Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 29.09.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI grófgerðar, fátæklegar og smekklausar. Hugmyndasnauð- ur, hversdagslegur, rómversk- ur tilbúningur. Kvöld eitt sagði bann, eins og til afsök- unar, að síðasta veizla sín hefði aðeins kostað hundrað talentur (um 8-10 millj. ísl. kr.). „Sannarlega getur enginn eytt meiru í eina veizlu.“ Cleopatra hló. „Gott og vel. Ég get það. Næsta veizla mín skal kosta mig þúsund talentur“ 80-100 millj. ísl. kr.). „Þú ert að gera að gamni þinu, Cleopatra, það er ómögu- legt.“ „Viltu veðja?“ „Það geri ég fúslega.“ Svo að Cleopatra veðjaði við hann, að hún skyldi gera þetta daginn eítir. Á tilsetturri tíma kom Anton- íus út í lystisnekkju hennar; viðhöfnin var með minna móti. „Ég held, að ég vinni veð- málið,“ hugsaði Antoníus með sjálfum sér. Upphátt sagði hann: „Lauslega áætlað gæti ég hugsað, að kostnaðurinn við þessa veizlu sé um einn fimmti af þeirri úpphæð, sem þú veðjaðir.“ „Bíddu bara,“ sagði Cleo- patra. „Þetta er aðeins byrj- unin.“ Og þá klappaði hún saman höndunum og bað þrælana að færa sér borð með glasi af ediki á. „Hvað ætlar hún nú að gera?!“ hugsaði Antoníus um leið og hann leit ílorvitnilega á hana. En undrunin hans viarð enn meiri við það, sem hann sá, því að Cleopatra losaði 'þegar eina perluna af eyrnalokk\sín- um og sagði kærul*y***>lega, um leið og hún kastaði henni í edikið: „Þessir srnámunir kosta fjórar milljónir.“ Þegar perlan hafði ieystst upp lét hún hana drjúpa niður í sig, eins og eitthvert sælgæti. „Og nú er röðin komin að næstu perlu,“ sagði hún. En Antonius hélt hönd henn- ar. „Nú er nóg komið,“ hróp- aði hann. ,,Þú hefur unnið veðmálið.“ CLEOPATRA var enginn heimskingi. Vitfirring hennar hafði ákveðinn tilgang. Af , hagsmunaástæðum sýndi hún íauðæfi sín á svo heimskulegan hátt. Hún lagði allt kapp á að sýna Antoníusi fram á, hve mlkla fjárhagslega aðstoð hún gæti veitt honum í baráttu hans til að ná algerum yfir- ráðum yfir Rómaveldi. Eina ósk hemnar, nú þegar Caesar var dáinn, var að koma á deilu milli AnÆoníusar og Octavían- usar. Tæpidus, þriðji maðurinn í ráðinu, var áhrifalítill mað- ur. Undir stjórn Antoníusar og með hennar eigin fjármagni mundu þau vinna sigur á Octavíanusi og setjast í há- sæti Rómaveldis. Cleopatra mundi enn verða drottning alls heimsins. Hvött af nýjum draumórum um heimsyfirráð, sigldi hún til Alexandríu og snéri aftur með loforð frá Antoniusi um að heimsækja hana við fyrsta tækifæri. Sjálfur var Antoníus áfjáður í að sjá með eigin augum hin dásamlegu auðæfi Egyptalands og njóta kossa hinnar rauð- hærðu, egypsku töfradísar. Hann fylgdi drottningunni þegar tii Alexandríu. Þar var honum tekið sem konungi með konunglegum veizlum og svalli. „Það myndu verða endalaus- ir smámunir,“ segir Plutarck, „og að gefa nákvæma lýsingu af heimskupörum Antoníusar og Cleopötru í Alexandríu. \ Skrípaleikjum grímudansleikj- am, drykkjuveizlum, skemmti- ferðum, dansleikjum, veðreið- um og jafnvel heimsóknum í dularbúningi þræla og bænda til veitingahúsa.“ Stundum laumuðust þau eft- ir hinum dimmu götum að nóttu til góðglöð eftir drykkju, berjandi á dyr og glugga hjá ókunnugu fólki og skríktu í skugganum, þegar húsráðendur komu til dyra. Einu sinni eða tvisvar náðust þau og voru barin til óbóta. „Þó að flestir gizkuðu á hver þau væru.“ eftir því sem Plutarck segir. Hin léttlynda og fjöruga drottning var hrein andstæða hins þungbúna og ruddalega Antoníusar. Eitt sinn, er Antoníus hafði verið að dorga árangurslaust í höfninni, lét hann kafara fara niður í vatnið og setja fisk á öngulinn hjá sér. Anton- íus dró fiskana hvern á fætur öðrum og hlaut mikið lof. „Hví líkur veiðimaður.“ En allt í einu dró hann súrsaða síld, öllum til mikillar undrunar. Þetta var verk Cleo- pötru. Hana hafði grunað bragð Antoníusar, og skipað þræl að kafa með þessa síld og koma henni á öngulinn. Því næst sagði hún við hinn ruglaða veiðimann: „Leyfðu okkur vesalings Egyptum að hafa fiskana. Þín veiði á að ERT ÞÚ ÚTI AÐ AKA AM Hvort sem ekið er með vörur eða farþega gera atvinnubílstjórar sér far um að velja aðeins örugga og og endingarmikla hjólbarða á bíla sína. Þegar um er að ræða sterka hjól- barða er BRIDGESTONE merki, sem þeir geta treyst. Bílstjórar mæla því óhikað með BRIDGE- STONE. Hafið þér efiii á að kaupa eitthvað annað? ROLF JOHANSEN & CO. Laugavegi 178 — Sími 86-700 jvera borgir, skattlönd og keis- ! aradæmi.“ j En Antoníus hafði gleyrat öllum borgum, skattlöndum og keisaradæmum í ástarvímunni. Virðing hans þvarr, hann eyddi til eiskis kröftum sínum og þvi dýrmætasta sem hann átti, tímanum. Meðan Anton- íus hélt til í viðhafnarherbergi Egyptalandsdrottningar var Octavíanus að styrkja aðstöðu sína í Róm. OCTAVÍANUS, frændi Cesars, var hættulegur keppinautur. Þótt hann væri heilsutæpur, var viljaþrek hans óbilandi. Hið föla bólugrafna andlit hans gaf ekki í skyn hans innri mann. Vegna hinna mörgu fórnardýra, sem hann hafði látið pynta og krossfesta, var hann þekktur undir nafn- inu „böðullinn“. Hinn grimmi, önuglyndi, hagsýni og skarp- vitri óþokki, sem hataði birtu og fór sjaldan í boð, lifði eins og slímdýr í feni andlegs og líkamlegs óþverra. Þannig var keppinautur Ant- oníusac í baráttunni um hið Rómverska hásæti. Hann líkt- ist einna helzt illkynjuðum snák. Smám saman færði hann sig upp á skaftið. Áfjáður í að koma af stað deilu við Antoníus, fann hann brátt til- efnið. Systir hans Octavía, var gift Antoníusi. Það var auð- velt, og reyndar réttmætt, að ákæra Antoníus fyrir að af- rækja eiginkonu sína og bera blinda ást til erlendrar konu. Octavíus sendi systur sína, þótt hann vissi að það væri árangurslaust, til að tala um fyrir manni sínum og fá hann til að koma aftur til fjölskyldu sinnar. Þegar Octavía kom aft- ur tómhent til Rómar, ruddist bróðir hennar inn í öldrmga- ráðið og ákærði opinberlega þennan liðhlaupa og svikara, þennan drykkjurút, sem hefði lofað egypskri skækju róm- verska heimsveldinu sem laun fyrir blíðu hennar. Hinir rómversku öldungar voru ásáttir um, að slíkt væri óþolandi. Floti var hervæddur til að senda gegn Antoníusi. Og Antoníus byrjaði einnig að útbúa herskipaflota gegn Octa- víanusi. Hann sagði skilið við Octavíu, kvæntist Cleopötru og lýsti sig frelsishetju Róma- veldis. (Hvenær sem tveir þorparar stofna til borgara- styrjaldar, kalla báðir sig frelsishetjur þjóðar sinnar.) Svo sigurviss var Antoníus, að hann hélt sigurför sína áður en orustan byrjaði. Floti hans líktist frekar skrautsýningu en herskipaflota. Með sama glæsi- brag fylgdi Cleopatra Antoní- usi í orustuna. Þau gerðu sér háar vonir. Floti þeirra var stærri og betur útbúinn en floti Octavíanusar. Aðeins stutt, sigursæl orusta, og Antoníus og Cleopatra myndu vera orðin drottnarar heimsins. Antoníus bjó sig undir orust- una með því að drekka sig útúr. Snemma morguns, dag- inn, sem orustan skyldi vera, var hann frávita af drykkju; að kvöldi sama dags var hann frávita af örvæntingu. Hið óvænta hafði skeð. Hin risavöxnu skip Antoníusar

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.