Hann henti þeim af sér eins og björn hendir af sér veiði- hundum. Eftir þetta var ekki um neinn bardaga að ræða. Indíánarnir og Carmichael voru sterkir menn og ákveðnir í að drepa hann, en hann var þeim of snar í snúningum, og of uppáfinningasamur í árásum sínum. Þeir gripu um fætur hans, og hann sparkaði sig lausan. Hann leyfði Old Man j Salmon að komast á hné, en barði hann síðan sundur og saman aftan frá. Hann dró Bear Meat á fætur, tók síðan á honum hálstaki með hand- leggnum og lamdi svo hausun- um á honum af heljarafli í botninn á einni öltunnunni. Hann hóf Carmichael á loít yfir nöfuð sér og henti honum síðán 'ófán' á Charlie Twó 1 Claws. „Svona, hendið þeim nú út,“ sagði hann. „Ef þeir verða hér enn, þegar ég kem niður, flæ ég þá lifandi." „Þessi er dauður,“ sagði Mule Combs og benti á Charlie Two Claws. „Kornið þeim út. Komið þeim út,“ sagði Baróninn yfir öxlina og fór upp stigann til herbergis síns. Konan gekk til hans. „Þú varst dásamlegur, Bar- ón,“ sngði hún og dustaði sag af boðungnum á jakkka hans „Þessir aumingjar hafa ekkert að gera í hendurnar á sönnu karlmenni.“ ' Hún þrýsti sér að honum, beit hann svo stríðnislega í eyrnasnepilinn og sleppti taki sínu á honum. „Hættu þessu og náðu mér i eitthvað að drekka,“ sagði sá ljóshærði. „Og hvað nú, ef ég vil það ekki? Ég er ekki ambátt þín, það ættirðu að vita,“ sagði liún og var nú þrjóskuleg á svip, þrátt fyrir að hún reikaði í spori vegna drykkjunnar. Hún veinaði og reyndi að forða sér, en hann hélt í hand- legg hennar með annarri hend- inni. „Ég meinti ekkert með þessu, Barón,“ sagði hún bæn- arrómi og var nú skyndilega allsgáð. „Ég var bara að gera að gamni mínu.“ Hann sló hana utan undir svo að hún slengdist utan í vegginn Hún tók að æpa, bæði af hræðslu og reiði. -k- LÁRÉTT: 1 viðburður 5 setbekks 10 beinið 11 karlmannsnafn 13 meina oft 15 óblíð 17 hljóma 18 grár 20 teymdi 21 guð 22 miðpunktur 23 renni 24 Þjóðverjar 27 sperruþak 28 holan 30 flanar 32 fugl 33 ljós 34 stjórna 36 kúíuð 37 óforsjálni 40 safna 42 borða 45 forn þjóð 47 nokkuð 48 tengt 50 fiska 51 skemmdist 52 þefa 53 konunafn (þf.) 54 álfa 57 Selvogsbanki 60 skólaði 61 fiskurinn 62 hlutaðeigandi 63 afbrot LÓÐRÉTT: 1 land í Evrópu 2 skolli 3 kunningja 4 ranghverfa 6 leik 7 fóðruðu 8 dúkur 9 fyllri 10 hringir 12 á að gizka 13 hreinsar 14 skógardýr (flt.) 15 samtals 16 leikfangið 19 forfaðir 25 leiðindi 26 svalla 28 reyki 29 merkið 31 rölt 32 verkfæri 35 kæra 36 fríða 38 stikar 39 matur 41 ávöxtur 42 standa við heit 43 vefnaðarvara 44 örn 46 ein 48 hef fyrirvara 49 spjald 55 ... tala 56 mennt 58 enda 59 hraði KROSSGÁTAN NIÐRI við barinn hlustuðu gullgrafarnir eins og ekkert væri um að vera á óp konunn- ar. Hver þeirra starði í glas sitt eða drakk þögull. Brot- hljóð heyrðist, og sem snöggv- ast sáu þeir konunni bregða fyrir á svölunum, þar sem hún stóð og hélt að sér rifnum kjólnum. „Hjálpið mér,“ grátbað hún hina þöglu menn niðri við bar- inn. „Guð minn góður. Þið kall ið ykkur karlmenn. Stöðvið hann. í Guðs bænum stöðvið hann.“ Gullgrafararnir hreyfðu sig ekki að heldur. Hver og einn þeirra átti í baráttu við sitt eigið helvíti. Nokkrir sneru sér aftur að drykkjunni. Aðrir horfðu á Baróninn koma aftan | að henni og rífa kjólinn utan | af henni í einu handtaki og henda honum niður í salinn. Að svo búnu kippti hann henni inn í herbergið aftur. Hún æpti ofsalega tvisvar 6nn. Svo varð allt hljótt. Nokkrum mínútum síðar kreistu mennirnir neglurnar á kaf í lófa sér, þegar þeir heyrðu konuna stynja inni í opnu herberginu. Billy Price beygði sig niður og tók upp rifinn kjólinn af gólfinu. Þeg- ar stunurnar héldu áfram og ukust heldur, kreisti hann kjólinn í þögulli örvæntingu. Loks var loftið klofið skerandi dýrslegu veini. Síðan varð aft- ur hljótt. Nokkrum mínútum síðar gekk konan allsnakin fram á svalirnar. Niðri stóðu þrír menn við barinn, og Billy Price lá fram á hann með kjól- inn hennar yfir höfðinu. Hún gekk niður stigann, og menn- irnir þrír horfðu á hana svip- brigðalaust, þar sem hún gekk yfir salinn og tók kjólinn af Billy. „Hann vill fá drykk, Billy,“ sagði hún. „Þú verður að fá mér hann handa honum.“ „Sendi hann þig svona nið- ur,“ sagði hann og leit á hana með skelfingu í svipnum., „Djöfuls þrjóturinn. Hann veit, hvernig okkur verður við. Ó, djöfuls ... Ég fer héðan. Kann- BRIDGE- Þ Á T T U R Vestur gefur. — Báðir á hættu. Norður- A 93542 ¥ K 8 4 ♦ Á G 6 4 •T» 9 Vestur: ♦ KG10 ¥ ÁG 10 9 7 ♦ 7 ♦ Á6 5 3 Austur: A 7 6 3 V 6 5 2 ♦ 53 * 10 8 7 4 2 Suður: ♦ Á D ¥ D 3 ♦ KD 10 9 8 2 ♦ KDG Sagnir gengu þannig: V N A S 1 H P P D P 1 S P 2 T P 3 T P 5 T P P P Líklegast var erfiðasta vandamálið í þessu spili að ná réttri sögn. Bezta sögnin var 3 grönd á hendi Suðurs, en erf- itt var að segja hana. Raunar hefði Norður getað sagt 2 hjörtu i stað 3 tígla, en það er erfitt fyrir hann að vita, að grand sé betri sögn en tígull. Sem betur fór tókst Suðri þó að koma spilinu heilu í höfn með nókvæmri spilamennsku. Vestur lét út lauf Á og síð- an lágt lauf, en það útspil var mjög hagstætt fyrir Suður. Hann varð að kasta spaða í, þótt freistandi hefði verið að henda hjarta. Sagnhafi tók nú trompin og spilaði hjarta undir K blinds. Ef Vestur tekur á Á, fær Suð- ur seinna á hjarta D, kemst inn á blind í trompi og kastar spaða D í hjarta K. Vestur sér hættuna við að taka á hjarta Á og tekur á 9, svo að K í blindi verður að drepa. Svo spilar Suður sig inn á tromp, tekur á lauf K og hendir hjarta úr borði, en spil- ar svo hjarta D, þannig að Vestur kemst inn. Ef Vestur spilar spaða, fær Suður aukaslag á D. Ef hann spilar laufi eða hjarta trompar blindur og Suður kastar spaða D. Suður hefði tapað spilinu, ef hann kastar hjarta úr borði í öðru útspili. Spili Suður svo hjarta, tekur Vestur með Á og næsta útspil hans í hjarta verð- ur örlagaríkt fyrir sagnhafa; Vestur myndi að lokum fá slag á spaða K. ske finn ég heilt gullfjall á morgun, en héðan fer ég. Það getur einhver annar staðið í þessu svínaríi en ég.“ „Þú mátt ekki yfirgefa mig, Billy,“ hvíslaði hún og beygði sig yfir hann, svo að ljóst hár- ið straukst við andlit hans um leið og hún lokaði augunum og kyssti hann. Skildu mig ekki eina eftir hjá honum.“ „Þú.“ „Gerðu það fyrir mig, Billy,“ sagði hún biðjandi, þrýsti sér upp að honum og strauk hon- um um andlitið. „Finndu hve ég er heit. Sjáðu hvað ég get verið þér góð, einhvern tíma Farðu ekki, Billy.“ „Hvað er langt síðan þú hljópst hér um allt og leitaðir að byssu til þess að drepa mig,“ sagði hann ólundarlega og losaði sig. „Hvað um það, þó að ég fái mér Siwashi- stelpu annað slagið? Hvað get ég annað gert? Þú vilt að ég verði kyrr? Alit í lagi, en segðu mér þá. Ef Baróninn hverfur einn góðan veðurdag, verður það þá ég og þú?“ „Auðvitað,“ flýtti hún sér að segja. „En vertu bara var- kár, Billy. Hann þarf ekki ann- að en að sjá þig horfa á sig haturs lugum, og þú ert dauð- ur, eða þú liggur úti í snjó- skafli með brotið bak. Það þarf ekki meira til.“ — ★ — ÞAÐ ERU litlar sögulegar sannanir fyrir hendi í sögu Svíans Andersons „Baróns“, þó hefur tekizt að tína nokkuð til. Hann var í lögreglunni í Mon- tana og Wyoming á árunum milli 1885 og 1890. Hann gekk svo upp í starfi sínu, að hann varð kunnur undir nafninu Jonni böðull. Þeir, sem hann beitti sér mest gegn, voru þá þegar Indíánar, og vitað er, að eitt hengdi hann 6 Chey- enne índíána í einu fyrir hrossaþjófnað, þrátt fyrir það, að hann vissi að mennirnir voru saklausir. Einhvern tíma snemma á síð asta tug aldarinnar er vitað, að hann gekk í félagsskap við mann að nafni Dolph Daven- port. Var sá skipstjóri á fljóta- bát. Samkvæmt samkomulagi þeirra, átti Anderson að koma upp viskístöðvum við ána Yuk- on, en Davenport að sjá hinum fyrir viskíi. Anderson valdi að setjast að í byggingu, sem rússsneskir innflytjendur höfðu reist hundrað árum áður, þegar þeir höfðu yfirráðin yfir hinni miklu skinnaverzlun í Alaska. Árin eftir að Rússarnir yfir- gáfu Alaska, notuðuðu Indíán- arnir þessa byggingu, síðar gullgrafar og síðast notaði hana maður að nafni Shores, til sama brúks og Anderson ætlaði hana. í stuttu máli sagt, þegar Anderson kom á vett- vang fann hann fyrir blóm- lega viskíkrá. En hann kippti sér ekki upp við svoleiðis smá- muni. Hann hafði ágirnd á knæpunni. Hann myndi því bara slá eign sinni á hana. „Hér hafa aldrei slagsmál verið, sem komust neitt í hálf- kvisti við þau slagsmál,“ sagði Mule Combs, einn af gullgröf- urunum í blaðaviðtali 30 árum seinna. „Ég býst við, að Shores hafi verið nálægt tvöfaR þyngri en Anderson; þó var það ekki fita. En það var ekki allt. í kringum hann héngu oft ast þrír, fjórir slánar, sem áttu að taka það að sér, sem Shores gat ekki afgreitt. Þeir voru þó ekki til mikils gagns eftir fyrstu lotu. Einn þeirra ætlaði að henda flösku í hausinn á Anderson. Dolph Davenport líkaði það ekki, svo að hann skaut hann í fótinn. Þar með var hann úr sögunni. Já, vel á minnzt, Dolph var með Ander- son, þegar hann kom í fyrsta sinn. Ég býst við, að hann hafi verið að líta eftir því, að eign- arhlutur hans í fyrirtækinu væri í góðum höndum. Jæja. þeir slógust hér um allt. Uppi og niðri. Nú. Shores hossaði sér ofan á honum, tók hann upp og henti honum hingað og þangað líkt og tuskubrúðu. En þetta var eins og að reyna að eyði- leggja gúmmíbolta. Anderson lagði alltaf í hann aftur, og innan tíðar hefði mátt ætla, að einhver væri að nota andlit- ið á Shores til þess að skerpa hnífinn sinn. Fésið var eitt fleiður. Það mátti sjá, að Shor- es var að gefa sig, og Ander- son barði hann stöðugt undir bringspalirnar, svo að hann náði ekki andanum. Brátt skjögraði hann hér um salinn eins og fársjúkur fíll, en And- erson lét hann aldrei í friði. Anderson hafði fengið sinn skerf, þegar hér var komið, en það var ekki hægt að sjá það á honum. Að lokum var spurn- ingin aðeins sú, hvort Ander- Framh. á bls. 4

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.