Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 1
tRSu WO0$nnS:s sjonvarps á bls. 5 Pöstudagurinn 20. apríl 1073. — 16. tbl., 16. árg. — Yerð 40 krónur Sriníígúrur í háskóla „íslenzkir læknastaídentar vilja banna innflutning á sígarettunum Nýlega var frá því skýrt, að ,.íslenzkir læknastúd- entar við Háskólann“ hefðu samþykkt ályktun þess efn- is, a'ð banna ætti innflutn- ing á sígarettum. Er það í hæsta máta merkilegt, að slík ályktun skuli berast frá ungu fólki á því herrans ári 1973! Auövitað ber brýna nauð- syn á að draga úr tóbaks- reykingum fólks, þar sem skaðsemi tóbaks er löngu kunn staðreynd. En að tala um irmflutningsbann er svo fáránlegt að engu tali tek- ur. Eða getur einhverjum heilvita manni dottið í hug, -------------------------------------- • ...............................................................................................................................- Fatafella vikurmar r I Hreint brjálæði í gjöfum Nú er af ■ sú tíö, aö úr teljist nægileg gjöf frá for- eldrum, þegar afkvæmi þeirra eru tekin inn í krist- nnna manna tölu. Börnin eru flest búin að fá arm- bandsúr löngu fyrir ferm- ingu og sveia bara og fussa, ef þeim er boöið upp á slíkt smáræöi nú til dags. Nei, það er utanlandsferð, sem gildir, ef barnið á aö verða ánægt meö daginn. Satt er þaö, að ferming- arveizlurnar sem slíkar hafa frekar dregist saman heldur en hitt og eru ekki eins íburöarmiklar og fyrir nokkrum árum. En hins vegar hefur gjafabrjálæöið magnast um allan helming. Fjöldi fólks kvíðir sár- Þrengsli í Sædýrasafni Féleysi og trassaskapur? - Dýravermdunarfélagið komið í málið? Alltaf eru aö berast kvart- mir um, að óhæfilega pröngt sé um sum dýranna Sædýrasafninu. Sérstak- ,ega hefur fólk haft á orði ið aðbúnaöur ísbjarnanna sé fyrir neðan allar hellur. Ekki mun safnið hafa neitað því, að alltof þröngt sé um birnina, en ber því við að féleysi hamli úrbót- um. Þótt þessi - afsökun sé vafalítið rétt - og sönn, þá vaknar sú spurning, hvort rétt se og löglegt aö halda dýrunum þarna við óhæfan aöbúnað. Ef ekki hafa feng- ist peningar til að stækka athafnasvæöi bjarndýranna hlýtur aö liggja b nast viö aö selja þau úr landi. Fólk hefur mjóg takmarkaða Framh. á-bls. 4 lega fýrir, ef því er boðið í fermingarveizlu, vegna út- gjaldanna, sem það hefur í för með sér. Á dögunum sagðist eldri maður á þá leið, að þau gömlu hjónin ættu um tvennt að velja um pásk- ana. P’ara í fjórar eöa fimm fermingarveizlur — og yrðu útgjöldin vart undir 20.000 krónum, — en þaö er umtalsverð upphæö fyrir tekjulág gamlamenni. Hinn kosturinn var sá, aö leggj- ast í rúmiö og þykjast vera fárveik, meðan þessi ósköp stæðu. Þá gætu þau látiö nægja að senda skeyti og meö því sloppið skammlítiö frá hátíöarhöldum ungra ættingja! Ég vil fara út... Þaö er að verða nokkuð algengt, að fermingarbörn heimti utanlandsferðir af foreldum sínum í tilefni fermingarinnar. Sjaldnast er hægt að uppfylla þá ósk, nema annað foreldrið eða bæöi fari með barninu í Framhald á bls. 4 aö slíkt bann sé framkvæm- anlegt eða verði til þess aö fólk hætti að reykja? Byrja á börnunum Það er mest áríðandi aö fræða börnin um skaðsemi tóbaksins. þau eru næmust fyrir áróðri, og ef skynsam- lega væri á málum haldið mætti vinna stóran hluta skólabarna á band þeirra, sem á móti reykingum eru. En ætla sér að fá fullorð- ið fólk til að láta af reyk- ingum með innflutnings- banni er algjörlega út í hött. Og það er ábyggilega, að ef unnið hefði verið að bindindismálum á annan og áhrifameiri hátt, væri minna reykt og drukkið í dag. Það er heldur ekki of seint að snúa þessari ó- heillaþróun við, ef rétt verö- ur á málum haldið. Læknanemar Oft hefur verið á það drepið, að margir háskóla- stúdentar séu gjörsamlega slitnir úr tengslum við allan almenning í landinu. Þeir hafa eitt ævi sinni á skóla- bekk síðan þeir muna eftir sér og oft ekki þurft að vinna handtak að sumrinu. Þessir samþykkt bendir til að svo sé með fyrrnefnda læknanema. Þeir virðast ekki þekkja sína eigin sam- landa, þótt þeir taki fram, að það séu „íslenzkir lækna- nemar,“ sem standa að samþykktinni. — Ef til vill hafa erlendir læknanemar ekki viljað ljá nafn sitt við þessa ályktun. Við höfum aldrei verið hrifnir af bönnum, og ekki er nokkur von til þess að innflutningsbann á síga- rettum bæri hinn minsta árangur. Þvert á móti myndi aðeins koma enn ein lög til að gera grín að, og allur fjöldinn teldi hei- laga skyldu sína að brjóta þau lög. Það er bara óskandi að þessir „íslenzku læknanem- ar“ sýndu meiri gáfur og skilning á mannlegu eöli eftir að þeir hafa lokið sín- um prófum og eru teknir til starfa. Biðja um sterka bjórinn heimsendan með mjólkinni! Annar hugsunarháttur í Englandi en hér í borginni Preston í Eng- landi standa nú deilur um, hvort senda megi sterkan bjór heim til fólks, og er þá miðað við að fyrirtæki það, sem sér um heimsend- ingu á mjólk, taki að sér bjórdreifinguna. Fólk pantar vissan, skammt af mjólk á dag, sem sendur er heim til þess og vill þá líka geta fengið sterka bjórinn heim í morg- unsárið, sem áreiðanlega kemur sér vel, enda ekki amalegt að vita af „einum sterkum“ við dyrnar, Þegar maður vaknar. Pubba-eigendur eru held- ur óhressir yfir tillögu þessari, sem von er, en geta lítið gert, því Englend- ingar velja sinn bjór og engar refjar. Ekki erum við hérna á fróni komin á það menn- ingarstig að geta fengið mjólkina senda heim, enda er hér einokunarsala, sem virðist ekki hugsa um hag viðskiptavina sinna. Hinsvegar værum við afaránægð að bjórfrumvarp- ið verði sem fyrst tekið til athugunar og þingmenn sjái, hvílík firra það er, að banna fólki að neyta sterks bjórs, á meðan allt flýtur í brennivíni, sem ungir og gamlir kneyfa sem örast. Kannske fáum við bjór- in sendan heim, þó við verðum að halda áfram að tölta út eftir mjólkinni!

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.