Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Blaðsíða 4
NY VIKUTIÐINDI
BLÚÐBAÐIÐ I NEW ORLEANS
NÍSTANDI konuóp kváðu
við. Svo ógurleg voru ópin, að
blóðið stirðnaði í öllum þeim,
er það heyrðu.
Það var síSara hluta dags,
er þetta gerðist. Allir íbúar í
litlu krókóttu götunni heyrðu,
hvað konan sagði. Hún æpti í
sífellu:
„Morð! Hj'álp! Komið strax!
Komið strax!“
Jules Chatelaine, ungur
tryggingaumboðismaður, og
fylgdarmaður hans, sem voru
á gangi á götunni, flýttu sér
til konunnar, sem æpti. Andlit
átti erfitt með að komast inn
í húsið vegna mannfjöldans,
sem safnazt hafði saman um-
hverfis það. Roeling fór í skó-
hlífar áður en hann fór inn
í húsið.
Það er næstum ómögulegt
að finna orð til að lýsa þeirri
sýn, sem blasti við, þegar lög-
regluþjónarnir komu inn í
húskjallarann. Jafnvel George
Roeling, sem margt ógurlegt
hafði augum litið, varð gagn-
tekinn af hryllingi.
f herberginu stóð rúm og
lítið borð. Hvarvetna á gólf-
hennar var afmyndað af ótta.
Hún hélt áfram að hrópa á
hjálp.
„Hvað gengur á? Hver hefir
verið myrtur?“ spurði Chate-
laine konuna.
Konan gaf enga skýringu.
Hún svaraði ekki spurning-
unni, heldur sneri við og benti
mönnunum að koma með sér.
Hún fór á undan þeim að húsi
nokkru. Útitröppur voru á
húsinu upp á fyrstu hæð og
veggsvalir úr timbri umhverf-
is það allt. Þau fóru upp á
svalirnar. Húsið var mjög af
sér gengið, að hruni komið.
Konan stundi og mælti:
„Gluggarnir! Lítið inn um
gluggana.“
Chatelaine þrýsti andlitinu
að rúðunni og starði inn um
hana.
En innan skamms sneri
hann sér frá glugganum með
hryllingi og sagði við leiðsögu-
manninn:
„Við verðum að hringja á
lögregluna. Þarna inni er allt
blóði drifið.“
SVO HÓFST leitin að morð-
ingjanum. Hér var um að
ræða hryllilegasta afbrýðisem-
issorgarleik, sem íbúar borgar-
innar New Orleans hafa heyrt
getið um að gerzt hafi í þess-
ari borg.
Lögreglumenn og blaða-
menn komu fljótt á vettvang.
Foringi rannsóknarlögreglunn-
ar var George Roeling. Hann
Va.Ld.ar skrýtlur
— Þér áttuð að stilla píanó-
ið hér, en ekki kyssa dóttur
mína, hrópaði húsbóndinn bál-
reiður.
— Já, en dóttir yðar er van-
stillt, og svo var þetta bara
aukavinna!
★
— Þú færð aldrei þennan
hund til að hlýða þér, sagði
maðurinn við konuna sína, sem
kom einn daginn heim með ný-
keyptan hvolp.
— Ójú, svaraði hún. — Það
þarf bara vilja og þolinmæði
vagnaþjónusta.
Lögreglan hélt áfram að
leita að búkunum inni í íbúð-
inni. Að lokum fundust tvær
ferðatöskur eða kistur, sem
faldar höfðu verið langt inn
undir rúmunum. Töskurnar
voru þegar opnaðar, og enn
sáu menn óttalega sýn. í tösk-
unum var sinn kvenmanns-
búkurinn í hvorri. Armar og
fætur höfðu verið teknir af,
að því er virtist, af manni,
sem hafði farizt það höndug-
lega. Hjá öðrum kvenbúknum
lá langur, breiðblaða hnífur.
Nágrannarnir þekktu, að búk-
arnir voru af Theresa og Leo-
nide Molty. En bræðurnir sá-
ust hvergi.
Og hvar voru börnin?
— ★ —
HJÁ EINUM nágrannanna
Framhald á bls. 7
vuwwvvvvvvvvvwvuvwvwvvvmvvvwvuvvuvvvvvwv
SANNSÖGULEG MORÐSAGA
inu, á veggjunum, já, jafnvel
á loftinu voru merki eftir
blóðbaðið, sem átt hafði sér
stað í herberginu. Sængurföt-
in voru í óreiðu og gegnvot
af blóði. Á gólfinu voru marg-
ir blóðpollar, og blóðug fót-
spor lágu inn í hliðarherberg-
ið. Og í því herbergi var eigi
síður hryllileg aðkoma. í rúm-
inu, sem þar var, voru kjöt-
stykki, blóði drifin baðkápa lá
á gólfinu í baðherberginu, og
baðherbergið var allt blóðugt.
f því lágu afskornir handlegg-
ir, læri og fótleggir með fót-
unum á. En búkar fundust
ekki. í hinum þrem herbergj-
unum voru engin merki þess,
að þar hefðu illvirki verið
framin. En hingað og þangað
sáust blóðug fótspor.
Úti fyrir húsinu spurðu lög-
reglumennirnir fólkið spjörun-
um úr. Þeir spurðu einkum
um íbúa hússins. Húseigand-
inn gat leyst úr þeirri spurn-
ingu. Hann kvað tvo bræður
búa þarna með fjölskyldum
sínum. Nöfnin voru þessi:
Henry Molty og kona hans
Theresa og þrjú börn þeirra.
Ennfremur Joseph Molty,
kona hans Leonide og tvö
börn þeirra.
Þau höfðu fyrir skömmu
komið til New Orleans frá
New Iberia. Henry, sem áður
hafði verið sjómaður, hafði nú
ofan af fyrir sér og fjölskyld-
unni með því að mála skilti,
og Joseph hafði nýlega misst
atvinnu þá, sem hann hafði
stundað. En það var strætis-
til. Eg átti í nákvæmlega sömu
erfiðleikum með þig í fyrstu,
góði minn!
Agatha Christie, sem fræg
er fyrir leynilögreglusögur sín-
ar er gift fornleifafræðingi og
í tilefni af því sagði hún eitt
sinn:
„Fornleifafræðingur er æskileg-
asti eiginmaður sem ég get
hugsað mér, vegna þess að því
eldri sem ég verð, því meiri
áhuga hlýtur hann að fá á
mér.“
Tilkynning frá Þjóðhátíðarnefnd 1974
Hátíðarhöld:
17. júní: að Varmá í Mosfellssveit.
Forstöðumenn:
Einar Ingimundarson, sýslumaður,
Hafnarfirði.
Bjarni Sigurðsson, sóknarprestur,
Mosfelli
17. júní: Ólafsfjarðarkaupstað.
Forstöðumaður:
Kristinn G. Jóhannsson, skólastj., Ólf.
17. júní: að Laugum í Reykjadal.
Forstöðumaður:
Jóhann Skaptason, sýslum., Húsav.
17. júní: að Höfn í Hornafirði.
Forstöðumaður:
Páll Þorfsteinsson, alþingismaður,
Hnappavöllum, öræfum.
17. júní: að Kleifum við Kirkjubæjarklaustur.
Forstöðumenn:
Sigurjón Einarsson, sóknarprestur og
Jón Hjartarson, skólastj. Kirkjubæjkl.
15.—17. júni: að Selfossi, Árnessýslu.
Forstöðumaður:
Sr. Eiríkur J. Eirksson, þjóðgarðs-
vörður, Þingvöllum.
23. júní: að Hólum í Hjaltadal.
Forstöðumenn:
Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslu-
maður, Sauðárkróki.
Stefán Friðbjarnarson, bæj.stj. Sigluf.
Framkvæmdastjóri: ,
Haraldur Árnasonr-skólastj., Hólum
Hjaltadal.
23. júní: að Hlíðarenda í Fljótshlíð.
Forstöðumaður:
Jón R. Hjálmarss., skólastj., Skógask.
6. júlí: að Reykholti í Borgarfirði.
Forstöðumenn:
Ásgeir Pétursson, sýslum., Borgn. og
Þorvaldur Þorvaldsson, kenn., Akran.
6.—7. júlí: að Eiðum, Austfirðingar sameinast.
Forstöðumaður:
Jónas Pétursson, Lagarfelli, Fellum.
6.—7. júlí: í Kirkjuhvammi við Hvammstanga —
Húnavatnssýslu.
Sigurður Björnsson, verslunarstjóri,
Hvammstanga.
7. júlí: í Ásbyrgi, Keldukerfi.
Forstöðumaður:
Sigtryggur Þorláksson, Svalb. Þistilf.
Þjóðhátíðarnefnd 1974
I Þjóðhátíðarnefnd 1974 eru eftirtaldir menn:
Matthías Jóhannessen, ritstjóri,
Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur,
Höskuldur Ólafsson, bankastjórl,
Gils Guðmundsson, alþingismaður,
7. júlí: á Svartsengí á Suðurnesjum.
Forstöðumaður:
Árni Þór Þorsteinsson, Garðav. 1,
Keflavík.
13.—14. júli: í Vatnsfirði á Barðaströnd —
Vestfjarðahátíð.
Framkvæmdastjóri:
Páll Ágústsson, Patreksfirði.
14. júlí: Opnaður hringvegur um Island
við Skeiðará.
20.—21. júlí: að Kjarna við Akureyri.
Forstöðumenn:
Sveinn Jónsson, Kálfskinni,
Hörður Ólafsson, kennari.
Framkvæmdastjóri:
Hilmar Daníelsson, kennari, Dalvík.
20.—21. júlí: að Búðum á Snæfellsnesi.
Forstöðumaður:
Árni Emilsson, sveitarstj., Grundarf.
20.—21. júlí: á Rútstúni í Kópavogi.
Forstöðumaður:
Sigurður Einarsson, Lundarbrekku 4,
Kópavogi.
21. júlí: að Búðardal í Dalasýslu.
Forstöðumaður:
Einar Kristjánsson, skólastj., Laugum,
Dalasýslu.
i 21. júlí: í Hafnarfirði.
---- Forstöðumaður:
Hrafnkell Ásgeirsson, lögfr., Hafnarf.
28. júlí: Þjóðhátíð á Þingvöllum.
Formaður Þjóðhátiðarnefndar:
Matthías Jóhannessen.
Framkvæmdastjóri:
Indriði G. Þorsteinsson.
3.—5. ág.: Þjóðhátíð í Reykjavík.
Formaður Þjóðhátíðarnefndar:
Gísli Halldórsson, forseti bæjarstj. R.
Framkvæmdastjóri:
Stefán Kristjánsson, fulltrúi.
9.—10. ág.: Vestmannaeyjar:
Forstöðumenn:
Unnur Guðjónsdóttir, Vestm. og
Birgir Jóhannsson, Vestmannaeyjum.
Óski einhver nánari upplýsinga um hinar einstöku
hátíðir, er best að skrifa bent til forstöðumanna
þeirra.
Gisli Jónsson, menntaskólakennarí,
Gunnar Eyjlófsson, leikari
Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofa nefndarinnar er að Laugavegi 13,
Reykjavík, sími 26711 og 27715.
Minjagripir Þjóðhátíðarnefndar 1974:
I tilefni Þjóðhátiðarnefndar — 1974 hefur nefndin
látið framleiða eftirtalda minjagripi til sölu:
Verðlaunaveggskyldi Sigrúnar Guðjónsdóttur
úr postulíni í litum, Framleiddir af Bing & Gröndahl,
Kaupmannahöfn. Seldir 3 í setti í áprentaðri
pappaöskju.
Veggskildi Einar Hákonarsonar úr postulini,
svartir/hvítir. Framleiddir af Gler og Postulín sf.,
Kópavogi. Seldr 3 í setti í áprentaðri pappaöskju.
Veggdagatal þjóðhátíðarnefndar — 1974.
Silkiprentuð bómull. Framleitt af Silkiprent sf„
Reykjavík.
Minjagripir sem koma á næstunni:
Aletraður öskubakki úr postulíni, í litum, í litprent-
uðum póstkortspakka. Framleiðandi: Bing &
Gröndahl, Kaupmannahöfn.
öskubakki með merki þjóðhátíðar, úr postulíni
í litum. Sami framleiðandi.
Barmmerki, annað úr silfri, hitt emailerað i litum.
Minnispeningar Þjóðhátíðarnefndar með merki
þjóðhátíðar og landvættum islands. Hannaðir af
Kristínu Þorkelsdóttur. Efni: Brons og silfur. Ein-
stakir bronspeningar seldir sér. 2 þúsund silfur- og
brenspeningar seldir í settum. Framleiðandi:
Kultateollisuus Ky, Finnlandi.
Þessir minjagripir eru til sölu víðsvegar um land.
Sérstakar útgáfur:
Þjóðhátíðarmynt Seðlabanka Islands.
Samstæða ellefu frímerkja Póst- og símamálastj.