Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Síða 8

Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Síða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI i Brandari vikurmar — Þú mátt ekki stinga krónupeningi upp í þig, drengur minn. ÞaS geta verið hættulegar bakteríur á honum. — Nei, hann pabbi segir, að það geti ekki einu sinni bakteríur lifað á íslenzkri krónu lengur. Hársbreidd frá dauðanum Hin dáða fihndís, MARILYN MONROE, sem dó voveiflega í hótelherbergi sínu fyrir allmörgum ár- um, hefur nú á ný hlotið mikið umtal. — Bæði er það, að illar tungur hafa bæði í blöðum og heilli bók vefengt þá fullyrðingu, að hún hafi framið sjálfsmorð — heldur hafi hún verið myrt — og svo er sagt fullum fetum, að hún hafi verið i nánu vinfengi við John heitinn Kennedy Bandaríkjafor- seta, þótt aðrir telji hvort tveggja einbera róg- mælgi. Hér er gömul frásaga hennar um ógleymanleg- asta atburð í ævi hennar. AÐEINS ein skýring er til — ég hlýt að hafa verið viti mínu fjær, þegar ég fékk þessa kjánalegu hugmynd í kollinn. Síðan eru tvö ár . . . En það er bezt að ég segi alla söguna. Ég hafði nýlokið starfi í New York, þar sem ég lék sem gestur, og var á leiðinni til Hollywood til að uppfylla samning minn þar. Ég hafði sjálf ekið bifreið minni til New York, og þrátt fyrir alla vegar- lengdina, hafði ég ekki orðið fyrir neinu óhappi. En slík ökuferð er í rauninni ekkert vandamál á steyptum ökuveg- inum, sem liggur þvert yfir Ameríku. Og nú var ég sem sagt á heimleið. Vinir mínir í New York höfðu ráðlagt mér til að leggja leið mína um Colorado, það myndi sannarlega borga Marlyn Monroe er talin hafa verið mesta kynbomb- a.n, sem sést hefur í kvik- myndum. sig. Þar væru fyrsta flokks vegir og engin hætta. Þar sem mér lá ekkert á — það var hálfur mánuður þangað til ég þurfti að vera komin — ákvað ég að færa ferðaáætlunina yfir um Colorado — „þess ótrúlega staðar frá landfræðilegu sjón- armiði“. Og eins og áður, gekk allt vel — þangað til ég fékk þá Framhald á bls. 5. Brjóstakossar Tvœr stúlkur hittust í gufubaöi. Önnur var meö lafandi brjóst, en hin meö upplyft brjóst. — Já, ég veit, aö brjóst- in á mér eru ekki falleg, sagöi sú meö lafandi brjóstin, — en þaö er af því, aö maöurinn minn hefur yndi af því aö kyssa þau. — Sama get ég sagt um manninn minn líka, svar- aöi liin, — en viö sofum í sama herbergi! Ráð, sem EKKI dugði Ungi maöurinn átti erf- itt með að tjónka við vin- konu sína, sem var skolli erótisk. Hann leitaði því ráða hjá föður sínum og spurði, hvernig hann hefði leyst svipuð vandamál. — Ja, sko, sonur minn, svaraöi faðirinn, — í hvert skipti, sem hún móðir þín fór að gera sig til við mig, færði ég hana úr buxunum og rassskellti hana ræki- lega. — Já, ég er líka búinn að reyna þetta, svaraði pilturinn, — en þegar ég er kominn svo langt að kippa niður um hana bux- unum, þá er ég ekki leng- ur reiður út í hana! yK Bazl í húsnæðisleysinu neydd- ust hjónin til aö kúldrast í pínulítilli íbúö með fjög- ur börn — svo lítilli, aö þau þurftu að láta tvo drengina sofa hjá sér í hjónarúminu. Þetta hafði sín óhagræöi í för með sér. Hjónin þurftu til dæmis að bíöa eftir því, að krakkarnir sofnuðu, ef þau ætluðu að gamna sér eins og lög gera ráð fyrir (þótt fornfáleg lög banni samt hreinskilni á prenti 1 þeim efnum). Svo var það eitt sinn, síðla kvölds, þegar allt stóð sem hæst, að Nonni litli datt út úr rúminu með óp- um og óhljóðum. Jæja, — það tókst að koma honum í koju og kyrrö aftur. Og beðið var, þangaö til talið var, aö börnin væru sofnuð. Nú, svo var byrjað á nýj- an leik. En, viti menn, heyrist þá ekki hróp í barni neöan úr djúpunum: — Haltu þér fast Nonni! Þau eru aö byrja aftur! Einn danskur Maður- nokkur hafði erft fíl og fór í labbitúr meö hann út í skemmtigarð. Þar var hann stöðvaður af varðmanni, sem benti hon- um vinsamlega, en af ein- beittni, á það, að bannað væri aö vera meö fíla í garðinum. Maðurinn leiddi fílinn út úr garðinum stanzaði hjá næstu kjötbúð, keypti þar nokkrar rúllupylsusneiðar, smellti þeim á rassinn á fílnum og fór svo aftur með fílinn inn í garðinn. Nú reiddist varðmaður- inn og hótaði lögreglunni. En maðurinn með fílinn sagði þá 1 fússi: — Hvern fjandann varð- ar þig um það, hvað ég hef ofan á matnum? Afdrep óskast Ungt par sat saman í kvikmyndahúsi og var ekk- ert aö leyna ástríöuríkum tilfinningum sínum. Full- oröin kona, sem sat fyrir aftan þau, fannst víst þetta ganga of langt og laut því aö piltinum og sagöi: — Segiö þér mér, ungi maöur, — þurfið þér aö hegöa yöur svona á opin- berum stað? Getiö þiö ekki haft einhvern staö, þar sem þiö eruö út af fyrir ykkur. Pilturinn vatt sér viö og svaraöi af miklum ákafa: — Já, frú, ég vildi óska að þér gœtuö táliö hana Siggu á aö fallast á þaö! y(~ Skarplega athugað Hann var búinn aö drösla henni úr blússunni og brjóstarhaldaranum. Hún veitti ekkert verulegt viönám, en lét þó eins og hún vœri þessu mótfall- in. Þegar hann haföi rennt niður rennilásnum á pils- inu, muldraði hún: — Heyröu, ég hugsa áö manninum mínum myndi ekki líka þetta! — Nei, líkast til, en þaö er sko ekki fyrir hann, sem ég er aö þessu. Holdið er veikt Sunnudag nokkurn var presturinn á leið til kirkju, en kom þá auga á gullinhærða blómarós, sem sólaði sig allsnakin. Presturinn gekk inn í garðinn, í þeim tilgangi, að átelja stúlkuna fyrir þetta siöleysi . . . en það fór nú sem verða vildi. — Það varð engin kirkju- predikun hjá honum þann sunnudaginn. Á næsta sóknarnefndar- fundi afsakaði presturinn sig og sagöi: — Ég barðist heiftarlega við satan sjálfan, en ég tapaöi. Einn nefndarmannanna, Tryggvi trésmiður, laum- aði þá út úr sér: — Ég sá ekki betur en aö presturinn væri að sigra, því hann lá ofan á, þegar ég gekk fram hjá! X- Sönnunargagnið Farþegaskip strandáöi um miöja nótt, og flestir komu upp á náttfötunum einum. Piltur nokkur tróðst fram, en bátsmað- urinn hrópaöi: — Konur og börn fyrst! Þá svipti „pilturinn“ (sem raunar var stutt- klippt stúlka) frá sér jakkanum, og kippti niö- ur um sig buxunum, glennti sig og œpti: — Hvaö hélduröu aö þetta sé? Helduröu kannske aö þetta sé mý- flugustunga? ^f* Maðurinn sagði... — Aöalmunurinn á belju, sem er að jórtra, og stúlku, sem japlar tyggi- gúmmí, er gáfulegi augna- svipur kýrinnar. — Ég hugsa aö maður veröi ekkert spengilegri af aö synda. Líttu bara á hvalinn. Nokkrir stuttir . . . Hinn ungi og fjarska- lega áhugasami prestur var að spyrjast varfærnis- lega fyrir um álit safnað- arins á honum. Unga heimasætan, hún Helga sagöi: — Ó, presturinn er dá- samlegur — við vissum varla hvað synd var, fyrr en hann kom hingað. — ★ — — Ég er ólétt, kjökraði dóttirin. — Jæja . . . og hver er faðirinn? ^111* — Hvernig ætti ég að vita það? Þú hefur neytt mig til að slökkva ljósið klukkan tíu á kvöldin! — ★ — Litli drengurinn og litla telpan voru saman í baði. Telpan glápti lengi á lim drengsins og sagði: — Ha, mikið ertu gam- aldags. Minn er innbyggð- ur. — ★ — — Segðu mér í trúnaði, sagöi vinurinn við ný- kvæntan félaga sinn, 2 metra háan og 100 kílóa þungan, — hvernig í ó- sköpunum farið þið eigin- lega að þessu, þú og kon- an þín, — og hún, sem er varla stærri en önnur höndin á þér. — Rétt, svaraði sá ný- gifti kampagleiöur, — en hún er miklu betri. — ★ — — Hváö um einn reglu- lega gamaldags koss? spuröi hann varfœrinslega. — Ja, ég skál kalla á hana ömmu. — ★ — Eiginmaður rauðsokk- unnar: — Hún talar, liegö- ar sér og klœðir sig eins og karlmaður. Aftur á móti er ég farinn aö gramsa í buxnavösunum hennar á morgnanna . . .

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.