Sameiningin - 01.03.1911, Qupperneq 9
3
Ekki er þaÖ nema eðlilegt, að almenningr ætlist til,
a'Ö „Sameiningin“ gjöri sér nokkur reikningsskil viÖ
tímamót þessi. Hefir hún ‘borgað’ sig? Hefir hún
látið noldínð það gott af sér leiða, sem gefi henni til-
verurétt í þjóðlífi og kirkju?
Hm eitt verða víst allir nokkurn veginn sammála
bæði hér og á Islandi, er dœma skal um „Sam.“ : Hún
hefir farið vel með íslenzka tungu. Það er fundið að
því við oss Vestr-lslendinga, að móðurmáli voru sé mis-
þyrmt í blöðum vorum og ritum. Margir segja, að
hættan mesta fyrir íslenzka tungTi stafi af vankunnáttu
margra þeirra, sem hér rita fyrir íslenzka alþýðu. En
nú á „Sam.“ því láni að fagna, að sá, er verið hefir rit-
stjóri hennar alla tíð, hefir fyrir löngu fengið alþjóðar
viðrkenning fyrir snilldarlega meðferð móðurmálsins.
Um kunnáttu hans á íslenzku máli efast enginn
maðr. Það ætti því að vera óhætt að álykta, að ,,Sam.“
hafi átt nokkurn þátt í því, að halda á lofti hér í hyggð-
um Islendinga óbjagaðri íslenzku innanum allan vestr-
íslenzka bókmennta-sorann annálaða. Þótt ekki hefði
„Sam.“ verið til annars gagns en þess á liðnum aldar-
fjórðungi, myndi hún þó talin til nokkurs nýt af öllum
þeim, bæði hér og á ættlandinu, sem láta sér annt um
hreina íslenzku.
Fyrst af öllu hefir það verið ætlunarverk „Samein-
ingarinnar“ að vera málgagn. Henni hefir verið falin
ákveðin stefna til meðferðar. Iíiin er málgagn kirkju-
félagsins íslenzka og lúterska í Vestrheimi. Stefnan,
sem henni er trúað fyrir, er evangeliskr kristindómr á
grundvelli heilagrar ritningar og samhljóða trúarjáfning-
um lúterskrar kirkju. Við þessa stefnu hefir „Sam.“
leitazt við að standa, á hverju sem gengið hefir. Margt
hefir henni orðið á, en aldrei það, vísvitandi að svíkja
lit. Margar yfirsjónir kannast hún liiklaust við, en
fyrir guði og mönnum veit hún sig lausa við að hafa
viljað víkja frá grundvelli þeim, er henni var frá upp-
hafi ætlað að standa á, Hún heldr dauðahaldi um
þann sannleik, að „guðs opinberaða orð sé hin eina
sanna og áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenning