Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 20.04.1973, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI - óhæfur skipstjórí - 955 fórust Duglaus skipshöfn Sólin stráði geislum sínum yfir New York, himininn heið- ur og blár, yndislegt skemmti- ferðaveður, miðvikudagsmorg- uninn 15. júní 1904. Langar raðir af glöðum og hlæjandi krökkum í fylgd með mæðrum sínum og kennurum, streymdu niður á hafnarbakk- ann við fljótið „East River“, þar sem hjólaskipið „General Slocum“ lá tilbúið til að fara hina árlegu skemmtiferð fyrir Markúsarkirkj usöf nuðinn. Svo gekk hin mikla skrúð- ganga um borð, 1358 manns auk hljómsveitarinnar. Það var blásið til brottferðar, endum kastað, gamli skipstjórinn, Van Schaich, hringdi vélsímanum og skipið tók að skófla sig norður á bóginn í áttina til staðar, sem bar hið óhuggu- lega nafn, Hlið helvítis. Einmitt um sama leyti kveikti einhver á lampa og kastaði logandi eldspýtunni niður í lestina, sem var full af olíutunnum, þöktum hálmi — önnur saga segir raunar einn skipsmanna hafi farið um lestina með logandi lampa. En hvað sem um það er, þegar skipið var gegnt 83. götu í New York, þá sá 14 ára drengur, Frank PÓrditski, graniia reyk- súlu leggja upp úr lestinni. Hann hljóp þegar til og sagði skipstjóranum frá þessu. „Haltu þér saman, og gættu að sjálfum þér“, sagði skip- stjórinn. Á sama tíma sást frá leðju pramma reykskýið leggja und- an neðsta þilfari skipsins, prainminn þeytti flautuna, og önnur skip endurtóku hættu- merkið og flýttu sér í áttina til „General Slocum“ til að reyna að hjálpa. En á skipinu þyí var ekkert um að vera; það hélt áfram eins og ekkert hefði 1 skorizt. Svo var stýrimaðurinn sóttur og honum sýnt niður í lestina. í sama bili tók kvenmaður á efsta þilfari að hlaupá æp- andi um með fötin í björtu báli. Eldsúlan, er lagði út um loftventil, hafði kveikt í henni. Þá fyrst hringdi skipstjór- inn, cil marks um hættuna. Kvenfólkið hljóðaði og, fólk stirnaði af hræðslu, þegar það heyrði hættumerkið; en aðeins augnablik, og síðan hófst æð- islegt kapphlaup mæðra, sem reyndu að finna börn sín. Þegar á fyrstu mínútunum var troðið undir í tugatali. En General Slocum hélt stöðugt stefnu sinni og ferð. Skipstjórinn, sem seinna var ásakaður harðleg, gaf margar skýringar á því, hvers vegna hann hefði ekki hleypt skip- inu a land. Á einum stað þótti honum of aðdjúpt, á öðrum óttaðist hann að eldurinn læsti sig i húsin á landi o.s.frv. Dauðaskipið hélt áfram, logandi stafna á milli. • í landi fylltust allir glugg- ar af óttaslegnu fólki; margir áttu ætingja um borð. Á Gene- ral Slocum var fólk farið að kasta sér í fljótið í logandi föt- um. Þrjár litlar stúlkur stukku samtímis fyrir boið, eins og lifandi eldstólpar; hljóðandi krakkar, sem orðið höfðu við- skila við mæður sínar, voru troðpir undir; mæður föðmuðu börn sín með tárin í augunum, áður en þær tóku þá erfiðu ákvörðun að kasta sér fyrir borð með þau í fanginu. Áhöfn skipsins var stjórn- laus og ráðþrota. Hún gerði árangursjausa tilraun til að ráða niðurlögum eldsins. Ein slangan var svo fúin, að hún rifnaði á milli, þegar vatnið kom i hana. Björgunarbátarnir og flekarnir voru svo fastir, að ógerningur var að losa þá. Skipshöfnin gafst upp og tók þátt i kapphlaupi farþeganna til að frelsa líf sitt. Hinir óttaslegnu farþegar slógust af æði til að ná sér í björgunarbelti, en þeir náðu í þáú, vörú 'engú bæítari. Þau duttu ’ sundur, þegar við þeim var hreyft. Á þeim stóð ártalið 1891. • General Slocum hélt stöðugt fullri ferð í áttina að hliði helvítis Konur féllu að fótum skipstjórans og grátbáðu hann að renna skipinu á land; faðir sem hafði misst barnið sitt, skaut af byssu á skipstjórann en hitti ekki. Skyndilega brotnaði öldu- stokkurinn aftarlega á bak- borða og straumur af fólki rann út í fljótið; kona féll á þilfarið og fæddi fyrir tímann; hræðslan hafði orðið henni um megn. Þegar logarnir nálguðust hana, reis hún upp, tók barn- ið í fangið og stökk fyrir borð. Vatnið huldi þau. Skipið sigldi nú þvert yfir fljótið, rakst á klett og byrjaði að sökkva. Loks var hinni brjáluðu siglingu lokið, svo að skipin, sem eltu, gátu safnazt í kring og byrjað að bjarga. Meðan konur teygðu hend- urnar biðjandi í áttina til bjögunarskipanna, hófst hryll- ilegasti þáttur slyssins. Bitarn- ir, sem héldu uppi, efsta þil- farinu, brunnu í sundur og þilfarið hrundi ásamt hund- ruðum fólks ofan í freyðandi. eldhafið. Á hvejum bletti skipsins, sem ekki logaði, þrengdi fókið sér saman. Af efsta þilfari stökk skipstjórinn og hafn- sögumennirnir í sjóinn og var bjargað. Þegar menn héldu að ekki væry fleiri lifandi um borð, sást lítill drengur klifra upp afturmastrið og logarnir sleiktu fætur hans. Hann kleif stöðugt hærra, og frá þúsund- ym bárust angistarópin, bæði á ströndinni og á fljótinu, þegar mastrið brami í sundur og féli ásamt drengnum i hvæsandi eldhafið. Smáþátar í tugatali dfógu fólkið lifandi og drautt upp Hinn kunni íslandsvinur Mark Watson hefur tilkynnt, að hann sé i-eiðubúinn að gefa Dýraverndunarsambandi ís- lands, Hundavinafélagi íslands og Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur í saineiningu, til- búna dýrahjúkrunarstöð (cilini)c. Hér er um að ræða timbur- hús, sem sérsmíðað verður með tilliti til íslenzkrar veðr- áttu. í því er biðstofa, skurð- stofa, sjúkrastofa, aflífunar- herbergi, skrifstofa o.fl. Enn- fremur pláss, sem sérstaklega er æílað fyrir röngtenmynda- tökur. Innifalið í gjöfinni er að senda hingað til lands hjúkr- unarkonu til að þjálfa inn- lent starfslið. Einkum hefur verið rætt um að staðsetja þessa hjúkrunar- stöð að Esju á Kjalarnesi. Þar er fyrir hendi um 130 fer- metra steinhús, sem unnt væri að nota sem dýrageymslu í tengslum við stöðina. Mikil þörf hefur verið fyrir slíka dýrageymslu, t.d. þegar fólk fer í íerðalög og þarf að koma heimilisdýrum sínum fyrir á meðan. Þar er einnig aðstaða fyrir gæzlumann. Englendingurinn Mark Wat- son rr íslendingum að góðu kunnur. Hann kom hingað til lands í fyrsta sinn árið 1937. Síðan hefur Watson meira og minna verið tengdur landinu. Þetta er engan veginn 1 fyrsta skipti sem hann hefur sýnt góðan hug sinn til íslands með höfðinglegri gjöf. Meðal ann- ars hefur hann gefið Þjóð- minjasafninu dýrmætt safn Collingwoodmynda og gefið fé til uppbyggingar Glaumbæjar- safns í Skagafirði. Einnig hafa íslenzkir dýravinir oft notið rausnar hans í ríkum mæli. Áhugi Watsons á íslenzka hundinum er löngu kunnur. Hann hefur bæði ræktað ís- lenzka hunda og hesta á bú- görðum sínum í Englandi og í Bandaríkjunum. Á næstunni úr vatninu. Um miðnætti lágu nærfejlt 600 lík á ströndinni, en 400 var ennþá saknað, í marga daga var fljótið að skila feng sinum. Dauðinn hafði heimsótt því nær hverja fjölskyldu í Mark- úsarkirkju-söfnuðinum. 120 eiginmenn misstu alla sína fjölskyldu. Frank Perditski — drengurinn, sem fyrst sá eld- inn — missti móður sína, bróður og systur. í einu húsi, sem höfðu búið 15 fjölskyld- ur, voru aðeins eftir 15 barn- lausir ekkjumenn. • Við réttarhöldin upplýstist margt óskemmtilegt varðandi útgerð skipsins. Hið glæpsamlega kæruleysi var öllum ljóst, m.a. af á- standi brunaslöngunnar og mun koma út hérlendis bók um íslenzka hundinn, sem Watson hefur samið og er hún myndskreytt af Barböru Árna- son. Hann hefur verið sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu og er fulltrúi íslands hjá alþjóðleg- um dýraverndunarsamtökum. Hefur hann ekki talið eftir sér 'að ferða landa á millic,f'þágu dýraverndar hérlendis og þá ekki sízt vegna hundabanns- ins i Reykjavík. Þann 15. apríl s.l. var efnt til „Dags dýranna“ en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hérlendis. í því tilefni var gefið út sérstakt blað í stóru upplagi og var því dreift um höfuðborgarsvæðið og einnig í stærstu kaupstöð- um landsins., Formaður Sambands Dýra- verndurnarfélaga íslands er Ásgeir H. Eiríksson, en aðrir í stjórn eru Jórunn Sörensen, Gauti Hannesson, Geir Waage, Hilmar Norðfjörð, Ólafur Thoroddsen og Jón Kr. Gunn- arsson. * Utanlandsferð Framh. af bls. 1 utanlandsferðina og verður þá um háar upphæðir aö ræöa í feröakostnað og annað, sem utanlandsferö- um fylgir. Satt aö segja er þaö kapp- nóg aö skólanemar, allt of- an 1 ga gnf ræöapr óf s-krakka, skuli streyma utan eftir próf á hverju ári. Krakkar, sem láta ferma sig af því aö þaö er siður, hafa alls ekkert meö utanlandsferö- ir aö gera í tilefni af ferm- ingunni, hvaö þá ef þau fara svo með skóla sínum örfáum árum síðar. Ef svo heldur sem horfir má búast við aö feröaskrif- björgunarbeltanna, af dugleysi áhafnarinnar og af því, að aldrei höfðu verið brunaliðs- æfingar um borð. Auk þessa kom í ljós, að fyrirtækið, sem búið hafði til beltin, hafði látið 18 sm. langt járnstykk inn í hvert belti til að fá á þau löglega þyngd. Eftir langvarandi réttarhöld var skipstjórinn dæmdur í 10 ára íangelsi fyrir glæpsam- lega vanrækslu. Tíu af ráðs- mönnum skipafélagsins voru einnig ákærðir sem meðsekir, en pótt. undarlegt megi virðast, voru þeir allir sýknaðir. í Lúterska kirkjugarðinum í New York hvíla 60 þeirra sem fórust og ekki þekktust. þar safnast árlega þeir 403, sem komust af og enn eru á lífi, ésamt ættingjum þeirra 955 manna, kvenna og barna sem fórust júnídaginn 1904. stofurnar fari að auglýsa ódýrar Maljorkaferðir fyrir fermmgarbörn og prestarn- ir verði fararstjórar. Því ekki virðast þeir hafa bar- izt á móti þessari þróun. * Þrengsli Framh. af bls. 1 ánægju af að sjá dýr sýnd opinberlega í umhverfi sem þessu. Safninu lokað? Þrátt fyiúr ítrekaöar ósk- ir Sædýrasafnsmanna um framlög úr opinberum sjóð- um, hefur ekki verið um mikla styrki að ræða úr þeirri átt. Þrengsli eru orð- in mikil og margt þarf aö lagfæra hiö bráöasta. En ef ekki fæst fé til að gera úrbætur verður aö loka safninu eða hluta þess. Þaö er mannúðlegra en aö láta sum dýrin búa áfram við núverandi aöstæöur. Bjarndýrin höfðu ágætt pláss, meðan þetta voru litlir húnar, en nú hafa dýrin náð fullri stærð. Pláss það sem þeim hefur verið ætlaö er hins vegar þaö sama, og nær þaö ekki nokkurri átt. Það er ekki verið að minnast á þetta hér í þeim tilgangj að ófrægja starf Sædýrasafnins. Það hefur veitt þúsundum ungra sem gamalla mikla ánægju er safniö hafa heimsótt. En þaö verður samt sem áöur að uppfylla strangar kröfur um aðbúnaö dýr- anna. Annars er hætt viö að ánægja gesta snúist upp í reiöi, eins og nú virðist hafa gerst vegna ísbjarn- anna. Auglýsið í Nýjum vikutíbmdum Dýraspítali gefinn Höfðingleg gjöf ensks Islandsvinar

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.