Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Blaðsíða 5
 NÝ VIKUTÍÐINDI l ^ 10.05 I Spy 9.15 Flip Wilson 7.00 Animal World 1/ /1 , l 11.05 Tonight 10.05 Cannon 7.30 Mancini Generation K&tnviKi ir< zmnvnrnin 11.20 Late Show 8.00 Northern Currents í \ HjL V U\ULI n jg L ” ULi JL/lL/ MÁNUDAGUR 8.30 Hawaii 5-0 3.05 Another World MIÐVIKUDAGUR 9.25 All in the Family Dagskrá hvers dags er Icsin 6.45 F.D.R. 3.25 Dinah’s Place 3.05 Another World 10.10 Profiles in Courage upp 5 mín. áður en fyrsti dag- 7.10 Wild, Wild West 3.45 Monday 3.25 Dinah’s Place 11.20 Roger Miller, skrárliður hefst. 8.00 One More Time 4.15 Sesame Street 3.45 Addams Family His Friends and Music Fréttir eru lesnar kl. 3, 6.30 8.55 Sanford and Son 5.30 Electric Company 4.10 Mike Douglas og 11.00 nema á laugardögum 9.20 Carol Burnett 6.00 Get Smart 5.25 Electric Company FÖSTUDAGUR og sunnudögum. Þá falla síð- 11.15 Late Show 6.30 Scene Tonight 6.00 On Campus 3.05 Another World degisfréttir niður. 12.45 Nightwatch 7.00 Iron Horse 7.00 Wild Kingdom 3.25 Dinah’s Place „Datebook“ er kl. 5.55 og 8.00 Monday Night Movie 7.30 Temperatures Rising 3.45 Juvenile Jury „Reflection" alla daga kl. SUNNUDAGUR 9.30 Maude 7.55 T.H.E. Cat 4.20 Mike Douglas 11.15. nema laugardaga og 12.00 Christopher Closeup 10.05 Naked City 8.20 The People of 5.30 Electrie Company sunnudaga. 12.10 This is the Life 11.15 Tonight Peoples China 6.00 Sherloek Holmes 12.40 Sacred Heart 9.15 Dean Martin 7.00 New Dick Van Dike LAUGARDAGUR 12.55 Music and the ÞRIÐJUDAGUR 10.05 Gunsmoke 7.30 Jimmy Dean 9.00 Cartoons Spoken Word 3.05 Another World 11.20 Tonight 7.55 Program Previews 9.50 Captain Kangaroo 1.25 Stanley Cup Finals 3.25 Dinah’s Place 8.00 Thrillseekers 10.40 Sesame Street 3.35 The Preakness 3.45 New Zoo Revue FIMMTUDAGUR 8.24 Mary Tyler Moore 11.35 Voyage to the Bottom 4.45 Boxing 4.10 Early Movie 3.05 Another World 8.50 Sonny and Cher of the Sea 5.30 Soul 5.30 Electric Company 3.25 Dinah’s Place 9.40 M.A.S.H. 12.30 Pro Bowlers Tour 6.45 Directions 6.05 Buck Owens 3.45 Mike a Wish 10.05 New Perry Mason 1.40 Baseball 7.15 Bob Newhart 7.00 Johnny Mann 4.10 Early Movie 11.20 Late Show 4.10 The Superstars 7.40 Police Surgeon 7.30 Jonathan Winters Welcome Home The Strangler 5.05 Sea Hunt 8.05 Music Country 8.00 Appointment 5.30 Electric Company 12.50 Creature Features 5.35 Rifleman 9.00 Face the Nation with Destiny 6.05 Three Passports The Living Head 6.05 Dick Clark 9.30 Meet the Press 8.50 Doris Day to Adventure • Þögn Framhald af bls. 1 teknar verða af hátíðahöld- um héraða út um allt land. Slíkt getur að sjálfu sér verið ágætt, en sýnir jafn- framt glögglega, að sjón- varpið hefur engan vilja til að eiga frumkvæði að myndarlegum dagskráaþátt um. Hvaða sjónvarpsstöð sem væri í heiminum myndi fagna af heilum hug þeim tækifærum, sem slík hátíð hefði upp á að bjóða. Hing- að til hefur sjónvarpið lát- ið sér nægja að hafa við- tal við framkvæmdastjóra þjóðhátíðar og álítur það nægilegt. En að skapa eitt- hvað sjálfstætt í tilefni há- tíðarinnar, það er fyrir of- an skilning yfirmanna sjón varps. Vonandi gerir útvarpið betur, því þar virðast þó vera til menn, sem hafa einhvern snefil af sjálf- stæðri hugsun. Enn er það þó hulinn leyndardómur á hvern hátt útvarpið hyggst gera afmælinu skil, en þar mun eitthvað vera í undir- búningi. Dacrblfjðin Ekki hafa dagblöðin stað ið sig betur en Ríkisútvarp- ið. Það virðist útbreiddur misskilningur hjá ráða- mönnum þessara fyrir- tækja, að ellefu alda af- mælið sé bundið einhverj- um ákveðnum degi eða dög um. Það eina, sem birt hef- ur verið um afmælið í dag- blöðum, eru tilkynningar um hina og þessa minja- gripi, og svo stuttar frá- sagnir um undirbúning há- tíðahalda úti um land. Það er ekki reynt að skýra lesendum frá því t. d., hvernig ritun íslands- sögunnar gengur, ekki er slegið upp fjörlega ritaðri grein um einhvern merkan atburð úr sögu þjóðarinn- ar, svo annað dæmi sé tekið. Nei, þjóðhátíðin viröist aðeins vera einhver ákveð- inn dagur í júlí. Þá þykir sjálfsagt að koma út með sérstakt þjóð- hátíðarblað, og auðvitaö verða ritstjórarnir barns- lega hreyknir af svo fá- dæma mikilli hugkvæmni; ÞióShátíSanefnd Þjóðhátíðanefnd hefur unnið mikið og gott starf að undirbúningi þjóðhátíð- arársins, en starf hennar hefur alls ekki mætt þeim skilningi eða fengið þær undirtektir, sem eðlilegt væri. Almenningur hefur smit- ast af áhugaleysi fjölmiðla, og ellefu alda afmælið hef- ur því ekki orðið til þess á neinn hátt, að ýta undir áhuga á sögu landsins. Þrátt fyrir góðan vilja þjóð- hátíðanefndar til að vekja almennan áhuga, hefur það ekki tekist af þeim or- sökum, sem að framan eru raktar. Eflaust verður góð að- sókn að þeim hátíðahöld- um sem fram fara víðsveg- ar um landið 1 sumar, en var ekki ætlunin að eitt- hvað yrði gert meira en að halda eins dags hátíðir hingað og þangað? • Stórgróði Framhald af bls. 1 með hagnaði, þótt þeir fengju þau gefins. Það virð ist ekki skipta neinu, þótt þessi skip komi með rífandi afla að landi, sem síðan er seldur dýrum dómum úr landinu. í tvö ár, eða allt frá því að þessir stuttogarar fóru að koma til landsins, hefur því verið lýst yfir, að nú séu skipin að stoppa vegna rekstrarörðugleika, en samt sem áður hefur ekkert skip stoppað. Auðvitað nær það ekki nokkurri átt að moka tug- um nýrra skuttogara inn í landið á örfáum árum, en þetta stöðuga eymdarvæl útgerðarinnar er fyrir löngu hætt að fá hljóm- grunn meðal almennings. Ef menn vilja kaupa skip, sem vitað er fyrirfram að skila muni tapi, á það að vera mál þeirra sjálfra og engin ástæða til að stöðugt sé ausið 1 þá fé úr sameig- inlegum kassa landsmanna. X- • Stolinn bíll Framhald af bls. 1. metra. í gleði sinni yfir því að endurheimta bílinn ó- skemmdan, ákvað maður- inn að láta málið kyrrt liggja, og segist hann aldrei hafa kynnst jafn heiöarleg- um þjófum! Valdir brandarar = Voff! Voff! Einn kunningja minna eign- aðist hvolp og vildi kenna hon- um að kalla eftir mat sínum með því að gelta. Kennsluað- ferð hans var sú, að rétta skál- ina með hundamatnum að hvolpinum og gelta tvisvar eða þrisvar um leið. Á þann hátt ætlaðist hann til að hvolpurinn setti geltið í samband við mat og færi brátt að kalla eftir mat sínum sjálfur. Eftir rúma viku fannst kunn- ingja minum tími til kominn að hvolpurinn sýndi, að hann hefði eitthvað lært. Fór hann því með skálina nokkur skref frá hvolpnum og beið þess hvað gerast kynni. Hvolpurinn þagði og reyndi ekki að snerta matinn. — Setti þá húsbóndi hans skálina á gólfið og beið þess að hvolpurinn tæki til matar síns.. En nú fór öðru vísi en ætl- að var, og þið getið ímyndað ykkur upplitið á kunningja mínum, þegar það kom á dag- inn, að ómögulegt var að fá hvolpinn til að snerta mat, fyrr en eigandi hans og lærimeistari hafði gelt tvisvar sinnum sjálf- ur. Fyrirhyggja Það var í desemberbyrjun, að tveir sjómenn fyrir vestan voru að rabba saman. — Jæja, segir annar, — ertu búinn að panta áramótabrenni- vínið? — Já, svaraði binn, — búinn að fá það og drekka það. — Hvað segirð'u maður? Þú áttir að geyma það til áramót- anna. — Ho, hver veit nema mað- ur verði dauður þá. — ★ — Veðmálin Liðsforingi nokkur, sem ver- ið var að flytja. á milli her- deilda, hafði meðferðis bréf frá fyrri yfirmanni sínum, þar sem liðsforingjanum var hrós- að sem foringja, en jafnframt sagt, að hann hefði einn löst: áhættuspil. — Ungi maður, sagði yfir- maðurinn. — Þér þjáizt af spilafíkn. Á hvað veðjið þér nú aðallega? — Ég skal til dæmis veðja 25 dollurum um það, að þér hafið fæðingarblett á vinstri öxl. — Ég tek veðmálinu, sagði ofurstinn og fór úr jakka og skyrtu, til að sýna, að hann hefði engan blett þar. Liðsforinginn borgaði og fór. Ofurstinn skrifaði fyrrver- andi yfirmanni liðsforingjans, að sér hefði tekizt að sýna hon- um fram á fánýti veðmála. Nokkrum dögum seinna fékk hann svar: Svei mér gott. Áð- ur en hann fór, veðjaði hann við mig 100 dollurum, um að hann skyldi vera búinn að koma þér úr skyrtunni fimm mínútum eftir að þið hefðuð hitzt! —- ★ — Grafarró raskað Maður nokkur, sem hafði drukkið helzt til mikið í sam- sæti einu ákvað að stytta sér leið heim til sín og gekk því yf- ir kirkjugarðin n. En svo ó- heppilega vildi til, að hann álp- aðist niður í nýtekna gröf, sem tekin hafði verið þetta kvöld. Vegfarandi einn heyrði hróp hins drukkna manns niðri í gröfinni og hugðist skjóta hon- um skelk í bringu. Hann gekk því að gröfinni og sagði með draugslegri röddu: „Hvað ert þú að gera í minni gröf?“ Fulli maðurinn niðri í gröf- inni hætti hrópunum og stóð sem steini lostinn. „Hvað ert þú að gera í minni gröf?“ spurði vegfarandinn á ný, uppi á grafarbarminum. „Hik — hvað ég er að gera í þinni gröf?“ muldraði sá fulii og klóraði sér í hnakkanum. „Það væri nær að ég spyrði, hvern fjandann þú ert að flækj- ast upp úr henni?“ □

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.