Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Blaðsíða 8
8
NÝ VIKUTÍÐINDI
Brandari vikunnar
Konráð Erlendsson, sem var kennari á Laug-
um, hafði litlar mætur á fiskbollum og nefndi
þær „óvini“ sína.
Einu sinni taldist honum svo til, að skóla-
piltur, sem Jakob hét, hefði etið 20 bollur.
Þá kvað Konráð:
Mjög er hríðin gaffla grimm,
garpar heyrðu smelli.
Jakob lagði ferna fimm
fjendur mína að velli.
glasbotninum
Kyniegur frystíhúsarekstur. - Fjallvegir.
Sérkennileg jurt. - Ölcðir skotmenn.
Kvartanir og spurningar.
Misjafnar nafngiftir
Þrjár konur sátu í sama
járnbrautarklefa. Ein var
frönsk, önnur sænsk, og
sú þriöja var nunna.
Þær fóru að ræða um,
hvað þær kölluðu lim
karlmannsins.
— Ég kalla hann sént-
ilmann, sagði sú franska,
— af því hann rís upp
fyrir konunum.
— Og ég kalla hann
snjóbolta, sagöi sú
sænska, vegna þess aö því
meira sem maður kreistir
hann, því harðari veröur
hann.
Nú blandaði nunnan
sér í málið og sagði:
— Öjá, hjá okkur er
hann nefndur kraftaverk-
iö, af því við höfum allar
heyrt talað um hann, en
engin okkar hefur séð
hann!
*
Yfirsjónin
í vélrituöu skattafram-
tali kaupsýslumanns nokk
urs taldi hann til frádrátt
ar son á framfœri sínu —
og þar sem hann haföi
ekki áöur taliö hann fram
á skattskýrslum sínum,
fékk hann skriflega fyrir-
spurn um þaö, hvort hér
vœri ekki um villu einka-
ritara hans aö rœöa.
í svarbréfi sínu sagöi
forstjórinn:
„Nei, þetta er yfirsjón,
sem var okkur báöum aö
kenna!“
Xr
Hagsýni
Konráö gamli var kom-
inn til stórborgarinnar. 1
gleöihverfinu þar hitti
hann fyrir Rósu rauöu, og
þeim kom saman um aö
halda heim til rauðhæröu
kvensunnar.
— Jæja, sagði Konráö
gamli, þegar hann tók af
sér hálsbindiö. — ^ Hvað
kostar þaö svo mikiö nú
á dögum?
— 2000 krónur í rúm-
inu eöa 500 krónur á gólf-
inu.
— Gott, þá segjum viö
2000 krónur.
— Þaö er líka miklu
notalegra í rúminu, sagöi
Rósa og krækti af sér
br j óstahaldaranum.
— Hver djöfullinn var
aö tala um rúmið! Neih
— fjórum sinnum á gólf-
inu!
Sókn er bezta vörnin
Pétur kom seint heim,
mjög seint.
Konan lá í rúminu —
en undir því var greini-
lega maöur.
Pétur tók til máls:
— Hvaö . . . hvaö er
þaö . . .?
Konan greip ofsafengin
fram í fyrir honum.
— Hvar hefuröu veriö í
nótt, svínið þitt?
— Hvað . . . hver er
þessi skarfur undir rúm-
inu?
Og konan œpir:
— Svo aö þú œtlar aö
breyta um umrϚuefni,
andstyggöin þín!
Ástralski brúðguminn
Vellrík dama haföi feng
iö þá flugu i höfuöiö, aö
Kynlegur frystihúsa-
rekstur
„Mikið hefur verið að gera
hjá öllum frystihúsunum að
undanförnu — nema einu. Þar
er fyrirkomulag allt með und-
arlegu móti — mildð byggt og
mikið keypt.
Eitt af því, sem aðstandendur
þessa fyrirtækis hafa keypt, er
2 millj. kr. einkabíll, hingað
kominn af erlendri bílasýn-
ingu!
Það er ekki að sjá, að bar-
lómur frystihúsaeigenda eigi
við mikil rök að styðjast, ef
dæma má eftir slíkum kaupum.
Ég held það myndi ekki saka,
að skattayfirvöldin glugguðu
svolítið í rekstursafkomu þessa
frystihúss. — Skattgreiðandi.“
★
Já, þú segir nokkuð, þótt á
hinn bóginn sé útlitið svart
með rekstur fiskiðnaðarins —
að maður tali ekki um afkoniu
skuttogaranna.
giftast ekki öörum en
þeim, sem aldrei heföi átt
kynmök við kvenmann.
Eftir langa árangurs-
lausa leit komst hún loks
í kynni viö Ástralíubúa,
sem virtist uppfylla kröf-
ur hennar.
Um nóttina, aö aflok-
inni brúðkaupsveizlunni,
eyddi hún löngum tíma
inni í baöherberginu til að
gera sig eins girnilega og
unnt var, en þegar hún
kom inn í svefnherbergiö
sá hún sér til mikillar
furöu, aö brúögumi henn-
ar var að ljúka viö aö
færa öll húsgögnin út í
eitt hornið.
— Hvers vegna í ósköp-
unum ertu aö þessu?
spuröi hún.
— Ja, svaraöi hinn ný-
bakaöi eiginmaöur, — ég
hef aldrei verið meö konu
á þennan hátt, en ef þaö
er eins og með kengúru,
þá veitir okkur ekki af
öllu því plássi, sem viö
getum haft yfir aö ráöa!
Svakalegt partí
Tvœr krœfar, ungar
stúlkur, sem hömuðust til
aö geta oröið filmdísir í
Hollywood, höföu veriö svo
heppnar aö komast í
kvöldpartí hjá frœgum
kvikmyndaframleiöanda.
Daginn eftir hittust þœr
á matbar og fóru aö rabba
um œvintýri nœturinnar.
— Þetta var ofsálegt
partí, sagöi önv"r. — Ef
ég heföi drukkiö svolítiö
Fjallavegir
„Það ætti að leggja veg frá
Bláfjöllum á Krýsuvíkurveg —
og það fyrr en seinna.
Eins er nauðsynlegt að laga
Fjallabaksveginn úr Land-
mannalaugum úr Skaftártung-
um, enda er sú leið undurfögur.
Þá blöskrar manni tómiæti
allt við vegalagningu inn í
Þórsmörk.
Sama má segja um Kjalveg-
inn og þennan stutta spöl, sem
eftir er norður yfir Sprengi-
sand. — Það nær engri átt að
láta ófærubíla hafa einkarétt
á þessum leiðum. — Örn Ás-
mundsson.“
Við tökum undir þetta með
þér, Örn. Fyrr eða síðar kemst
þetta í framkvæmd.
En það verður ekki á allt
kosið — og ekki er að búast við
að unnt sé að ausa miklu fé í
þessa óbyggðavegi á sama tíma
og verið er að ljúka við hring-
veginn um landið með miklum
tilkostnaði.
meira, myndi ég sennilega
liafa lagst undir boröiö.
— Já, sagöi hin, — ef
ég liefði tekiö einn sjúss
í viöbót, hefði ég senni-
lega lagst undir vertinn!
Xr
Hrossakaup
Jens fór meö hest til
borgarinnar, sem hann
ætlaöi aö selja, en gekk
þaö treglega. Loks komst
hann í samband viö
mann, sem var líklegur.
— Ég skal selja hestinn
fyrir þig á 50.000 krónur,
sagöi hann, — en ég vil
fá tíu prósent í sölulaun,
svo þaö dregst frá.
Jæja, Jens fannst til-
boöiö ekki ósanngjarnt, en
hann var ekki alveg klár
á þessum tíu prósentum,
svo aö hann baö um um-
hugsunarfrest þangaö til
næsta dag.
Þegar Jens kom aftur í
gistihús sitt, sneri hann
sér óðara til stúlkunnar
viö afgreiösluboröiö og
spuröi:
— Ef ég læt þig fá
50.000 krónur mínus tíu
prósent, hvaö tekuröu þá
af?
Stúlkan brosti flírulega
og sagöi:
— Allt, sem ég er meö
utan á mér!
Brauð og kyngeta
Roskinn maöur haföi
hafði heyrt því fleygt, aö
það styrkti mjög kynget-
una aö boröa fransbrauö,
Sérkennileg jurt
„Á Valhúsahæð á Seltjarnar-
nesi vex sérkennileg jurt, sem
sagt er að hvergi vaxi annars
staðar hér á landi.
Það væri ekki úr vegi að
benda Náttúruverndarráði á
þetta, ef jarðrask e.r fyrirhugað
þarna á næstunni. — Seltirn-
ingur.“
Þetta er látið ganga rétta
boðleið.
Ölóðir skotmenn
„Mikið fannst af dauðum
gæsum í Landeyjum eftir pásk-
ana, að sögn, aðallega á þeim
stöðum, sem monthanar úr
Skotfélagi Reykjavíkur hafa
einkarétt á.
Þetta er ekki ný bóla. Eftir
því sem þessir menn æfa sig
meira, því minni sportveiði-
menn verða þeir. Það er annað
að skjóta í mark en á lifandi
bráð. Ég hef svo sem staðið þá
að verki oftar en einu sinni
Framhald á bls. 7.
svo að hann fór inn í
brauöbúö og baö um
hveitibrauö fyrir 500 krón
ur.
— Hvaö segiö þér maö-
ur! sagöi afgreiöslustúlk-
an. — Þetta veröur orðið
beinhart löngu áöur en
þér hafiö borðaö helming-
inn!
— Ef þaö er rétt, þá
œtla ég aö fá fransbrauö
fyrir 1000 krónur, sagði
maöurinn glaöur í bragði.
Nokkrir stuttir . ..
Presturinn hafði fært
hjónum nokkrum einu
barni of mikið í kirkju-
bókina. Þar sem ekki er
leyfilegt aö afmá eöa
skafa burt úr kirkjubók-
um, skrifaöi presturinn á
spássíuna:
„Fjórða barniö er mis-
tök af minni hálfu.“
Bálreið móöir við dóttur
sína:
— Ég skal segja þér
nokkuö og þaö er það, aö
þaö voru blátt áfram ekki
til táningar, þegar ég var
ung.
— Hvernig í fjandanum
leyfiö þér yður aö koma
heim með dóttur mína
klukkan sex um morgun-
inn!
— Mér þykir þaö leitt
— ég þarf aö vera kom-
inn í vinnuna klukkan
sjö!
★