Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐIN'Ð’I Fjórir grnnaðir „Hvað er að? Hvar er eJd- ur?“ hrópaði Hanna Lind. En ungfrú Scmidt, sem vann í bókhaldinu, svaraði ekki. Hún þaut gegnum skrifstof- urnar án þess að loka hurð- unum og beint inn tilCarlsens ritstjóra án þess að drepa á dyr. Hún var eldrauð af æs- ingu cg stóð á öndinni, svo að hún mátti varla mæla, þegar hún loks staðnæmdist við skrifborð forstjórans. Með stunum og erfiðismunum tókst henni samt að lokum að gera sig skiljanlega. — „Peningarnir — fimmhund- ruð þúsundin, sem við vorum að sækja í bankann, þeir eru horfnir — þeim hefur verið stolið — segir frú Johansen.“ Frú Johansen var gjaldkeri hjá fyrirtækinu. „Ég átti að biðja ritstjórann um að koma strax“. En Carlsen ritstjóri var þegar þotinn af stað og hróp- aði um leið til einkarditarans: „Hringdu til sakamálalögregl- unar undir eins, Petersen". Petersen greip síman, en Hanna hljóp á eftir ritstjóran- um og kom á hæla honum inn í herbergi gjaldkerans. Þar stóð peningaskápurinn opinn, og Hólm gamli bókari var hálfur inni í honum og rótaði í innihaldinu, en frú Jóhansen, sem var feitlagin, -Jífsglöð kona sat í hnipri á stól sínum, með andlitið falið í höndum sér. Hún virðist algerlega ráðalaus. „Hvað hefur skeð?“ spurði ritstjórinn. „Peningarnir — þeir eru horfnir,“ svaraði frú Johan- sen vonleysislega. „Ég lét pokann frá bankanum í skáp- inn, og nú er hann horfin." Já, þeir eru hér ekki,“ endurtók bókhaldarinn og leit upp undan gleraugunum. Hann talaði rólega, í mild- um, dálítið undrandi tón, eins og það væri pípan hans, sem hann gæti ekki fundið. „Hvað eigum við að gera?“ spurði frú Johansen. „Ég hef leitað allstaðar.“ „Þér eruð þá ekki viss um að hafa Iátið peningana í skápinn?“ spurði ritstjórinn hvatlega. „Jú — en ....“ Hún hreyfði sig vandræðalega. „Þegar þeir voru ekki þar, þá gáði ég auðvitað allstaðar.“ „Jæja, við höfum þegar hringt á lögregluna og hún hlýtur að koma fljótlega. Ég held að okkur sé réttast að gera ekkert þar til hún kemur, — eða hvað haldið þér, ungfrú Ling? Þér hafið nokkra æf- ingu í svona málum, er það ekki?“ spurði ritstjórinn og sneri sér að Hönnu. „Ég er yður alveg sammála,“ svaraði hún, „og ég legg til að við verðum hér öll, þar til lögreglan kemur.“ „Alveg rétt. Enginn yfir- gefur herbergið.“ Ritstjórinn brosti. „Hefur nokkur annar en þér farið í skápinn eftir að pen- ingarnir komu frá bankanum?11 spurði Hanna frú Johansen. Nei. .. Jú, það er rétt, Brink blaðamaður var með kassann fyrir skógarferðina og setti hann inn í skápinn. Ég hef alveg gleymt því. Það var skömmu eftir að ungfrú Schmidt kom með pokann.“ „Sören Brlnk, já, hann hefur ekki tekið pokann, það ábyrg- ist ég,“ hraut út úr Hönnu. „Já ég er heldur ékki:..“ Frú Johansen þagnaði. t En það gæti alveg verið unnusti þinn,“ skaut ungfrú Scmidt fram í. „Ég meina auðvitað ekki í alvöru, en það gæti verið að hann væri að hrekkja frú Johansen, — gefa henni vink um að gæta sín betur. Þið vitið að hann er svo gamansamur og hrekkj- óttur ..“ „Ég held að þú vanmetir Sören,“ svaraði Hanna. „Þetta er ekki grin. Fólk getur feng- ið taugaáfall af þesu.“ í sama bili var drepið á dyrnr og lögreglan gekk inn. Þegar fulltrúanum hefði verið skýrt frá málavöxtum, spurði hann strax: „Er nokkur, sem veit hvar Brink blaða- maður er staddur núna?“ „Hann átti að taka viðtal á svínasláturhúsinu strax eft- ir að hann var búinn að gera upp skógarferðarkassann. Sennilega er hann tvo tíma í þeim leiðangri, svo við hljót- um að ná honum þar. Á ég að hringja?" „Nei, Þökk fyrir. Ég sendi lögregluþjón,“ svaraði Brandt í flýti. „Það getur þó ekki verið, að þið grunið í alvöru Sören?“ sagði Hanna og eldroðnaði. „Guð sé oss næstur. Þú þekkir hann þó, Brandt.“ „Ég þekki alla, sem hér hafa verið,“ sagði lögreglufulltrú- inn kuldalega, „og ég gruna ekki unnusta þinn öðrum fremur, þótt ég neyðist til að viðurkenna, að hann virðist 'sá eini, sem hefur haft tæki- færi til að gera þetta. En hvað sem því líður, er réttast að láta lögregluna sækja hann.“ Frú Johansen kinkaði ákaft kolli til samþykkis, og því næst byrjaði Brandt yfir- heyrsluna. „Var það ekki óvenjulegt, að þér hefðuð svona mikla peninga í kassanum?“ spurði hann. „Jú, vissulega,“ svaraði Carlsen ritstjóri. „En bæði var það, að við þurfum að greiða mánaðarlaunin, og svo þurft- um við að greiða óvenjustóra reikninga. „Ég gaf Johansen skipun um að láta sækja pen- ingana, svo það er í lagi.“ „Og mér hefur skilizt, að ungfrú Scmidt hafi sótt pen- ingana, ekki rétt?“ „Jú, það er rétt,“ sagði hún. „Fóruð þér einar í bank- ann?“ ,,Já, hann er hérna rétt á móti, og það er hægt að hafa auga með manni alla leiðina héðan út um glugganum, svo það var engin hætta á ferðum.“ „Getið þér munað, hvers konar seðla þér fenguð í bank- anum?“ „Já, a.m.k. voru 50.000 rs.vtt happdrœltlNiii' aldi-ot glatsilcgra en nti! ÍBUÐAR VINNINGUR mánaðarlega FERÐALÖG HUSBUNAÐUR Hú* þetU, aS Etpilundl 3, alendur A ffljög fíllegum »ta5 í GarSehreppi meS góSu úuýnl Hú*i5 uppfyllir atröngutlu nútimakröfur 5-6 manna fjöUkyldu A8»lvinningur ár»!n* er þetta einbýliehú* »8 Eapilundi 3, Gar8«hreppl, mé8 tvöföldum biUVúr, samtal* 195 ferm. að verSmaeti a. m.k. 6 ffliHj. króna. 1973 Sala hafin 1974 ae MERCEDES BENZ 210 S i MAt krónur af 500 króna seðlum í búnti og sams konar búnt með 100 króna seðlum. Þetta var með innsigli bankans, og þess vegna ætti að vera hægt að fá númer af seðlunum.“ „Og þegar þér komuð, þá afhentuð þér frú Johansen pokann með peningunum?“ Ungfrú Sshmidt játaði því, og Brent sneri sér að frú Johansen. „Settuð þér peningana í „Ef til viIL“ Brandt hélt áfram að leita og fann meiri peninga. f vasa ungfrú Schmidt fann hann 50.000 króna búnt með 500 króna seðlum. og í tösku frú Johan- sen fann hann léreftspoka með allri smámyntinni. „En okkur vantar það, sem mest er um vert, stóru seðl- ana,“ sagði Brandt. „Þjófurinn hefur auðsjáan- lega viljað dreifa gruninum og Þjófnaður úr peningaskáp er alltaf gott blaða- efni, en þegar þjófnaðurinn á sér stað á ritstjórn- arskrifstofunni, verður aðstaðan vandræðaleg. Hverju heldur jiú, að þú myndir svara, ef þessi spurning væri lögð fyrir þig: skápinn strax eftir að þér tókuð við þeim?“ Já.“ „Ættuð þér ekki að hafa talið þá áður?“ „Jú, en ég hafði svo mikið að gera við að skrifa kvittanir. Ungfrú Schmidt átti að fara með þær á pósthúsið. Það var ekki fyrr en ég fór að athuga launareikningana, að ég gáði að poknum, og þá var hann horfinn." „Hafið þér verið hér alltaf síðan þér létuð peningana í skápinn? .... ____ „Já, já. Að vísu fór ég einu sinni á snyrtiherbergið, en þá bankaði ég í rúðuna hjá Hólm. Við höfum það þannig, að hann lítur hér eftir, þegar ég er fjarverandi.“ „Kom nokkur á meðan?“ spurði Brant og sneri sér að bókaranum. Nei,“ svaraði hann. „Það hefur alls enginn ókunnugur komið hér, síðan peningarnir voru látnir í skápinn. Sá eini sem komið hefur, er Brink. Ég hef setið á mínum stað allan timann, og það gæti ekki hafa farið fram hjá mér.“ „Þér hafið þá ekkert þurft að fara í skápinn?“ Nei. Ungfrú Schmidt náði í það, sem ég þurfti.“ „Var hún hér inni á meðan frú Johansen skrapp frá?“ „Nei, ég held að ungfrúin hafi einmitt þá verið á póst- húsinu.“ „Svo þér voruð þá einn hér á meðan?“ „Já.“ „Ágætt. Er nokkur hér, sem hefur á móti því að láta leita á sér? Það auðveldar mikið rannsóknina.“ Auðvitað hafði enginn á móti því, cn fyrst leitaði lögreglan vandlega á skrifstofunni, en án árangurs. Brandt fór í alla vasa á yfir- höfnurn, sem héngu í anddyr- inu. Allt í einu flautaði hann og dró þykkt búnt af 100 króna seðlum upp úr einum frakkavasanum. „Hver á þennan?“ spurði hann Hönnu Lind, sem hafði fylgst með honum. „Hólm, en þetta er áreiðan- lega biekking til að leiða á villigötur.“ hefur vitað, að við höfum númerin af smærri seðlunum.“ „Og kannski hafa þeir líka tekið of mikið pláss,“ sagði Hanna. „Smámyntin bendir og til þess.“ Á meðan á þessu stóð, hafði lögregluþj ónninn komið með Sören Brinck, sem þegar var tekinn til yfirheyrslu. „Þér eruð gjaldkeri fyrir skógarferðina, hefur mér skilist,“ byrjaði Brandt. „Hvers vegna tókuð þér kassan úr skápnum éinmTtt' í dag?“ „Ég ætlaði að hafa tilbú- inn listann yfir iðngjöldin. Það Það er útborgunardagur, og það er ekkert leyndarmál, að ef ég fæ ekki iðgjöldin strax, þá fæ ég þau aldrei,“ sagði Sören brosandi. „Er það venja að þér takið sjálfir kassann úr skápnum og látið hann þar aftur?“ „Já. Hvers vegna ekki? Venjulega er ekkert verðmæti í þessum skáp, og oftast er hann opinn frá morg!ni til kvölds “ „Sáuð þér peningapokann, þegar þér settuð kassann inn?“ „Ég held nú það, Ég flutti hann meira að segja úr stað, því hann var þar sem kassinn átti að vera.“ „Vissuð þér hve mikið af peningum var í honum?“ „Nei, ég gáði ekki í hann. En auðvitað gerði ég ráð fyrir að mánaðarlaunin væru í hon- um.“ „Hvar hafið þér verið síðan?“ „Ég fór rakleitt á skrifstofu svínasláturhússins, og þar var ég, þegar lögreglan sótti mig.“ Leitin á skrifstofunni bar engan árangur. „Jæja,“ sagði Brandt. „Við getum víst sleppt bæði frú Johansen og Hólm. Þau hafa ekkert tækifæri haft til að koma peningunum undan, en hins vegar hafa ungfrú Sch- midt og Brink bæði farið út úr húsinu og getað hafa falið peningana hvar sem vera skal.“ Nei,“ sagði Hanna. „Það er tæplega hægt að gruna mema þau fjögur, og raunar

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.