Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Brandarí vikunnar AFMEYING Reykjavíkurborg keypti höggmyndina „Hafmeyna” af Nínu Sæmundsson fyr- ir talsvert mörgum árum, og var henni komið fyrir á tilbúnum hólma í tjörn- inni. Svo gerðist það á gamlárskvöld, þegar tjörnin var ísi lögð, að listaverkið var sprengt og eyðilagt. Þótti þetta illtverk, en ekki hafðist upp á sökudólginum. Flutti Auður Auðuns, sem þá var í borg- arstjórn, um þetta umvöndunarpistil í útvarpinu. Þá kvað Karl Kristjánsson frá Húsa- vík: Ömynd býður eyðingu heim, — Auður brást með vörnina, — enginn hefur upp á þeim, sem afmeyjaði Tjörnina. glasbotninum Tímabundið kvenna- gull Daníel hafði orð fyrir að vera í meira lagi kvenhollur, og konan hans hafði svo rniklar áhyggjur út af þessu, að hún bara sig upp við formanninn fyrir kvenfélagi sveitarinnar. Dag nokkurn fór formaður- inn á fund Daníels og ætlaði aldcilis að taka hann 1 karp- húsið. — Daníel, sagði hún, — er það satt, að þér haldið frani- hjá konunni yðar? — Já, ætli það ekki. En ]>ú verður að hafa mig afsakaðan — ég hef ekki tíma til þess í dag! >f: Afdrífaríkt framhjá- hald Eiginmaðurinn kernur óvænt heim að konunni sinni naktri og móðri í óuppbúnu rúmi. Þetta er grunsamlegt! liugs- aði liann og þaut að opnum glugganum. Og reyndar kom hann auga á flýjandi mann. Á svipstundu tókst honum að henda kæliskápnum út um gluggann, beint á flóttamann- inn. Svo skiptir um svið, yfir í biðstofu Lykla-Péturs að Ilimnaríki. Þrír rnenn sækja urn inngöngu. Þeir eiga að til- greina dánarorsök, og sá fyrsti segir: — Ég dó úr hjartaslagi, þegar ég hafði kastað ísskáp út urn glugga. Sá næsti sagði: — Ég var að hlaupa yfir göt- una til ]>ess að sækja lækni handa konunni minni, sem var veik, þegar ísskáp var kast- að í mig og ég beið bana. Og sá þriðji sagði: — Ég sat inni í kæliskáp, sem var kastað út um glugga... Staka Þessa vísn orti Lúðvík Kernp um fólk, sem hann þekkti: Gerðu að kanna lasta leið, lífsnautnanna efldu skeið. Svíktu granna í sárri neyð, — sérhver annars konu rcið. * Sofnað í skauti Hjónin voru háttuð, og kom- in upp í rúm. Þetta var á laug- ardagskvöldi. — Ég hef lesið, að sum hjón liafi gert þetta 10.000 sinnum í sambúð sinni, sagði konan. — Og þau missa löng- unina smátt og srnátt. Það verður svo hversdagslegt hjá ]>cim, að þau gcta blátt áfram gert það í svefni. Þau geta það, Sigurður! Heyrirðu ]>að? Sig- urður! SIGURÐUR! . . . * A rakarastofunni Tveir engir sérlcgir vinir sátu inni á rakarastofu og voru að láta klippa sig. — Ekki svona mikið liárvatn, sagði annar við rakarann. — Hver veit nema konan mín haldi þá að ég sé að koma úr lióruhúsi! Hinn greip þá framrni í og sagði glottandi: — Láttu mig ]>á hafa því meira af því — Konan mín hefur enga reynslu af lykt í hóruhúsi! r-K Ánægjuefni Nú liafði Sigga látið barna sig einu sinni enn — og það sem verra var, liún hafði ekki liugmynd um hver faðirinn var. Móðir hennar — af gamla skólanum — var rasandi: — Þetta er aldeilis makalaust, Sigga! Alveg týpisk upp á hvað allt er orðið í afturför og upp- lausn á öllum sviðum. Á mín- unr árum spurðum við ]>ó allt- af á eftir: — Með hverjum hef ég haft ]>á ánægju? . . Vissara væri það Ólafur reikaði góðglaður að morgni inn til séffans: — Góðan daginn, allir sam- an. Ég eignaðist þríbura í nótt! — Til hamingju! En hvað áttu við mcð „allir saman?“ — ,Við erurn bara tveir. — Ja, hver fjandinn! tautaði Ólafur. — Það er víst vissara fyrir mig að skreppa heim aftur og telja betur. . . . * Það var nú það Greifafrúin lá í himinsæng sinni og sendi boð eftir sínum trúa og tiygga þjóni, James. — James, færðu mig úr sokk- unum! Færðu mig úr kjólnum. Taktu af mér brjóstalraldar- ann! Færðu mig úr buxunum, Jarnes! Takk, James — og ef ég sé þig nokkru sinni aftur í fötunum mínum segi ég þér upp! Gestrisni Borgmundarhólmvcrjar eru mjög upp með sér af gestrisni sinni — og ekki af ástæðu- lausu. Ferðamaður nokkur kom til eyjarinnar nú í sumar, og strax h'rsta daginn kynntist hann glóðhærðri fegurðargyðju. Hún bauð honurn heim til sín og matreiddi handa honum hinar beztu kræsingar. Þegar þau höfðu borðað nægju sína lagðist stúlkan á cldhúsgólfið og gaf í skyn, að hún vildi vera liinum nýja vini sínum þóknanleg. . . Einmitt þegar leikurinn stóð sem hæst, opnuðust dyrnar og faðir stúlk- unnar kom inn: — Hvern fjandann hugs- arðu, barn! — Vertu ekki rciður, pabbi. Ég er bara að sýna born- hólmska gestrisni í raun! — Það er þá gestrisni eða hitt þá heldur! Viltu ekki koma síldarkassa undir gunrp- inn á þér, svo að pilturinn þurfi ekki að liggja nrcð frjó- hirzluna á köldu gólfinu! . . . -X Maðurinn sagði: — Konan sagði ekki orð, þegar ég kom þcttur lieim í nótt. Áður en ég fór hafði ég nefnilega blandað sementi í næturkremið hennar. ★ — Það þarf tvö til að dansa tango, en fyrst nraður er kom inn svo nálægt stúlku, þá er, fjandinn hafi ]>að, ástæðulaust að eyða tímanum með dansi! ★ — Því lengur sem maður prédikar yfir unglingunum, því eldri verða ]>au — og þá er það orðið of seint.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.